Morgunblaðið - 09.11.1996, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 09.11.1996, Blaðsíða 16
16 LAUGARDAGUR 9. NÓVEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI * Burðarás keypti UA-bréfin af Einingu og Lífeyrissjóði Norðurlands á genginu 6,17 24%hærraen markaðsgengi Utgerðarfélag Akureyringa hf. Stærstu hluthafar og þróun hlutar þeirra á þessuári Eignarhluti Eignarhluti Eignarhluti 30. maí'96 30. sept.'96 8. nóv.'96 Akureyrarbær Kaupfélag Eyfirðinga Burðarás hf. Útgerðarfélag Akureyringa hf. Hampiðjan hf. Vátryggingafélag íslands Lífeyrissjóður Verslunarmanna Hlutabréfasjóðurinn hf. Verðbréfamark. íslandsbanka Samvinnulífeyrissjóðurinn 53,3% 34,57% 8,3% 11,29% 2,2% 3,35% 10,00% 4,9% 6,29% 1,9% 2,34% 2,8% 1,84% 7,5% 1,96% 0,7% 34,57% 11,29% 10,46% 10,00% 6,29% 2,34% 1,51% 1,08% 0,98 0,95% Lífeyrissjóður Norðurlands 3,6% 5,78% 0 Verkalýðsfélagið Eining 1,2% 0,97% 0 Aðrir hluthafar 8,4% 21,61% 20,53% BURÐARÁS hf., eignarhaldsfélag Eimskips, keypti á miðvikudag hlutabréf í Útgerðarfélagi Akur- eyringa hf. að nafnvirði tæplega 61 milljón króna af Lífeyrissjóði Norðurlands og Verkalýðsfélaginu Einingu miðað við gengið 6,17. Söluandvirði bréfanna nam því rúmlega 376 milljónum. Þetta gengi er um fjórðungi hærra en verið hefur í viðskiptum með bréfin að undanförnu. Má þar nefna að Akureyrarbær bauð ný- lega bæjarbúum hluta af sinum bréfum á genginu 4,98 og á Verð- bréfaþingi hafa bréf verið seld að undanförnu á svipuðu gengi. Geng- ið tók hins vegar kipp í viðskiptum á þinginu á fimmtudag eftir að fréttir bárust af kaupum Burðaráss og fór hæst í 5,20. Þar var í öllum tilvikum um tiltölulega lágar fjár- hæðir að ræða. Eftir kaupin er Burðarás orðinn þriðji stærsti eigandi hlutabréfa í fyrirtækinu, á eftir Akureyrarbæ og Kaupfélagi Eyfirðinga, eins og sést á meðfylgjandi töflu. Teljum ÚA mjög áhugavert fyrirtæki Þorkell Sigurlaugsson, fram- kvæmdastjóri Burðaráss, segir að eftir kaupin eigi félagið um 11% hlut í ÚA. „Meginástæðan fyrir því að við keyptum þessi bréf er sú að við teljum ÚA vera áhugavert fyrir- tæki. Við höfum verulega trú á fyrirtækinu og viljum gjarnan vera þáttakendur með öðrum að vinna að eflingu þess sem hluta af at- vinnustarfseminni á Norðurlandi," sagði Þorkell. Uppboðsmark- aðurmeðkjöt oggrænmeti FYRSTA uppboð hjá nýjum upp- boðsmarkaði með landbúnaðarvörur á Selfossi verður haldið kl. 15 á þriðjudag. Þá er ætlunin að bjóða upp afurðir af 30 svínum frá Höfn: Þríhyrningi, kínakál og gulrætur. í framtíðinni er stefnt að því að upp- boðin fari fram á sama tíma í hverri viku. Markaðurinn er fyrst og fremst ætlaður verslunum, veitingastöðum, mötuneytum, kjötvinnslufyrirtækj- um, enda eru stórar einingar boðnar upp í einu. Uppboðsmarkaðurinn sem rekinn er af Lögmönnum Suðurlandi er tengdur við uppboðskerfið Boða sem er tölvukerfi fiskmarkaðanna. Er gert ráð fyrir því að markaðurinn verði rekinn með líkum hætti og fisk- markaðirnir. Ekki verður þó hægt að selja þær afurðir sem háðar eru verðlagningu verðlagsnefnda land- búnaðarins. Seljendur geta sett ákveðið lágmarksverð á afurðir sínar og einnig boðið í sjálfir án kostnaðar ef afurðin selst ekki. Söluþóknun er 3-5% af brúttóverði og greiðist af seljanda. Að sögn Ólafs Björnssonar, hdl. eins af aðstandendum uppboðsmark- aðarins, er fyrirmyndin að uppboðs- markaðnum sótt til nágrannaland- anna. Stefnt er að því að landbúnað- arafurðir af sem flestum vinnslustig- um geti gengið kaupum og sölum á markaðnum. Þá er gert ráð fyrir að selja gripi á fæti, hey, silung og túnþökur á markaðnum svo dæmi séu tekin. Hann segir að verð hlutabréfa Burðaráss í ÚA sé eðlilegt þegar til lengri tíma sé litið. Fyrirtækið er talsvert háð botnfiskvinnslu og á eftir að þróast og aðlaga sig að breyttum aðstæðum. „Gengið að undanförnu hefur mótast af því að afkoman hefur ekki verið nægilega góð, en við teljum að hægt sé að gera ÚA að mjög fjárhagslega sterku fyrirtæki.“ Eining vill selja Verkalýðsfélagið Eining á Akur- eyri seldi öll sín hlutabréf í ÚA til Burðaráss í gegnum Lífeyrissjóð Norðurlands. Um var að ræða tæp- lega 1% hlut sem seldist fyrir rúm- ar 48 milljónir króna. Björn Snæ- björnsson, formaður Einingar, segir það stefnu núverandi stjórnar að eiga ekki eignarhlut í fyrirtækjum og sitja þannig aðeins öðru megin við borðið. „Á fyrri hluta þessa árs var ákveðið að selja allt að helm- ings hlut félagsins í ÚA og hafa bréfin verið til sölu síðan. Búið var að selja bréf fyrir um eina milljón króna að nafnvirði á genginu 4,98.“ Eining seldi öll sín hlutabréf í íslandsbanka á síðasta ári og nú þegar félagið hefur selt sína eign í UA, er aðeins um að ræða eignar- hlut í Iðnþróunarfélagi Eyjafjarðar hf. „Við höfum ekki keypt hluta- bréf í fyrirtækjum til fjölda ára, þannig að þetta er ekki eitthvað sem er að gerast einmitt nú. Það hefur verið gagnrýnt af ýmsum aðilum hér á svæðinu að við höfum ekki viljað kaupa hlutabréf í fyrirtækjum sem okkar félagsmenn hafa unnið hjá. En það er hins vegar alveg ljóst að á meðan þessi stjórn situr mun- um við ekki kaupa hlutabréf." Björn segir að Eining eigi ekki of mikið af peningum og að frekar hafi verið um skuldir á milli sjóða félagsins að ræða. „Það er mikið fjármagn bundið í fasteignum fé- lagsjns en lausafé hefur ekki verið til. Ég er mjög ánægður með söluna á bréfum félagsins í ÚA og við munum reyna að gera það besta úr því fjármagni en við munum alla vega ekki kaupa hlutabréf fyrir það. Við höfum m.a. verið að bæta við orlofshúsum og styrkja sjúkra- sjóð félagsins og þessi sala á eftir að koma okkar félagsmönnum til góða.“ Framkvæmdastj óri Flateyjar Leitum réttar okkar VILBERG Sigtryggsson, fram- kvæmdastjóri Flateyjar hf. bókbands- stofu, segist mjög undrandi og sár vegna þeirrar niðurstöðu Hæstarétt- ar að hafna kröfu fyrirtækisins um að fá afhenta bókbandsvél. Fyrirtæk- ið keypti vélina af hollenskum véla- kaupmönnum í febrúar í vetur sem fengið höfðu vélina hjá prentsmiðj- unni Odda hf. Hæstiréttur kemst að þeirri niðurstöðu að vafi leiki á því hvort Oddi hafí haft heimild til að selja vélina, sem var í eigu prent- smiðjunnar Grafíkur, sem að lang- stærstum hluta er í eigu Odda hf. Vilberg sagði að það þýddi ekkert að syrgja það að hafa tapað málinu, það væri ekki um neitt annað að ræða en sætta sig við niðurstöðu dómsins. Með honum væri útséð um að þeir fengju vélina, en þeir myndu leita réttar síns gagnvart prentsmiðj- unni Odda. Miðað við þennan dóm hefðu þeir það á tilfinningunni að þeir hefðu verið að kaupa stolið dót. Vilberg sagði að allt þetta mál væri búið að valda þeim veruiegu tjóni. Það hefði verið mjög bagalegt að fá ekki vélina afhenta allt þetta ár í samræmi við kaupsamning þar um. Það væri búið að eyðileggja fyrir þeim vertíðina nú fyrir jólin. Vilberg sagði að það hefði aldrei hvarflað að þeim þegar þeir hefðu keypt vélina að það ætti eftir að hafa þessi eftirmál. Þeir væru hins vegar ekkert að leggja árar í bát og myndu leita eftir kaupum á sam- bærilegri vél erlendis. -----♦ ♦ ♦--- Hitaveita Suðurnesja Breyting í hlutafélag athuguð HJÁ Hitaveitu Suðurnesja er hafín athugun á kostum og göllum þess að breyta Hitaveitunni í hlutafélag. Að sögn Júlíusar Jónssonar, forstjóra Hitaveitu Suðurnesja, hefur engin ákvörðun verið tekin um hvort breytt verði um rekstrarform. „Það var sam- þykkt fyrir tveimur vikum að kanna málið og nefnd skipuð til þess. Sú ákvörðun er í samræmi við skýrslu orkunefndar þar sem fram kemur að heppilegast væri að orkufyrirtæki væru rekin á hlutafélagaformi." Að sögn Júlíusar er engrar niður- stöðu að vænta frá nefndinni fyrr en eftir áramót. í skýrslu orkunefndar, sem skipuð er af iðnaðar- og viðskiptaráðu- neyti, um framtíðarskipan orkumála kemur fram að samkeppnisumhverfi skili að jafnaði meiri árangri í vinnslu og sölu en hefðbundið einka- réttarumhverfí. „Sjálfsagt sé að færa sér þetta í nyt á íslandi þótt hér eins og annars staðara þurfi að taka mið af aðstæð- um. Þetta verður best gert með því að endurskipuleggja raforkubúskap- inn á núverandi grunni með mark- aðssjónarmið að leiðarljósi í vinnslu og sölu raforku.“ Fundað um sölu léttvíns og bjórs í almennum verslunum Breytingar í undir- búningi á ÁTVR UNNIÐ er að viðamiklu stefnu- mótunarverkefni hjá stjórn ÁTVR og búast má við niðurstaða þess liggji fyrir um næstu áramót. Þetta kom meðal annars fram í máli Hildar Petersen, stjórnar- formanns ÁTVR, á fundi á vegum Kaupmannasamtaka íslands sl. fimmtudag þar sem fjallað var um hvort selja eigi bjór og léttvín í almennum verslunum. Hún sagði ennfremur að stjórn ÁTVR hafi fengi þau skilaboð frá nokkuð ábyrgum aðilum að ekki sé mikill pólitískur vilji fyrir breytingum á einokun á áfengi. „Þannig að ég veit ekki hversu langt verður gengið í ftjálsræði- sátt.“ Framsögumenn á fundinum voru Þorsteinn Pálsson, fram- kvæmdastjóri Kaupfélags Ámes- inga, Lára Margrét Ragnarsdótt- ir, þingmaður Sjálfstæðisflokks- ins, og Steingrímur Sigurgeirs- son, blaðamaður á Morgunblað- inu. Fram kom í máli þeirra allra að leyfa ætti sölu bjórs og létt- víns í matvöruverslunum. Þorsteinn gerði að umræðuefni í sínu erindi mismunum lands- manna í aðgengi að áfengi. ,jÞi'átt fyrir að allar verslanir ÁTVR megi vera opnar á laugardögum þá eru einungis tvær áfengisversl- anir opnar á laugardögum og þær eru báðar í Reykjavík. Lands- byggðarfólki er mismunað hvað varðar aðgengi að áfengisverslun- um gagnvart höfuðborgarbúum. Þar má taka dæmi af íbúa á Kirkjubæjarklaustri sem þarf að fara 200 km að næstu verslun ÁTVR og jafnlangt til baka.“ Vænlegast að fá fylgi úr öllum flokkum Lára Margrét kvaðst vonast til þess að sjálfstæðismenn styddu frumvarp að lögum um breytingar á sölu áfengis. „Það þarf að sjálf- sögðu að undirbyggja það mál vel líkt og öll önnur mál á þingi. Ég hef ekki trú á öðru en með góðum rökum og undirbúningi munum við sjá þessi lög, hvort sem það verður á næsta ári eða þarnæsta. Landsfundarályktun Sjálfstæðis- flokksins um afnám einkasölu ÁTVR á áfengi á að sjálfsögðu að fylgja eftir og ég tel að Sjálf- stæðisflokkurinn eigi að ríða á vaðið og leggja málið fram í þingi. Reynslan er sú að best sé að fá fylgi aðila úr öllum flokkum. Það er ekki víst að það takist en það yrði vænlegast til árangurs ef við ætlum að ná þessu sem fyrst.“ Að sögn Steingríms Sigur- geirssonar er staða hins almenna borgara að verða sterkari gagn- vart ríkisvaldinu. „Á níunda ára- tugnum varð ísland að raunveru- legu vestrænu markaðssamfélagi. Eitt svið hefur þó ekki losnað undan haftastefnunni sem áður ríkti en það er áfengismálastefna íslands. Áfengisneysla er stað- reynd og hér á landi hefur hún verið til staðar allt frá landnáms- öld. Heildsöluviðskipti með áfengi hafa þegar verið gefin frjáls og geta veitingastaðir keypt þessa vöru beint af birgjum. Einstakl- ingar sem vilja kaupa þessa vöru eiga aftur á móti engra annarra kosta völ en að skipta við ÁTVR. Þar sem einkaaðilum er treyst til að sjá um sölu á allri annarri vöru, s.s. skotvopnum og Iyfium, þá ætti verslunum að vera trey- standi til þess að selja léttvín og bjór.“ ^Sun - ® Forskot án fyrirhafnar Ráðstefna um nýja tíma Möguleikar án takmarkana 26. - 27. nóvember I I I I i I i i I i l i 1 i i r i i [ ! I r : I (■
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.