Morgunblaðið - 09.11.1996, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 09.11.1996, Blaðsíða 20
20 LAUGARDAGUR 9. NÓVEMBER 1996 ERLENT MORGUNBLAÐIÐ Staðhæfingar fyrrverandi blaðafulltrúa Kennedys forseta Segir flotann hafa grandað TWA-þotu fyrir slysni Cannes, Washington. Reuter. PIERRE Salinger, sem var blaðafull- trúi Johns Kennedys Bandaríkjafor- seta á sjöunda áratugnum fullyrti í gær að flugskeyti sem liðsmenn Bandaríkjaflota hefðu skotið á loft í tilraunaskyni, hefði fyrir slysni grandað þotu TWA-flugfélagsins við Long Island í júlí. 230 manns fórust með þotunni. Salinger telur hugsan- legt að málið hafi verið þaggað nið- ur af ótta við að það gæti komið sér illa fyrir Bill Clinton í forsetakjör- inu. Að sögn Jíeuíers-fréttastofunn- ar hefur lengi verið hægt að fínna ijölda greina á alnetinu þar sem fjall- að er um kenningar af því tagi sem Salinger nefnir. Talsmaður Bandaríkjaflota sagði í gær að ekki kæmi til mála að liðs- menn hans hefðu verið að verki og hefðu rannsóknarmenn fyrir löngu komist að þeirri niðurstöðu, engin vopn af þesu tagi hefðu verið á svæð- inu. „Við höfum kannað búnað flot- VEXTIR í Svíþjóð hafa hækkað lítil- lega að undanförnu, á sama tíma og vextir hafa lækkað á Ítalíu og Spáni. Vaxtastigið í löndunum þrem- ur hefur lengi verið svipað. Að sögn Svenska Dagbladet ber þessi þróun vott um að sænski fjármálamarkað- urinn hafí búið sig undir að Svíar muni hafna aðild að Efnahags- og myntbandalagi Evrópu (EMU), a.m.k. fyrst um sinn. í skýrslu framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins um þróun efna- hagsmála í aðildarríkjunum, sem gerð var opinber fyrr í vikunni, eru Svíþjóð, Spánn og Italía öll talin eiga möguleika á að uppfylla skilyrði Maastricht-sáttmálans fyrir aðiid að EMU. Engu að síður hafa vextir staðið í stað í Svíþjóð í vikunni en á Spáni og Ítalíu hafa þeir lækkað. Þetta rekja sænskir sérfræðingar ans á svæðinu og ekkert kom í ljós. Það var ekkert þarna sem hefði get- að valdið þessu og meira er ekki um málið að segja,“ sagði Susan Haeg undirsjóliðsforingi. Banda- rískur embættismaður gerði gys að fullyrðingum Salin- gers, sagði mjög vel fylgst með vopnabirgðum flotans og siglingum herskipanna. Skýrsla leyniþjónustumanns Fyrst sagðist Salinger hafa upplýsingar sínar frá bandarískum ieyniþjónustumanni en í viðtali við franska sjónvarps- stöð nokkru síðar viðurkenndi hann að hann hefði fyrir fimm vikum komist yfir þær fyrir milligöngu Frakka sem hann nafngreindi ekki. „Ég komst reyndar að því í gær- kvöldi að þetta hafði verið á alnetinu í tvo mánuði," sagði hann í gær. til þess að væntingar sænska fjár- málamarkaðarins séu þær að Svíar fylgi ráðum Calmfors-nefndarinnar, sem einnig skilaði skýrslu í vikunni og ráðlagði sænskum stjórnvöldum að bíða með aðild að EMU. Talið er að niðurstaða nefndarinnar muni gera ríkisstjórn- inni erfiðara fyr- ir að sannfæra almenning — og Jafnaðarmanna- flokkinn — um ágæti skjótrar EMU-aðildar. Spánn og ítal- ía stefna hins vegar eindregið að aðild og hafa bæði Jacques Chirac, forseti Frakklands, og Helmut Kohl, kanzlari Þýzkalands, sagt að þeir vonist til að löndin tvö verði í hópi stofnríkja EMU. „Fulltrúi CNN [sjónvarpsstöðvarinn- ar bandarísku], sem sagði mér að þeir hefðu fundið þetta á alnetinu, las þetta fyrir mig og það voru skjöl- in sem ég var með.“ Um- ræddur Frakki væri „tengd- ur ýmsum stjórnsýslustörf- um og hann hitti mann frá bandarísku leyniþjón- ustunni sem hafði skrifað skýrslu um TWA-slysið.“ Að sögn Salingers gerði flotinn tilraun með flug- skeyti í tæplega 4.000 metra hæð í þeirri trú að engin flugvél yrði þar á ferð á þess- um tíma neðar en í 6.400 metra hæð. Vegna „hræðilegra mistaka" í flugturni hafi flotanum ekki verið skýrt frá flugi Boeing-þotu TWA sem hafi farið seinna af stað en áætlað var og flogið neðar til að forðast að rekast á aðra vél. „Það eru margar sannanir í skjal- Vinarborg. Reuter. FULLTRÚAR sextán ríkja Mið- og Austur-Evrópu munu koma saman til fundar í borginni Graz í Austurríki í dag og ræða evr- ópskt samstarf og endurreisn Bosníu. Talið er að þrettán stjórnarleiðtogar muni sækja fundinn. Ríkin, sem tilheyra hinu svokallaða Frumkvæði Mið-Evrópu, sem sett var á laggirnar árið 1989, eru Al- banía, Austurríki, Bosnía, Búlgar- ía, Hvíta-Rússland, Ítalía, Króatía, Makedónía, Pólland, Rúmenía, Slóvakía, Slóvenía, Tékkland, Ungverjaland og Úkraína. Búizt er við að Moldóvu verði veitt að- inu,“ sagði Salinger. „Sjálfur hef ég rætt við nokkra menn sem taka undir með leyniþjónustumanninum. Segja verður allan sannleikann í þessu máli.“ Lögmaður 45 Frakka sem fórust með TWA-vélinni sagðist hafa beðið rannsóknardómara í Frakklandi að leita frekari upplýs- inga hjá Salinger. „Ekki rétti tíminn" Salinger, sem nú er 71 árs, var árum saman yfirmaður útibús ABC- sjónvarpsstöðvarinnar bandarísku í París. Hann segir að fyrir skömmu hafi tímaritið París Match birt ljós- mynd sem tekin hafi verið í einka- samkvæmi á Long Island um sama leyti og farþegaþotan fórst. Á mynd- inni sjáist hlutur er líkist flugskeyti fljúga yfir. Hann sagðist hafa skýrt fulltrúum ABC frá málinu en svarið hafi verið: „Það er ekki rétti tíminn núna“. ild að samstarfinu á fundinum um helgina. „A dagskrá fundarins er að ræða hlutverk Mið-Evrópuríkj- anna í samrunaferlinu í Evrópu, framlag þeirra til framkvæmdar Dayton-friðarsamkomulagsins og framlag þeirra til endurreisnar í Bosníu og Króatíu," segir í yfir- Iýsingu, sem Franz Vranitzky, kanzlari Austurríkis, sendi frá sér í gær. Að sögn austurrískra stjórn- valda hafa bæði Jacques Santer, forseti framkvæmdastjórnar Evr- ópusambandsins, og Hans van den Broek, sem fer með utanríkismál í framkvæmdasljórninni, hafnað boði um að sækja fundinn. I gær var enn verið að reyna að fá ein- hvern úr framkvæmdasljórn ESB til að silja fundinn í Graz. Jeltsín á annað sjúkrahús BORÍS Jeltsín, forseti Rúss- lands, var fluttur á annað sjúkrahús í Moskvu í gær, þremur dögum eftir að hafa gengist undir hjartaskurðað- gerð. Læknar forsetans sögðu að hann tæki miklum framför- um og byði þess með óþreyju að geta hafið störf að nýju. „Forsetinn styrkist nú mjög hratt,“ sagði Viktor Tsjerno- myrdín forsætisráðherra og kvað læknana og aðstoðar- menn forsetans leggja mikla áherslu á að „forða honum frá of miklu álagi“. ILIESCU ávarpar verka- menn á fundi í gær. Iliescu varar við kreppu og óstjórn FORSETI Rúmeníu, Ion Ili- escu, sem er fyrrverandi kommúnisti, ávarpaði í gær starfsmenn skipasmíðastöðvar og skoraði á þá að hafna mót- frambjóðanda hans í forseta- kosningunum, miðjumanninum Emil Constantinescu, til að af- stýra enn meiri efnahagsþreng- ingum og algjörri óstjórn. Hann sagði að Constanti- nescu, sem vill koma á róttæk- um efnahagsumbótum, hefði enga reynslu af stjórnmálum, hvorki verið á þingi né í ríkis- stjórn, og því væri það glap- ræði að fela honum að halda um stjórntaumana á miklum erfiðleikatímum í sögu lands- ins. Auk þess kynni Constanti- nescu að endurreisa konung- dæmið og krýna Mikjál, fyrr- verandi konung Iandsins, að nýju. Rushdie fær verðlaunin á miðvikudag BRESKI rithöfundurinn Salm- an Rushdie tekur við bók- menntaverðlaunum í Kaup- mannahöfn á miðvikudag en ekki verður skýrt frá því hvar athöfnin fer fram fyrr en á síð- ustu stundu af öryggisástæð- um. Áður hafði danska stjórnin aflýst Danmerkurferð rithöf- undarins og borið því við að ekki væri hægt að tryggja ör- yggi hans en hún féll frá þeirri ákvörðun eftir að tveir vinstri- flokkar hótuðu að fella stjóm- ina vegna málsins. At sönnunar- gögnin FANGI í Argentínu var í gær dæmdur í árs fangelsi fyrir að eyðileggja sönnunargögn, rífa málsskjöl, stinga þeim upp í sig og kyngja. Áður hafði hann verið dæmdur í átta ára fang- elsi fyrir ótilgreint afbrot. Reuter Klippt við kertaljós ÞÆR deyja ekki ráðalausar, hárgreiðslukon- og síðan haldið áfram við að klippa og kemba. slæmt og orkuskorturinn svo mikill, að fólk urnar í Tbilisi í Georgíu, þótt rafurmagnið Eins og í mörgum sovétlýðveldanna fyrrver- hefur ekki rafmagn nema með höppum og bregðist þeim. Þá er bara kveikt á kertum andi er efnahagsástandið í Georgíu afar glöppum. Væntingar um EMU- Mið-Evrópuríki aðild hafa áhrif á vextina funda í Graz Pierre Salinger
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.