Morgunblaðið - 09.11.1996, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 09.11.1996, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. NÓVEMBER 1996 21 ERLENT „Leiðindapúkinn“ Bill Clinton fær það óþvegið Washington. The Daily Telegraph. DAVID Brinkley er einn siðfág- aðasti sjónvarpsmaður Banda- ríkjanna, 76 ára heiðursmaður frá suðurríkjunum og sjón- varpsmaður af gamla skólanum, kjarnyrtur og ævinlega tillits- samur við viðmælendur sína í samtalsþætti um sfjórnmál á ABC-sjónvarpinu. Þess vegna kom það mönnum mjög á óvart þegar hann olli miklu uppnámi með því að kalla Bill Clinton forseta „leið- indapúka" aðfara- nótt miðvikudagsins þegar beðið var eftir úrslitum kosning- anna í Bandaríkjun- um. Brinkley tók þátt í sex klukkustunda kosningasjónvarpi og virtist grútsyfjað- ur eins og venjulega. Þegar ljóst var að Clinton hafði borið sigur úr býtum og tími var kominn til að kveðja lét Brink- ley móðan mása um forsetann. „Þetta er frábært," sagði hann. „Við hlökkum öll til fjög- urra ára til viðbótar af yndisleg- um og andríkum ræðum, sem eru svo þrungnar leiftrandi hnyttni, skáldlegri andagift og ljúfum tónum, kærleika og ástríki, og bölvuðu bulli í þokka- bót.“ Félagi Brinkleys, Sam Don- aldson, tók andköf og greip fram í fyrir honum. „Þú getur ekki sagt þetta í beinni útsend- ingu, herra Brinkley. Við erum í beinni útsendingu, ég vil bara árétta það.“ „Ekki er ég í beinni útsend- ingu,“ hélt Brinkley áfram og sagði sigurræðu Clintons þá verstu sem hann hefði nokkurn tíma heyrt. „Hann hefur ekki snefil af sköpunarhæfileika. Þess vegna er hann leiðindapúki og verður alltaf leiðindapúki." Getur leyft sér að vera leiðinlegur Hundruð manna hringdu í höfuðstöðvar ABC til að mót- mæla ummælum sj ónvarpsmannsins, sem hefur hingað til ekki verið þekktur fyrir að hneyksla fólk. Talsmenn for- setans sögðu að kveldúlfur hefði greinilega verið kominn í sjónvarps- manninn. Aðrir leiddu getum að því að Brinkley, sem ætlar að setjast í helgan stein bráð- lega, vildi kveðja með eftirminnileg- um hætti eftir að hafa fjallað um bandarískar kosn- ingar í sjónvarpi í fjóra áratugi. „Eg ætlaði eiginlega ekki að segja „leiðindapúki", en ég gerði það,“ sagði Brinkley í sjónvarpsviðtali. Hann kvaðst aðeins hafa viljað benda á að þetta væri síðasti kosningaslag- ur Clintons og hann gæti því leyft sér að vera leiðinlegur við fólk sem hann fyrirliti. Brinkley hefur því dregið í land, enda skiljanlegt í Ijósi þess að Clinton hafði lofað hon- um fyrsta viðtalinu næði hann endurkjöri. Ekki er víst að stað- ið verði við það loforð. Clinton ligne roset HÓ v. Ho £> HÖ ' HÚSGAGNA-, LJÓSA- OG GJAFAVÖRU- SYNING Mörkinni 3, s. 588 0640 Opið laugardag kl. 10-17 og sunnudag kl. 14-17 Reuter Tælandskonung- ur heiðraður 2.082 syngjandi ræðarar sigldu á fimmtudag á 52 bátum niður fljótið Chao Phaya í Tælandi í tilefni þess að 50 ár eru liðin frá því Bhumibol Adulyadej kon- ungur var krýndur. Ræðararnir voru í litríkum klæðnaði og sungu forna söngva við trumbu- slátt meðan þeir reru í takt nið- ur fljótið til að heiðra Bhumi- bol, sem hefur ríkt lengur en nokkur annar konungur í heim- inum. Ákveðið var að aflýsa ekki siglingunni þrátt fyrir hellirign- ingu. Mikill straumur varð til þess að bátur konungsins varð stjórnlaus um tíma en ræðurun- um tókst að ná réttri stefnu með hjálp nokkurra björgunar- báta. Siglingunni lauk við Hof ár- roðans og konungurinn afhenti þar búddha-munkum skikkjur við hefðbundna athöfn. Slíkar siglingar til heiðurs konungum landsins hófust fyrir 600 árum en eru sjaldgæfar. Síðasta sigl- ingin var árið 1987 í tilefni af 60 ára afmæli konungsins. Fyrsta Marsfarið af 10 Mælingar á yfirborði og lofthjúp Canaveralhöfða. Rcuter. Heimskönnuður bandarísku geimfari var skotið á loft á fimmtudag og er því stefnt í átt að reikistjörnunni Mars. Gert er ráð fyrir að geimfarið verði um 10 mánuði á leiðinni og ferðist 700 milljón kílómetra. Kostn- aður við ferðina, þ.m.t. smíði farsins, er áætlaður 230 milljónir dollara, jafnvirði 15,4 milljarða króna. Geimfarið, sem nefnt hefur verið Heimskönnuður, var hið fyrsta í röð 10 slíkra sem NASA mun skjóta til Mars á næstu 10 árum til rannsókna á Rauðu plánetunni, eins og Mars er venjulega nefndur meðal banda- rískra geimvísindamanna. Heimskönnuður verður kominn á braut í september að ári og er honum ætlað að svífa í 375 km hæð yfir reikistjömunni. Sex rannsóknartæki munu mæla yfirborð og lofthjúp hennar í eitt marsár, eða 687 daga. Meðal annars verður um borð í farinu myndavél sem greint getur hluti á stærð við smábíl og er henni ætlað að mynda hugsanlega lending- arstaði fyrir rannsóknarför, sem yrðu látin lenda á Mars í byijun næstu aldar og sækja þangað jarðvegssýni. Næsta rannsóknarfar, sem sent verður til Mars, verður skotið upp eftir tæpan mánuð. Rússar ráðgera einnig geimskot til mars síðar í þess- um mánuði. Fýrir þremur árum rofnaði sam- band fyrirvaralaust við rannsóknarf- arið Rýni, sem sent var áleiðis til Mars. Þremur dögum áður en það átti að koma á sporbraut í ágúst 1993 hættu að berast merki frá því. blltacmill
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.