Morgunblaðið - 09.11.1996, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 09.11.1996, Blaðsíða 29
28 LAUGARDAGUR 9. NÓVEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ JMwgtiiitfafrffe STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík. FRAMKVÆMDASTJÓRI: Hallgrímur B. Geirsson. RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. ALÞYÐUFLOKK- URINN Á TÍMA- MÓTUM FERTUGASTA og áttunda flokksþing Alþýðuflokksins var sett í Perlunni í gær. Á þessu flokksþingi mun Jón Baldvin Hannibalsson, sem verið hefur formaður flokksins frá 1984, standa upp úr formannsstólnum og nýr formaður verða kjörinn. Á þessu flokksþingi stendur Alþýðuflokkurinn á tímamót- um. Á vinstri væng íslenzkra stjórnmála er mikil gerjun. Þingflokkar Alþýðuflokks og Þjóðvaka hafa verið sameinaðir og fram hefur komið vilji til að forsendur frekari samvinnu eða sameiningar vinstri flokkanna yrðu ræddar við Kvenna- lista og jafnvel Alþýðubandalag. Það hlýtur því að byggjast mjög á nýjum formanni Alýðuflokks hver framvindan verður á vinstri vængnum. Jón Baldvin Hannibalsson lagði ríka áherzlu á samstarf og samstöðu jafnaðarmanna gegn sérhagsmunum í setningar- ræðu sinni á flokksþinginu í gær. Undir lok ræðu sinnar sagði fráfarandi formaður Alþýðuflokksins: „Sú pólitíska erfðaskrá sem ég vil að þetta flokksþing taki við, beri fram og ávaxti, er að Alþýðuflokkurinn verði frumkvæðisaðilinn að þeirri endursköpun íslenzkra stjórnmála, á grundvelli nú- tímalegrar jafnaðarstefnu, sem hefur verið markmið okkar en við höfum nú betur tækifæri til að fylgja fram en nokkru sinni fyrr.“ Alþýðuflokkurinn hefur leitað eftir þessari endursköpun í bráðum 60 ár. Á þeirri vegferð hefur flokknum oftar miðað aftur á bak en áfrarn. í formannstíð sinni tókst Jóni Baldvin Hannibalssyni að tryggja Alþýðuflokknum meiri áhrif en for- verum hans hafði tekizt allt frá lokum Viðreisnar 1971. Honum tókst hins végar ekki að tryggja þá endursköpun ís- lenzkra stjórnmála, sem hann fjallaði um í ræðu sinni. Líkurn- ar á því, að eftirmanni hans takist betur til eru litlar, þegar þeir möguleikar eru metnir í ljósi sögulegrar reynslu. S JÁLFRÆÐIOG ÖLDRUN YILHJÁLMUR Árnason heimspekingur bendir í viðtali við Morgunblaðið á nokkra þætti, sem geti ógnað sjálf- stæði fólks á efri árum: 1) Skert færni, andleg, líkamleg eða félagsleg, 2) íhlutun ættingja, 3) forræði fagfólks, 4) reglur og starfsvenjur stofnana o.fl. Hann segir algengt form ald- ursmis'réttis það, að ýmsir kvillar og vanheilsa, sem hrjá aldr- aða, sé afgreitt með elliskýringum. Meint „elliglöp“ geti á stundum leitt til þess að fullorðið fólk sé ekki talið fært um að taka ákvarðanir um ýmsa grunnþætti eigin lífs, svo sem búsetu og fjármál, og svipt sjálfræði. Fólk á öllum aldri getur af heilsufarslegum ástæðum orðið vanhæft til að taka þær ákvarðanir, sem sjálfræði fylgja. Mikilvægt er á hinn bóginn að tryggja réttarstöðu aldraðs fólks í samfélaginu í þessum efnum sem öðrum - og gjalda varhug við hugsanlegri misbeitingu. Af þeim sökum ber að fagna hugmyndum stjórnskipaðrar nefndar um mildari ákvæði í lögræðislögum, að því varðar aldrað fólk: 1) að aldr- aður maður geti leitað til sýslumanns með beiðni um að hon- um verði skipaður hlutlaus aðstoðarmaður/ráðsmaður, 2) að hugsanleg fjárræðissvipting sé bundin við tilteknar eignir og 3) að lögræðissvipting sé tímabundin. Ekki má heldur horfa fram hjá þeirri staðreynd að hár erfðafjárskattur stuðlar á stundum að „fyrra falls“ eignatilfærslum til erfingja, til að komast hjá skattgreiðslum, sem aftur kann að ýta undir ótímabæra íhlutun á ákvarðanir fullorðins fólks. Það má og velta því fyrir sér, eins og Salmome Þorkelsdótt- ir fyrrverandi þingforseti gerði á sínum tíma, hvort það spegli ekki misrétti, að öldruðum, sem þurfa hjúkrunar við, ber að greiða fyrir hana á hjúkrunarheimilum, meðan almennir sjúkl- ingar á sjúkrahúsum þurfa þess ekki, hversu miklar tekjur sem þeir hafa. Það er meira en tímabært að hyggja betur að réttarstöðu fullorðins fólks. Sjálfræði er öldruðum, sem öðrum, forsenda bærilegs lífs. Það á og að búa að jafnræði hvað varðar heil- brigðiskostnað og skattlagningu sparnaðar, hvert sem sparn- aðarformið er. Umhverfisþing haldið í fyrsta sinn hér á landi .. Morgunblaðið/Ásdís FJOLMENNT var á umhverfisþinginu á Hótel Loftleiðum í gær. Framkvæmdaáætlun um sjálfbæra þróun í gær hófst umhverfisþing á Hótel Loftleiðum, hið fyrsta sinnar tegundar hér á landi. Aðalefni þingsins er drög að framkvæmdaáætlun um sjálfbæra þróun í íslensku samfélagi til alda- móta. Margrét Sveinbjörnsdóttir sat þingið og fylgdist með umræðum. AUMHVERFISÞINGI, sem hófst á Hótel Loftleiðum í Reykjavík í gærmorgun, voru lögð fram til umræðu drög að framkvæmdaáætlun um sjálf- bæra þróun i íslensku samféiagi til alda- móta. Umhverfisráðuneytið boðaði til þingsins, sem er hið fyrsta sinnar teg- undar hér á landi. Framkvæmdaáætlunin tekur mið af niðurstöðum Heimsráðstefnu Samein- uðu þjóðanna um umhverfi og þróun, sem haldin var í Ríó de Janeiro árið 1992, og ítarlegri framkvæmdaáætlun í umhverfis- og þróunarmálum fyrir heimsbyggðina, sem þar var samþykkt og ber heitið Dagskrá 21. í íslensku framkvæmdaáætluninni er leitast við að skilgreina hvað sjálfbær þróun þýðir við íslenskar aðstæður og hvaða leiðir skuli fara til að ná markmiðum sjálf- bærrar þróunar. Samskipti manns og náttúru í formála Guðmundar Bjarnasonar umhverfisráðherra að framkvæmdaá- ætluninni segir hann sjálfbæra þróun nýlegt hugtak í íslensku máli, sem feli í sér ákveðna hugmyndafræði um það hvernig maðurinn eigi að haga sam- skiptum sínum við náttúruna. I ávarpi sínu við upphaf þingsins ræddi Davíð Oddsson forsætisráðherra varnarleysi mannsins gagnvart óblíðri náttúrunni. Hann sagði að eitt svar ættu mennirnir þó, jafnvel þegar ósköp- in væru sem mest, og það væri þekking og hún hefði gert að verkum að jafn- ræði milli manns og náttúru væri óðum að aukast og samskipti að batna. Verkefnaskrá kynnt Auk þess sem umhverfisráðherra kynnti framkvæmdaáætlun um sjálf- bæra þróun lagði hann fram nýútkomna verkefnaskrá umhverfisráðuneytisins fyrir kjörtímabilið. Ráðherrann lagði í máli sínu mikla áherslu á öfluga þátt- töku og aukna meðvitund og ábyrgð almennings, félagasamtaka og fyrir- tækja. Að loknum ávörpum ráðherranna voru flutt fimm erindi, áður en farið var að ræða sjálfa framkvæmdaáætl- unina. Gylfi Þ. Gíslason, formaður Æskuiýðssambands íslands, ræddi m.a. um þá hugarfarsbreytingu sem hér hefði orðið á síðustu árum hvað varð- aði umhverfismál. Til marks um áhuga- leysið á þeim málaflokki væri t.d. sú staðreynd að þegar umhverfisráðuneyt- ið var stofnað fyrir sex árum hefði áhugi manna aðallega beinst að því hvernig bifreið ráðherrann fengi til umráða. í erindi sínu kom Vilhjálmur Þ. Vil- hjálmsson, formaður Sambands ís- lenskra sveitarfélaga, m.a. inn á bætta meðvitund sveitarstjórna í umhverfis- málum. Þannig hefðu sveitarfélögin á undanförnum árum lagt stóraukið fjár- magn í umhverfisbætur á mörgum svið- um, og mætti þar sérstaklega nefna kostnaðarsamar framkvæmdir margra sveitarfélaga varðandi úrbætur í sorp- og holræsamálum. Hann fagnaði ný- samþykktum lögum um spilliefnagjald sem hann sagði tvímælalaust myndu bæta skil spilliefna frá því sem nú væri. Umhverfisvernd er ekki mjúkt mál Auður Sveinsdóttir, formaður Land- verndar, ræddi m.a. um aðgang áhuga- samtaka um náttúruvernd að fjár- magni og þörfina fyrir það og minntist þar sérstaklega á kostun fyrirtækja. Hún sagði það oft vandrataða braut fyrir styrkþega að halda í sjálfstæði sitt gagnvart styrkveitanda. Auður lagði á það ríka áherslu að umhverfis- vernd væri ekki mjúkt mál, heldur harður heimur sem snérist um hags- muni og spurninguna um það hvort maðurinn gæti haldið áfram að gista þessa jörð. Framkvæmdastjóri Vinnuveitenda- sambands íslands, Þórarinn V. Þórar- insson, lýsti ánægju sinni með þá áherslu sem umhverfisráðuneytið hefur lagt á uppbyggilegt samstarf stjórn- valda og atvinnulífs og nefndi þar sér- staklega þá umgjörð sem sett hefur verið um söfnun og förgun spilliefna. Innra eftirlit fyrirtækja Þórarinn sagði atvinnurekendur vilja nútímalegri vinnubrögð í eftirlitsstarfi hins opinbera og ætlast til þess að fyrir- tæki sem byggi upp viðurkennd gæða- kerfi verði að verulegu leyti leyst undan opinberu eftirliti með öðru en gæðakerf- unum sjálfum og þeim aðilum sem þau ábyrgjast. „Við teljum farsælast að ör- yggi vöru og umhverfis verði eðlilegur þáttur í skipulagi atvinnurekstrar, að innra eftirlit fyrirtækjanna komi að mestu í stað utanaðkomandi opinbers eftirlits," sagði hann. Á næsta ári verður haldinn sérstakur aukafundur Allshetjarþings Sameinuðu þjóðanna þar sem fjallað verður um árangurinn í framkvæmd Ríó-sam- þykktarinnar og á hvaða sviðum sé nauðsynlegt að leggja nýjar áherslur. í máli umhverfisráðherra kom fram að líta mætti á þá framkvæmdaáætlun sem rædd var á umhverfisþinginu hér sem hluta af framlagi íslendinga til umræð- unnar á þeim fundi, eða sem einskonar Dagskrá 21 fyrir okkar skika af jarðkúl- unni, eins og hann orðaði það. Skilgreining ekki nógu skýr Samtökin Earth Council voru stofnuð í kjölfar Ríó-ráðstefnunnar og hafa þann megintilgang að stuðla að sjálf- bærri þróun með því að efia samskipti milli stjórnvalda einstakra ríkja, at- vinnulífs og félagasamtaka. í tengslum við aukafund Allsherjarþingsins á næsta ári mun Earth Council halda sérstakan fund í Ríó í mars nk. og í tilefni af því mætti á umhverfisþingið fulltrúi samtakanna, Johannah Bern- stein. Tilgangur heimsóknar hennar var að hitta fulltrúa stjórnvalda og efna- hagslífs hér á landi til undirbúnings þessum fundi. Meðal þess sem hún ræddi var að skilgreining á hugtakinu sjálfbær þróun væri nokkuð á reiki. Magnús Jóhannesson, ráðuneytis- stjóri í umhverfisráðuneytinu, sagði frá aðdraganda framkvæmdaáætlunarinn- ar og fylgdi henni úr hlaði. Hann kvaðst vera þess fyllilega meðvitaður að tillög- urnar gengju ekki allar nógu langt. Ætlunin væri að endurspegla sátt ijöl- margra aðila um nauðsynlegar aðgerð- ir í umhverfismálum í nánustu framtíð. Framkvæmdaáætluninni er skipt í þrennt. í inngangi er greint frá aðdrag- anda og undirbúningi, í öðrum hluta er rakið ástand umhverfismála á ís- landi og í þeim þriðja eru rakin mark- mið og leiðir. Framkvæmdaáætlunin er afrakstur vinnu sjö starfshópa sem skipaðir voru af umhverfisráðherra í september 1993. í vinnunni tóku þátt alls 124 einstakl- ingar, tilnefndir af þingflokkum, sveit- arfélögum, aðilum vinnumarkaðarins, samtökum bænda og neytenda, áhuga- manna- og umhverfísverndarsamtök- um, auk fulltrúa ráðuneyta. Umhverfisvernd á kostnað hagvaxtar? í almennum umræðum að lokinni kynningu Magnúsar kom fram nokkur gagnrýni frá fundarmönnum þess efnis að ekki væri nógu langt gengið í fram- kvæmdaáætluninni og að í hana vantaði ýmsa þætti. Til dæmis væri í raun ekki mikil umræða um hugtakið sjálfbær þróun, lífríkið sem heild yrði útundan, og ekki væri lögð nógu rík áhersla á samstarf við sveitarfélög. Það viðhorf kom fram hjá ýmsum að framkvæmdaá- ætlunin væri allt of mikil tilraun til þess að ná allsheijarsamstöðu og sátt og því yrði hún ekki nógu afdráttarlaus. Nokkur umræða varð um umhverf- isvernd á kostnað hagvaxtar og spurn- inguna hvort menn væru tilbúnir að afsala sér lífsgæðum fyrir bætt um- hverfi. Menn voru ekki á eitt sáttir um hvort sjálfbær þróun og hagvöxtur ættu yfirleitt samleið. Að loknum almennum umræðum var umræðu haldið áfram í starfshópum og munu þeir halda áfram vinnu sinni á Hótel Loftleiðum fram yfir hádegi í dag. LAUGARDAGUR 9. NÓVEMBER 1996 29 Norrænt samstarf Endurskipulagt sam- starf á þremur stoðum Endurskipulagning norræns samstarfs, sem varð nauðsynleg í kjölfar inngöngu Svíþjóðar og Finnlands í Evrópusambandið (ESB), er svo til í höfn, að sögn Niels Helveg Petersens, utanríkis- ráðherra Danmerkur, og mun að líkindum verða innsigluð á Norður- landaráðsþingi sem hefst í Kaup- mannahöfn á mánudaginn. Þetta kom fram í erindi sem ráðherrann hélt um norrænt samstarf í Nor- ræna húsinu í gær, en hann er nú í opinberri heimsókn hér á landi. I inngangi ræðu sinnar fagn- aði hann því hve góð samskipti þjóðirnar tvær hefðu sín á milli, og sagði það einnig gleðja sig að forseti Islands væri nú vænt- anlegur í sína fyrstu opinberu heimsókn til Danmerkur. Niels Helveg hitti forsetann, Ólaf Ragnar Grímsson, í gær, en hann heldur til Danmerkur hinn 18. þessa mánaðar. Enginn vafi á gagni norræns samstarfs Niels Helveg sagði engan vafa leika á því, að með skipu- lögðu samstarfi sínu geri Norð- urlandaþjóðirnar sér kleift að hafa áhrif á gang mála í mótun hinnar nýju Evrópu. Hann sagðist skynja sterkan vilja hjá öllum aðilum Norðurlandaráðs til að efla norrænt samstarf og raddir sem héldu því fram að skipting Norðurlandanna í þijú ríki innan og tvö utan ESB hefði gert út af við hið hefð- bundna samstarf landanna væru þagnaðar. Hann sagði norrænt sam- starf nú byggjast á þremur stoð- um. Sú fyrsta væri hið hefðbundna samstarf milli Norðurlandanna sjálfra, önnur stoðin væri samstarf og samstilling stefnu og aðgerða Norðurlandanna á Evrópuvett- vangi í víðara samhengi, og sér- stakt samstarf við nágrannasvæði Norðurlandanna væri þriðja stoð- in. Fyrsta stoðin snýst að hans sögn að miklu leyti um menningar- samstarf þjóðanna. Hvað aðra stoðina varðar væri engum blöðum um það að fletta að Evrópusam- bandið væri driffjöðrin í öllu nán- ara samstarfi Evrópuríkja, sem Norðurlöndin yrðu að taka mið af. Þetta ætti líka við um Noreg og ísland, sem með aðild að Evrópska efnahagssvæðinu væru nátengd ESB. Norskir og íslenzkir ráðherr- ar gætu líka vottað það, að á sam- norrænum fundum væru vandamál tengd EES meðhöndluð af fullum skilningi, og þannig hefðu ríkisstjórnir EES- landanna sérstakt gagn af norræna samstarfinu. Mikilvægasti hluti þriðju stoðar- innar er að mati Niels Helvegs samstarfið á Eystrasaltssvæðinu. Eystrasaltsráðið, sem íslendingar eiga nú aðild að ásamt hinum Norðurlandaþjóðunum fjórum auk Eystrasaltsríkjanna þriggja, Rúss- lands, Póllands og Þýzkalands, væri mikilvægur vettvangur, þar sem Norðurlandaþjóðirnar gætu lagt umtalsvert af mörkum til að tryggja öryggi og stöðugleika á svæðinu, sem öllum væri í hag. Niels Helveg sagði Eystrasalts- samstarfið vera náttúrulega út- víkkun á Norðurlandasamstarfinu. Það væri sérstakt áhugamál Danmerkur, að óskir Eystrasalts- Niels Helveg Petersen, utanríkisráðherra Danmerkur, segir Norðurlöndin geta haft umtalsverð áhrif á þróun nýrrar Evrópu með skipulögðu samstarfí sín á milli, innan sem utan annarra fjölþjóðlegra samstarfsstofn- ana. Auðunn Amórsson hlýddi á erindi ráð- herrans í Norræna húsinu og tók hann tali. Morgunblaðið/Golli NORRÆNT samstarf er gagnlegt öllum, segir Niels Helveg Petersen, utanríkisráðherra Danmerkur. Kolbeinseyj- ardeilan hugsanlega til Haag ríkjanna þriggja um skjóta aðild að Evrópusambandinu og Atlants- hafsbandalaginu (NATO) yrðu að veruleika sem fyrst. Danmörk hefði sérstöku hlutverki að gegna í þessu sambandi, þar sem hún væri eina landið á Norðurlöndum, sem væri hvort tveggja aðili að NATO og ESB. Eystrasaltsríkin sæktu það nú mjög fast að slást varanlega í hóp lýðfijálsra ríkja Evrópu með aðild að þessum bandalögum, og þau hefðu rétt á því að þeim yrði gert það kleift. Norðurlandaþjóðirnar standa að sögn Niels Helvegs nú frammi fyrir tækifæri til að hafa áhrif á mótun stöðugrar, sameinaðrar Evrópu, sem þær eiga að sameina krafta sína um að nýta. Spurður álits á þeirri gagnrýni, sem gætt hefði á hendur Svíum, að þeir fylgdu sjálfstæðri stefnu í málefnum Eystrasalts- landanna og létu á samráð við norrænu ná- grannana skorta í því sambandi, segir Niels Helveg: „Ég sé ekkert at- hugavert við að Svíar skuli beita sér með metnaði í millilanda- tengslum á Eystrasaltssvæðinu," og gefur lítið fyrir gagnrýni þar að lútandi, að Svíar sýndu með þessu einhveija „prímadonnutil- burði“ sem gerðu lítið úr norrænu samstarfi. Kolbeinseyjardeila og Síldarsmuguveiðar Utanríkisráðherrann átti í gær- morgun fundi með íslenzkum starfsbróður sínum Halldóri Ás- grímssyni og Davíð Oddssyni for- sætisráðherra. Það sem þar bar m.a. á góma var deilan um land- helgismörk milli íslands og Græn- lands á hafsvæðinu undan Kol- beinsey. Aðspurður um Kolbeins- eyjardeiluna sagði Niels Helveg, að danska ríkisstjórnin vildi reyna til hins ýtrasta að ná samkomu- lagi um deiluna með samningavið- ræðum. Þær gætu tekið sinn tíma. „Það ríkir uppbyggilegur andi í samskiptum ríkisstjórnanna tveggja,“ sagði ráðherrann. „Við vitum að við eigum við ákveðið vandamál að glíma og við munum gera okkar bezta til að leysa það æsingalaust.“ Þetta sammæltist hann um við íslenzku ráðherrana. En ef samningaleiðin skyldi þrátt fyrir allt ekki leiða til neinnar niðurstöðu, segist hann ekki sjá neitt athugavert við að leitað yrði til Alþjóðadómstólsins í Haag til að skera úr um málið. Hafsvæðið út af Kolbeinsey er þó ekki það eina, sem deilur milli Islendinga og Dana -------------- standa um. Veiðar skipa frá aðildarlöndum ESB Síldarsmugunni svo- kölluðu, þ.e. hafsvæðinu milli íslenzku og norsku lögsögunnar, hafa vald- ið strandríkjunum nokkurri gremju, þar sem ESB-flotinn fór um 50 þúsund tonnum framúr þeim kvóta sem framkvæmda- stjórn ESB ákvað einhliða fyrir hönd ESB-flotans. Dönsk skip áttu mikinn hlut í þeim afla sem ESB- flotinn veiddi, og var danski utan- ríkisráðherrann því spurður, hvort ríkisstjórn hans hygðist beita sér fyrir varanlegri lausn deilunnar um Síldarsmuguna. Niels Helveg dró í svari sínu enga dul á að hann væri ekki mikið inni í fískveiðimálum, en sagðist hafa heyrt að dönsk skip hefðu veitt um 60.000 tonn af þessum 200.000 og þau hefðu hætt veiðum um leið og 150.000 tonna kvótinn var fylltur. Hann gæti ekki svarað fyrir hvernig fiskveiðistefnu ESB væri fram- fylgt, þar sem það væri alfarið verkefni framkvæmdastjórnarinn- ar. Hins vegar væri það álit sitt, að setta aflakvóta ætti skilyrðis- laust að virða. Danmörk og ríkjaráðstefna ESB Niels Helveg sagði ríkjaráð- stefnu ESB ganga vel og útlit fyrir að takast muni að ljúka henni eins og áætlað var um mitt næsta ár. Hann vísaði spurn- ingu blaðamanns þar að lútandi á bug, að frægur dómur Hæsta- réttar Danmerkur frá í sumar hefði bundið hendur dönsku ríkisstjórnarinnar að einhveiju leyti á vettvangi ríkjaráðstefn- unnar. Umræddur dómur vakti mikla athygli, en hann heimilaði dönskum ríkisborgurum að sækja danska ríkið til saka fyr- ir að hafa brotið stjórnarskrána með því að samþykkja Maas- tricht-sáttmálann, þar sem það samþykki hafi falið í sér ólög- lega mikið framsal á fullveldis- rétti. Niels Helveg benti á, að í þessari viku hafi fyrsti undir- réttardómurinn fallið í máli sem > háð var í kjölfar nefnds dóms Hæstaréttar, og þar hefði dóm- urinn viðurkennt sjónarmið stjórnvalda í málinu. Þetta mál hefði því síður en svo verið dönsku ríkisstjórninni fjötur um fót í starfinu innan ESB. „Þar hefur engin breyting orðið á samningastefnu okkar eða um- svifum,“ sagði ráðherrann. Til að undirstrika þessi orð sín sagði Niels Heiveg frá því, að í síðustu viku hefðu Danir á vett- vangi ríkjaráðstefnunnar lagt fram eigin tillögur á þremur mikil- vægum sviðum. í fyrsta lagi um aðgerðir til að beijast gegn fjár- svikum, í öðru lagi um bætta neyt- endavernd og í þriðja lagi um bætt samstarf þjóðþinga ESB- aðildarríkjanna. „Rushdie-málið“ „Ríkisstjórnin er ekki í neinni kreppu,“ sagði Niels Helveg að- spurður um „Rushdie-málið“ svo- kallaða, sem olli miklu fjaðrafoki í Danmörku fyrir fáeinum dögum og varð næstum því tilefni til van- trauststillögu á hendur minni- hlutastjórn Pouls Nyrups Ras- mussens. „Öryggissjónarmið lágu -------- að baki ákvörðun ríkis- stjórnarinnar, og ekkert annað; það sem miklú skipti var að skipuleggj- endur heimsóknar Rus- hdies höfðu tilkynnt um það hvar og hvenær verð- launaafhendingin ætti að fara Eystrasalts- ríkin eiga rétt á aðild að IMATO og ESB fram með sjö vikna fyrirvara. Þess vegna var í fyrstu komizt að þeirri niðurstöðu að með tilliti til örygg- issjónarmiða væri ráðlegast að aflýsa heimsókninni, en sem betur fer hefur henni nú aðeins verið frestað," sagði Niels Helveg. Ákvörðunina segir hann hafa verið rétta, en við framkvæmd málsins í kjölfarið hefðu orðið mistök. Þau hefði Poul Nyrup for- sætisráðherra útskýrt opinberlega á fullnægjandi hátt. Efnt verður til umræðna um málið á danska þjóðþinginu næsta fimmtudag og segir Niels Helveg að þar með verði það endanlega afgreitt.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.