Morgunblaðið - 09.11.1996, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 09.11.1996, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. NÓVEMBER 1996 33 UPPELDISMÁL Góði hirðirinn Unglingar eru sá þjóðfélagshópur sem einna mestum taugatitringi veldur í samfélaginu. Aftur og aftur beinast kastljós athyglinnar að þeim og þeirra gjörðum. Guðrún Guð- laugsdóttir ræddi við Kristján Sigurðsson, fyrrum forstöðumann Unglingaheimilis ríkis- ins um brautryðjandastarf hans í málefnum unglinga og skoðanir hans á þessum málum. Morgunblaðið/Ásdfs STYTTA Einars Jónssonar myndhöggvara af Ingólfi Arnarsyni. Morgunblaðið/Ásdís MÁLVERK af Elínu Magnús- dóttur í eigu Vigdísar Jakobs- dóttur, ekkju Alfreðs Gísla- sonar, fyrrum bæjarfógeta og þingmanns í Keflavík. skrá: „Lbs. 3419, 4to. 27.8 x 21.2.vj + 688 vélritaðar bls. Skr. 1926: „Ingólfur Arnarson landnámsmað- ur. I. Safn af ritum um Ingólf Arnar- son. Safnað hefur Sveinn Jónsson (trésmíðameistari) Reykjavík 1926.“ Ferill. Gjöf úr dánarbúi safn- anda, afh. safninu af Júlíönu dótt- ur... IV Júlíana Sveinsdóttir listmálari hélt frá Bergen til Kaupmannahafn- ar, er þau hjónin sigldu með „Lyru“ til íslands 9. júlí 1925. Að skilnaði rétti faðir hennar tvö hundruð krón- ur: „fyrir það, sem þú hefur sparað okkur í ferðinni með útsjónarsemi þinni“. Fyrir þessar krónur fór Júl- íana árið eftir til Ítalíu í þriggja mánaða dvöl. í ritinu „Íslenskir samtíðarmenn segir m.a. svo um Júlíönu: „Námsferðir: til Ítalíu 1926 (skildi þá fyrst, hvað list var).“ Því má með nokkrum sanni segja, að Ingólfur Amarson hafí orðið þess valdandi að Júlíana Sveinsdótt- ir náði svo langt á listabrautinni. V Elín Magnúsdóttir dó ems og fyrr segir 10. ágúst 1933. Ég var þá 6 ára, en man hana vel. Hún var mjög barngóð kona, þótt eigi bæri hún gæfu til að eignast börn sjálf. Barnaböm Sveins afa míns dvöldu hjá henni meira og minna og mátti segja að þrjú börn Sigur- veigar Isebam væru að miklu leyti alin upp í Kirkjustræti 8B hjá Elínu og afa mínum. Þau Clara, íngólfur og Júlíana Isebarn. í fyrri grein minni um ferðalag Elínar og afa míns urðu þau mistök hjá blaðamanni þeim, sem bjó grein- ina til prentunar, að Elín var þar talin amma mín, en það er rangt. En flestar ömmur gætu verið stolt- ar af þeirri ástúð og kærleika, sem Elín Magnúsdóttir sýndi annarra manna börnum. Aldrei mun ég heyra góðrar konu getið, að mér komi ekki Elín Magnúsdóttir í hug. Reykjavík, 2. nóvember 1996. Höfundur er lögfræðingur. ÞEIR sem eldri eru horfa til ung- dómsins vonaraugum, hann á að erfa landið. Ef hegðan unglinganna er ábótavant taka menn stórt upp í sig, þá eru kallaðir til þeir í samfé- laginu sem mesta og besta reynsl- una hafa tii þess að beina hinum villuráfandi inn á réttar brautir á ný. Kristján Sigurðsson er einn þeirra manna sem hafa hlotið það hlutverk að leiðbeina því ungviði sem ekki hefur tekist að ramba á hina réttu braut. Kristján Sigurðsson er fæddur árið 1926 að Osi í Breiðdai og þar ólst hann upp hjá foreldrum sínum, sá fimmti í sjö systkina hópi. Öll systkinin gengu til venjubundinna búskapar- og sjómennskustarfa og hvert og eitt hafði sínu hlutverki að gegna á heimilinu. „Það kom í minn hlut að ganga til kinda, ég var sem barn í miklu afhaldi hjá fjármanni föður míns, gömlum manni, og gekk með honum til verka. Svo veiktist hann þegar ég var innan við fermingu og þá varð fjárgæslan mitt hlutskipti", segir Kristján. Þetta finnst mér, áheyr- andanum, ótrúleg tilviljun með tilliti til þess sem síðar átti fyrir Kristjáni að liggja. Sagan um góða hirðinn leitar óneitanlega á hugann. Kennum unglingum að vinna Kristján Sigurðsson er stór maður og vel á sig kominn, hann hefur fast handtak og stöðugt augnaráð. Hann er svolítið hijúfur í framkomu en eitthvað í fari hans vekur fljót- lega þá tilfínningu að honum sé treystandi. Það er ekki ónýtt vega- nesti þegar farið er til fundar við þau foriög að verða leiðandi maður í unglingastarfi, því það hefur Krist- ján sannarlega verið. Hann var fímmtán ár starfandi í lögreglunni, þar af lengi sem rannsóknarlög- reglumaður. Þá hafði hann mikið með málefni unglinga að gera. í eitt ár var hann kennari við vist- heimilið í Breiðuvík. Hann tók kenn- arapróf 1969 og kenndi í nokkur ár og var svo forstöðumaður Ungl- ingaheimilis ríkisins í Kópavogi í fímmtán ár. Skólastjóri Einholts- skóla var hann árið 1989 til 1990. Síðan hann hætti störfum sem skólastjóri hefur hann verið umsjón- armaður vinnunámskeiða fyrir ungl- inga á sumrin. „Við kennum ungl- ingum að vinna á þessum námskeið- um. Númer eitt er að þeir mæti, við hjálpum þeim til þess með því að koma heim til þeirra fyrsta mánuð- inn. Fyrst eru námskeið og svo hell- um við okkur út í vinnuna," segir Kristján. Unglinga þekkir Kristján vel, fyrir utan starf sitt með unglingum hefur hann sinnt miklu uppeldishlut- verki, hann á átta börn, sum enn á æskuskeiði. Kristján er tvíkvæntur. Fyrri kona hans var Rósa Bjöms- dóttir en síðari kona hans er Jó- hanna Ólöf Gestsdóttir kennari, hann á fjögur böm með hvorri konu. Þegar rætt var um uppeldismál al- mennt lagði Kristján áherslu á hve mikilvægt væri að hrósa unglingum þegar tilefni gæfíst til. „Of oft talar fólk mikið um það sem miður fer en sleppir svo kannski alveg að hrósa og umbuna bömum og unglingum þegar vel gengur. Það er mjög þýðingarmikið atriði í upp- eldismálum að gleyma ekki að geta þess sem vel er gert,“ segir Kristján. Eftir að hafa starfað á æskuheim- ili sínu langt fram á unglingsár fór Kristján til náms að Eiðum og nokkm síðar á heimavistarskólann á Laugarvatni. „Þar var ég þrjú ár í efsta bekk, þá var Bjami Bjarna- son skólastjóri að búa til mennta- skóla, hann fékk leyfí til að láta okkur átta nemendur halda áfram vetur eftir vetur í skjóli Menntaskól- ans í Reykjavík. Við þurftum að taka sum prófin hér í Reykjavík og síðasta veturinn var ég allan í Reykjavík og frá MR varð ég stúd- ent árið 1951.“ í lögreglunni Námsárin var Kristján á Siglu- fírði á sumrin. „Ég starfaði þar í lögreglunni og vann í síld þegar stundir gáfust, fyrsta sumarið vann ég fyrir öllum skuldum og hafði fyrir náminu næsta vetur. Eitt sum- arið svaf ég að jafnaði um fímm tíma á sólarhring svo mikil var vinnukergjan, ég var í bygginga- vinnu á daginn, í lögreglunni á nótt- unni og skaust svo á síldarplanið ef vantaði fólk, segir hann og hlær. Eftir stúdentspróf hóf Kristján nám í lögfræði en hætti því fljótlega. „Ég var þá kominn með heimili og bam og þurfti að vinna fyrir fjölskyld- unni. Ég fór því í lögregluna og starfaði lengst af í rannsóknarlög- reglunni og hafði mikið með málefni unglinga að gera.“ Kristján segist alltaf hafa haft áhuga fyrir fólki og vera uppalandi að upplagi. „Sumir horfa í kringum sig í náttúrunni en ég hef frá upp- hafí haft meiri áhuga fyrir félags- málum og mannfélaginu," segir hann. Sjálfur fékk hann gott upp- eldi að eigin mati. „Ég ólst upp í gömlu sveitamenningunni, hún var formföst og þar hafði hver sitt hlut- verk. Sveitaheimili er vinnustaður þar sem allir em þátttakendur í starfínu. Ég hefði getað hugsað mér að verða bóndi.“ Seinna, þegar Kristján þurfti að sinna unglingum sem lent höfðu utangarðs í samfé- laginu beindi hann þeim upp í sveit eða á sjóinn þegar því varð við kom- ið. „Ég kom strákum á togara allt niður í fimmtán ára meðan ég var í rannsóknarlögreglunni. Það leitaði á mann þörf fyrir að hjálpa. Sumir krakkarnir sem ég hafði með að gera höfðu framið smávægileg af- brot. Ég kynntist þeim og heimilis- aðstæðum þeirra, sem oft vom harla slæmar, og þá vaknaði spurningin um hvernig ætti að hjálpa þeim út úr þessum aðstæðum. Ég man eftir einum strák sem var hálfgerður útigangur. Ég útvegaði honum pláss í sveit. Nóttina áður en hann átti að fara i sveitina braust hann inn í Faco, sem var fataverslun. Hann stal fötum,_ hann átti engin föt til að fara í. Ég hafði samband við þá sem áttu að taka við drengnum og spurði hvort þeir treystu sér enn til að fá hann á heimilið. Því var ját- að. Þá var hann látinn skila fötunum og kona frá okkur fór með hann niður í bæ til að kaupa á hann föt. Hann fór svo í sveitina og vildi ekki fara þaðan fyrr en þremur ámm síðar, þá sautján ára gamall." Ég spyr Kristján hvemig farið hafi fyrir þessum unga manni. „Ég veit það ekki,“ svarar Krist- ján. Eg rek upp stór augu. „Ég leit ekki á mig sem pabba þessara krakka, ég hef reynt að fá þau til að hjálpa sér sjálf" útskýrir Krist- ján. Hann segir að margir hafi brennt sig illa á því að ætla að ganga villuráfandi unglingum í for- eldrastað. „Þeir sem reyndu það fengu ekki þá svörun sem þeir vildu og það olli þeim sársauka. Þessi krakkar kunna margir hveijir ekki að gefa af sér. Ég gætti þess við mannaráðningar að ráða ekki fólk sem væri að sækjast eftir svona „foreldrahlutverki". Það var tals- verð ásókn í svona störf meðal slíks fólks. Ég ráðlegg öllum sem ætla að vinna við slíkt að gæta þess að næra sína eigin persónu áður en þeir taka til við að hjálpa öðmm. Þeir verða að lifa sínu lífi en ekki lifa á öðmm.“ Öryggi númer eitt Var vínið orsök þess að unglingar lentu á refilstigum á þessum ámm? „Vínið var hvorki þá né síðar neinn aðalþáttur í vandræðum þess- ara krakka. Fyrst og fremst lá or- sökin í lélegum aðstæðum og menn- ingarleysi þeirra sem áttu að ala þá upp. Fólk er missterkt frá fæð- ingu, það sem einn þolir er öðmm ofraun, þannig hefur það alltaf ver- ið. Mín „formúla" fyrir þá krakka sem ég tók á móti í minu starfí var að skapa þeim, fyrst og fremst ör- yggi, það gerir maður með því að taka utan um þau beint og óbeint og skapa þeim ramma sem þau rúm- ast í. Annað atriði var kærleikur, það er mikilvægt að geta auðsýnt ástúð, svo sem með líkamlegri snert- ingu. Ég reyndi að kenna þessum krökkum að koma kurteislega fram og virðá náunga sinn sem persónu. Eitt af stóm atriðunum í sambandi við unglinga er að koma fram við þá á jafnréttisgmnni. Það á ekki að ýta unglingum til hliðar eða tala niður til þeirra, slíkt kann ekki góðri lukku að stýra. Unglingar hafa ekki-# sömu réttindi og fullorðið fólk en hafa þó meiri skyldur, þeir eru t.d. skyldaðir til að ganga í skóla, ég er ekki að segja að það sé rangt, en þetta er kvöð. Það er líka brota- löm í dómskerfínu. Sami aðilinn, barnaverndaryfírvöld, hefur bæði ákvörðunar- og dómsvald, þau fá þá ekki löglega dómsvörn eins og fullorðið fólk fær, mér skilst að þetta kunni að vera mannréttinda- brot og ég álít að þessu þurfi að breyta. Menntað fólk, svo sem lækn- ar og sálfræðingar, láta aðra bíða*-_ eftir sér, þannig gera þeir sig þýð- ingarmikla, þetta fínnst mér rangt, þetta er gert til þess að stækka sjálf- an sig á kostnað þeirra sem þeir skipta við. Létum ekki reglur stjórna okkur Við reyndum á Unglingaheimilinu að gefa af sjálfum okkur. Við reynd- um að láta reglurnar ekki stjórna okkur. Reglur mega ekki verða til að hlífa sér á bak við. Það er mjög þægilegt á vinnustað að hafa regl- ur, þær koma í veg fyrir að fólk þurfi að taka afstöðu. Ef samspil fólks er gott þarf ekki nákvæmar reglur. Við reyndum umfram allt^_____ að ávinna okkur traust krakkanna. Það var líka ýmislegt gert til þess að þjálfa starfsfólkið í tilfinninga- legum samskiptum, m.a. haldin námskeið. Við reyndum að hafa opin samskipti og fá að vita hvernig unglingunum liði og láta þá fínna hvemig okkur liði. Ég átti talsverð- an hlut í því að Unglingaheimilið í Kópavogi var opið báðum kynjum. Áður hafði ég eins og fyrr er getið veitt forstöðu drengjaheimili í Breiðuvík. Ég var ekki búinn að _ vera þar lengi þegar mér var ljós't að þetta var aðeins geymslustaður. Mér var ekki ætlað í upphafi að kenna þessum drengjum, þótt ég að vísu gerði það sem ég gat í þeim efnum.“ En hvers vegna? „Þetta var á þeim ámm sem menn trúðu enn á þá aðferð að taka böm burt af heimilum sínum og koma þeim fyrir á stofnunum. Á Silungapolli var fjöldi ungra barna sem tekin höfðu verið af heimilum sínum. Þegar ég fór til Danmerkur til þess að kynna mér rekstur heim- ila fyrir böm sem lent höfðu í vand- ræðum hlógu Danir að mér þegar ég sýndi þeim á korti hvar Breiðu- víkurheimilið væri. Þeir sögðu mér að áratugir væm liðnir frá því Dan- ir fluttu sín upptökuheimili frá fá- förnum stöðum og nær samfélaginu. Það er ekki sama hvar svona heim- ili em. Það var t.d. unglingum sem vom vistaðir á Unglingaheimilinu í Kópavogi nokkur raun að heimilið var svona nærri Kópavogshælinu, það héldu sumir að þetta væri sama stofnunin. Hvað skiptir mestu máli? Hvað telur Kristján að foreldrar geti gert til þess að hindra að böm þeirra lendi utangarðs vegna óreglu eða afbrota? „Ég tel að fyrirmyndin sé það sem mestu máli skiptir. Börn herma eft- ir þeim sem fullorðnir em. Ýmislegt hefur breyst seinni árin. Fíkniefna- notkun hefur færst í vöxt. Ég veit þó ekki hvort hægt er að tala um neina grundvallarbreytingu. Ég held að mannlegt eðli sé samt við sig og ég tel að samfélagið sé ekki að „af- mannast“, hreint ekki. Það em allt- af einhveijir í öllum samfélögum sem lenda til hliðar. Það er stórt gat í okkar námskerfi að það skuli vera svona takmörkuð tilsögn í mannlegum samskiptum og að því er ég best veit engin tilsögn fyrir uppeldishlutverkið. Allt þetta er hægt að hjálpa fólki meira með en gert er, við höfum aðstæður til þess í okkar skólakerfi. Fólk kann ekki nógu mikið og samfélagið verður alltaf flóknara og flóknara. Gmnd- vallaratriðið er þó vafalaust það sama og verið hefur - að kenna*- börnum að virða náungann.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.