Morgunblaðið - 09.11.1996, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 09.11.1996, Blaðsíða 39
 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. NÓVEMBER 1996 39 V J I j í I j j í j I : i i - i : l i í i t í i i J um Evrópu eru fremstir á sínu sviði. Meðal þeirra var hann jafningi. Ólaf- ur leitaði ekki aðeins út fyrir land- steinana. Hann lagði á sig ómælda vinnu utan hefðbundins vinnutíma við að ná sjálfur í sýni úr einstaklingum í þeim íjölskyldum sem hann rannsak- aði. Hann og Erla kona hans ferðuð- ust jafnvel saman á fjölskyldubílnum í aðra landshluta í þessum tilgangi. Þau tæpu 15 ár sem við unnum saman skilja eftir sig ótal minning- ar. í eitt skiptið fór ég (Ragnheiður) í skemmtiferð til London. Ölafur og Alfreð Árnason erfðafræðingur, yfir- maður erfðafræðideildarinnar á þeim tíma, sáu sér leik á borði og sendu mig með sýni til samstarfsaðila í Oxford og að koma heim með mót- efni fyrir vefjafiokkun frá Birming- ham. Vinir mínir gleyma seint sýna- kassa með þurrís sem ég ferðaðist með hvert sem ég fór. Olafur átti mjög auðvelt með að fá fólk til að vinna með sér. Jafnvel lögreglu- mennirnir sem fundu bíl fyrir utan Blóðbankann sem ekki hafði verið skoðaður í tvö ár, gáfu yfirlækninum frest. Þegar Ólafur leitaði til fólks eftir aðstoð við rannsóknir, jafnvel oftar en einu sinni, var það boðið og búið að hjálpa honum. Vinkona mín hafði á orði við mig að ég væri hvergi á myndum úr skírnarveislu sonar hennar. Ástæðan var að ég stoppaði stutt í veislunni, við Ólafur áttum stefnumót við fjölskyidu í Keflavík vegna sýnatöku. Ólafur reyndist mér vel sem yfirmaður og manneskja. Hann tók tillit til tímabundinna per- sónulegra erfiðleika og tók þátt í gleðilegurn atburðum af lífi og sál. Hvað Ólafur gladdist innilega þeg- ar fregnir bárust um að grein sem hann átti aðild að hafði verið sam- þykkt til birtingar. Það þýddi að enn einum áfanganum var náð. Á sama tíma voru nokkur verkefni í farvatn- inu. Þegar starfsmenn voru sendir til útlanda, á ráðstefnur eða vinnu- fundi, var oft erfítt um fjármögnun eins og er enn í dag. Okkur er ekki grunlaust um að Ólafur hafi bætt í úr eigin vasa til að gera ferðina mögulega. Haustið 1987 fórég (Leif- ur) með honum til Japan þar sem við kynntum niðurstöður rannsókna okkar á arfgengri heilablæðingu. Slíkt ferðalag var mjög dýrt. Þetta var, Ólafi fullljóst og til að létta mér róðurinn rétti hann mér ávísun. Ólafur Jensson var maður sem átti enn svo mikið að miðla öðrum. Hann horfði fram á góða tíma með Erlu og afkomendum þeirra. Hann horfði einnig fram á aukinn tíma til að sinna rannsóknum og áhugamálum sínum, bókmenntum og listum. Hann barðist fyrir þessu og hefði átt að vinna. Við söknum lærimeistara og manns sem sýndi áræði og dugnað. Manns sem bar sterkar tilfinningar í brjósti gagnvart öllu sem hann tók sér fyrir hendur. Hann var mikið selskapsljón og með ríka kímnigáfu. Manns sem var með manngildin á hreinu og hafði óbilandi trú á hæfileikum sinna manna. Fjölskylda hans var þar efst á blaði. Ölafur var afar stoltur af konu sinni og bömum. Hann gladdist yfir persónulegum sigrum hvers um sig og hafði orð á þeim. Nú í haust var nokkuð ljóst að hverju stefndi. Erla annaðist mann sinn fram á síðstu stundu og þennan heim yfírgaf hann á heimili sínu. Síðustu vikurnar sem hann lifði feng- um við tækifæri til að heimsækja hann reglulega. Það er mjög erfítt að hugsa til þess að þessum heim- sóknum skuli nú lokið því alltaf var hugurinn sá sami, að við tölum nú ekki um móttökurnar hjá Erlu. Þegar hann lét af störfum fyrir nærri tveim- ur árum óskuðum við þess að við myndum fá að njóta reynslu hans og þekkingar enn um sinn. Ef við viljum halda minningu hans á lofti eigum við að halda ótrauð áfram með þau verkefni sem hann fól okk- ur í upphafi. Þeim lýkur ekki fyrr en lausn finnst fyrir það fólk sem á við viðkomandi sjúkdóma að stríða. Við þökkum fyrir þann tíma sem við fengum með Ólafi og vottum Erlu og hennar fjölskyldu okkar dýpstu samúð. Minningin um vin og mikilhæfan vísindamann lifír. Ragnheiður og Leifur. • Fleiri minningargreinar um Ólaf Jensson bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. + Einar Sigurjóns- son fæddist í Hafnarfirði 2. apríl 1930. Hann lést 27. október síðastliðinn og fór útför hans fram frá Hafnar- fjarðarkirkju 8. nóvember. Tímarnir breytast, tryggir vinir skilja, talað meir’ í þögn, en mælt- um orðum. Allt það er við áttum saman forðum, aldrei um fumtíð gleymska nái að hylja. (Ármann Kr. Ein.) Sumarið er að kveðja, laufin tekin að falla og vetur genginn í garð. Minningarnar hrannast upp þegar þær sorglegu fréttir berast að vinur minn og félagi Einar Siguijónsson hafí látist skyndiiega, langt um aldur frarrr. Auk þess að vera mjög nánir vinir, störfuðum við mest saman að félags- og björgimarmálum innan Slysavarnafélags íslands. Mig langar að minnast Einars í fáum orðum. Einar var forseti Slysavarnafélags íslands frá árinu 1992 þar til í júní sl. að hann gaf ekki kost á sér til endurkjörs á landsþingi félagsins vegna heilsubrests. Áður hafði hann setið í stjórn félagsins frá árinu 1964 fyrst í varastjóm en síðan í aðal- stjóm og því setið í stjórn félagsins í samfellt 32 ár og em líklega mjög fáir ef þá nokkrir, sem setið hafa svo lengi í stjórn félagsins. Einar átti ekki langt að sækja áhuga sinn fyrir slysavarna- og björgunarmálum, því báðir foreldrar hans, þau Rannveig Vigfúsdóttir og Siguijón Einarsson, gerðust stofnfé- lagar Slysavamafélagsins árið 1928 og áttu einnig sæti í stjórn félagsins um árabil. Þá var systir Einars, Hulda Siguijónsdóttir, í stjóm fé- lagsins og varaforseti þess í mörg ár. Einar var einstakur hugsjónamað- ur og fórnaði miklu af frítíma sínum í störf fyrir félagið, bæði sem stjórn- armaður og forseti félagsins ásamt því að hann var formaður slysavarna- deildarinnar Fiskakletts í Hafnarfírði í yfír tuttugu ár, frá árinu 1966 til ársins 1987. Þá var Einar mjög virk- ur í starfi Björgunarsveitar Fiska- kletts í Hafnarfirði og var í stjóm hennar bæði sem formaður og vara- formaður um árabil. Allt þetta starf Einars var sjálfboðið hugsjónastarf. Einar var duglegur og hvetjandi slysavarnamaður og óþreytandi bar- áttumaður lyrir hinum ýmsu velferð- ar- og hagsmunamálum Slysavama- félagsins. Hann hvatti mjög til efling- ar unglingastarfs innan félagsins og hafði forgöngu um stofnun unglinga- deildar Slysavamafélagsins í Hafnar- fírði 1982. Einar tók þátt í barátt- unni fyrir tilkynningaskyldu íslenskra skipa og Slysavamaskóla sjómanna og var í skólanefnd frá því að hún var fyrst skipuð. Hann beitti sér mjög fyrir rekstri verslunar á vegum Slysa- varnafélagsins svo fátt eitt sé talið. Í forsetatíð Einars var skrifað undir samstarfssamning við Lands- björgu og í framhaldi af því var svo stofnaður Björgunarskóli Slysa- vamafélags íslands og Landsbjargar. Stofnað var hlutafélagið íslenskir söfnunarkassar hf. sem er félag um sameiginlega fjáröflun Rauða kross- ins, Landsbjargar, SÁÁ og Slysa- vamafélagsins, en undanfari þess félags voru samningar á milli þess- ara félaga. Þá var gerður samningur um sjálf- virka tilkynningaskyldu á milli sam- gönguráðuneytisins, Pósts og síma og Slysavarnafélagsins. Árið 1993 fór Slysavarnafélagið að vakta neyðarsíma fyrir nokkur sveitarfélög í landinu og í framhaldi af því gerðist Slysavamafélagið svo hluthafi í Neyðarlínunni hf. Félagið fékk stóran björgunarbát að gjöf frá Slysavarnafélaginu í Þýskalandi og hefur hann verið stað- settur í Sandgerði. Skrifað var undir nýtt samkomu- lag um skipan hjálparliðs á vegum Almannavarna ríkisins. Og Slysavarnafélag- ið, Landsbjörg og Rauði krossinn fengu fulltrúa í Almannavarnaráði. Eru þetta allt mikil framfaraspor fyrir slysa- vama- og björgunar- starfíð í landinu. Einari var margvíslegur heiður sýndur af slysavama- fólki, hann var m.a. sæmdur þjónustumerki félagsins úr gulli, ásamt því að á síðasta lands- þingi félagsins var hann gerður að heiðursfélaga. Einar stóð ekki einn því hans ágæta kona, Jóhanna Brynj- ólfsdóttir, studdi hann dyggilega. Jóhanna er mikil slysavamakona og hefur starfað ötullega með kvenna- deildinni Hraunprýði í Hafnarfirði, þá hefur hún verið ritari á mörgum landsþingum og aðalfundum Slysa- varnafélagsins. Þau hjón vom vakin og sofin í störfum fyrir Slysavarna- félagið í áratugi og á heimili þeirra hefur félagsfólk notið mikillar gest- risni. Sama má segja um börnin þeirra tvö, þau Siguijón og Brynju, ásamt fjölskyldum þeirra, þau hafa starfað ötullega innan vébanda Slysavamafélagsins. Einar og Hanna létu sér mjög annt um björgunarsveitir félagsins og heimili þeirra jafnan samkomu- staður björgunarsveitamanna, þegar lagt var á ráðin um eina aðal fjáröfl- unarleið björgunarsveitanna, flug- eldasöluna. Þau tóku að sér að sjá um pantanir á flugeldum erlendis frá, skipulögðu móttöku þeirra hérna heima og dreifingu þeirra um landið, með okkur björgunarsveitarmönnun- um. Þau voru óþreytandi að hvetja björgunarsveitir um landið að afla fjár t.d. með flugeldasölu. Leiðir okkar Einars og Hönnu lágu fyrst saman fyrir um tuttugu ámm þegar björgunarsveitir Slysavamafé- lagsins í Grindavík og Hafnarfirði voru af tilviljun samferða í hálendis- ferð frá Landmannalaugum niður í Fljótshlíð. Varð þessi ferð mjög minnisstæð öllum þeim sem þátt tóku bæði fyrir gott veður og frábæra ferðafélaga. Þarna tókust kynni með- al félaga þessara björgunarsveita sem áttu eftir að verða báðum sveit- unum til mikils hags. Ævi Einars var mjög viðburðarík. Hann hóf barnungur sjómennsku með föður sínum Siguijóni á Garð- ari, fyrst sem léttadrengur, síðar háseti og stýrimaður og loks skip- stjóri á bátum og togurum. Hann var svo einn af þeim mörgu sjómönnum sem fengu sér vinnu í landi eftir að síldin hvarf árið 1968, en þá hafði Einar verið á sjó í nær tvo áratugi. Einar gerðist verkstjóri hjá íslenzka álfélaginu hf. í Straumsvík og starf- aði þar þangað til fyrir ári, að hann hætti störfum, mest vegna sjúk- dóms, sem fyrst fór að gera vart við sig í upphafi síðasta árs. Sameiginlegt áhugamál okkar Ein- ars var að ferðast og þá sérstaklega á vélsleðum um hálendi íslands. Einar kynnti mig fyrir þessum ferðamáta fljótlega eftir að við kynntumst og fórum við ásamt fjölda félaga og vina í ótal vetrarferðir til fjalla og var Ein- ar þá jafnan sjálfkjörinn foringi hóps- ins. Nú síðustu árin höfum við ásamt nokkrum vinum byggt okkur og inn- réttað notalegan fjallaskála sunnan Langjökuls, skálinn fékk nafnið „Karlaríki". Einar var aðlhvatamaður að byggingu skálans. Frá „Karlaríki" höfuin við, félagar okkar og fjölskyld- ur farið í margar ævintýraferðir upp á jökul, inn á Kjöl eða Kaldadal og notið stórfenglegrar vetrarfegurðar landsins í góðum félagsskap. Einar naut sín sérstaklega í slíkum ferðum, hann þekkti allar helstu leiðir og kennileiti, hvar sem ferðast var á landinu, á miðhálendinu, austurhá- lendinu, á Vatnajökli og vestur á Homstöndum. Einar var gætinn og hann henti fá óhöpp. Hann var sér- lega veðurglöggur og var alveg óhætt að treysta á veðurspá Einars hvar sem við vomm á landinu og hugsa ég að þar hafi ekki hvað síst komið til reynsla Einars sem sjómanns og skip- stjóra á sínum yngri ámm. Einar og Hanna áttu sumarbústað norður við Akureyri, unaðsreitur þar sem þau ásamt fjölskyldu sinni dvöidu alltaf þegar þau gátu komið því við og allt síðastliðið sumar voru þau í bústaðnum og nutu þess á all- an hátt. Ég og Rut kona mín heim- sóttum þessi samhentu og elskulegu hjón eina dagstund í sumarbústaðinn í sól og blíðu sl. sumar. Við nutum þess að riija upp og spjalla um allt milli himins og jarðar, sem á daga okkar hafði drifið. Fyrir hönd félagsfólks í Slysa- vamafélaginu vil ég þakka Einari fómfúst hugsjónastarf og ánægjuleg samskipti. Nú að leiðarlokum, á skiln- aðarstund, þakka ég vini mínum og félaga fyrir allar notalegu stundimar, sem við höfum átt saman með fjöl- skyldum okkar, félögum og vinum. Elsku Hanna mín, Siguijón og Brynja! Ég og fjölskylda mín sendum ykkur og fjölskyldum ykkar, okkar innilegustu samúðarkveðjur. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og ailt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Gunnar Tómasson. Mig langar með nokkrum orðum að minnast vinar míns Einar Sigur- jónssonar. Það var skemmtilegt og fijálslegt andrúmsloft í kringum Einar „karl- inn“ eins og við strákarnir kölluðum ávallt gamla skipstjórann. Það var áhugi minn á ferðalögum og snjósleð- um sem varð til þess að ég kynntist Siguijóni syni Einars og upp frá því þróaðist vinskapur okkar. Var hann iðinn við að fara með okkur í ferða- lög og fengum við strákarnir sjálf- krafa uppeldi á okkar manndómsá- rum frá „karlinum“ sem maður lærir ekki i neinum skóla. Hann kenndi okkur siglingafræði, að hnýta hnúta, landafræði, virðingu fyrir landinu og náttúrunni og kunni hann að miðla til okkar fróðleik sínum og kunnáttu svo við tækjum eftir. Alltaf var Einar tilbúinn í ferðalög og ævintýri og er það gott dæmi þegar okkur strákunum datt í hug að læra ísklifur. Það var ekki að spyija að því, stuttu seinna vorum við sestir í jeppann á leið upp á Gíg- jökul og tók hann fullan þátt i nám- skeiðinu með okkur. Einhveijar mót- bárur heyrðust yfír þessari ferð vegna þess hve ungir við værum og þagg- aði hann niður í þeim röddum á þá leið: „Strákar, eruð þið búnir að gleyma því hvemig er að vera ung- ur.“ Það var mikill kraftur í Einari og þótt hann væri 40 árum eldri en við var það alltaf hann sem var fyrst- ur á fætur á ferðalögum og spurði okkur strákana hvort við ætluðum að sofa fram að hádegi og var byijað- ur að hita vatn fyrir ferðalög dagsins. Öll eigum við eftir að sakna Ein- ars og votta ég Hönnu, Brynju, Sig- uijóni og fjölskyldum þeirra mína dýpstu samúð. Bjarni Berg. Nú þegar ég ætla að setja fáein orð á blað er svo margs að minnast að ég veit varla hvar á að byija. Margar minningar komu fram í huga mér þegar félagi minn í Björgunar- sveitinni hringdi og sagði mér að Ein- ar hefði orðið bráðkvaddur á ijúpna- skyttiríi fyrr um daginn. Þó Einar hafí verið orðinn 66 ára þá var hann í anda varla deginum eldri en ég og því kom fráfall hans mjög á óvart. Árið 1973 flyt ég í Hafnarfjörð og kynnist þá strax Siguijóni og foreldrum hans Einari og Hönnu og hefur sú vinátta haldist allt til dags- ins í dag. Ég varð fljótlega heima- gangur hjá Einari og Hönnu og var Einar alltaf tilbúinn til að leyfa okk- ur að hjálpa til og fara með þó ekki væri alltaf mikið gagn í okkur. Þeg- ar við Siguijón byijuðum að stelast, tíu, ellefu ára gamlir í ferðir saman á reiðhjólum um nágrenni Hafnar- fjarðar í Kaldársel, að Kleifarvatni og víðar og eftir að við fengum okk- ur skellinöðrur og eignuðumst bíla og fórum að ferðast um landið, var hann alltaf tilbúinn að leiðbeina og jafnvel koma með. Ef foreldrar mín- ir voru efins hvort við værum nokkuð að fara okkur að voða þá sagði mað- ur: „Einar segir að þetta sé í lagi,“ og þá var allt í lagi. Einar var drífandi og átti gott með að fá fólk til að vinna með sér, unga jafnt sem aldna Hann hafði óbilandi áhuga á ferðalögum hvert á land sem var. Skipti þá ekki máli hvort maður ætlaði innanlands eða utan eða hvern- ig farartæki var notað. Hann opnaði huga^minn fyrir ferðalögum um ör- æfí íslands, sem hefur verið mér ómetanleg reynsla og ánægja. Einar var m.a. aðalhvatamaðurinn að stofnun Unglingadeildarinnar Björgúlfs 1982, þar sem unglingum var kynnt hugsjón og starf SVFÍ. Enn er unglingastarfið blómlegt og hafa j margir af okkar bestu björgunarsveit- 1 armönnum í dag komið þaðan. Síðan 1982 hafa verið stofnaðar unglinga- deildir um land allt að fyrirmynd okk- ar í Hafnarfirði. Einar fór í margar ferðir með okkur sem fararstjóri og alltaf hafði hann jafngaman af, sér- staklega ef hann gat platað okkur til gera einhveija vitleysu. Margar ferðir fór ég með honum suður á Krýsuvík- , urbjarg til eggja og oftar en ekki fór j hann niður á neðstu syllumar með , þá yngstu sem voru að síga í fyrsta ‘ skipti og leiðbeindi hann þeim. Éinar j var úrræðagóður og var hann boðinn ' og búinn til að aðstoða mig og mun ég sakna þess að geta ekki leitað ráða hjá honum meir. Elsku Hanna, Brynja, Siguijón og ijölskyldur, missir ykkar er mikill, en minning um góðan mann mun ekki gleymast. Ég sendi ykkur mínar innlegustu samúðarkveðjur og bið Guð að styrkja ykkur í sorg ykkar. Dagur. Vinur minn og skólabróðir, Einar Siguijónsson skipstjóri, er genginn. Þegar lífsgöngu hans lauk var hann á leið til fjalla eins og oft áður. Vissu- lega var þetta óvænt en ég trúi að hann hafí verið við öllu búinn. Við lékum okkur oft saman sem drengir, sátum saman í klettunum ' við Fjörðinn okkar og síðan urðum ! við samferða í Flensborgarskóla. Þá skildi leiðir við nám og störf en vin- áttuböndin héldust og við fylgdumst i veþ hvor með öðrum. I hóp fimm bama þeirra merku hjóna, aflaskipstjórans Siguijóns Einarssonar og forystukonunnar í slysavarnamálum Rannveigar Vig- fúsdóttur, sem bæði eru látin, ólst Einar upp og naut atlætis sem yngsta bamið og að sjálfsögðu mótaði það hann sem dreng og fullorðinn mann. Sjómennskan var honum í blóð borin. Ungur fór hann til sjós með i föður sínum og mun ekki alltaf hafa mátt milli sjá hvor var stærri Einar eða sá „guli“. Stýrimannaskólanum lauk hann og skipstjórnarstörfum sinnti hann fyrri hluta starfsævinnar en hóf störf hjá Álverksmiðjunni við stofnun hennar. Slysavamamálin vora Einari hug- leikin enda hluti af uppeldi foreldra hans að búa bömin undir að halda merki slysavama á loft þegar þeirra nyti ekki lengur við. Hann var í for- ystu slysavarna í Hafnarfirði um áratugaskeið og í stjórn Slysavarna- félags íslands rúma þijá áratugi og naut þar þess trausts og trúnaðar að gegna forsetastörfum samtak- anna síðustu fjögur árin. Allt það mikla starf sem Einar vann að slysavamamálum vann hann ásamt eiginkonu sinni, Jóhönnu Brynjólfsdóttur, og börnunum þeirra tveimur. Hún varð miðpunkturinn í lífí Einars, strax í Flensborgarskóla, og það reyndist honum happadijúgt til hins síðasta. Fyrir nokkru sátum við Einar sam- an á heimili hans og spjölluðum. Voru þau hjónin að flytja í nýtt og þægilegra húsnæði. Mér var ljóst að hann vildi vera við öllu búinn og þá gerði hann það sem hann taldi skyn- samlegast eins og ævinlega. Þegar nú vegferð Einars Sigur- jónssonar er lokið þakka ég honum vináttuna og samfylgdina. Ég bið honum Guðs blessunar á landi lif- enda. Ég og fjölskylda mín sendum eiginkonu hans og fjölskyldu sam- úðarkveðjur. Matthías Á. Mathiesen. • Fleiri minningargreinar um I Einar Sigurjónsson bíða birtingar ogmunu birtast í blaðinu næstu _ daga. MIMMIIMGAR EINAR SIGURJÓNSSON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.