Morgunblaðið - 09.11.1996, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 09.11.1996, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ LAVGARDAGUR 9. NÓVEMBER 1996 43 FRÉTTIR Kynning á kennsluflugvél FLUGSKÓLINN Flugtak hefur fest kaup á nýrri kennsluflugfvél af gerð- inni Diamond Aircraft HOAC DV-20 KATANA. Kynning verður á vélinni á Reykjavíkurflugvelli laugardaginn 9. nóvember milli kl. 14.-19. Vélin er hönnuð og smíðuð af svif- flugframleiðandanum Diamond í Austurríki. Hún er smíðuð úr trefja- efnum og plasti og er yngsta vélin í íslenska flugflotanum. LEIÐRÉTT Ekki starfsmaður Viðlagatryggingar ÞAÐ VAR á misskilningi byggt sem fram kom í frétt um Viðlagatrygg- ingu íslands í blaðinu á fimmtudag að Freyr Jóhannesson væri starfs- maður Viðlagatryggingar. Hann er tjónamatsmaður. Einnig vat rang- hermt í fréttinni að iðgjöld Vegagerð- arinnar vegna brúnna á Skeiðarárs- andi hefðu numið 2 milljónum króna. Sú tala á við um öll iðgjöld vegagerð- arinnar til Viðlagatryggingar. Þá láðist að geta þess að sú fjárhæð sem greidd var úr Viðlagasjóði á síðasta ári var ekki einvörðungu vegna snjó- flóðanna á Flateyri og í Súðavík. Einnig segir Freyr Jóhannesson að síma- og fjarskiptamannvirki séu ekki tryggð hjá Viðlagatryggingu. Það var fullyrt í fréttinni en í lögum um Viðlagasjóð segir að skylt sé að tryggja síma- og fjarskiptamannvirki í eigu hins opinbera. Beðist er velvirðingar á mistökun- um. Grunvatn, ekki grunnvatn í RITDÓMI um ljóðabók Gyrðis Elíassonar, Indíánasumar, í blaðinu á miðvikudag var leið innslátttarvilla. Orðið Grunvatn, sem kemur fyrir í ljóðinu Vatnsljóð, var ritað grunn- vatn. Um leið og beðist er velvirðing- ar á þessum mistökum skal máls- greinin sem orðið birtist í skrifuð hér eins og hún átti að vera: „Stundum minna þessi hús mann á drauma- heima bernskunnar en svo læðist að manni grunur um eitthvað allt annað, kannski myrkrið inni í þeim sem birt- an er alltaf að reyna að vinna á, kannski eitthvað sem við sjáum aldrei eins og grunvatnið sem „rennur/ um hraunin": „Það streymir í myrkri/ eins og blóð/ um æðar landsins// Niður aldanna/ niður þess“ (Vatnsljóð).“ Ómar ekki fertugur í dómi um breiðskífu Ómars Dið- rikssonar var svo frá sagt að hann væri að hefja tónlistarferil sinn eftir fertugt. Þett er ekki rétt því Ómar er 33 ára gamall. Beðist er velvirð- ingar á þessu. Ekkert„karaoke" í KYNNINGU á útgáfutónleikum hljómsveitarinnar Stjörnukisa var þess getið að Svala Björgvinsdóttir myndi hita upp fyrir hljómsveitina og flytja nokkur „karaoke“-lög. Þetta var á misskilningi byggt, því Svala hefur ekki og hyggst ekki syngja „karaoke“-lög. Beðist er vel- virðingar á þessari missögn. Panorama varð Botnleðja í myndatexta í blaðinu í gær var missagt að hljómsveitin sem var á myndinni hafi verið hljómsveitin Botnleðja. Hið rétta er að hljómsveit- in heitir Panorama. Beðist er velvirð- ingar á þessu. Málþing um íslenskt bændasamfélag í FRÉTT í Morgunblaðinu í gær um málþing er fjallar um íslenskt bænda- samfélag, og er haldið í dag kl. 13.30 í Þjóðarbókhlöðunni, datt niður nafn á einu erindanna, sem Örn Hrafn- kelsson flytur, og einnig féll niður nafn Eiríks Páls Jörundarsonar, fra- mögumanns. Birtist það hér með: Örn Hrafnkelsson, sagnfræðingur, flytur erindið Veraldarsýn íslensks embættismanns í upphafi 19. aldar, Eiríkur Páll Jörundsson, forstöðu- maður Sýslusafns Austur-Skafta- fellssýslu: Útgerð og bændasamfélag á upplýsingaöld. Beðist er velvirðing- ar á mistökunum. Bangsa- leikur í Ævintýra- Kringlunni SJÓNLEIKHÚSIÐ verður með barnaleikritið Bangsaleikur í Ævintýra-Kringlunni í dag kl. 14.30. Leikstjóri sýningarinnar er Sigrún Edda Björnsdóttir. Höf- undur tónlistar er Guðni Franz- son. Búningarhönnuður er Helga Rún Pálsdóttir. Leikarar eru þeir Stefán Sturla Sigurjónsson og Jakob Þór Einarsson. Sýningar- tími er rúmar 30 mín. og er miða- verð 500 kr. Flóamarkaður í Kattholti FLÓAMARKAÐUR verður haldinn í Kattholti, Stangarhyl 2, í dag og á morgun sunnudag og hefst báða dagana kl. 14. A boðstólum er alls konar dót og fatnaður og rennur allur ágóði til óskilakatta í Kattholti sem eru margir um þessar mundir. Handverkssýn- ing á Garðatorgi ÍSLENSKT handverksfólk sýnir framleiðsluvörur sínar á Garðat- orgi í Garðabæ um helgina. Um fjörutíu manns sýna þar fram- leiðsluvörur sínar og Kvenfélagið sér um kaffisölu. Opið er frá klukk- an 10 á laugardag og frá klukkan 12 á sunnudag. Paul Hanssen í heimsókn hjá Krossinum PREDIKARINN Paul Hanssen verður um helgina í heimsókn hjá Krossinum í Kópavogi. Samkomurnar með Paul Hanss- en verða á laugardagskvöldið kl. 20.30 og sunnudaginn kl. 16.30. Haustsamvera ÆSKR ÆSKULÝÐSSAMBAND kirkj- unnar í Reykjavíkurprófastsdæm- um (ÆSKR) gengst fyrir í dag, laugardag, fyrir árlegri haustsam- veru sambandsins. Yfirskrift haustsamverunnar í ár er sótt til Martein Luther King „Ég á mér draum ...“ Unglingar úr æskulýðsstarfi kirkjunnar hittast í safnaðarheim- ili Háteigskirkju kl. 14 og vinna að margvíslegum verkefnum sem tengjast mannréttindum. Klukkan 19.30 verður æskufýðsmessa í Háteigskirkju og síðan verður gengið í blysför að Sundhöll Reykjavíkur. I Sundhöllinni verður stutt minningarathöfn um fórn- arlömb mannréttindabrota. Haustsamveran er unnin í sam- starfi við Mannréttindaskrifstofu íslands, URKÍ, Hjálparstofnun kirkjunnar, íslandsdeild Amnesty International og Samband ís- lenskra kristniboðfélaga. Basar Hringsins HRINGURINN heldur sinn árlega handavinnu- og kökubasar í Perl- unni sunnudaginn 10. nóvember kl. 13. Á boðstól- um verða hand- unnir munir og auk þess heima- bakaðar kökur. I fréttatilkynn- ingu segir að Hringskonur hafi af miklum dugnaði unnið að mann- úðarmálum í marga áratugi og lagt sérstaka rækt við Barnaspítala Hringsins og allan búnað hans. Aðalkappsmál þeirra nú sé fyrir- huguð bygging sérhannaðs Barn- aspítala. Munir frá Ind- landi á uppboði HALDIÐ verður uppboð á morgun, sunnudag, á munum sem börn og fullorðnir á Indlandi hafa framleitt fyrir Njarðvíkursöfnuð. Um er að ræða handsaumaða dúka, útskorið tré og skó, indverskt te o.fl. Einnig verða kökur frá ferm- ingarbörnumboðnar upp. Ágóði rennur til fósturbarna Njarðvíkur- safnaða og í hjálparstarf á Indlandi. Austurlandaferð að ljúka MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi fréttatilkynning frá Heimsklúbbi Ingólfs: „„SVONA ferð gefur lífinu nýtt inni- hald,“ sögðu farþegar í kveðjuhófi á Royal Meridien hótelinu í Bahrain í gærkvöldi. 40 þátttakendur eru bún- ir að vera þijár vikur á ferðinni á ógleymanlegum stöðum í Tælandi, Burma og Bahrain. „Sumir reyndu að letja okkur til fararinnar og hræða með því að hætta gæti verið á innanlandsófriði, óveðrum og hvers kyns óáran, en þetta var besta ferð okkar á ævinni og eigum við þó margar að baki,“ sögðu miklir heimsborgarar í hófínu sem haldið var hér í Nirvana veitingasalnum. Við höfum alls staðar mætt mik- illi gestrisni og alúð, ekki síst í Burma, sem heillaði alla með fegurð sinni og látlausri kurteisi fólksins. Fjölbreytni þessarar 16. heimsreisu hefur verið með ólíkindum og allur aðbúnaður og þjónusta í hæsta gæðaflokki. Kanadawgyi Palace hót- elið í Rangoon líður okkur seint úr minni þar sem fullvaxinn fíll stóð við hóteldyrnar og rétti okkur blóm með rananum við komuna en allt umhverfið við Kóngsvatnið töfrandi fagurt svo að ævintýri er líkast. Svo héldum við „On the Road to Mandalay" og bjuggum á nýju hót- eli undir Mandalay Hill, þar sem ijölda mustera bar við loft, svo lík- ara var draumi en veruleika. En svona var ferðin öll. Ekki mun sigl- ingin um Andaman hafið út í James Bond eyju gleymast neinum, né BÚDDAMUSTERIÐ Shwe- dagoh í Rangoon, höfuðborg Burma. gististaður okkar í heila viku á Phu- ket eyju, Mandarin Yacht Club, sem valið var besta „resort" hótel heims- ins fyrir nokkru. Hér í Bahrain skín sólin frá upprás til sólarlags og hitinn afar þægilegur í þessari nýtískulegu og háþróuðu perlu Austurlanda í einu minnsta ríki heimsins hér í Persaflóa, þar sem allt er einnig svo vinsamlegt og frið- sælt. „Þetta er toppurinn á því sem við höfum kynnst,“ sögðu farþegar um hið glæsilega Royal Meridien hótel. Við höldum heim í kuldann á Fróni í kvöld en minningarnar eiga eftir að ylja okkur lengi.““ Að skrifa bók - Frá hugmynd að bók ENDURMENNTUNARSTOFNUN Háskóla íslands mun þann 12.-14. nóvember nk. gangast fyrir kvöld- námskeiði um það hvernig bók skuli byggð upp. Námskeiðið er ætlað þeim sem gætu hugsað sér að skrifa bók um tiltekið málefni, með áherslu á fagbækur fremur en fag- urbókmenntir. Á námskeiðinu verður farið yfir hagnýtar ábendingar um það sem þarf að hafa í huga þegar sett er saman bók. Mest áhersla verður lögð á sjálfa hugmyndavinnuna, byggingu verks og framsetningu en einnig verður rætt um álitamál við frágang og útgáfu verka. Tekin verða dæmi og hugmyndir frá þátt- takendum ræddar. Leiðbeinandi verður Halldór Guð- mundsson mag. art., útgáfustjóri Máls og menningar. Verð i vsk.-útfærslu kr. 660.000. Verð aðeins frá 795.000 kr. » cc vél, styrktarbitar i hliðarhurðum, höfuðpúðar i fram- og aftursætum, barnalæsingar. Skoda Felicia Þýsk gæði - frábært verð Nýbýlavegur 2 Síml: 554 2600 Opið laugardaga kl. 12 -16.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.