Morgunblaðið - 09.11.1996, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 09.11.1996, Blaðsíða 44
44 LAUGARDAGUR 9. NÓVEM3ER 1996 MORGUNBLAÐIÐ Grettir þ U> EET NÆST/VtEST7 /JU/VUNCINN SE/M TIL I /MANNSíMVNDJ Tommi og Jenni Ég hef áhyggjur ... Svarti Pét- Þú hefur rétt fyrir þér ... hann Ef ég get unnið tvær bréfa- ur, fjárhættuspilarinn frægi, er virðist mjög einbeittur ... klemmur í viðbót get ég sest í mjög alvarlegur á svipinn í helgan stein... dag... BREF TIL BLAÐSINS Kringlan 1 103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329 • Netfang: lauga@mbl.is Fjölþætt starf í Laugarneskirkju Frá Ólafi Jóhannssyni: NÆSTKOMANDI sunnudags- kvöld, 10. nóvember, verður kvöld- messa í Laugarneskirkju og hefst hún kl. 20.30. Allt messuformið er einfaldara en venjan er í al- mennum guðsþjónustum og yfir- bragðið léttara. Söngurinn er hressilegur undir leiðsögn Kórs Laugarneskirkju. Leikið er undir á píanó, bassa og trommur. Tón- listarstjóri er Gunnar Gunnarsson organisti. Slíkar kvöldguðsþjónustur verða mánaðarlega í Laugarnes- kirkju í vetur, annað sunnudags- kvöld í hveijum mánuði, að desem- ber undanskildum. Hér er um að ræða kærkomið tækifæri fyrir þá sem vilja sam- eina helga alvöru og létta sveiflu, eiga gleðilega alvörustund í húsi Drottins. Sjálf messan hefst kl. 20.30 en ljúf djasstónlist verður leikin frá kl. 20.00. Kvöldmessurnar eru einn liður í fjölþættu starfi í Laugarneskirkju sem hér verður gerð nánari grein fyrir. Samverustund aldraðra í haust var aukið við starf með eldri borgurum í Laugarneskirkju er samverustundir aldraðra voru endurvaktar. Þær eru á fimmtu- dögum kl. 14-16 íumsjáþjónustu- hóps kirkjunnar. Nokkrar ágætar konur, flestar virkar í starfi Kvenfélagsins, mynda þjónustuhóp Laugarnes- kirkju. Auk umsjónar með nefnd- um samverustundum taka þær að sér heimsóknarþjónustu til sjúkra og einangraðra eldri borgara í sókninni og sjá um kirkjukaffi í guðsþjónustum þegar öldruðum er sérstaklega boðið til kirkju. Drengjakór Drengjakór Laugarneskirkju er eini starfandi drengjakór lands- ins. I vetur taka hátt í sextíu drengir þátt í starfi hans, ýmist í aðalkór, undirbúningsdeild eða nýstofnaðri eldri deild. Þar syngja drengir sem áður voru í aðalkórn- um en hafa nú gengið í gegnum raddbreytingu og syngja dýpri raddir. Æfíngar á vegum Drengjakórs- ins eru fjórum sinnum í viku. Auk þess að syngja reglulega við guðs- þjónustur í kirkjunni, syngur kór- inn við ýmis önnur tækifæri og heldur tónleika tvisvar á ári, á aðventunni og að vori. Stjórnandi Drengjakórsins er Friðrik S. Krist- insson. Kyrrðarstundir Ýmsum hentar vel að koma í hús Drottins á miðjum starfsdegi, hverfa um stund út úr erlinum og fá uppbyggingu í trúnni og styrk til að takast á við verkefni daglegs lífs. í hádeginu á fimmtudögum safnast hópur fólks til kyrrðar- stundar í Laugarneskirkju. Stund- irnar hefjast með orgelleik. Eftir ritningarlestur og altarisgöngu er fyrirbænastund í lokin. Að henni lokinni er hægt að fá léttan máls- verð á vægu verði. Hvað skal segja? 60 Væri rétt að segja: Hann var lengi óánægður en líkar nú betur. Svar: Sögnin að líka er ópersónuleg (vantar frumlag), svo að réttara væri: Hann var lengi óánægður, en nú líkar honum betur. Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.