Morgunblaðið - 09.11.1996, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 09.11.1996, Blaðsíða 52
52 LAUGARDAGUR 9. NÓVEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ sttírmynd eftir Friðrik Þór Friöriksson SYND I A-SAL KL. 3, 5, 7, 9 og 11 í THX. ÁSTIR SAMLYNDRA BELGA ☆☆☆Va s.v. mu ☆☆☆Vl H.K. DV ☆☆☆ Ó.M.T. Mt 2 ☆ ☆☆ M.R. C.jllJól ☆☆☆☆ A.E. HF ☆ ☆☆ U.M. Dagur-Tfnilnn ATH! gegn framvísun stúdenta- korta fá allir nemar miðann á 300 kr. á ftölsku verðlauna- myndina Bleika húsið. Sýnd kl. 5.10 og 9.10. AMERÍKA Sýnd kl. 3. Að skemmta sjálfum sér? Vorlínan í New York * ► ÞESSI klæðnaður er full- slgóllítill fyrir íslenskar vetr- arhörkur, enda ekki hannaður fyrir þær aðstæður, en þeim mun hentugri hversdags í sum- arhitum New York-borgar. Fötin eru eftir hönnuðinn Ralph Lauren og tilheyra vor- línu hans fyrir næsta ár. Mynd- in er tekin á tískusýningu í New York nýlega. TONLIST Gcisladiskur HORFT í BLÁMANN Geisladiskur Tryggva Sveinbjöms- sonar. Lög og textar: Tryggvi Sveinbjömsson. Texti í einu lagi : Hjörtur Heiðdal. Ljóð við tvö lög: Steinn Steinarr. Útsetningar, söngur, gítarleikur og tölvuvinnsla: Tryggvi Sveinbjömsson. Helena Káradóttir syngur bakraddir í þremur lögum og leikur á slagverk, rafpianó og hljóðgervil í tveimur lögum. Ríkharður Amar leikur á orgel í einu lagi. Upptökustjóm og hljóðblöndun: Ólafur Þórarinsson og Óskar Páll Sveinsson í einu lagi. Útgefandi: Tryggvi Sveinbjömsson. 1.999 krónur. ÓÞEKKTUR höfundur, tónlist- armaður og söngvari, Tryggvi Sveinbjörnsson, hefur kvatt sér hljóðs á nýjum geisladiski, sem ber heitið Horft í blámann. Hljóm- plata þessi er um margt óvenjuleg og sérstæð, svo ekki sé meira sagt, og á það bæði við um tónlistina sjálfa svo og framsetningu henn- ar. „Tímaskekkja" var það fyrsta sem mér flaug í hug eftir að hafa hlustað á þessa plötu og vissulega virðist hún dálítið „úr takti við tíð- arandann“, ef miðað er við þá tón- list, sem mest heyrist nú á tímum. En á þessu geta þó verið ýmsar hliðar ef betur er að gáð. Menn gefa sér auðvitað misjafn- ar forsendur þegar þeir ráðast í að gefa út hljómplötur. Sumir gera það til að „slá í gegn“ og ganga í verkið af miklum metnaði, kosta miklu til og leggja allt undir. Aðr- ir fara út í þetta af eins konar „innri þörf“ og fínnst að þeir verði að koma frá sér hugverkum sem hafa verið að bögglast fyrir brjóst- inu. Sumir gera þetta "éinfaldlega að gamni sínu. Hafi Tryggvi Sveinbjörnsson ætlað sér að slá í gegn með þess- ari plötu er hann á villigötum. Lögin standa ekki undir slíku „gegnumbroti“ í hörðum tónlistar- heimi auk þess sem flutningur þeirra er langt frá því að vera nægilega góður til að hreyfa við hinum almenna hlustanda eða valda straumhvörfum í íslenskri dægurtónlist. Mér þykir líkiegast að Tryggvi hafi farið út í þessa útgáfu til að skemmta sjálfum sér, og kannski um leið einhverjum vinum og vandamönnum, og ef til vill að einhveiju ieyti knúinn áfram af þörf til að koma þessu efni frá sér. Sé sú raunin er í sjálfu sér ekkert við þessa útgáfu að athuga. Textarnir fjalla svona almennt um lífið og tilveruna og eru síst verri en gerist og gengur. í fram- setningu þeirra virðist Tryggvi einlægur og það reiknast plötunni til tekna. Lögin eru flest afskap- lega einföld að gerð og uppbygg- ingu, mörg í svokölluðum „kántrí- stíl“, með „melódískri" laglínu og föstum takti. Þau bera það flest með sér að vera samin á tölvu- hljómborð, með forrituðu undir- spili, og eru raunar að mestu þann- ig framsett á plötunni. Það út af fyrir sig gefur ekki mikið tilefni til heilabrota um hljóðfæraleikinn á plötunni og það gerir söngur Tryggva ekki heldur. Söngrödd hans er í sjálfu sér ekki ólagleg og kann að hljóma ágætlega við vissar aðstæður, en hún er að mínu mati ekki nógu góð til að standa undir forsöng á heilli hljóm- plötu. í þessu samhengi er þó rétt að undirstrika að umsögn eins hljóm- plötugagnrýnanda er enginn stóri- dómur í þessum efnum. Sem betur fer er tónlistarsmekkur manna misjafn og það sem einum finnst gott kann öðrum að þykja slæmt. Þótt þessi tónlist höfði ekki til mín er ekki þar með sagt að aðrir geti ekki haft af henni gaman. Það verður bara hver og einn að meta fyrir sig. eftir Thorbjörn Egner Sýningum að Ijiiku! Nú eru síðustu forvöð að sjá þetta sívinsæla leikrit. Síðustu sýningar: 10. nóv. - 17. nóv. - 24. nóv. - 1. des. Miðasalan opin um helgina kl. 13 - 20. ÞJOÐLEIKHUSIÐ Sími 551 1200. ■3ICBCR SNORRABRAUT 37, SÍMI 552 5211 OG 551 1384 NETFANG: http://www.islandia. is/sambioin HVITi MAÐURINN feitrtra gra’1®Óíi Air mvm 16 ára. Tilboð kr. 300. SAMBtm SAMBtO Ný og eldfim kvikmynd með John Travolta í aðalhlutverki, gerð af framleiðendum úrvalsmyndannna Pulp Fiction og Get shorty. Þótt staða kynþátta sé breytt og svartir drottni yfir hvítum, eru fordómarnir hvergi nærri horfnir og sömu vandamálin geysa. Hvítur og ómenntaður verkamaður missir vinnuna og í örvæntingu sinni leitar hann til forstjórans svarta sem ekkert vill með hann hafa. Umdeild og margfræg mynd með sannkölluðum úrvalsleikurum. Aðalhlutverk: John Travolta, Harry Belafonte, Kelly Lynch. Leikstjóri: Desmond Nakano. KEVI COST TIN Stórskemmtileg gamanmynd frá leikstjóranum Ron Shelton (Bull Durham). Stórstjörnurnar Kevin Kostner, Rene Russo og Don Johnson fara á kostum i mynd sem er full af rómantik, kimni og góðum tilþrifum. „Tin Cup" er gamanmynd sem slær í gegn!!! DAUÐASOK „Mynd sem vekur $ umtal." ★ ★★ Axel Axelsson FM 95,7 "■’★★★ ómar Friðleifsson 8A.NDH\ Bnj,0CK SA.WIF.I. LJACKSON MArniKWMCCONUGIILY KKVIN hPACY TRUFLUÐ TILVERA Sveinn Guðjónsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.