Morgunblaðið - 09.11.1996, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 09.11.1996, Blaðsíða 56
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGIAN I, 103 REYKJAVlK, SlMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, NETFANG MBUTXENTRUM.IS / AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTl 1 LAUGARDAGUR 9. NÓVEMBER 1996 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK I Björninn BA var um | 20 sjómílur vestur af Blakknesl Skelbáturinn Björninn BA frá Patreksfirði sökk vestur af Blakknesi í gærkvöldi Jón Baldvin Hannibalsson 2 mönnum bjargað úr gúmbát Langstærsta skipið á Grundartanga 196 METRA langt flutninga- skip, Wadi Alnatroon, frá Egyptalandi lagðist að enda 55 metra langs hafnargarðsins á Grundartanga í gærmorgun. Þetta er langstærsta skip sem þangað hefur komið. Skipið ber 45.000 tonn. Á Grundartanga verða losuð úr því 11.000 tonn af koksi sem Járnblendifélagið hefur keypt frá Kína. Skipinu var lagt að hafnargarðinum því að við hina 120 metra löngu aðalbryggju á Grundartanga er aðeins um 7 metra dýpi á fjöru. Að sögn Þorvalds Ólafssonar, starfsmanns á Grundartanga, gekk það að óskum að taka skip- ið að. Hann segir að væntanlega taki losunin um það bil 36 klukkustundir og telur aðspurð- ur hæpið að hægt verði að koma öllu stærra skipi að bryggju á Grundartanga. Stefnum að kosninga- bandalagi JÓN Baldvin Hannibalsson, fráfar- andi formaður Alþýðuflokksins, lagði mikla áherslu á samstarf og sam- stöðu jafnaðarmanna gegn sérhags- munum í setningarræðu sinni á 48. fiokksþingi Alþýðuflokksins í gær. Gagnrýndi hann Sjálfstæðisflokkinn harðlega í ræðu sinni og sakaði flokkinn um að standa vörð um sér- hagsmuni og hafa slegið skjaldborg um óbreytt ástand í sjávarútvegsmál- um og fleiri málum. „Við eigum ekki að gera kröfu um það að flokkar verði lagðir nið- ur. Við eigum ekki að krefjast þess að allir sameinist endilega í okkar flokki. Við höfum reynt það áður og það hefur ekki skilað nægilegúm árangri. Við eigum einfaldlega að segja: Setjumst nú niður og rökræð- um til niðurstöðu um þessi miklu verkefni. Reynum að sameinast um samstarfsáætlun, verkefnaáætlun, ríkisstjórnaráætlun um það hvernig við ætlum að hrinda þessum umbóta- málum fram og stefnum síðan að kosningabandalagi, sem yrði með þeim hætti og hefði þann styrk að baki og byggði á svo traustu pró- grammi, að það væri raunverulega trúverðugur valkostur fyrir það fólk sem ekki á lengur samleið með sér- hagsmunaöflunum," sagði Jón Bald- vin. I ávarpi við þingsetninguna fjall- aði Grétar Þorsteinsson, forseti Al- þýðusambandsins, einnig um nauð- syn samstöðu jafnaðar- og félags- hyggjufólks í verkalýðshreyfingunni og stjórnmálaflokkunum og hvatti sérstaklega til samstarfs eða samein- ingar félagshyggjufólks hvar í flokki sem það stæði. ■ Reynum að/10 Kartöflur á 5 krónur KÍLÓIÐ af kartöflum kostaði í gær frá fimm kr. á höfuðborgarsvæðinu. Dæmi voru um að forsvarsmenn verslana lækkuðu verðið nokkrum sinnum til að halda í við næsta kaup- mann. Mikið framboð er nú af ís- lenskum kartöflum en óvíst er hversu lengi þetta lága verð varir. ■ Uppboðsmarkaður/16 ■ Kartöflukíióið/22 BJÖRNINN BA-85, fimm tonna skelbátur frá Patreksfirði, sökk rúmlega tuttugu sjómílur vestur af Blakknesi um klukkan sjö í gærkvöldi. Tveir menn voru í bátn- um og var þeim bjargað um borð í togarann Klakk frá Vestmanna- eyjum. Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út og var komin að Snæ- ’fellsnesi þegar fréttir bárust um að mönnunum hefði verið bjargað. Þá var Herkúlesflugvél frá varn- arliðinu komin að Patreksfirði, reiðubúin til leitar. Brimnesið BA-800 tók flakið í tog í gær og hugðist reyna að koma því til Patreksfjarðar. Ekki er vitað um orsakir slyssins, en að sögn Aðalsteins Garðarssonar, var kominn að staðnum um klukk- an kortér yfir átta,“ segir Aðal- steinn. „Ég kom eiginlega beint að mönnunum, sem voru þá komnir í björgunarbát, en Björninn mar- aði í kafi með stefnið upp úr. Ég tók þá um borð og lýsti upp stað- inn þangað til aðrir bátar komu að. Mennirnir voru blautir, þannig að þeir hafa sennilega eitthvað lent í sjónum áður en þeir komust í björgunarbátinn, en veðrið var ljómandi, norðaustan þrír og snjómugga.“ Klakkur stefndi til Patreksfjarð- ar í gærkvöldi og var væntanlegur þangað rétt fyrir miðnætti, en skipbrotsmennirnir tveir voru sof- andi um borð. Bjargtangar 10 km i______i skipstjóra á Klakki, var veður gott á slysstað. „Þetta var um kvöldmatarleytið og ég var nýbúinn að snúa skipinu þegar ég sá neyðarblys á lofti beint framundan. Ég tók þá strax upp trollið og keyrði í áttina. Fjar- lægðin var um níu mílur og ég * Islendinga- sögurnar á ensku RÚMLEGA 30 manna hópur fólks frá sjö þjóðlöndum í þrem- ur heimsálfum hefur síðustu 3 ár unnið að því að þýða íslend- ingasögur á ensku. Stefnt er að útgáfu í febrúar eða mars á næsta ári. Það er bókaútgáfan Leifur Eiríksson sem gefur verkið út og fékk fyrirtækið sex milljóna króna styrk frá Evrópusam- bandinu. ■ Íslendingasögur/B2 Morgunblaðið/Golli. Bonino svarar gagnrýni íslenzkra ráðherra __ Segir framkomu Islands „óheflaða“ EMMA Bonino, sem fer með sjávar- útvegsmál í framkvæmdastjórn Evrópusambandsins, svarar gagn- rýni íslenzkra ráðherra á framferði skipa ESB í Síldarsmugunni í grein í Morgunblaðinu í dag. Bonino seg- ir fráleitt að saka Evrópusambandið um ábyrgðarlausa hegðun. „Þetta á enn frekar við þegar slíkar ásakanir koma af munni full- trúa ríkis, sem er frægt fyrir óhefl- aða framkomu bæði nyrzt í Norð- austur-Atlantshafi og á Norðvest- ur-Atlantshafinu,“ skrifar hún. Bæði Halldór Ásgrímsson utan- ríkisráðherra og Þorsteinn Pálsson sjávarútvegsráðherra gagnrýndu ESB harðlega í síðustu viku, er fréttir bárust af því að skip aðildar- ríkja sambandsins hefðu veitt 197.000 tonn úr norsk-íslenzka síld- arstofninum á þessu ári, eða 47.000 tonn umfram þann kvóta, sem ESB tók sér einhliða síðastliðið vor. Halldór talaði þá um ábyrgðar- leysi og rányrkju Evrópusambands- ins og Þorsteinn sagði lítið sam- ræmi milli yfirlýsinga Bonino um þörf á ábyrgri alþjóðasamvinnu um fiskvemd á ráðstefnu hér á landi og athafna ESB á síldarmiðum. Síldin kom aldrei í islenzka lögsögu í nægilegu magni Bonino segir í greininni að verið sé að athuga hvort ESB hafi farið fram úr kvótanum, en nú liggi að- eins bráðabirgðatölur fyrir. Þá seg- ir hún kvóta ESB miðaðan við nú- verandi hegðun síldarinnar, í stað þess að stuðzt sé við líkön, sem taki mið af fyrri tíð og strandríkin hafi notað við skiptingu síldarkvót- ans sín á milli. Framkvæmdastjórinn segir slík líkön ekki eiga við lengur: „Stað- reyndin er sú að síldin kom aldrei í lögsögu eins ríkisins, sem um ræðir — það vill reyndar svo til að það er ísland — í nægilegu magni til þess að réttlæta hinar óhóflegu kvótakröfur þess.“ ■ Gagnrýni úr hörðustu átt/27
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.