Morgunblaðið - 09.11.1996, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 09.11.1996, Blaðsíða 1
BLAÐ ALLRA LANDSMANNA JtftotgMM$faÍb 1996 KNATTSPYRNA LAUGARDAGUR 9. NÓVEMBER BLAÐ C Landsliðinu boðið til Malasíu ÍSLENSKA landsliðinu í knattspyrnu hefur ver- ið boðið að taka þátt í fjölliðamóti i Malasí u f lok februar. Logi Ólafsson, landsliðsþjálfari, segist spenntur fyrir þessu verkefni en KSÍ hefur óskað eftir nánari upplýsingum frá Knatt- spyrnusambandi Malasíu um hvaða lið verði hugsanlegir mótherjar á umræddu móti. Ekki er Ijóst hvaða leikmenn KSÍ gæti fengið lausa i verkefnið, af yrði, en Logi sagði við Morgunblaðið í Dublin i gær að 2-3 æfingaleikir væru nauðsynlegir fyrir næsta leik í slands í heimsmeistarakeppninni, í Makedóníu 7. júni, þannig að þátttaka í mótinu i Malasiu gæti orð- ið mjög til góðs, að þvi gefnu að hann fengi þá leikmenn i verkefnið, sem koma til með að leika i Makedóní u og öðrum HM-leikjum. Collymore sekt- aður um tveggja vikna laun FORRÁÐAMENN Liverpool hafa sektað Stan Collymore um 20.000 pund, sem svarar til rúm- lega 2 milljóna króna, vegna þess að hann mætti ekki til leiks með varaliðinu fyrir skömmu. £r þetta gert í þeim tilgangi að aga piltinn en hann nefur ekki veríð ánægður með hiutskipti sitt upp á 8Íðkastið, að verma bekkinn lengst af tima- bilinu. Collymore hefur fengið fá tækifæri með Li- verpool í haust eftir að Tékkinn Patrik Berger kom til liðsins. Hann átti að vera í varaliði félags- ins í viðureign við Tranmere á miðvikudaginn en mætti ekki og Iét ekki vita af sér. Seinna bar hann við veikindum. En nú hefur hann feng- ið sinn dóm, tveggja vikna laun verða dregin af honum við næstu útborgun. Steve Coppell er hættur hjá City STEVE Coppell var knattspyrnustióri Manchest- er City i aðeins 33 daga en hanu sagði upp í gær af heilsufarsástæðum - læknar ráð lögðu ttonum að hætta þvi hann þyldi ekki álagið. Coppell, sem er fjörutíu og eins árs, er frá Liverpool en gekk til liðs við Manchester United 1975 eftir að hafa leikið með Tranmere í ár. Hann lék 42 landsleiki fyrir England en lagði skóna á hilluna 1983 og tók við stiórninni hjá liði Crystal Palace árið eftir. Hann kom liðinu í efstu deild 1989 og árið eftir lék það i fyrsta sinn til úrslita í bikarkeppninni en hann sagði upp þegar liðið féll úr úrvalsdeildinni fyrir rúm- um þremur árum. í fyrra gerðist hann stjórn- andi knattspy rnunt ála hjá Palace en fór til City í októberbyrjun. Zolaþriðji ítalski leikmaður Chelsea MIÐHERJINN Gianfranco Zola skrifaði undir samning við Chelsea í gær og er þriðji ítalski leikmaðurinn hja enska félaginu. Zola kemur til með að leika með löndum sínum Gianluca Vialli og Roberto Di Matteo á Englandi en þar lék hann síðast í Evrópukeppni lands- liða í suniarbyrjuu. Þá var Zola vinsæll hjá áhorfendum eins og sjá má á myndinni þar sem hann gefur eigin- 1 lattdarár itanir í allar áttir. Helmingi fleiri áhorfend- ur hjá ÍA og KR en öðrum Aðsókn á leiki í 1. deild karla í knattspyrnu á liðnu tímabili dróst saman um 4% frá 1995, sam- kvæmt skýrslum félaganna. Samtals voru 54.550 skráðir áhorfendur á leikina 90 í sumar eða 606 að meðal- tali á leik en voru 56.837 í fyrra eða 632 að meðaltali á leik. Ahugi á leikjum ÍA og KR var í sérflokki miðað við aðsókn á leiki annarra félaga. Áhorfendur voru flestir á innbyrðis leikjum toppliðanna og síð- an leikjum þar sem þau áttu hlut að máli. Mest aðsókn var á úrslitaleik ÍA og KR á Akranesi, 5.801 skráður áhorfandi. Fyrri leikur liðanna á KR-velli dró að sér 2.802 manns en 1.381 var á leik KR og Leifturs, 1.216 á viðureign Leifturs og IA, 1.130 á leik KR og Breiðabliks, 1.052 á Keflavík og KR, 1.040 á ÍA og Keflavík og 1.032 á leik Breiða- bliks og KR. Færri en 1.000 manns voru á öðrum leikjum. ÍA fékk flesta áhorfendur á heima- velli, 11.590 manns samtals í níu leikjum eða 1.288 að meðaltali. KR var með 8.978 (998), ÍBV 5.257 (584), Leiftur 4.881 (542), Breiðablik 4.497 (500), Keflavík 4.194 (466), Valur 3.958 (440), Stjarnan 3.818 (424), Fylkir 3.150 (350) og Grinda- vík 2.403 eða 267 að meðaltali. KR fékk flesta áhorfendur heima og úti, samtals 21.740 eða 1.208 að meðaltali. ÍA fékk 20.481 (1.138), Leiftur 9.447 (525), ÍBV 8.923 (496), Breiðablik 8.596 (478), Valur 8.132 (452), Keflavík 7.984 (444), Fylkir 7.890 (438), Stjarnan 7.132 (396) og Grindavík 6.018 (334). Á níu leikjum voru áhorfendur færri en 200 og voru fimm þeirra á heimavelli Grindavíkur. Minnst að- sókn var á leik Stjörnunnar og Leift- urs, 135 manns. 144 sáu Fylki og Keflavík, 159 Grindavík og Stjörn- una, 163 Grindavík og Leiftur, 173 Grindavík og iBV, 174 Grindavík og Fylki, 185 Fylki og Stjörnuna, 187 Grindavík og Val og 195 Fylki og Leiftur. Flestir áhorfendur voru í 18. og síðustu umferð, 7.220 samtals (þar af 5.801 á leik ÍA og KR). 4.129 sáu leiki 2. umferðar, 4.106 leiki 9. umferðar (þar af 2.802 leik KR og ÍA), 3.609 mættu á 1. umferð, 3.347 á 3. umferð og 3.319 á 4. umferð. Minnst aðsókn var í 7. umferð, 1.630 manns. 1.644 mættu á leiki 17. umferðar og 1.895 á leiki 16. umferðar. HANDKNATTLEIKUR: STJARNAN VANN MEÐ NIU MARKA MUNIIHF-KEPPNINNI / C2

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.