Morgunblaðið - 09.11.1996, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 09.11.1996, Blaðsíða 4
Karembeu stendur við loforðið ■ KORFUKNATTLEIKUR Olajuwon skoraði 12 stigífram- lengingu Makeem Olajuwon lék framúrskarandi vel í fyrra- kvöld er Houston sótti Denver heim og sigraði í jöfnum og spennandi leik sem þurfti að framlengja til að knýja fram úrslit. Olajuwon skoraði 36 stig, þar af 12 í framlengingunni og var í fylkingarbijósti félaga sinna í fimmta sigurleik þeirra á keppnistímabilinu. Það hallaði á gestina þegar tæpar fjórar mínútur voru eftir af framlengingunni en tíu stig í röð frá Olajuwon komu gestunum yfir, 109:103, þegar rétt innan við ein mínúta var eftir. Heimamenn reyndu hvað þeir gátu á lokasprettinum en tókst ekki að nálg- ast gestina meira en raun varð á. „Við höfum áður séð Olajuwon vinna leiki upp á eigin spýtur þegar í óefni hefur verið komið,“ sagði Rudy Tomjanovich hjá Hous- ton. „Olajuwon var lykillinn að sigri Houston," sagði þjálfari Denver, Bernie Bickerstaff. „Mínir menn léku -ágætlega og við sköpuðum okkur mýmörg færi. Ég er þess fullviss að þrátt fyrir tapið hafi leikurinn veitt liði mínu aukið sjálfstraust í framhaldið," bætti hann við. Það setti strik í reikning Denver að liðið missti An- tonio McDyess og Ervin Johnson af leikvelli með fimm villur þegar 90 sekúndur voru eftir. „Þeir voru komnir í villuvandræði og gátu þar af leiðandi ekki fylgt mér eins vel á lokamínútunum og þeir hefðu kosið,“ sagði Olajuwon eftir leikinn. „1 svona jöfnum leikjum á ég mjög gott með að einbeita mér og það skilar sér í betri frammistöðu," bætti hann við en vildi annars lítið ræða frammistöðu sína. Charles Barkley kom honum næstur í stigaskorun með 16 stig, auk þess að taka 15 fráköst, þar næstur var Clyde Drexler með 13 stig. Þá má geta þess að Olajuwon tók 9 fráköst. Dale Ellis skoraði flest stig heimamanna, 33, auk þess að ná 14 fráköstum. La- Phonso Ellis, framheiji, lék ekki með Denver í leiknum vegna meiðsla í hné og er reiknað með að hann verði frá í þijár til fjórar vikur. Patrick Ewing skoraði 33 stig í 105:100 sigri New York á Golden State í San Jose. Larry Johnson gerði 18 stig og John Starks kom næstur með 17 stig. Joe Smith var stigahæstur heimamanna með 26 stig í þriðja tapleik heimamanna í röð. Reuter Mikil spenna var í Minnesota er heimamenn fengu Portland í heimsókn og urðu að lúta í lægra haldi, 95:94, í framlengdum leik. Kenny Anderson tryggði Portland sigurinn á lokasekúndunum. Rasheed Wallace var stigahæstur gestanna með 25 stig en gat ekki leik- ið með til enda sökum villuvandræða. Anderson gerði 21 stig og Arvydas Sabonis skoraði 17 stig og tók 17 fráköst. Tom Gugliotta var fremstur í flokki heima- manna með 25 stig og tók 11 fráköst. í Tókýó mættust Orlando og New Jersey og höfðu leikmenn Orlando betur, 108:95, í hörkuleik fyrir fram- an 38.639 áhorfendur. Var löngu uppselt á leikinn í Tókýó Dom höllinni. í fylkingarbrjósti HAKEEM Olajuwon áttl stór- lelk meó Houston í NBA- delldlnni í körfuknattlelk í Denver í fyrrakvöld. Hér sækir hann að körfu helma- manna en Antonlo McDyess reynir að verjast. Olajuwon skoraðl 36 stig, þar af 12 í framlenglngunnl og var í fylkingarbrjóstl félaga slnna í flmmta sigurleik þeirra á keppnlstímabllinu. FRANSKI miðjumaðurinn Christ- ian Karembeu hjá Sampdoria á Ítalíu segist hafa lofað Fabio Cap- ello, þjálfara Real Madrid, og Lor- enzo Sanz, forseta félagsins, að ganga til liðs við Real og hann standi við það. Samningur Ka- rembeus rennur út 1988 en Barcel- ona hefur samið við Sampdoria um að fá Frakkann i næsta mánuði. Afsögn vegna auraleysis í Búlgaríu STJÓRN búlgarska fijálsíþrótta- sambandsins sagði af sér í gær því hún segist ekki geta safnað fé til að þjálfa íþróttafólkið. Þetta gerði hún í framhaldi af áskorun frá fjölda íþróttamanna og þjálf- ara sem voru óánægðir með störf hennar. Ný stjórn verður kjörin 11. desember nk. „Við kröfðumst þess að stjómin segði af sér því hún virðist ekki hafa getu til þess að öngla saman fjármunum til reksturains," sagði Georgi Dim- itrov, einn fremsti þjálfari lands- ins. Popov má hefja æf- ingar á ný ALEXANDER Popov, tvöfaldur Ólympíumeistari í sundi, má fara að æfa á ný að sögn lækna, en hann hefur verið frá æfingum síð- an í ágúst eftir að hann var stung- inn með hnifi á götu í Moskvu í ágúst. Popov, sem er Rússi, er á leið til Ástraiíu þar sem hann hef- ur búið sl. fjögur ár og ætlar að byija æfingar á ný þegar þangað verður komið. Popov skráði nafn sitt á spjöld Ólympíusögunnar í sumar er hann varð fyrsti sundmaðurinn til að sigra 150 og 100 m flugsundi á tvennum leikum í röð. Margirfjarverandi á Spáni vegna undankeppni HM SPÁNVERJAR leika ekki í und- ankeppni HM í knattspymu um helgina eins og svo mörg önnur landslið í Evrópu gera. Þess vegna verður leikin heiJ umferð í spænsku 1. deildinni, en mörg félög mæta vængbrotin til leiks sökum þess að erlendir leikmenn þeirra eru að leika með landslið- um sínum. Alls verða 42 leikmenn -með spænskum félagsliðum að leika landsleiki í dag og á morgun og kemur þetta ilia við sum spænsk félagslið. Meðal annars verður Deportivo La Comna án fimm leikmanna er liðið mætir Tenerife sem verður án þriggja leikmanna og sama verður uppi á teningnum hjá Barcelona. Þann- ig mætti lengi telja. Forráðamenn Barcelona hafa bmgðist við þessari stöðu með þeim hætti að kæra þá kvöð að þeim sé gert skylt að láta leik- menn af hendi í landsleiki. Vilja þeir að komið verði á samræmd- um leikdögum í alþjóðaknatt- spyrnumótum svo koma megi í veg fyrir að þessi staða komi upp aftur og aftur. Víst er að forráða- menn margra annarra félaga fylgjast grannt með þessu máli, enda margir þeirra hundóánægð- ir með þá skipan mála sem nú er. Álfukeppnin form- lega á vegum FIFA Alþjóða knattspymusambandið, FIFA, sendi í gær frá sér til- kynningu þess efnis að álfukeppnin yrði héðan í frá formlega haldin á vegum FIFA á tveggja ára fresti en hún verður næst í Saudi-Arabíu 12. til 21. desember 1997. Átta landslið keppa í tveimur riðlum og leika sigurvegararnir til úrslita. Keppnin hefur tvisvar farið fram en líkleg lið að ári eru Suður-Amer- íkumeistarar Uruguay, Mið-Amer- íkumeistarar Mexíkó, heimsmeist- arar Brasilíu, gestgjafarnir Saudi- Arabar, Asíumeistararnir, líklegir Eyjaálfumeistarar Ástralíu og ann- aðhvort Evrópumeistarar Þýska- lands eða silfurlið Tékklands. Sepp Blatter, framkvæmdastjóri FIFA, sagði að til að byrja með yrði keppnin annað hvert ár en það gæti breyst í fjórða hvert ár. Dreg- ið verður í riðla 21. febrúar en UEFA ákveður 5. desember hver verður fulltrúi Evrópu. Gerhard Mayer-Vorfelder, varaforseti Knattspyrnusambands Þýskalands og í framkvæmdastjórn FIFA, sagði að Þjóðverjar yrðu ekki með því félögin hefðu skyldum að gegna í desember en þá taka mörg þeirra þátt í mótum innanhúss. Aldridge vantar eitt EF John Aldridge skorar eitt mark fyrir íra gegn íslending- um á morgun jafnar hann met markamet Frank Stapletons, en hann gerði 20 mörk í land- sleikjum með írum á sinni tíð. Aldridge sem er 38 ára gam- all, fyrrum leikmaður Liver- pool, er nú knattspyrnustjóri og leikmaður hjá Tranmere.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.