Morgunblaðið - 10.11.1996, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 10.11.1996, Blaðsíða 1
SUNNUDAGUR 10. NOVEMBER 1996 SUNNUPAGUR BLAÐ Morgunblaðið/Golli ARKITEKTAR og sveitarstjóri Súðavíkurhrepps á skólalóðinni í nýju byggðinni, í baksýn sjást félagslegu íbúðirnar sem marka umgjörð um miðsvæði þorpsins, frá vinstri: Gylfi Guðjónsson arkitekt, Pétur Jónsson landslagsarkitekt, Agúst Kr. Björnsson sveitarstjóri og Sigurður Jóhann Jóhannsson arkitekt. Sjávarþorp verður til Nýtt sjávarþorp hefur risið með undraverðum hraða í Súðavík. Strax eftir að snjóflóðin féllu á þorpið í janúar 1995 og ljóst varð að ekki er búandi í gamla þorpinu var ákveð- ið að byggja nýtt þorp í Eyrardal nokkru innar í Álftafirði. Skipulag var unnið í miklum flýti og fram- kvæmdir hófust. Nýtt þorp hefur orðið til á rúmu ári og ekki eru liðin tvö ár síðan snjóflóðin féllu. Er þetta einstök framkvæmd hér á landi því venjulega byggjast þorp á áratugum eða öld. Helgi Bjarnason ræddi við arkitekta nýrrar Súðavíkur og menn- ina sem unnu að uppbyggingunni. Þeir segja að þó oft hafi verið unnið við þrúgandi aðstæður og í mikilli tímaþröng, sem þeir líkja við brjál- æði, hafi allir sem að verkinu komu gert sér grein fyrir því hvað það væri merkilegt og tekist að gera hluti sem engum hefði dottið í hug að framkvæma við venjulegar aðstæður. ■ SJÁ IMÆSTU SIÐU ►

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.