Morgunblaðið - 10.11.1996, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 10.11.1996, Blaðsíða 2
2 B SUNNUDAGUR 10. NÓVEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ Morgunblaðið/Golli ÍBÚÐARBYGGÐINNI í nýju Súðavík er þjappað saman í harðan kjarna og umferðinni er beint á fáar götur. Er þetta gert til þess að gera þorpið líflegra. Hér sést yfir hluta þess, skóli og íþróttahús niðri við veginn fyrir miðju, íbúðarbyggð nær en lengst til hægri eru sumarbústaðir sem settir voru upp til að bæta úr brýnustu hús- næðisþörf Súðvíkinga eftir snjóflóðin. Sumarhúsin munu hverfa þegar þau hafa lokið hlutverki sínu og varanleg hús rísa í þeirra stað með tíð og tíma. FORYSTUMENN Súðvík- inga stóðu frammi fyrir gríðarlegum vanda eftir að snjóflóðin féllu á þorp- ið 16. janúar 1995. Fljótlega varð ljóst að ekki væri búandi í þorpinu nema með uppsetningu mikilla varnarvirkja. „Mér fannst aldrei annað koma til greina en að byggja þorpið upp á nýjum stað," segir Jón Gauti Jónsson, fyrrver- andi bæjarstjóri í Garðabæ, sem tók við störfum sveitarstjóra í Súðavík skömmu eftir snjóflóðin, að beiðni Sambands íslenskra sveitarfélaga. Bendir hann á að gert hafí verið lauslegt mat á snjó- flóðavörnum. Byggja hefði þurft 35 metra háan varnargarð í fjalls- hlíðinni. Hann hefði orðið gríðar- lega dýr án þess þó að vera örugg- ur. Þá hefði slíkt mannvirki orðið afar ógeðfellt lýti á byggðinni. Talið var 150 milljónum kr. ódýr- ara að flytja þorpið og var það ákyeðið. íbúar Súðavíkur voru farnir til ísafjarðar eða Reykjavíkur og at- vinnufyrirtækin lokuð. Fyrstu dagana vann Jón Gauti að því að koma daglegu lífí í þorpinu aftur af stað, skipuleggja hreinsun og aðstoða við að koma hjólum at- vinnulífsins í gang. En jafnframt var byrjað að huga að framtíðinni og strax 2. febrúar voru komnar línur um það hvernig að uppbygg- ingu skyldi staðið. Með aðstoð Arkitektafélags íslands 'og stuðn- ingi stjórnvalda var ákveðið að efna til samkeppni um hönnun nýrrar Súðavíkur og sex arkitekta- stofum boðin þátttaka. Einstakt verkefni Arkitektarnir komu vestur fyrir miðjan febrúar til að skoða að- stæður og fengu mánuð til að skila tillögum. Þeir stóðu frammi fyrir stóru verkefni. „Við vorum svo heppnir að fá að vera með í samkeppninni. Þetta er einstakt verkefni sem við munum sjálfsagt ekki upplifa aftur, að skipuleggja sjávarþorp frá A til Ö og sjá það byggjast upp í beinu framhaldi," segir Gylfí Guðjónsson arkitekt sem vann samkeppnina ásamt fé- laga sínum Sigurði J. Jóhannssyni arkitekt. Pétur Jónsson landslags- arkitekt var ráðgjafi þeirra frá upphafi. Erfiðar aðstæður og kapphlaup við tímann eru enn ofarlega í huga þeirra. Þegar arkitektarnir í boðs- hópnum komu til Súðavíkur til að líta á aðstæður var snjór yfir öllu. „Svæðið var eins og jökull yfir að ííta og erfitt að átta sig á land- inu," segir Gylfi. Þeir gátu notast við ljósmyndir sem teknar höfðu verið úr Iofti að sumarlagi. Þar sjást túnin í Eyrardal og segir Gylfi að þeir Sigurður hafi litið svo á að það hlyti að vera hægt að byggja á véltækum túnum sem sjást á ljósmyndum og létu túnin ráða því hvað mögulegt væri að Morgunblaðið/Sigurjón J. Sigurðsson ÞEIR hafa staðið í ströngu við uppbygginguna, Ágúst Kr. Björns- son sveitarstjóri og Jón Gauti Jónsson, fyrrverandi sveitarstjóri Súðavíkur. Myndin var tekin þegar tekinn var grunnur fyrsta íbúðarhússins í nýju Súðavík. Morgunblaðið/Golli FYRSTU húsin í irýju Súðavík voru félagslegu íbúðirnar sem skipuleggjendur þorpsins teiknuðu. Þau setja svip á miðhluta þorpsins, ekki síst vegna þess að þau eru í tfllum regnbogans lit- um. I baksýn sést fjallið Kofri. fara hátt upp í hlíðina með byggð- ina. Svo hófst hugmyndaþróunin. „Vinna við skipulag er í eðli sínum langtímavinna. En hér gerist allt á tveimur árum, bæði skipulags- vinnan og framkvæmdin," segir Gylfi. Hann segir að álagið hafi ekki minnkað eftir að þeirra tillaga varð fyrir valinu. Lögð var áhersla á að breyta aðalskipulagi á form- lega réttan hátt enda er það for- senda þess að hægt sé að hefja byggingaframkvæmdir. Jafnhliða var unnið að endanlegri mótun deiliskipulags og gerð mæliblaða. „Allt þurfí að gerast á sama tíma um sumarið svo hægt yrði að hefja framkvæmdir. Þetta reyndi mikið á alla, bæði stofurnar og stjórn- endur hér í Súðavík sem ég tel að hafi unnið kraftaverk við að koma þessu verki eins hratt og vel áfram og raun ber vitni í dag," segir Gylfi. Framtíðin í uppnámi „Þegar ég kom til Súðavíkur voru 200 íbúar þorpsins í uppnámi með búsetu sína, atvinnu og alla framtíð. Fólk varð að fá einhver svör um framtíðina og að hverju það gæti stefnt. Mitt hlutverk var að stuðla að því að það yrði hægt sem fyrst. Það gerði okkur kleift að taka skjótar ákvarðanir að for- sætisráðherra lýsti því yfir að ríkisvaldið myndi hjálpa Súðvík- ingum að komast í gegnum erfíð- leikana og að hreppurinn hafði keypt Eyrardal árið áður en þar var gert ráð fyrir að yrði byggt í framtíðinni. Nefnd ráðuneytis- stjóra fylgdi málinu eftir fyrir hönd ríkisins og reyndist okkur ákaflega vel. Ef við hefðum ekki keyrt á þetta strax og ef við hefð- um ekki fengið Vigdísi Finnboga- dóttur forseta til að taka fyrstu skóflustunguna í fyrravor, þá vær- um við ekki að sjá nýtt þorþ svona stuttu eftir flóðin," segir Jón Gauti. Þótt framkvæmdir færu af stað voru fjölmörg ljón enn í veginum. Það dróst að einstaklingar gætu hafíð framkvæmdir vegna þess að dráttur varð á því að Ofanflóða- sjóður keypti húsin í gömlu Súða- vík. Fyrstu vetrarveðrin í fyrra- haust höfðu slæm áhrif á sálarlíf Súðvíkinga sem og snjóflóðið sem féll á Flateyri í kjölfarið. Ágúst Kr. Björnsson, núverandi sveitar- stjóri, segir að fólk hafí upplifað hörmungarnar að nýju, hafí þá farið yfír stöðu sína og margir viljað fara í burtu. „Rætur fólksins eru í Súðavík, hér er gott að vera, næg atvinna og öruggt viðurværi. En ér tel að það hufí gert gæfu- muninn að fólk gerði ekki upp sín mál með því að fara að hér var búið að skipuleggja nýja byggð, framkvæmdir við gatnagerð komnar á fullt og byrjað að steypa upp fyrstu húsin," segir Ágúst. Jón Gauti segir að þó að Súðvík- ingar hafi átt sína slæmu tíma þá hafi trúin á framtíðina alltaf verið skammt undan. Ráðinn til að stýra uppbyggingu Ágúst kom snemma að málum í Súðavík. Hann var starfsmaður Ríkiskaupa og lánaði fjármála- ráðuneytið hann til að aðstoða Jón Gauta við að kaupa sumarhús til að nota í Súðavík til bráðabirgða og snemma í fyrravor var hann ráðinn til hreppsins til að aðstoða sveitarstjórann við verklegar framkvæmdir. Hann tók svo við starfi sveitarstjóra af Jóni Gauta í október. Ágúst segir að margir hafi verið vantrúaðir á að það tækist að endurreisa Súðavík með því að byggja nýtt þorp. Ekki hafi tekist að slá á þetta fyrr en fram- kvæmdir voru komnar vel í gang. í upphafi voru umræður um það hvort það borgaði sig að byggja Súðavflc upp. Jón Gauti segist aldr- ei hafa séð haldbær rök fyrir því að það væri efnahagslega óhag- kvæmt að hafa byggð í Súðavík, ef fólk vildi búa þar. „Það er ekki dýrara að byggja yfir fólkið í Súða- vík en annars staðar. Málið er ákaflega einfalt séð af sjónarhóli íbúanna. Hér hafa þeir atvinnu- öryggi, góðar meðaltekjur og búa í eigin einbýlishúsum. Hinn kosturinn gæti verið að búa í blokk í Reykjavík og ganga um atvinnu- laus. Annars þurfti ég ekki að svara þessum spurningum. Ég var ráðinn til að stýra uppbyggingu og var ekki með vangaveltur um annað," segir Jón Gauti. Ágúst segir að þeir hafi fundið mikinn samhug vegna hörmung- anna sem dundu yfir Súðavík. Málið hafi mætt miklum velvilja í upphafi og það hafi flotið langt á því að allir sem að málinu komu, bæði skipulagi og framkvæmdum, gerðu sér grein fyrir að þeir væru þátttakendur í einstæðum atburði. Reynt að lífga upp á mannlifið Gylfi og Sigurður segjast hafa reynt að fella byggðina sem best að landinu og þeir hafi gert sér grein fyrir því að fólk myndi vilja byggja helst einnar hæðar hús. Þeir hafi lagt áherslu á að hafa gott útsýni yfir Álftafjörð úr öllum húsum enda legðu íbúarnir mikið upp úr því. Ákváðu þeir að gera ekki tillög- ur um færslu þjóðvegarins vegna þess að þeim þótti ljóst að það myndi reynast erfitt að fá því framgengt en uppbygging átti að hefjast strax. „Það er ekki svo þung umferð um þjóðveginn. Við töldum hana frekar lífga upp á þorpið en torvelda búsetu þar," segja þeir. Sama hugsun er höfð að leiðarljósi við hönnun íbúða- hverfisins. Byggðinni er þjappað saman í kjarna og haft er einfalt gatnakerfi þar sem allri umferð er beint um fáar götur til að lífga upp á þorpið. Þetta er auðvitað allt önnur hugsun en þarf þegar unnið er að hönnun stærri byggðar. Gömul hús í fremstu röð Nýja Súðavík verður afar ólík þeirri gömlu. Eldra þorpið er allt á lengdina enda byggðist það mis- jafnlega skipulega meðfram þjóð- veginum út frá höfninni þar sem stærsta fyrirtækið, Frosti hf., hef- ur starfsemi sína. í samkeppnis- forsendum var gert ráð fyrir flutn- ingi húsa úr gamla þorpinu. Það leystu Gylfí og Sigurður með því að gera ráð fyrir gömlu húsunum í fremstu röð ofan við þjóðveginn. Þannig myndu þau verða andlit þorpsins og yfirbragð þess líkara því sem fólk þekkir úr gamla þorp- inu, hvort sem ekið væri inn í það innan eða utan úr fírði. Síðar kom reyndar í ljós að ekki var hag- kvæmt að flytja eins mörg hús og gert hafði verið ráð fyrir þannig að gömlu húsin verða aðeins við eina götu en ekki tvær. Gatan við gömlu húsin er hellulögð til að halda gamla andblænum og auk þess eru reistir þar ljósastaurar í gömlum stíl. Einu byggingarnar sem fyrir voru á svæðinu eru kirkjan á Langeyri og grunnskólinn ásamt íþróttahúsi. Arkitektarnir gera ráð fyrir verslunar- og þjónustustarf- semi, einskonar miðsvæði, ofan þjóðvegarins, skammt sunnan skólans. Miðsvæðið er þannig staðsett að það liggur vel við á leið íbúa kauptúnsins til og frá vinnustað. Þar er gert ráð fyrir félagsheimilinu sem ætlunin var að flytja úr gamla þorpinu, hrepps- skrifstofum, heilsugæslustöð, banka, pósthúsi og matvöruversl- un. Búið er að stækka grunnskól- ann og byggja nýjan leikskóla í

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.