Morgunblaðið - 10.11.1996, Page 7

Morgunblaðið - 10.11.1996, Page 7
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 10. NÓVEMBER 1996 B 7 hljómsveit sem hét Tjalz Gissur, við vorum í músíktilraunum. Ég var alveg hræðileg. Hljómsveitin hefði lent í fyrsta sæti hefði ég ekki ver- ið þarna. Svo hætti ég þar eða var eiginlega rekin úr hópnum. Þeir hættu bara að boða mig á æfing- ar.“ Hún hlær dátt. „Ég var svo feimin og óörugg, þorði ekki að taka þátt í neinu í skólanum. Ég var í Þinghólsskóla og var aldrei með þegar leik- rit voru, karaokekeppni eða annað. Þegar ég kom svo í Spoon var hljómsveitin búin að ákveða að gera plötu. Ég vissi ekkert hvað það var, en lagði pening í það eins og hinir því við gáfum hana út sjálf. Hún gekk rosalega vel. En ég hætti þar því þetta var ekki alveg minn smekkur á tónlist." Feimin og óörugg Hvemig fer hún að því að standa á sviði úr því hún er svona feimin? „Ég á rosalega erfitt með að tala á sviði, fer í keng og lappirnar fara að fljúga í allar áttir. Ég er ótta- lega klaufaleg í framkomu. Ég er svo stressuð þegar ég fer á svið og fyrstu tvö lögin eru mér ógurlega erfið en eftir að ég byija að syngja veit ég eiginlega ekkert hvar ég er, hugsa bara um textann og lagið. Ég elska texta, enda eru textarnir Mikil áreitni Svo ertu allt í einu orðin stjarna. Hvernig er það? Verðurðu ekki fyr- ir ónæði? „Stundum líður mér vel og stund- um illa. Ég er núna búin að átta mig betur á því að það er ekki ég sem breytist, bara fólkið í kringum mig sem hegðar sér öðruvísi. Það Ég er algerlega á móti öllu dópi. Ég er búin að missa tvo frændur mína í það, annan íslenskan og hinn ítalskan, svo maður fattar að þetta geti komið fyrir hvern sem er. er til fólk sem getur verið mjög grimmt. En þeir eru auðvitað miklu færri,“ segir Emilíana. Og þegar gengið er á hana um hvernig það lýsi sér útskýrir hún að bláókunn- ugt fólk, sem hún hefur aldrei séð, geti kannski gengið fram fyrir hana og hvæst að henni ókvæðisorðum eða jafnvel reynt að meiða hana líkamlega, sparka í hana eða henda í hana glasi. Hún fær ljót bréf, en líka mikið af mjög fallegum bréfum. Hún segist oft lenda í einhverjum leiðindum ef hún fer út að skemmta sér bara af því að ókunnugt fólk segist ekki þola hana í sambandi við sönginn eða eitthvað annað. „Heldurðu að það geti verið af því að nafnið er stór hluti af manni.“ Þú ert næm og ör eins og Italir? „Já, og er fljót að taka hlutina nærri mér,“ svarar Emilíana um hæl. Hún segist vera mjög fljóthuga eins og ítalir, pælir ekkert í hlutun- um, bara veður í þá. „Það er ítalska blóðið. Ég er svo fljót á mér, tek áhættu, annars mundi ég ekki vera að gefa út disk á eigin vegum.“ Þekkir hún fjölskylduna sína á Italíu? „Já, ég fer á hverju sumri til Napólí, þar sem ég á stóra fjölskyldu. Þetta er ekta napólísk fjölskylda, syngur napólíska söngva og frænkurnar og ömmurnar fara í kjörbúðina og rífast hástöfum um hvernig eigi að búa til makkarónusósu. Þar úti skiptir matur máli, er fólkinu eins og eitthvað heilagt. Fjölskyldan mín er svo skemmtilegt fólk, alveg sér- stök. Það er mjög skrýtin stemmn- ing hjá þeim.“ „Hefur ekki einhver úr fjölskyldu þinni, leikið í frægum kvikmynd- um?“ Jú, ég átti frænda, sem var dvergur og lék í Fellini-myndunum. Mjög sérstakur maðun Ég stóð allt- af fyrir framan hann og horfði á hann með aðdáun. Mér fannst svo skrýtið að sjá kvikmyndir með hon- um. Svo á ég líka frænda sem er í fóboltaliðinu Napólí.“ Sjálf segist Emilíana ekkert vera íþróttasinnuð, nema hvað henni þykir gaman að vera á línuskautum. í óperusönginn mínir á nýju plötunni bara litlar smásögur. Eg ákvað að hafa alla textana um eitthvað. Það eru fimm eigin lög, sem við Jón höfum gert í sameiningu en textarnir eru allir mínir. Svo eru fimm lög eftir aðra. Ég er þó orðin miklu skárri en ég var þegar ég titraði öll og skalf. Mér þykir ofsalega gaman að koma fram þó ég sé að stressa mig allan daginn. Mér þykir gaman þegar ég finn að fólkið skemmtir sér.“ Er þetta meðfætt úr því hún var svona strax í skóla? „Ég var bara vandræðagemsi í skólanum, bara með læti sem oft fylgir óör- ygg'i-" En hún hefur þó ekki fall- ið í það að nota tóbak, áfengi eða dóp, eins og mörgum feimnum og óöruggum hættir til í þessu umhverfi? „Nei nei, ég drekk vín, mér finnst það gott, en reyki ekki. Og ég er algerlega á móti öllu dópi. Ég er búin að missa tvo frændur mína í það. Annan íslensk- an og hinn ítalskan, svo maður fatt- ar að þetta geti komið fyrir hvern sem er. Ég bjó hjá fjölskyldu þess íslenska, var alltaf hjá þeim um helgar. Hann var yndislegur strák- ur, en var í heróíni. Frændi minn á Italíu og bróðir hans voru í eitur- lyfjum. Þeir fóru á skemmtistað og hann dó þar af yfirskammti. Lét eftir sig lítið barn og konu sem svo dó úr krabbameini í fyrra eftir tveggja ára baráttu. Telpan þeirra er nú munaðarlaus en hann hefði getað tekið við að sjá um hana. Svo ég veit um hvað þetta snýst. Alveg sama hvað fólk er að mæla því bót. Það þarf kannski að missa einhvem til að átta sig á því. Það var annað á hippatímanum, þá vissi fólk ekki betur. En núna veit hver maður nákvæmlega um hvað þetta snýst og hvað það gerir. Það er engin afsökun til fyrir að prófa þetta, hrein heimska. Þetta vita allir.“ því að þú ert ekki alíslensk með erlent nafn. Kynþáttafordómar? „Ég lendi í þyí líka. Og það tek ég nærri mér. Ég er ekkert öðru- vísi í útliti og blandast vel inn í, en hvað um fólk frá Asíu og öðrum álfum sem lítur öðruvísi út? Ef ég verð fyrir áreitni í hverju lenda þau þá? Það hlýtur að vera miklu verra, en hefi ég þó lent í mjög alvarlegu. Kannski kominn tími til að fólk viti þetta. Þegar ég les blöðin sé ég kannski að þar stendur að maður, sem hefur lamið einhvern, sé af tælenskum uppruna. Það fær rosa- Eg ætla að reyna að fara til Flórens næsta haust til að læra músík, á von á að það verði óperusöngur, annars get ég ekki ákveðið mig, það er svo erfitt að fæðast með rödd sem á um margt að velja í tónlistinni. lega á mig. Þetta er íslenskur ríkis- borgari og þjóðin meira að segja búin að láta hann skipta um nafn svo hann hafi áreiðanlega ekkert eftir af sínum uppruna. Málið er að frásögnin er um gerðir mannsins en ekki hvaðan hann er. Ég verð oft mjög reið. Eins og ef ég gerði eitthvað af mér og kæmi í blöðum að stelpa af ítölskum uppruna hefði gert það. Allt í einu væri ég ekki íslensk. Það skiptir engu máli þótt maður sé fæddur á íslandi. Pabbi minn þurfti að breyta um nafn úr Salvadore Torrini. Fékk nafnið Davíð Eiríksson. Þegar ég var 10 ára þurfti ég að skrifa nafnið mitt í vegabréf Emilíana Torrini Davíðs- dóttir. Ég er ekki Davíðsdóttir, því pabbi minn var ekki skírður Davíð. Ég stóð og gargaði framan í kon- una þar til ég fékk að sleppa því. Barðist 10 ára gömul fyrir rétti mínum til að halda nafni mínu. Nafnið er svo stór hluti af manni og maður er svo stoltur af nafninu sínu. Fólk gerir sér ekki grein fyrir Og nú ætlar hún að fara að læra á Ítalíu? „Ég ætla að reyna að fara til Flórens næsta haust til að læra músík. Á von á að það verði óperu- söngur. Annars get ég ekki ákveðið mig. Það er svo erfitt að fæðast með rödd sem á um margt að velja í tónlistinni." Þegar hún er beðin um að lýsa röddinni meira, kveðst hún geta sungið nánast allt. Hún segir að Þuríður Pálsdóttir, kennar- inn hennar, virði það sem hún er að gera núna. Hafi bara gaman af því. Hún haldi henni þó á þeirri línu að hún geti sungið hitt líka. En henni finnst voðalega gaman að syngja poppið eins og hún gerir núna. „Þetta er stúss, gerir mig ofsalega glaða og annað fólk líka. Mér finnst þetta svo gaman og er ekkert að velta mér upp úr því þótt nóta á plötunni minni sé ekki rétt, bara ef rétta tilfinningin er í gangi í laginu og textanum." Laus og liðug næstu 10 árin Emilíana býr með mömmu sinni, er ekkert í sambúð eða slíku. Seg- ist eiga eftir að gera allt of mikið. Ekki hafa í hyggju að binda sig næstu 10 árin. Hvað langar hana mest til að gera? „Læra að syngja. Svo langar mig til að gera bíó- myndatónlist. Semja fyrir bíó. Þá langar mig til að fara til framandi landa, svo sem Tælands. Besta vinkona mín í Þýskalandi er tælensk. Ég á vinkonur úti um allan heim. Við erum 10 í bestu- vinahópi frá Þýskalandi, þar af eru aðeins tveir Þjóðveij- ar. Hin eru víða að úr heim- inum og af öllum trúarbrögðum. „Þau hafa boðið mér að koma og ég á eftir að heimsækja þau. Síðan endar maður auðvitað alltaf heima á íslandi." „Nú hefur frést af glæsilegu til- boði frá Englandi, er það úr sög- unni? „Það er orðið langt síðan. Þetta var samningur upp á fjögur ár fyr- ir mig sem söngkonu. Þetta var fínt tilboð, en það var svo mikil bið og ég frestaði svo mörgu fyrir það, svo ég nennti þessu ekki lengur, gaf það frá mér eftir níu mánaða samn- ingsþóf. Ég hefi fengið nokkur til- boð síðan og hafnað þeim. Ég hafði heldur ekki áhuga á að fara út. Hefði ekki getað gefið út diskinn minn. Ég er nýbyrjuð að fá kjark til að gefa út mitt eigið. Ég hefi enga reynslu og var svo óviss af því ég veit ekkert hvernig er að vera frægur úti í löndum. Og ég held að ég hafi ekki verið að missa af neinu. Sakna einskis. Það koma önnur tækifæri." LÁTTU ÞÉR LÍÐA VEL, komdu í Kripalújóga: Byrjendanámskeið • Framhaldsnámskeið Hádegistímar alla virka daga! Heimsljós býður upp á opna tíma í jóga og umbreytingardansi sem hér segir: Mán. Þri. Mið. Fim. Fös. Lau. 06.55-07.55 Jón Ágúst Jón Ágúst 07.30-08.30 Áslaug Áslaug 10.30-11.45 Hulda Hulda 12.15-13.15 Anna Guðfinna Jón Ágúst Guðfinna Ingibjörg 16.30-17.45 Guðfinna Jenný Nanna/dans Jenný 18.00-19.30 Ingibjörg Jón Ágúst Ingibjörg Jón Ágúst Guðfinna 20.00-22.00 Námskeið Námskeið Dans/ýmsir Nánari upplýsingar og skráning í síma 588-4200 kl. 13-19. IÓGASTÖÐIN HEIMSLJÓS Ármúla 15 STORBORGARPLUS Innifalið: Flug, flugv.skattar og gisting (2ja m. herb. 4 nœtur. Brottfarir: 15. og 29. nóvember Takmarkað sætaframboð -Þœgileg hótelgisting í hjarta Lundúna- Nánari upplýsingar OPIÐ hjá sölumönnum. Á LAUGARDÖGUM Faxafeni 5 108 Reykjavík. S(mi: 568 2277 Fax: 568 2274

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.