Morgunblaðið - 10.11.1996, Page 8

Morgunblaðið - 10.11.1996, Page 8
8 B SUNNUDAGUR 10. NÓVEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ AÐ EIGNA SÉRLAND BÖRNIN í ■■■■■■■■■■■■■■■ fulltrúar ferða- sveitinni fámm mennsku, úti- fengu oft hér Uailll vistar, orku- áður fyrr að ---------- vinnslu eða ann- eigna sér lamb eftirElínuPálmadóttur ars, hvað þá eða folald, sem tilheyrði búinu áfram. Gert til að gleðja þau eða kannski til hvatningar við bústörfin og til að hafa þau góð. Þessu skaut upp í hugann þegar ég á leið í vinnuna heyrði í útvarpinu landbúnaðar-umhverfisráð- herrann útskýra að allir íslend- ingar héldu áfram að eiga mið- hálendið þó búið sé að ákveða, að nokkrir hreppar landsins eigi að skipta því á milli sín til að stjórna því, hafa á hendi skipu- lagningu og stýringu og þá væntanlega hafa arðsemina ef einhver er. Hlýtur þá ekki líka að fylgja að þessir aðilar, sumir litlir og fámennir, eigi að bera ábyrgð á miðhálendinu, leggja til uppbygg- ingar og reksturs og bæta það sem miður hefur farið fyrr og nú? Ég hefði haldið að þetta ættum við öll að gera, allir landsmenn og sjóð- urinn okkar í stýr- ingu ríkisstjórnar. Það voru hinir vísu alþingis- menn sem skáru á þetta. Nefnd fékk það hlutverk að skipu- leggja miðhálendið allt, sem var aðkallandi og löngu tímabært og í þá nefnd skipaði umhverfis- landbúnaðarráðherra einvörð- ungu fulltrúa margra sveitarfé- laga sem teljast eiga lönd að hálendinu. Að þessu skipulagi er nú unnið á hennar vegum og verða skipulagstillögur inn- an skamms lagðar fyrir þessi sveitarfélög, sem teljast ein eiga aðild að málinu. Það sem frést hefur af þess- ari skipulagsvinnu lofar góðu. Þar eru skilgreind svæði sem vernda þarf eða skipuleggja eftir nytjum til orkuöflunar, samgangna, ferðamennsku o.s.frv. Af því má sjá hve flók- ið málið er og að allir lands- menn verða að ná sáttum um nýtinguna. Þama verða hags- muna- og skoðanaátök. Eitt af því sem harðast verður tekist á um á næstunni er eflaust hvern- ig verður virkjað og hvar lagðar raflínurnar sem færa lands- mönnum þetta rafmagn og hins vegar hvemig haldið verði þeirri lítt snortnu náttúru sem ferðafólk sækist eftir og ferða- þjónustan byggir á. Það gladdi mig því þegar Gísli Gíslason landslagsarkitekt nefndi nýja hugmynd þeirra Landmóta- manna um hvemig mætti koma fyrir háspennustaurunum og línunum á Sprengisandsleið. Þeir leggja til að aðalleiðin norður-suður liggi um virkjun- arveginn um Kvíslaveitur og raflínur verði á sama stað, til að hlífa öðrum stöðum. En þarna milli jökla er dýrðlegt útsýni sem maður vill ekki þurfa að horfa á undir eða ofan við manngerðar línur. Þeir skipulagsmenn hafa fundið frá- bæra lausn, línurnar liggi um lónin og vötnin, sem eru lægri í landslaginu og staurunum komið fyrir í eyjum í þeim. Það gæti leyst margt. Þetta varðar okkur öll sem í landinu búum. En næsta skref er að þetta og allt hitt fari tii fyrrnefnds hóps sveitarstjórna. í nefnd þar sem ekki eru neinir allra hinna sveitarfélaga landsins, fulltrúar meiri hluta þjóðarinnar í þétt- býlinu eða t.d. Vestfirðinga. Skiljanlegt er að menn vilji ná tangarhaldi á landi meðan tækifæri gefst, enda hafa allir hæstaréttardómar sem fallið hafa um eignarrétt á slíku landi á hálendinu fallið í þá veru að sjálftekinn afnotaréttur dugi ekki til eignarhalds og erfitt hefur reynst að sanna hver mátti ráðstafa því landi. Áður en fleiri slíkir dómar falla gríp- ur Alþingi inn í og byijar að klúðra málinu með því að skilja á milli hinna arflausu og meintra erfingja, eins og að ofan getur. Spilla því að þessar afdrifaríku sættir megi takast. Miðhálendið, sem enginn hefur eignarrétt á, átti auðvitað að vera undir einni stjóm landsmanna, stjórnarráð- inu, eins og lagt var upp með áður en Alþingi greip inn í. Mér er sagt að í umræðum um mál- ið á þingi hafí þeir einir látið sig málið varða sem eru fulltrú- ar þessara sveita. Afnotaréttur er svo líka af- stæður. Veitir það eitt afnota- rétt að hafa rekið fé á þessi fjöll? Á þessari öld að minnsta kosti hefur miðhálendið ekki síður verið nýtt af ferðafólki og í allar aldir af landsmönnum til ferða milli landshluta. Ætli þeir hafi ekki líka nýtt það sem leigjendur? Að nýting af völdum kinda sé æðri nýtingu af mann- fólki í landinu er dulítið skond- ið. Og öll erum við víst afkom- endur og erfingjar þeirra sem komu að landinu og settust ekki að á hálendinu. Eða erum við hinir arflausu? Eignagleði er víst mannlegur eiginleiki. En erfitt er að átta sig á að litlir hreppar og óburð- ugir sækist eftir því að taka á sig þær skyldur sem hljóta að fylgja því að reka miðhálendið með öllum þeim kröfum sem eru að koma upp í nútímasam- félagi um þjónustu og um- gengni. Ég held að flestir hafi litið svo á að allir landsmenn bæru þar ábyrgð á landi sem ekki eru eignarlönd og vilji leggja hönd á plóginn. Að minnsta kosti hafa landsmenn síður en svo vikist undan þeim skilningi, að allir landsmenn ættu að bæta það land sem eyðst hefur og rýrnað, m.a. af beit búfjár. Talið að við séum lika afkomendur fjárbænda og eigum skyldum að gegna. 0g hver vill taka á sig bóta- ábyrgð á því sem gerist á tiltek- inni spildu á miðhálendinu? Það er illt verk að setja brest í okk- ar sameiginlegu ábyrgð og af- skipti, sem hlýtur að fara sam- an við áhrif og stjórnun. Dugar skammt að segja: Þú mátt bara eigna þér það! M A N N LÍFSSTRAU MAR SIÐT'RÆÐI/Hvefjir sleppa henni úrgreipum sér? Takrmrkalaus ást Takmarkalaus blíða, takmarka- laus kærleikur, takmarkalaus ást, óendanlega þolinmóð og langlynd. Vafalaus ást stenst freistingarnar og horfir framhjá og lætur eins og ekkert hafi í skorist. ÞÓTT himinn og jörð myndu líða undir lok, þótt allar von- ir yrðu að engu, þótt ekki stæði steinn yfir steini, myndi hin tak- markglausa ást ekki líða undir lok, hún líður nefni- lega allt og veit fyrirfram að hveiju hún geng- ur: Hinu ófyrir- séða. Sönn ást er botnlaus, hún er án endimarka. Það er sama á hveiju gengur, hún stendur sína plikt. Þótt freistingarnar gangi fram fyrir hana í röðum með ótal gylliboð og hana langi jafnvel að falla í hugarfylgsnum sínum, læt- ur hún það nægja. Það er henni ekki endilega auðvelt en hún sleppur ávallt undan hremming um systur sinnar, sjálfselskunnar. Takmarkalaus ást spyr ekki að leikslokum og þótt eitthvað fari í taugarnar á henni yfirbugar hún hrokann með nettu bragði. Hún er ekki blind og þótt augu hennar séu opin að eðlisfari kann hún að láta augnlokin siga á réttum augnablikum. Takmarkalaus ást þekkir hug- myndina um fullkomleikann í sárs- aukalausu sambandi, halelúja- sambandi, fyrirmyndinni sem fyr- irfinnst ekki á jörðinni, og ef hún tryði henni ætti hún að hugsa eitt- hvað á þessa leið: „Enginn er verð- ur mín nema sá sem stenst kröfur mínar. Ég á betra skilið en galla- grip!“ En ef hún gerði það hljómaði hún sem málmur og hvellandi bjalla og væri engu bættari þótt hún talaði tungum og flytti fjöll úr stað með trú sinni eða deildi eignum sínum og framseldi líkama sinn. Takmarkalaus trú spyr ekki um kyn, aldur, þjóðerni eða önnur eftir Gunnar Hersvein DRAUMURINN, 1932 e. Picasso. Takmarkalaus ást er ekki smá- munasöm og hún miklast ekki af trúmennsku sinni. Hún kveikir elda sem brenna ofar mannlegri útsjónarsemi. aukaatriði sem menn hafa til- hneigingu til að mikla með sjálfum sér. Nei, hún er án efa og trú því sem hún beinist að. Hnökrar eru henni ævinlega smámunir, einfald- lega vegna þess að hún er víðsýn og þekkir heiminn. Hún er ekki smámunasöm. Takmörkuð ást hinsvegar byij- ar á svipaðan hátt og frænkan hennar þolinmóða, en hún skráir það niður sem ekki fellur henni í geð, hún tínir til galla elskhuga síns og núir þeim honum um nas- ir. Henni finnst hún svikin þegar væntingar hennar verða ekki að veruleika, jafnvel þótt fyrirheitin hafi engin verið. Hún er ekki þolin- móð fremur en eldurinn. Hún hengir sig í smámunum. Takmörkuð ást strandar á skeijum, og þrátt fyrir alla hæfi- leikana er ást hennar einsleit. Hún leitar síns eigin og ber ekki skyn á eigin óréttvísi, hún vonar ekki allt og umber ekki allt og þvi fell- ur hún úr gildi við fyrsta hanag- al. Trú hennar, von og kærleikur varir ekki og ekkert þeirra er öðru fremra. Takmörkuð ást snýst um 'TlEilWI/Erjördin miklu órórri ad innan en við héldum? Nýsýn inn í iðurjarðar Á ÖLLUM tímum hafa jarðfræð- ingar velt því fyrir sér hvað gerð- ist inni í jörðinni. En í fimmtiu ár hafa verið uppi deilur um hvað gerðist þar, og sitt sýnst hveijum. Vitað hefur verið að iðustraumar misseigs efnis skýrðu margt út af fyribrigðum sem við verðum vör við á yfirborðinu, svo sem jarðseg- ulmagn, rek landa, jarðskjálfta og eldvirkni. Nú hefur komið í ljós að iðustreymi í jörðinni er langtum meira en haldið hefur verið fram undir þetta. Einnig er vitað að kjarni jarðar, sem var talinn kyrr- látt svæði, er allur eitt iðu- streymi. Það eru mælingar á bylgjuútbreiðslu ásamt afar stór- um tölvulíkönum af hinu flókna streymismynstri sem hafa leitt þessa hluti í ljós. Jafnframt hafa vissir hlutir við eldvirkni, þ.e. svo- nefndir heitir reitir, skýrst. Við á Islandi búum nánast ofan á heitum reit, og sé miðja hans undir Bárð- arbun'gu, svo að ekki er að undra að sá fjallrisi hafi komið við sögu eldvirkni undanfarinn mánuð. Ráðgátan sem leyst hefur verið í sambandi við eldvirknina felst í því af hverju heitu reitirnir, ísland, Hawaii o.fl. séu tiltölulega á lítilli hreyfingu miðað við hið hraða rek jarðar- yfirborðsins i kring. Heitur reit- ur eins og talað er um hann á yfir- borði jarðar er það sem að okkur jarðarbúum snýr af möttulstrók þar sem heitt efni streymir upp á við. Nærri lagi lætur að reitirnir hreyfist fimm sinnum hægar en rekflekar úthaf- anna. Heit kvika Ieitar upp á við úr jarðariðrum og myndar miðju eldvirks svæðis eins og hér er á landi. Möttull jarðar, sem er hið seigfljótandi lag er tekur við frá jarðskorpu allt niður undir þijú þúsund kílómetra dýpi inniheldur mörg mismunandi lög, þar sem efni skilja sig við ferð frá einu lagi upp í annað. Þar er hin mikla efnaverksmiðja sem hefur lagt til efni í skorpuna frá því í árdaga. Um er að ræða uppstreymi sums staðar og niðurstreymi á öðrum stöðum. Þó að iðustreymi sé meira en talið hefur verið, hefur komið í ljós það sem við fyrstu sýn virð- ist mótsagnakennt, að möttullinn er úr fastara efni en talið var, og æ fastara er neðar dregur. Hann er úr föstu efni sem þó flýtur! Hliðstæðu þessa höfum við í skrið- jöklum, sem eru úr föstu efni en fljóta þó fram. Stöðugleika heitu reitanna íslands og Hawaii-eyja er að leita í tiltölulega þykkri og stöðugri efnisgerð neðri hluta jarð- möttulsins. Lagskipting möttuls- ins lýsir sér meðal annars í, að skyndilegar breytingar á þéttleika og efnasamsetningu verða á um 600 og um 1.100 kílómetra dýpi. Skýringin á þverstæðunni um eld- virknina er sú að allt niður í hin neðri og tiltölulega stöðugri lög möttulsins eigi möttulstrókamir undir heitu reitunum rætur sínar. eftir Egil Egilsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.