Morgunblaðið - 10.11.1996, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 10.11.1996, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 10. NÓVEMBER 1996 B 9 sig sjálfa, en ekki aðra. Þekking hennar er í molum og sýnir í skuggsjá. Takmarkalaus ást er á hinn bóginn án endimarka og munurinn á henni og hinni takmörkuðu er að hún er ekki ástfangin af hug- myndinni um ástina heldur óskar hún elskhuga sínum heill og ham- ingju og gefur honum stuðning og hvatningu, kraft og sjálfsör- yggi og persónulegt sjálfstæði. Sönn ást er skefjalaus, en í því felst ekki að hún láti traðka á sér eða fara með sig eins og hvert annað húsdýr. Hún fer ekki svo glatt en hún getur horfið á brott og heimskingjar geta glatað henni úr höndum sínum ef þeir bera ekki kennsl á hana. Takmarkalaus ást er að elska gegnum súrt og sætt í tíma og ótíma, hún er gegndarlaus í eðli sínu en fáir eru hennar verðir sök- um sjálfselsku. Takmarkalaus ást lætur ekki hneppa sig í fjötra eða marka sig í ramma, en hún heng- ir sig heldur ekki í smámunum og þótt elskhugi hennar sé gallaður sníður hún ekki endilega af honum vankantana. Hún rýkur ekki á brott sem flöktandi gufa. Takmarkalaus ást er ekki sem ófreistanlegur engill. Hún lendir í raunum og þungum prófum. Hún veður eid og brennistein en er samt ekki heilög heldur ávallt í hættu. Hún er takmarkalaus þótt hún geti horfið á braut, vilji ein- hver breyta henni. Hún er beljandi foss sem hverfur með mikilfeng- leik sinn, eigi að virkja hann. Meginkostur hennar er að elska aðra eins og þeir eru með öllum sínum kostum og göllum. Hún fellur ekki í þá djúpu gryfju að líta á lífið sem reiknisdæmi. Ást hennar streymir þrátt fyrir ógöng- ur ástvinarins og hún lætur engan bilbug á sér finna. Hún reynir allt og gengur í gegnum allt. Hún er ekkert bláber og fæstir eru henni samboðnir, en hún miklast ekki af trúmennsku sinni. Hún álítur kosti sína eðlilega og ekkert til að gera veður út af. Hún telur þá sér ekki til tekna. Hún hvíslar „Eg elska þig óend- anlega", og orð hennar kveikja elda og þeir brenna ofar mannlegri út- sjónarsemi til að slökkva þá. Speki: Takmarkalaus ást er hamslaust fljót, en takmörk- uð ást er í fráskrúfanlegum vatnskrana. Eldvirkni á Hawaii er útilok- uð samkvæmt gömlum kenn- ingum um iðustreymi í jörð- inni, en er skiljanleg sam- kvæmt nýjum kenningum. MANNLÍFSSTRAUMAR Vísindi /Lausn aldursvandamáls? Gamlar stjömur - ungur alheimur LJÓSSTYRKUR stjarna gefur ekki einhlítar upplýsingar um fjarlægð þeirra frá jörðinni. RANNSÓKNIR undanfarinna ára benda til þess að aldur alheimsins sé á bilinu 12 til 16 billjón ár. Erfið- lega hefur gengið að fá nákvæmari tölu á þessu bili þó flestir vísinda- menn hafi lengi vel hallast að efri mörkunum. Vandamálið við það er hins vegar að elstu stjörnur virðast lítið eldri en alheimurinn sjálfur. Þetta hefur eðlilega valdið stjarn- fræðingum nokkrum höfuðverk. Nýlegar rannsóknir vísindamanna frá Astralíu benda til þess að hing- að til hafi aldursgreining elstu stjarna verið röng, um það sem nemur allt að því 7 billjón árum. Trúlegt er að þessum niðurstöðum áströlsku vísindamannanna verði vel tekið af flestum stjarnvísinda- mönnum. Frá stórhvelli, þeim viðburði sem leiddi til myndunar alls efnis, hefur alheimurinn stöðugt verið að þenjast út. Vetrarbrautirnar fjar- lægjast hver aðra með ógnarhraða sem er í réttu hlut- falli við íjarlægð- ina á milli þeirra. Hlutfallsfastinn á milli fjarlægðar- innar og hraðans nefnist Hubble- fasti, eftir banda- ríska stjarnfræð- ingnum sem upp- götvaði fyrirbærið fyrir u.þ.b. 70 árum. Gildi Hubblefastans gefur mikilvægar upplýsingar um sam- bandið á milli aldurs og stærðar alheimsins. Vandamálið er hins veg- ar það að mæling fastans er á meðal erfiðustu viðfangsefna nú- tíma stjarnfræði og niðurstöðurnar hafa því tilhneigingu til að vera ónákvæmar. Margar mismunandi aðferðir hafa verið notaðar til þess að áætla stærð Hubblefastans og er breiddin í niðurstöðunum mikil. Nákvæm- ustu mælingar hingað til eru líklega þær sem framkvæmdar voru af Dr. Wendy Freedman við Carnegie- stjarnvísindastofnunina í Banda- ríkjunum árið 1994. Niðurstöður Freedmans bentu til þess að alheim- urinn væri ekki nema 12 billjón ára gamall. Þar sem aðrar mælingar áætluðu elstu stjörnur u.þ.b. 16 billjón ára gamlar var augljóslega um vandamál að ræða sem þarfnað- ist lausnar. Vísindamennirnir frá Ástralíu settu sér það verkefni að takast á við einmitt þetta vandamál. Flestar stjörnur svipaðar sólinni okkar fá Ijósstyrk sinn frá kjarna- samruna vetnis sem á sér stað í iðrum stjörnunnar. Eftir því sem stjarnan eldist dregur úr ljósstyrk hennar, sem þar af leiðandi gefur vísbendingu um fjarlægð stjörnunn- ar frá athugunarstað okkar, jörð- inni. Hægt er að meta yfirborðsljós- styrk stjörnu út frá því hversu skært hún skín, séð frá jörðinni, þar sem mældur ljósstyrkur er háð- ur þeirri fjarlægð sem ljósið hefur ferðast. Hins vegar, ef ekkert er vitað um fjarlægðina, er lítið hægt að segja fyrir um yfirborðsljósstyrk- inn og öfugt. Hingað til hafa allar ljósstyrksmælingar byggst á flók- inni blöndu af fjarlægðar- og Ijós- mælingum. Vegna tengslanna á milli fjarlægðar og mælds ljósstyrks eru slíkar mælingar líklegar til að leiða til mikillar villu. Áströlsku vísindamennirnir at- huguðu hóp breytistjarna í stóra Magellanskýinu, óreglulegri stjörnuþoku á suðurhveli himinsins. Þessar stjörnur eru samsvæðis við nokkrar af elstu stjörnum alheims- ins og eru sjálfar á svipuðum aldri. Stjörnurnar eru s.k. slagstjörnur sem þenjast út og dragast saman á reglubundinn hátt. Það sem er einkennandi fyrir þessar stjörnur er að þær sveiflast samtímis með tveimur mismunandi háttum, á grunntíðni og á fyrsta yfirtóni. Vit- að er að slagstjörnur á þessu svæði geta einungis sveiflast á þessum tíðnisviðum ef hitastig þeirra er innan ákveðinna, þekktra marka. Með þessari þekkingu var málið næstum leyst. Hægt er að reikna massa stjörn- unnar út frá sveiflutíðni hennar. Þungar stjörnur sveiflast með hærri tíðni en léttar stjörnur þar sem þyngdarsvið þeirra veldur sam- drætti áður en þær ná að þenjast of mikið. Út frá þessari þekkingu gátu vísindamennirnir sett saman tölvulíkan sem reiknaði radíus og yfirborðsflatarmál stjarnanna. Þar sem hitastigið var þekkt var nú auðvelt mál að reikna út ljósstyrk- inn við yfirborð stjörnunnar. Niður- stöðurnar sýna að slagstjörnur þessar eru bjartari, lengra í burtu og yngri en hingað til hefur verið talið. Vísindamennirnir telja að þessar stjörnur alheimsins séu ekki nema u.þ.b. 11 billjón ára gamlar og því billjón árum yngri en alheim- urinn sjálfur. Það er í ágætu sam- ræmi við þau líkön sem sett hafa verið saman af þróun alheimsins að fyrstu stjörnur hafi orðið til bill- jón árum eftir stórahvell. Þar sem aðferðir áströlsku vís- indamannanna eru nákvæmari en aðrar svipaðar mælingar sem fram- kvæmdar hafa verið á undanförnum árum er trúlegt að þær muni vekja mikinn áhuga á meðal stjarnvís- indamanna. Þær leysa einnig eitt af vandamálum þeirra um leið og þær örva nýjar umræður um þetta og önnur tengd vandamál. effir Sverri Ólafsson SÍMVAKINN sýnir og geymir símanúmer þess sem hringir hvort sem þú ert heima eða að heiman. Geymir allt að 120 númer með dagsetningu og klukku. Verð kr. 4.490 stgr. Síðumúla 37, 108 Reykjavík Sími 588 2800 - Fax 568 7447 Kolaportsstemmning í kiallara KÁ Laugardaginn 16. nóvember verður kolaportsstemmning í upphituðum kjaliara KÁ, Selfossi milli kl. 10:00 & 17:00. Nú er tækifæri fyrir þig og þína að taka til í bílskúrnum eða koma eigin framleiöslu á framfæri . Einnig er tilvalið fyrir fyrirtæki að losa sig við lagervörur. Básaverði er stillt ■ hóf og verður krónur 1.500,- pr. bás. Gríptu tækifærið og gerðu góða sölu í skemmtilegu og hressu umhverfi. Upplýsingar í síma 897 5930 S4-P0WER Einkaumboö fyrir Siemens á íslandi SIEMENS GóOur fansími—enn betri! smith & NORLAND Nóatúni 4 • Sími 511 3000 S4-P0WER er ný og betri útgáfa hins vinsæla farsíma S4frá Siemens. Hann hefur m.a. nýja rafhlöðu með 70 klst. viðbragðstíma og allt að 10 klst. taltíma. Við bjóðum þennan farsíma á mjög hagstæðu verði ásamt ýmsum öðrum símabúnaði. Njótið faglegrar ráðgjafar og þjónustu hjá okkur. $llo,v0im!þlaíití> - kjarni málsins!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.