Morgunblaðið - 10.11.1996, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 10.11.1996, Blaðsíða 10
10 B SUNNUDAGUR 10. NÓVEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ ^ SI í Bæ var kempa. Hann ^k fékk berkla í fót ungling- / ^k ur og átti í því lengi og 1 j^ missti reyndar fótinn síð- ar. Þegar hann var orðinn einfættur þurfti hann náttúrlega að sanna að hann væri ekki bara eins góður og þeir tvífættu heldur betri og varð aflakóngur á vertíð í Vestmanna- eyjum. Þegar hann var að berjast við berklana mátti hann ekki vera að leikjum einsog aðrir kröftugir strákar en lá löngum sárt kvalinn af meini sínu. Honum var þá gefið svo mikið morfín að hann fann vel- líðan sækja lengra en átti að vera að hans viti, fylltist illu hugboði og fór að gjalda varhuga við unaðinum sem bauðst af lyfjunum. Og þar kom að unglingurinn beit á jaxlinn og neitaði þessum unaðsgjöfum sem hann grunaði að gætu leitt til heljar. Enda var Ási vitur af náttúrunn- ar hendi þótt hann neytti þess mis- jafnlega. Hann var allra manna skemmtilegastur í frásögnum, ekki sízt ef mátulegt vín var í honum svo hann fengi fiðring í vængina af því, og lyfti þeim þá fallega. En það mátti ekki vera of mikið frekar THOR slóst í hóp sjálfboðaliða í Eyjum eftir eldgosið. Fley og fagrar árar en hjá öðrum fjörmönnum sem á góðum stundum eru ágæt auglýsing fyrir Bakkus. Með öðru var honum gefíð að vera draumspakur sem kom honum vel á sjónum. Hann átti sér draumkonu sem leit til með honum. Um sinn gat hann treyst því í sjósókninni. Flotinn sigldi allur í sömu átt en Ási var ekki viss og segir við háseta sína: Vekið mig eftir tvo tíma. Og það dugði fyrir stefnumótið við draumkonuna til ráðagerða. Eftir það vissi hann hvar fiskinn væri að fínna og sagði sínum mönnum nákvæmt hvert halda skyldi, og komu stundum ein- ir með rífan afla. Hið einfætta skáld og fiskimaður var ákafamaður og hlífði sér hvergi, enda féll hann einu sinni útbyrðis og lá við að hinn mislynti og svalgeðja Póseidon sjáv- arguðinn bláhærði hirti hann og svipti c>kkur þeirri skemmtan að hafa Ása meðal okkar að segja okkur sögurnar og fara með kvæði með miklum slætti, lotuþungur í því sem öðru. Sautján ára háseti sá eftir Ása fyrir borð, Óskar á Háeyri, snargeðja hreystimenni og stakk sér eftir formanni sínum og náði honum úr greipum sjávarguðs- ins sem var svo úrræðagóður að senda hafmeyjar og sírenur til að vefja hann í fangi sínu og láta fyrst strjúkast um vanga hans hið síða hár þeirra mjúkt og hált sem þang- veifur. Og þegar Ási vaknar í hönd- um sinna manna sem kunnu aðferð- ir til að vekja hann varð hann fár við og þótti óblíð umskipti að skilj- ast við dansmeyjar djúpsins með silfurglitrandi sporða og vakna á þilfarinu glitrandi af fiskhreistri og hált af slori með eintóma stælta karla í kringum sig í stað hinna mjúku atlota sem buðust neðar í djúpi. Alltaf langaði mig að fá að fara á sjó með Ása. Hann skrifaði bækl- ing um hvernig bankaveldi svipti hann tign og veldi sem bátseiganda og kallaði með sannfæringarkrafti sínum og málkynngi refjar. Við lék- um okkur um sinn að þeirri hug- mynd að fá léða trillu sem hann vissi fala eða fá leigða, og fara með hana til Húsavíkur og róa þaðan svo sem einsog eina vertíð. Æ harma ég það að fara á mis við það fyrirheitna ævintýri. Einsog á við um svo margan Islendinginn var hann mest sannfærandi sem skáld á samverustundum þegar vel var hlustað og hann lyftist við eftir- væntingu áheyrandans. Þá var hann í essinu sínu, þrunginn anda- gift með tíðum vængjaslætti, ör og sprækur og ímynd hreysti með ann- an fótinn smíðaðan af mönnum en annað hafði hann úr goðheimum og veifaði stafnum svo sem til áherzlu í hrynjandi ræðunnar eða Um þessar mundir er Thor Vilhjálmsson að senda frá sér nýja bók, og nefnist hún Fley og fagrar árar. Þetta er eins konar minningaspuni og skrifuð í svipuðum anda og bók hans um bernskuna, Raddir í garðin- um. Öðrum þræði er bókin ferðasaga og kemur höfundur víða við, allt frá Englandi 1947 ogRóm 1968 tilJapans 1984. Kafli þessi er úr þeim hluta sem nefnist Vestmannaeyjar 1973. til að ýta við ímynduð- um skáldbræðrum á kænu síns kínverska bróður Li Po þegar máninn skvetti mjúk- lega silfri sínu á laun- stríðan strauminn í strengjum Gulafljótsins og farið var fyrir strill- ur og strandkletta með skálaglaumi og skáld- skap ausið ótæpt á bæði borð unz þar kom gleði þeirra hjá Li Po að hann sá mánann elta silfur sitt og skáldskap- inn og birtast á lygnu í fljótinu allur svo fagur og heill að Li Po hugð- ist fagna slíkri full- komnun og faðma að sér fullan mánann og hvarf hinum í djúp fljótsins til guða og ei- lífs unaðar. Ási minn hvernig fórstu nú að þessu? segi ég við hann þegar við sátum tveir saman: Ég veit að þú ert hraustur. En svo fannstu fiskinn. Það var minnsta máJið, segir Ási og siær hnefanum bylmings- högg á eldhúsborðið til áherzlu einsog hann væri að gefa trölli á kjaftinn svo borðið skalf og skvettist úr glasi og vatt upp á sig með sveiflu hins rammaukna trúbadors: Ég fékk hjálp. Ég átti mér draumkonu sem hvíslaði að mér hvert ég ætti að fara til að finna fiskinn. Og þeg- ar strákarnir vöktu mig þá gat ég sagt þeim kúrsinn. En svo missti ég það, segir Ási og sletti hárinu til og lækkaði róminn og rétti sig ASI í Bæ var kempa. THORVilhjálms- son í viimu- gallanum. svo aftur í sætinu, og segir mér frá því að einn af mönnum hans hafi vorið eftir að hann varð aflakóngur farið að klifra í klettum heima í Vestmanna- eyjum. Hann hafi hrapað til dauðs. Þá missti ég þetta sam- band, segir Ási: Þá týndi ég þessari konu. Svo tók hann gleði sína aftur með því að fara með ljóð eftir vin sinn Stefán Hörð þannig að aðrir túlk- uðu ekki betur í mín eyru geðríkið sem duldist í þessum skáld- skap, og hélt til haga ljóslega myndunum og málverkinu öllu. Ég fékk leyfi að fara til Vestmannaeyja þeg- ar gosið var nýbyrjað og fylgdi fyrst frétta- og tæknimönnum út- varps þangað. Við sigldum með Danska Pétri frá Þorlákshöfn og fengum svo vont í sjóinn að allir urðu sjó- veikir sem höfðu nátt- úru til þess. Okkur Árna Gunnarssyni fréttamanni og Ragn- ari tæknimanni var ætluð gisting hjá Árna Johnsen sem er svo hress og hraðfara um heiminn, jafnt aðgengilega sem illkleifa staði, klakka, hábungur og hafdjúp, að ég rændi hálfrar aldar gömlu orði frá sjálfum Halldóri Laxness og kallaði hann spacebuddy sem hann meðtók með gustmiklum hlátrum. Húsið var óðum að fyllast af fjölmiðlafólki sem var ætlað að segja heimamönnum á íslandi og heimsbyggðinni frá þeim stórmerkj- um sem hér voru að gerast. Þeir voru reyndar flestir á leiðinni, en þegar okkur bar að garði var búin veizla. Þetta var timburhús báru- járnsklætt. Ekki var húsgagna í stofunum á neðri hæðinni þar sem veizlan fór fram utan legubekkur í næsta herbergi við viðhafnarsalinn. Þar lá ungur piltur sofandi og þurfti þess mjög því að hann hafði lengst- um vakað undanfarin dægur. Við vorum leiddir í aðalsalinn að veizlu- föngunum nýlentir, og sjóriða á sumum eftir hafrótið með Danska Pétri þar sem Ægir konungur sem ræður norðurhöfum hafði leikið sér að farkosti okkar eftir sínum dynt- um og langrækni því hér máttu kvikar og víxlóttar kenjar Póseidons sín einskis svo maður tali nú ekki um Neptún sem er auk ítaka sinna á hafinu guð kaupmanna og þjófa. Borðdúkur var breiddur á gólfið og lystilegar krásir af margvíslegu tagi á velsléttuðum og tandurhrein- um dúknum. Okkur var kynnt í upphafi að það nægði ekki að vera í lopapeysu einsog við vorum allir heldur væri ætlazt til þess að menn hefðu hálsbindi utan á peysunum, og boðin hjálp til að leysa þann vanda af birgðum sem brátt gengu til þurrðar. Einn veizlugesta var staðarmaður svo ríkur af stílvitund og háttvísi að hann hafði komið við hjá leikfélaginu til þess að sækja gráan pípuhatt sem þar var til síðan listamenn félagsins höfðu flutt Meyjarskemmuna eftir Schubert, og skartaði þessu tignarmerki af aðalbornu látleysi. Við nutum gest- risni húsráðanda ásamt fjörugum samræðum þar til Halldór Ingi raf- virkjameistari kom á brunabílnum þeytandi lúðurinn og snaraðist inn og greip í tæka tíð gítarinn af gest- gjafa, og spilaði og söng með ærn- um tilþrifum og mátulega miseygð- ur á innblásinni rússnesku og fær- eysku og peyjamáli uppörvandi bragi meðan eldfjallið rumdi án sleitu og stundum bárust hrotur frá sveininum unga langþurfi að hvíl- ast. Svo skilaði Halldór Ingi gítarn- um snarlega í hendur einhvers ann- ars en þess sem átti hann, hentist út í brunabílinn og hélt áfram á vaktinni þeytandi lagstúf á bruna- hornið. Þá Iét einhver áhrifamaður verða af því sem var löngu orðið tímabært, að vekja drenginn sem hraut innan við hurðarlausar dyr hið næsta, og benti honum á að því miður fullnægði hann ekki skilyrði til þess að vera þar sem hann var kominn því hann var ekki með bindi einsog við átti. Drengnum brá svo við að hann hrökk upp með andfæl- um og hentist út og kom sér upp á flugvöll og í fyrstu vél til Reykja- víkur. Og leið ekki á löngu unz hann tók að þráhringja í síma það- an og stagaðist á því að við yrðum að koma okkur burt af því jörðin gæti opnazt þar sem við værum staddir og helvíti væri þá opið okk- ur sem við ættum kannski skilið, en við skyldum nú samt koma okk- ur burt. Hver vissi hvar jörðin kynni að opnast í hamförunum en við nutum góðrar veizlu til miðnættis að við fórum fjórir upp á flátt þakið sem hvergi sá í, enda var alls staðar að minnsta kosti metersþykkt lag af syörtu gjalli og ösku, og náttmyrkr- ið reyndar þétt af biksvörtum sall- anum úr iðrum jarðar. Við vorum fjórir saman hver með sína skóflu og mokuðum eða ruddum af þakinu það sem gizkað var á að væru átta- tíu tonn, og bættist ört í og talið að ekki væri seinna vænna að forða því að húsið kremdist saman undir álaginu ef fengi að vaxa enn of nóttina. Ég get ekki stillt mig um að geta í yfirlætisleysi þess að Árni húsráðandi sagði að ég hefði þing- eyska áralagið við moksturinn, en hann sagði að þar vissi hann áratog- in einna lengst. Við röltum víða næstu daga við Árni Gunnarsson fréttamaður með tíðum viðkomum uppi á húsunum því við snöruðumst upp á þak til að taka þátt í að moka ofan af þeim. Og á einn stað komum við þar sem stöndugur maður stóð einn fyrir að moka, og þegar við Árni komum þá hætti hann og fór að sinna brýnni erindum í athafnalífi á þjóðvísu og sást ekki aftur fyrr en við vorum búnir að hreinsa þak- ið hans. Á þriðja degi fór ég upp í skól- ann þar sem var skipulagsmiðja allra björgunarstarfa undir stjórn skólastjórans og bæjarstjórnarleið- toga og bauð þátttöku mína í sjálf- boðastörfum. Og ég var svo stál- heppinn að þessi skólastjóri setti mig í flokk með frískum strákum úr Vélskólanum í Reykjavík. Þetta var fyrir mig einsog að komast í klössun. Það voru einkennileg áhrif- in af því að heyra án afláts drunurn- ar í vaxandi fjallinu sem reis upp til móts við Helgafell sem hafði síð- ast gosið fyrir sjö þúsund árum, og var því talið fyrir löngu tryggt að myndi óvirkt um aldur. Það var einna líkast því sem kameldýr yrði allt í einu að drómedar með tveim hnúðum til að rangla um eyðimörk. Það var einsog það væri með ein- hverjum undarlegum hætti róandi að vita alltaf af látunum í fjallinu, að vera svona næ'rri sívirku eldfjall- inu, og vita af því í vöku og svefni, að vera á eyju í þeim látum, hafið allt í kring; það var einsog maður væri bundinn einhverjum seiði sem orkaði allt að því sefandi þrátt fyr- ir hörmulega eyðilegginguna. Einn frægasti eldfjallafræðingur heimsins Frakkinn Haroun Tazieff sagði heimsbyggðinni inntur álits á viðbrögðum Islendinga að þetta væru áreiðanlega mestu asnar í heimi þessir íslendingar, að halda að það sé hægt að berjast á móti eldfjalli. Að það væri í mannlegu valdi. Þeir hljóta að vera kolbrjálað- ir. Snarklingjandi geggjað fólk. Að halda að maður geti storkað gjós- andi eldfjalli. Dingo. Completement cinglé. Tous fous. Enda hafði það ekki verið gert áður. íslenzkir hugvitsmenn fundu upp aðferðir til þess að gera það í fyrsta sinn í sögu mannkynsins að tefja hraunstreymi, kæla flauminn af bræddu grjótinu og beina til annarrar áttar, sveigja frá megin- byggðinni, og fyrst og fremst höfn- inni. Og þessa varð maður vitni sem var að gerast í fyrsta sinn í heimin- um, og var stoltur af þeim mönnum sem réðu þessu og komu í hug þau ráð sem dugðu, æðrulausir, óhræddir og hvergi fum. Enginn fékk launað í peningum, það var ekki minnzt á peninga frem- ur en argasta skít. Allir gerðu það sem þeir gátu og fengu líka það sem þeir þurftu. Fyrir utan klæði og útbúnað til verka og fæði og skjól í húsum þeim sem stóðu enn. Kaupmaður einn stóð í búð sinni og ekki var flúinn einsog hinir í land og fagnaði hverjum sem birtist og bauð að hirða hvað sem hann

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.