Morgunblaðið - 10.11.1996, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 10.11.1996, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 10. NÓVEMBER 1996 B 11 kærði sig um. Og þegar við komum í vélstjóraflokknum hélt hann mjög að okkur hvers konar munaði og þegar við tókum ekki a£ neinni áfergju til okkar bauð hann okkur niðursoðna ávexti, perur, plómur og ananas og blandaða ávexti og leysti svo strákana út með stórum vindlum og blessunarorðum, varð eftir einn í búðinni í von um að geta troðið einhverju upp á ein- hverja aðra sem rækjust þar inn; meðan eldurinn lýsti upp í þungbú- inn himininn rísandi og hjaðnandi og fretaði frá sér stórum bólstrum blásvörtum, og leysti nýjar skruðn- ingar í tilbrigðum við drunurnar sem aldrei þögnuðu, og stöku sinn- um virtist einsog ætlaði að rofa í eitthvað skírara og blámata í tærar tábaðslaugar himinlinda handa englum sem komu úr erli sendiferða með misjöfnum árangri og stopulli áheyrn í öllum fyrirganginum. Hver vandi var leystur án fums eftir því sem að bar. Nú var elds vant til að kveikja í vindlunum með hefðbundnum hætti. Og þá tóku þessir ungu sjómenn með stóru vindlana frá kaupmanninum stein sem eldfjallið kastaði að okkur án erindis því við vorum með hjálma á höfðinu og svo vorum við í þykk- um peysum til þess að fá síður marbletti ef fjallið hæfði okkur með þessum lausasteinum sínum, það var nærtækt að taka upp stein full- an af eldi og nota hann til að kveikja í stóra vindlinum. Og henda svo steininum frá sér aftur í átt að fjall- inu; sem ekki linnti látum. Annars fannst mér fagurt mann- líf í Vestmannaeyjum. Áður en pen- ingar tóku aftur gildi. Þarna varð eins konar kommúnismi í þeirri mynd sem skáld og hugsjónamenn hafði dreymt um aldir og virðist geta stundum sprottið upp skamma hríð meðal manna þegar stórháski ógnar. Þorvaldur Skúlason listmál- ari lýsti því fyrir mér hvað allir voru góðir og hjálpsamir á flóttan- um um vegi Frakklands undan nas- istaherjunum þar sem hann var og kona hans með barn í vagni í mann- streyminu á vegum, og allir urðu að kasta sér út í skurði þegar her- flaugar Þjóðverja þutu yfir og köst- uðu jafnvel sprengjum. Þar var, sagði Þorvaldur: svona fínn kom- múnismi. Sem menn dreymir um og virðist aldrei ganga að skipu- leggja til langframa því að það er ekki svo lengi í einu sem hægt er að halda öllum góðum og réttlátum hver við annan. Og hafa orðið dýr- keypt slysin við að reyna að láta siíka drauma rætast. Það er varla byrjað þegar farið er að svíkja og tækifærissinnar ná völdum og eyða hinum sem ólu drauminn og þráðu betri heim. Ég var farinn frá Vestmannaeyj- um þegar tekið var að borga kaup fyrir björgunarstörf. En ég hef heyrt frá ýmsum sem voru ennþá þar að andrúmsloftið hefði snögg- breytzt, og fór að brydda á því æ meir að ýmsir vildu gera sér ófarirn- ar að féþúfu og jafnvel óprúttnir að jgróðalind. Eg fór með strandferðaskipinu Heklu sem talið var þá að myndi síðasta skip sem sigldi úr Vest- mannaeyjahöfn. Ég vildi heldur sigla en fljúga. En þá nótt bjargað- ist höfnin fyrir hárréttar aðgerðir þeirra sem voru svo gæfusamlega galnir að halda að það sé hægt að berjast við gjósandi eldfjall. Ég hvarf á brott áður en um- skipti urðu á tvennan hátt, pening- ar tóku aftur gildi í þessu stríði og breyttu þeli víða, sveigðu hjá sum- um hug til ávinnings umfram uppi- hald fyrir sína í landi. Hitt var að það fór að bera á gasstreymi í hvilftum og lægðum sem var lit- laust og lyktarlaust og banvænt. • Titill: Fley og fagrar árar, 301 bls.. Höfundur: Thor Vilhjálmsson. Útgefandi: Mál og menning. Leiðbeinandi verð: 3680 kr. ^«m»*«i "SVKJA^ffKUB 1986 Léttir harmonikutónleikar í Ráðhúsinu í dag kl. 15 Þar koma fram stórsveit H.R. Sóló: Margrét Arnardóttir 12 ára, Jóna Einarsdóttir. Dúett, Sigríður og Ulrik. Léttsveit H.R. Byggíngaplatan ^fflS®(g' sem ailir hafa beoio eftir ^StsXS' byggingaplatan er fyrir veggi, loft og gólf \ýDS@S'byggingaplatan ereldþolin vatnsþolin, höggþolin, frostþolin og hljóðeinangrandi VíÐínísÆ byggingaplatan er hægt að nota úti sem inni 'MDSíSXS' byggingaplatan er umhverfisvæn ^[n3®<3' byggingaplatan er platan sem verkfræðingurinn getur fyrirskrifað blint. Leitið frekari upplýsinga I t>. ÞORGRÍMSSON & CO ÁRMÚLA 29 • S: 553 8640 & 568 6100 Patrol til sölu Nissan Patrol GR, 7 sæta, ekinn aðeins 56 þús. km, dökk blásanseraður, rafmagn í rúðum, fallegar álfelgur. Bíll sem lítur einstaklega vel út. Verð tilboð. Upplýsingar í símum 898 5202 og 564 2888. Aukakraftur til að njóta jólanna oglítavelútí jólafötunuml Viö hjá Stúdíó Ágústu og Hrafns ætlum að birgja okkur upp af krafti og gleði fyrir jolin og bjóða þér upp á kraftmikið tilboð sem stendur aðeins í örfáa daga. Til í 4.9 • 1 mán. ótakmarkað kort í leikfimi og líkamsrækt • 10 tíma Ijósakort - glænýjar perur • T-bolur í kaupbæti Tíundi hver kaupandifær Gatineau gjöffrá Snyrtistofunni Ágústu. S. 533 3355 Hár: Háriö Kjóll: Eva SKEIFAN 7 101 REYKJAVIK S. 533-3355

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.