Morgunblaðið - 10.11.1996, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 10.11.1996, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 10. NÓVEMBER 1996 B 13 ATGANGURINN í kring- um Bruce Willis á kvik- myndahátíðinni í Fen- eyjum í september var langt því frá að vera venjulegur en kappinn hlýtur að vera ýmsu vanur því hann var með rólegri mönnum, mun afslappaðri en flestir aðrir þeir leikarar og leik- stjórar sem komnir voru til eyjar- innar Lídó að kynna myndir sínar. Eða kannski er Bruce Willis bara töffari alveg inn að beini, nógu stællegur var hann með nýja klipp- ingu, (ef hægt er að tala um klipp- ingu í hans tilfelli!) og tók sjálfan sig langt frá því alvarlega og gerði óspart grín að ímynd sinni, Holly- wood-lífinu og raðmyndafárinu, fyrirbæri sem hefur fært honum milljarða króna í tekjur. I nýjustu mynd sinni, Last Man Vildi búa til mynd fyrir hugsandi fólk - Er Bruce Willis búinn að finna gullnu blönduna, að leika í mynd- um sem höfða jafnt til almennings og gagnrýnenda? „Allir leikarar vilja leika fyrir leikstjóra eins og Tarantino, Gill- iam og Walter Hill, segir Willis. Ég var afar hreykinn af því að Walter skyldi bjóða mér þetta hlut- verk og tók því samstundis. Ég vissi að það yrði erfitt að feta í fótspor hins frábæra Toshiro Mif- une sem lék hlutverkið sem kar- akter minn er byggður á í Yojimbo en Walter gaf mér mikið frelsi og við vorum staðráðnir í að gera eitthvað nýtt en reyna ekki að elt- ast við neitt úr mynd hins mikla meistara Kurosawa. Eg vil eins Mynd fyrir hugsandi íolk Það er alltaf skemmtilegt að leika vondan gæja, segir Bruce Willis um nýjustu mynd sína „Last Man Standing" í viðtali við Einar Loga Vignisson sem hitti hann ekki alls íyrir löngu á kvikmyndahátíðinni í Feneyjum. Sýningar á þessari mynd eru einmitt að hefjast í Laugarásbíói og Regnaboganum þessadagana. Standing, sem Willis var kominn til að 'kynna í Feneyjum ásamt leikstjóranum Walter Hill, með- leikaranum Christopher Walken og framleiðandanum Arthur Sark- issian, bætir hann enn einni skrautfjöður í hatt sinn eftir frá- bæra frammistöðu í Reyfara (Pulp Fiction) Quentins Tar- ______ antino og 12 öpum (12 Monkeys) eftir Terry Gilliam. Myndin samein- ar að vera hörku hasar- mynd eins og Willis er þekktastur fyrir að leika í og hafa listrænt gildi eins og fyrrnefndar "^™^- myndir. Myndin er byggð á meistara- verki Akira Kurosawa, Yojimbo, en Walter Hill hefur fært söguna fram til ársins 1930 og gerist hún í skuggalegum bæ í Texas á bann- árunum þar. sem tvær glæpaklíkur berjast um yfirráð yfir leynivín- sölu. Bruce Willis leikur dularfull- an einfara sem kemur í bæinn til þess að gista eina nótt en lendir fljótlega í hringiðu átakanna. Hann er bófi sem ákveður að gera einn heiðarlegan hlut og ákveður að reyna að losa bæjarbúa við klík- urnar með því að etja þeim saman. „Ég ætla að bæta á mig 150 kílóum og fá Sharon Stone til að gera hið sama og allir leikarar leika í góðum myndum sem hafa eitthvað að segja og á því láni að fanga að mér bjóðast bitastæð hlutverk." - Þú leikur yfirleitt nokkuð góða gæja en í þessari mynd leik- ur þú karakter sem er nú kannski ekki alveg beinlínis hreinræktuð _______ hetja eins og John McClaine úr Die Hard seríunni? „Nei, og mér fannst það stórskemmtilegt," segir Willis og hlær. „Það hefði verið algjör glæpur að breyta sögu- ' hetjunni í einstakt góð- menni. Ég vildi skapa alvöru kar- akter, búa til mynd fyrir hugsandi fólk. Þetta er maður sem hefur gert margt slæmt um dagana en í myndinni þarf hann að kljást við ýmsar spurningar og hann spyr sig stöðugt hvort hann sé að gera rétt. Hann er ekki hetja og ekki skíthæll og ég kunni vei við til- breytinguna við að leika slíkan karakter. Þetta er vondur maður sem ákveður að gera eitt góðverk. Honum býður við sumu sem hann hefur gert og verður að horfast í augu við það. Mér er mjög mikilvægt að geta (T\ BRUCE Willis við opnun Sr kvikmyndahátíðarinnar í Feneyjum (g) BRUCE Dern gamli er ^^ lögreglustjórinn Ed Galt /«J\ CRISTOPHER Walken V=r leikur leigumorðingja írskrar glæpaklíku (S\ WILLIS leikur dularfullan ^^ einfara sem kemur í bæinn (g\ ALEXANDRA Powers ^-^ leikur hina þokkafullu Lucy kærustu glæpa- foringjans (g\ KARINA Lombard er ® Felina sem er í haldi glæpaforingja LEIKSTJÓRI Last man standing Walter Hill fundið eitthvað sem ég skil og get nálgast í karakterunum sem ég leik og John Smith í þessari mynd heldur fast í sín gildi, hann skilur á milli þeirra sem eiga hlutdeild að málunum og þeim sem standa utan við þau. Þetta er maður sem hefur staðið í vígaferlum mest allt líf sitt innan um alls kyns hyski en hann gætir sín á því að halda konum og börnum fyrir utan átök- in, nokkuð sem því miður er sjaldn- ast virt því konur og börn hafa yfirleitt orðið verst úti úr vígaferl- um, ekki síst í nútímanum." Fituhlunkur brýst út af salerninu! - En John Smith er nokkuð fyndinn náungi, kannski ekki svo ólíkur John McClaine að því leyti? „Það eru margir gullmolar í handriti Walters Hills og hann lét mig frá alveg hreint frábærar setningar. En ég reyni að endur- taka mig ekki og þessi hlutverk eru gjörólík. Það eru auðvitað ákveðnir þættir i mér sem leikara sem fólk þekkir og ef ég næ að verða góður leikari einn daginn, þá verður kannski auðveldara að gleyma síðustu mynd minni þegar fólk er að horfa á þá nýjustu!" - Er fjórða Die Hard myndin væntanleg? „Ég ætla að bæta á mig 150 kílóum og fá Sharon Stone til að gera slíkt hið sama og kalla mynd- ina Die Hard in a Delly. Ég lokast inn á karlaklósettinu á veitinga- stað í New York, hryðuverkamenn yfirtaka staðinn en ég brýst út með því að hlaupa á vegginn og kemst þannig inn á kvennaklósett- ið þar sem Sharon Stone er. Ég er reyndar ekki búinn að tala um þetta við hana þannig að það má ekki hafa þetta eftir mér. Nei, ég hef ekki hugmynd um, um hvað hún verður en ég er viss um að einhver er að skrifa hand- rit að slíkri mynd núna því þessar myndir hafa mokað inn svo hrika- legum peningum. En mér fannst erfitt að leika í síðustu mynd, því ef það er erfitt að skapa nýja kar- aktera, ímyndið ykkur þá hvernig er að leika sama karakterinn þrisv- ar. Sem betur fer var ég með góða menn með mér, Samuel L. Jackson og Jeremy Irons sem veittu mér mikinn stuðning og innblástur." Ennþá að reyna að verða góður leikari - Þú fæst við ýmislegt, ert með þína eigin hljómsveit, á kafi í við- skiptum í tengslum við Planet Hollywood-veitingahúsakeðjuna og hefur verið að skrifa. Hvar ligg- ur aðaláhugasviðið? „Eg er fyrst og fremst leikari og er ennþá að reyna að verða góður leikari. Ég læri smátt og smátt, og ég lærði helling á því að vinna með Walter Hill. Mér finnst gaman að leika tónlist en hvað ég geri í framtíðinni verður bara að koma í ljós." - Af þeim myndum sem þú hefur leikið í, hverja kanntu best að meta? „Þessari spurningu er mjög erf- itt að svara og það fer ekkert eft- ir vinsældum myndanna. En ef ég þarf að velja úr yrði það Mortal Thoughts, Pulp Fiction og Last Man Standing." - Miðað við hvað leikarahjón eru gjörn á að leika saman í bíó- myndum kemur mörgum á óvart að þið Demi Moore skulið ekki hafa leikið á móti hvort öðru í stórmynd. Stendur það ekki til? Bruce Willis er greinilega ekk- ert alltof hrifinn af því að svara spurningum um konuna sína því hann er lengi að velta fyrir sér svarinu en þegar það kemur loks- ins er það stutt og laggott: „Að- eins ef yið finnum réttu söguna og rétta leikstjórann, aðeins þá."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.