Morgunblaðið - 10.11.1996, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 10.11.1996, Blaðsíða 14
14 B SUNNUDAGUR 10. NÓVEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ DÆGURTONLIST Fjögura laga stutt- diskur úr Stone Free LEIKRITIÐ Stone Free hefur nú gengið fyrir fullu húsi í Borgarleik- húsinu frá því um miðjan júlí og plata með tónlist úr verkinu er sölu- hæsta plata ársins. Til að fagna því meðal annars kemur út diskur með fjórum lögum úr sýningunni á næstu dögum. Adisknum, sem heitir einfaldlega Love eftir lokalagi myndar- innar er að finna einmitt það lag. Að sögn aðstandenda verksins hef- ur óskum um á fá það lag útgefið ekki linnt frá því sýningar hófust, en það var valið í sýninguna eftir að búið var að vinna breiðskífu þá -sem kom út snemmsumars með tónlist úr verkinu. Love er eftir John Lennon og hann og Paul McCartney semja saman annað lag á disknum, I've Got a Feeling. Auk þessara laga tveggja er að finna á disknum lagið Rainy Day Women eftir Bob Dylan og Barabajagat eftir Donovan. Öll lögin yoru tekin upp utan hljóðvers, Love var tekið upp í Perlunni en hin lögin eru tek- in upp á sýningum í Borgarleikhús- inu. Smásagnasafn Emilíönu SEGJA má að Emilíana Torrini hafi byrjað sinn tónlistarferil í fremstu röð; hún söng hljómsveitina Spoon inn á kortið á sínum tíma og gerði plötu sveitarinnar að einni söluhæstu plötu þarsíðasta árs og sólóskífa hennar sem kom út á síð- asta ári varð ein söluhæsta plata ársins. Þetta ár hefur ekki síður verið viðburðaríkt fyrir Emilíönu því breiðskífa með lögum úr Stone Free er söluhæsta plata ársins hingað til, að mestu leyti fyrir framlag hennar, og síðan kom út önnur sóló- skífan, Merman í nýliðinni viku. Emilíana segist hafa dregið sig úr sviðsljósinu að mestu til að fá frið til að vinna plötuna samhliða vinnu í Stone Free. Á Merman sem- ur hún með Jóni Ólafssyni nokkur lög og segir að þar á meðal séu hugmyndir sem hún hafi átt í ára- raðir. „Okkar samstarf gekk vel fyrir sig og hefur alltaf gengið vel; ég fæ að ráða því sem ég vil og get verið eins frek og mér er eigin- legt, en samt tek ég mikið mark á því sem hann segir og ekki síður mikið mark á öðrum sem komu að vinnu plötunnar. Hún er í raun mikið samvinnuverkefni þó þetta sé mín sólóplata." Emilíana segir að hún hafi valið lögin sjálf en Jón hafi bent henni á ýmis lög sem hún síðan skoðaði. Platan var tekin upp á mánuði og Emilíana segist fyrirfram ekki hafa átt von á því að vinnan myndi klárast á svo skömmum tíma. „Mér fannst þetta rosaleg törn og ég held ég gæti aldrei gert eina plötu á ári, ég var búin að fá svo mikið nóg af plötunni þegar við vorum búin. í dag get ég þó hlustað á hana og haft gaman af." Emilíana segir að textar hennar séu smásögur og lögin reyndar öll valin með það fyrir augum að þau segi sögu. „Mér finnst textarnir mínir mjög fyndnir, en það er ekki víst að allir sjái þá fyndni, kannski finnst fólki þeir svo sorglegir að það fer að gráta," segir Emilíana og hlær við. Gamall draumur MEDAL nýrra listamanna sem láta í sér heyra í fyrsta sinn fyrir þessi jól eru Ragnar Karl Ingason og Harpa Þorvaldsdóttir, sem skipa Dúettinn Tromp. Þau sendu frá sér breiðskífuna Myndir fyrir skemmstu. Ragnar Karl á öll lög á disknum nema eitt og hann segist hafa vitað af Hörpu, enda séu þau bæði frá Hvammstanga. „Ég heyrði Hörpu synga fyrst skömmu fyrir jól og langaði þá strax að fá hana til að syngja eitthvað fyrir mig. Á endanum fannst okkur upplagt að halda áfram upptökum og í fram- haldi af því að gefa út plötu." Ragnar Karl segir að lengi hafi blundað með honum sá draumur að gefa eitthvað út og þegar Harpa kom til sögunnar var ekki eftir neinu að bíða. Ýmsir komu þeir Ragnari Karli og Hörpu til aðstoðar þegar að upptökum kom, þeir helstir Jens Hansson sem stýrði upptökum og lék á hljómborð og saxófón, og Ahyggjulaus Dúettinn Tromp: Ragnar Karl Ingason og Harpa Þorvaldsdóttir. Björgvin Gíslason lék á rafgítar og hljómborð aukinheldur sem hann aðstoðaði Jens og Ragnar Karl við útsetningar. Ragnar Karl segist ekki hafa ýkja miklar áhyggjur af því hvern- ig honum muni farnast, en plötuna gefur hann út sjálfur, enda skipti mestu að platan sé vel úr garði gerð. „Með þessari útgáfu er gam- all draumur að rætast og ég reyni bara að njóta þess." Eitthvað nýtt FATT ER um tónleikastaði í Reykjavík þar sem hljómsveit- ir geta spreytt sig, ekki síst ef þær eru að kynna frums- amda tónlist. Undanfarið ár haf a þær þó átt þess kost að leika á síðdegistónleikum í Hinu húsinu sér að kostnaðar- lausu. Hugmyndina að síðdegist- ónleikum Hins hússins, sem hófust fyrir rúmu ári, færðu sig út á Ingólfstorg í sumar og eru nú aftur komnir í hús, eru þeir Birgir Orn Stein- arsson og Birgir Thoroddsen. Fyrstu tónleikarnir voru haldnir 1. septem- ber á síðasta ári og síðan hvern föstu- dag upp frá því með hléi á milli jóla og nýárs og sumarfríi í ágúst. „Við vorum ráðnir til að skipuleggja opn- unartónleika Hins hússins á síðasta ári og í kjölfarið á því bárum við upp þá hugmynd að koma á síðdegistón- leikum á föstudögum og því var strax vei tekið." . Þeir félagar segja að tónleikarnir séu helst ætlaðir fyrir hljómsveitir sem séu að gera eitthvað sjálfar, að reyna að koma sér á framfæri, halda M„NESROKK" er geisladiskur sem inniheldur 10 frumsamin lög og texta sem eiga það sameigin- legt að vera eftir tónlistarfólk frá Neskaupstað. Allur hljóðfæraleik- ur og söngur er í höndum heima- manna. Upptökur fóru allar fram frá mars fram í byrjun júlí 1996, í hljóðverinu Risi sf. í Neskaupstað nema lagið „Himnaganga" sem hljóðritað var haustið 1994. Vinnsla frumeintaks var í höndum Bíóhljóðs hf. Reykjavík. Hug- myndin að útgáfunni disks kvikn- aði hjá nokkrum meðlimum tón- listarklúbbsins Brjáns (Blús, rokk og jassklúbburinn á Nesi), sem hefur áralangt staðið fyrir tónleikum og öðrum tónlistaruppá- komum í bænum. Lögin eru mis- munandi gömul þar sem sumir voru að láta gamlan draum rætast með því að setja þau á geisladisk. Tónlistarlíf er mikið í bænum og margar hljómsveitir verið starf- andi á undanförnum árum. Disk- urinn er nokkurs konar safndiskur þar sem margir tónlistarmenn koma að honum. Fyrirhugað er framhald á útgáfu þessari meðal annars fyrir ungar hljómsveitir sem í dag eiga það takmark að koma frumsömdu lagi á disk. Morgunblaðið/Júlíus Guöir „Við hjálpum þeim sem hjálpa sér sjálfir." Birgir Thoroddsen og Birgir Örn Steinarsson. tónleika og semja lög. „Við erum eins og guð," segir Birgir Thorodds- en og hlær mikið, „hjálpum þeim sem hjálpa sér sjálfir." Sem vonlegt er hafa fjölmargar hljómsveitir troðið upp á tónleikum í Hinu húsini á síðastliðnu ári, þar á meðal nokkrar erlendar, sem þeir félagar segjast hafa hleypt að til tilbreytingar. „Við höfum hafnað ýmsum hljómsveitum sem okkur finnst ekki eiga erindi á síðdegistón- leika; þeir eiga helst að vera fyrir nýjar hljómsveitir eða hljómsveitir sem eru að gera eitthvað nýtt." MHUOMSVEITIN geðþekka Saktmóðigur heldur tónleika næst- komandi fimmtudag í Kaffi Kult. Hljómsveitin hefur leik sinn um kl. 23.00 og hyggst meðal annars leika efni af væntanlegri 10" meðal ann- ars. Aðgangur er ókeypis. Törn Emilíana Torrini. Stundarstemmning STEFÁNS STEFÁN Hilmarsson sendi frá sér sína aðra sólóskífu í liðinni viku. Á henni kveður við nýjan tón og Stefán sameinar það sem hæst ber í breskri danstónlist og lagvissu poppi. Stefán Hilmarsson vann plöt- una nýju með Mána Svav- arssyni og Friðriki Sturlusyni, en hann segir að þeir félagar hafi brugðið sér í sumarbústað í haust, „eins og er víst tíska í dag", segir hann og kímir, og samið af kappi í þrjá daga. „Við -unnum þetta mikið eftir „gro- ovi"," segir Stefán, „Máni samdi taktgrunn og síðan sömdum við laglínurnur ofan á þann grunn. Síðar fór ég til Hveragerðis og var það einn í aðra þrjá daga að semja texta," segir Stefán, en tvö lög á plötunni átti hann frá gamalli tíð. „Þetta voru mjög frábrugðin vinnubrögð frá því sem ég hef áður gert, en mig langaði einmitt að reyna eitt- hvað nýtt. Það var ekki mikið mál að falla inn í þessi vinnu- brögð og þessa tónlist því henni svipar til þeirrar tönlistar sem ég hef haldið mest upp á í gegn- um árin." Lagasmíðar og öll vinna við plötuna gekk hratt fyrir sig en Stefán segir að hann þrátt fyrir hraðann hafi hann nostrað við Iaglínur, enda skipti þær meira máli í danstónlist eins og hann sé að fást við, danspoppi. „Við gáfum hverju lagi góðan tíma, en vinnan gekk ekki síst hratt fyrir sig vegna þess að við gerð- um engar prufur en unnum lögin og útsetningar jafnóðum," segir Stefán og bætir við að gaman hafi verið að reyna vinnubrögð sem þessi, en hann breytti einnig útaf í textagerð, í stað þess að eltast við stuðla og höfuðstafi reyndi hann að hafa þá sem fæsta og byggja textana á stund- arstemmningu. Stefán segir helsta og reyndar eina vandamálið við gerð plöt- unnar hvernig best sé að kynna hana á tónleikum. „Mér hefur aldrei þótt það ganga nógu vel upp að vera að halda tónleika með því að menn standi við hljómborð og spili af bandi. Ég er enn að velta því fyrir mér hvaða leið sé vænlegust og þá hefur komið upp sú hugmynd að útsetja lögin fyrir órafmagn- aðan flutning að nokkru og þá

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.