Morgunblaðið - 10.11.1996, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 10.11.1996, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 10. NÓVEMBER 1996 B 15 DÆGURTONLIST Ævintýraleg Margrét Kristín Sigurðardóttir. Ævintýraleg tónlist ALLTAF eru það gleðitíðindi þegar nýjar söngkonur kveða sér hljóðs og í liðinni viku kom út breiðskífa ungrar söngkonu, laga- og texta- smiðs Margrétar Kristínar Sigurð- ardóttur, Fabula. Margrét Kristín segist hafa dval- ist erlendis undanfarin ár en sé nýflutt til íslands. Hún lærði leiklist og kvikmyndagerð við Há- skólann í Þrándheimi og segir að lengi hafi tónlist og leiklist togast á í huga hennar. „Tónlistin hafði vinninginn, því á endanum tók ég mig upp og fluttist til Lundúna að læra hljómfræði hjá Ungverjanum Peter Sander," segir hún, en áður hafði hún lært á píanó í tónmennta- skólanum í Reykjavík og átrommur hjá Gunnlaugi Briem. Hún segist hafa unnið að plötunni undanfarið ár en hana vinnur hún með Jóni Elvari Hafsteinssyni, sem annast forritun og leikur á gítar og bassa og semur eitt laganna. Sjálf syngur Margrét og leikur að auki á hljóm- borð í flestum laganna. Flest lögin segist Magrét hafa samið á síðastliðnu ári, tvö séu frá því fyrir tveimur árum en eitt mun eldra. Hún segir erfitt að lýsa tón- listinni eftir að hafa legið yfir henni svo lengi. „Ég held að henni sé best lýst með því að segja að þetta sé ævintýraleg myndræn tónlist með jassáhrifum, því óneitanlega gætir hljómfræðilegra jassáhrifa hér og þar og síðasta lagið er jass- ballaða. Samt er þetta alls engin jassplata; tónlistin er jaðartónlist, nær poppinu en jissinum." Margrét segist leggja mikla áherslu á textana, „þeir eru mér jafn mikilvægir og tónlistin. í flest- um laganna er um myndhverfingar eða litlar sögur að ræða og verða orðin þá til fyrst og laða fram tón- ana." Margrét segist ekki hafa flutt lögin á tónleikum enn sem komið er en hún sé að búa sig undir þann flutning. „Það er erfitt að flytja lögin á tónleikum eins og þau eru á plötunni og ég á því von á að ég fari þá leið að breyta útsetningum verulega þegar kemur að tónleika- haldi." \ \ I ^ V 11 ¦ M 1 í^U ¦ '--^.; ^H ll.--- Danspopp Stefán Hilmarsson kannski velja óhefðbundin hljóð- færi," segir Stefán að lokum, en formlegir útgáfutónleikar verða í Borgarleikhúsinu 2. desember. Gœði í þágu þjóðar Vinnum saman! Dagskrá Gæðaviku 1996 Þátttaka cr oíímii heimil án gjalds! Mánndagnr ll.nó¥. Gæðastaif Svœðisslcrifstofu málefna fatlaðra á Reylcjanesi. Ævar Kolbeinsson. • Kl. 8.15 - 9.30 Digranesvegur 5, 2. hæð, Kópavogi. Visthæfferðaþjónusta og umhverfisstjórnun. Anna Dóra Sæþórsdóttir og Helga Guðrún Jónasdóttir. Kl. 8.15 -10.00 • Ráðhús Reykjavfkur. Þriðjudagnr 12. nóv. Gœði íþágu þjóðar - Vinnum saman. Geir A. Gunnlaugsson frkv.stj. Marel hf. og Páll Skúlason próf. í heimspeki við HÍ. • Kl. 8.30-10.00 Stjórastöð Landsvirkjunar, Bústaðavegi 7. Stefna heilbrigðisráðuneytis ígæðamálum. Kristján Erlendsson og Högni Óskarsson. Kl. 14.30 -15.45 • Heilbrigðis- og trygginga- málaráðuneytið, Laugavegi 116. Miðvikudagnr 13. nðv. Innskyggnir Reynsla fyrirtækja af notkun Innskyggnis. Haraldur A. Hjaltason og Oddur Eiríksson. Kl. 8.15-9.30 • íslenskar sjávarafurðir hf., Sigtóni 42. Verkefni úr atvinnulíflnu: Nemendur í viðskiptadeild HÍ. Kl. 14.00 -17.00 • Þjóðarbókhlaðan, 2. hæð. Flntmtudagnr 14. nóv. 10 ára afmœli GSFÍ. íslensku gæðaverðlaunin kynnt og veittar viðurkenningar. Kl. 17.00 -19.00 • Listasafn íslands. KASSAQBRÐ REYKJAVlKUR HF (slenskar sjávarafurðir Kf. Landsvirkjun HUSIÐ

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.