Morgunblaðið - 10.11.1996, Page 15

Morgunblaðið - 10.11.1996, Page 15
MORGUNBLAÐIÐ DÆGURTÓNLIST Ævintýraleg Margrét Kristín Sigurðardóttir. Ævintýraleg tónlist ALLTAF eru það gleðitíðindi þegar nýjar söngkonur kveða sér hljóðs og í liðinni viku kom út breiðskífa ungrar söngkonu, laga- og texta- smiðs Margrétar Kristínar Sigurð- ardóttur, Fabula. Margrét Kristín segist hafa dval- ist erlendis undanfarin ár en sé nýflutt til íslands. Hún lærði leiklist og kvikmyndagerð við Há- skólann í Þrándheimi og segir að lengi hafi tónlist og leiklist togast á í huga hennar. „Tónlistin hafði vinninginn, því á endanum tók ég mig upp og fluttist til Lundúna að læra hljómfræði hjá Ungveijanum Peter Sander,“ segir hún, en áður hafði hún lært á píanó í tónmennta- skólanum í Reykjavík og á trommur hjá Gunnlaugi Briem. Hún segist hafa unnið að plötunni undanfarið ár en hana vinnur hún með Jóni Elvari Hafsteinssyni, sem annast forritun og leikur á gítar og bassa og semur eitt laganna. Sjálf syngur Margrét og leikur að auki á hljóm- borð í flestum laganna. Flest lögin segist Magrét hafa samið á síðastliðnu ári, tvö séu frá því fyrir tveimur árum en eitt mun eldra. Hún segir erfítt að lýsa tón- listinni eftir að hafa legið yfir henni svo lengi. „Ég held að henni sé best lýst með því að segja að þetta sé ævintýraleg myndræn tónlist með jassáhrifum, því óneitanlega gætir hljómfræðilegra jassáhrifa hér og þar og síðasta lagið er jass- ballaða. Samt er þetta alls engin jassplata; tónlistin er jaðartónlist, nær poppinu en jissinum." Margrét segist leggja mikla áherslu á textana, „þeir eru mér jafn mikilvægir og tónlistin. í flest- um laganna er um myndhverfingar eða litlar sögur að ræða og verða orðin þá til fyrst og laða fram tón- ana.“ Margrét segist ekki hafa flutt lögin á tónleikum enn sem komið er en hún sé að búa sig undir þann flutning. „Það er erfitt að flytja lögin á tónleikum eins og þau eru á plötunni og ég á því von á að ég fari þá leið að breyta útsetningum verulega þegar kemur að tónleika- haldi.“ Danspopp Stefán Hilmarsson kannski velja óhefðbundin hljóð- formlegir útgáfutónleikar verða færi,“ segir Stefán að lokum, en í Borgarleikhúsinu 2. desember. SUNNUDAGUR 10. NÓVEMBER 1996 B 15 FLEIRI BILR5TIEÐI Mánndagur ll.nóv. Gœðastaif Svœðisskrifstofu málefna fatlaðra á Reykjanesi. Ævar Kolbeinsson. • Kl. 8.15 - 9.30 Digranesvegur 5,2. hæð, Kópavogi. Visthæfferðaþjónusta og umhveifisstjómun. Anna Dóra Sæþórsdóttir og Helga Guðrún Jónasdóttir. Kl. 8.15 -10.00 • Ráðhús Reykjavíkur. Þátltaka crölluni Itcimil án gjalds Gœði í þágu þjóðar Vinnum saman! Dagskrá Gæðaviku 1996 Þriðjudagnr 12. nóv. Gœði íþágu þjóðar - Vinnum saman. Geir A. Gunnlaugsson frkv.stj. Marel hf. og Páll Skúlason próf. í heimspeki við HÍ. • Kl. 8.30-10.00 Stjórnstöð Landsvirkjunar, Bústaðavegi 7. Stefna heilbrigðisráðuneytis í gœðamálum. Kristján Erlendsson og Högni Óskarsson. Kl. 14.30 - 15.45 • Heilbrigðis- og trygginga- málaráðuneytið, Laugavegi 116. Miðvikudagur 13. nóv. Innskyggnir Reynsla fyrirtækja af notkun Innskyggnis. Haraldur A. Hjaltason og Oddur Eiríksson. Kl. 8.15-9.30 • íslenskar sjávarafurðir hf., Sigtúni 42. Verkefni iír atvinnulífinu: Nemendur í viðskiptadeild HÍ. Kl. 14.00 - 17.00 • Þjóðarbókhlaðan, 2. hæð. Flmmtudagnr 14. nóv. 10 ára afmœli GSFÍ. Islensku gæðaverðlaunin kynnt og veittar viðurkenningar. Kl. 17.00 - 19.00 • Listasafn íslands. Fostudagur 15. nóv. Gerð gœðaketfis í Smáraskóla. Kl. 14.00-15.30 Smáraskóli, Dalsmára 1, Kópavogi. HVlTA HÚSIO / SlA

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.