Morgunblaðið - 10.11.1996, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 10.11.1996, Blaðsíða 16
16 B SUNNUDAGUR 10. NÓVEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ BRIDS U m s j 6 n A r n ó r (i. Ragnarsson Líflegt vetrarstarf Bridsfélags Akureyrar AÐ loknu líflegu sumarbrids þar sem mættu að meðaltali rúm 15 pör í viku hverri og Preben Pétursson varð Sumarbridsmeistari BA, hófst Startmót BA og Sjóvár-Almennra 10. september í haust. Þar sigruðu Þórarinn B. Jónsson og Páll Pálsson með 486 stig. Þótti það vel við hæfí, þar sem Þóarinn er vel þekkt- ur nyrðra frá fornu fari sem Doddi í Sjóvá og fyrirtækið gaf verðlaunin í mótið. í öðru sæti urðu Sverrir Haraldsson og Hjalti Bergmann með 483 stig og í því þriðja Pétur Guð- jónsson og Tryggvi Gunnarsson með 480 stig. í Súlnabergsmótinu sem við tók sigruðu Hilmar Jakobsson og _Ævar Ármannsson, hlutu 808 stig. í öðru sæti urðu Grettir Frímannsson og Pétur Guðjónsson með 782 stig og þriðju þeir Ármann Helgason og Sveinbjöm Sigurðsson með 732 stig. Ármann er einn af heiðursfélögum BA og fátt aftrar Sveinbirni frá því að mæta á spilakvöldum, nema e.t.v. mikilvægustu heimaleikir KA. Allir fengu þeir eitthvað gott í munn og maga á Súlnabergi eða „Teríunni" eins og rótgrónir Akureyringar segja. Akureyrarmótinu í tvímenningi er nú nýíokið. Þar mættu 28 pör til leiks í fjögurra kvölda barómeter, en þátttaka hefur verið mjög_ góð hjá BA það sem af er vetri. Úrslit urðu sem hér segir: AntonogSigurbjörnHaraldssynir 267 Grettir Frimannsson og Pétur Guðjónsson 152 Preben Pétursson og Sveinn Stefánsson 138 Skúli Skúlason og Jónas Róbertsson 135 Páll Pálsson og Þórarinn B. Jónsson 129 Gylfi Pálsson og Helgi Steinsson 125 Fáheyrðir yfirburðir þeirra bræðra helguðust einkum af síðasta kvöldinu, þegar þeir skoruðu 154 stig í sjö fjögurra spiia umferðum. Þótti þá ýmsum gott að hafa mætt þeim fyrr í mótinu. Næsta mót er Europ-car hrað- sveitakeppni, sem hefst þriðjudag- inn 12. nóvember kl. 19.30 í Hamri og stendur í fjögur kvöld. Bridsfélag Reykjavíkur Sl. miðvikudag var spilaður eins kvölds Monrad Barómeter. 36 pör spiluðu sjö umferðir með fjórum spilum á milli para. Efstu pör voru: Halldór Svanbergss. - Óli M. Guðm.sson +116 Jón Þorvarðarson - Haukur Ingason +103 Guðm. Eiriksson - Björgvin Þorsteinsson +89 Júlíus Snorrason - Hjálmar S. Pálsson +77 Baldvin Valdimarss. - Hjálmtýr Baldurss. +75 Hjalti Elíasson - Páll Hjaltason +72 Nú er búið að spila fjögur kvöld Morgunblaðið/Arnór JÓN Hjaltason og Gylfi Baldursson urðu íslandsmeistarar í (h)eldri flokki spilara um síðustu helgi eftir hörkukeppni en þeir hafa spilað mjög vel í haust hjá Bridsfélagi Reykjavíkur. DlBBBBðBflB JSH býður þér hagnýta líkamsrækt mótaða af áratuga reynslu j azzballettdansara Frjálsu tímarmr er þigÞ^ 6 daga vikurni; Mótaðu sterkí heilbrigðan og líkama undir l mestr Nytt! Vorum að ^ / íþrótlaskór incð splittuðum sóla. bylting frá capezio opna nyja verslun með æfingafatnað 1 á^múla y • Mmí 581 3730 af Michell- og Monrad-tvímenning- um og aðeins eftir eitt kvöld af hvorri keppni. Veitt verða verðlaun fyrir samanlagðan árangur bestu fjögur kvöldin af fimm í hvorri keppni. Staðan í Michell-keppninni eftir fjögur kvöld af fimm er þannig: Gísli Hafliðason - Ólafur Þ. Jóhannsson 1.568 Hallgr. Hallgr.son - Sigmundur Stefáns.1.568 Júlíus Snorrason - Hjálmar S. Pálsson 1.554 Hallgrímur og Sigmundur hafa nokkuð góða aðstöðu þar sem þeir geta hent út skor upp á 330. Lægsta skorið hjá Gísla og Ólafi er 360 og lægsta skorið hjá Hilmari og Júlíusi er 365. Af þeim sem hafa spilað þijú kvöld hafa Sigurður B. Þorsteinsson — Helgi Sigurðsson áberandi bestu stöðuna, eru með 1.255 eftir þrjú kvöld. í Monrad-keppninni er hörku keppni milli Jóns Þorvarðarsonar og Hauks Ingasonar annars vegar og Júlíusar Snorrasonar og Hjálmars S. Pálssonar. Jón og Haukur hafa 224,3% eftir fjögur og kvöld og Júlíus og Hjálmar hafa 218,8%. Af þeim sem hafa spilað þrjú kvöld eru Ólafur og Hermann með hæsta skorið, 167,7%. Helgi Sigurðsson og Sigurður B. Þorsteinsson eru með 165,6% og Baldvin Valdimars- son og Hjálmtýr Baldursson eru pieð 163,2%. Bikar-tvímenningur BR Jón Þorvarðarson — Haukur Ingason og Júlíus Snorrason — Hjálmar S. Pálsson keppa til úrslita í Bikar-tvímenningi BR. Þessi pör keppa hvort við annað miðvikudag- inn 13. nóvember. Reykjavíkurmót í tvímenningi Reykjavíkurmótið í tvímenningi verður spilað með svipuðu sniði og síðastliðið ár. Spiluð verður undan- keppni laugardaginn 23. nóvember. 16 efstu pörin í henni komast í úr- slit, sem verður spiluð á sunnudegin- um. Spilamennska byijar kl. 11 á laugardeginum oger áætluð spilalok laust fyrir kvöldmat. 16 efstu pörin taka 15% af skori undankeppninnar með sér í úrslitin. Spilamennska byijar kl. 11 á sunnudeginum og er áætluð spilalok um kl. 20. Keppnisgjald í undankeppnina er 1.550 kr. á hvém spilara og í úr- slit 500 kr. á hvern spilara. Lækkuð keppnisgjöld á milli ára. Reykjavíkurmeistarar 1995 eru Bjöm Eysteinsson og Sverrir Ár- mannsson. Reykjavíkurmeistarar 1996 öðlast þátttökurétt í úrslitum íslandsmótsins í tvímenningi 1997 auk þess að varðveita Reykjavíkur- hornið í eitt ár. Bridsfélag Borgarness Aðaltvímenningur félagsins stendur nú yfir með þátttöku 20 para. Spilaður er sex kvölda baró- meter, fjögur spil milli para í tveim- ur lotum, alls 152 spil. Skagamenn- irnir Hörður Jóhannesson og Jósef Fransson hafa verið í feikna stuði og er staðan þessi þegar mótið er hálfnað. Hörður Jóhannesson - Jósef Fransson 213 GuðmundurArason-JónEinarsson 121 Guðmundur Ólafss. - Hallgrimur Rögnvaldss. 102 Jón Ág. Guðmundsson - Guðjón Stefánsson 75 Þórður Ingólfsson - Magnús Valsson 41 Vesturlandsmótið í einmenningi verður haldið í Borgarnesi 1. des. nk. Skráning er hjá Þórði í síma 437-1703............

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.