Morgunblaðið - 10.11.1996, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 10.11.1996, Blaðsíða 17
-# MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 10. NÓVEMBER 1996 B 17. ATVINNUAUGirS/NGA/? Bóksala Sölufólk óskast strax í tímabundin verkefni. Kvöldvinna - rífleg sölulaun. Upplýsingar í síma 561 0055. ORMSTUNGA BÓKAÚTGÁFA Takið eftir! Erum með á skrá umsækjendur með mikla og víðtæka reynslu úrýmsum starfsgreinum, s.s. bókhaldi, sölumensku, ferðaþjónustu og blaðamennsku. MANN Ví\ AU5TUR5TRÆTI 17 • 3. HÆÐ • 1D1 REYKJ/VÍK 5ÍMI 561 5858 • FAX 551 5858 Símvarsla - sendiferðir Innflutningsfyrirtæki óskar eftir að ráða starfsfólk á aldrinum 18-25 ára til framtíðar- starfa við símvörslu, til sendiferða í toll og banka, svo og annarra almennra skrifstofu- starfa. Verslunarmenntun æskileg, svo og einhver starfsreynsla. Umsóknir sendist afgreiðsíu Mbl. merktar: „Símvarsla - 4357" fyrir 20. nóvember nk. ÓLAFSFJÖRDUR nrti Tannlæknir Ólafsjarðarbær leitar að tannlækni til að taka að sér tannlæknaþjónustu í Ólafsfirði. í heilsugæslustöðinni Hornbrekku er tann- læknastofa með öllurrí búnaði. Skriflegar umsóknir þurfa að hafa borist bæjarskrifstofunnifyrir30. nóvember 1996., Búseta mun hafa veruleg áhrif við val um- sækjenda. Frekari upplýsingar veita: Kristinn Hreinsson bæjarritari í síma 466 2151 og Kristján Jóns- son forstöðumaður í síma 466 2480. Leikskóli St. Franciskussystra Stykkishólmi Leikskólakennarar Lausar eru eftirtaldar stöður: Staða aðstoð- arskólastjóra og stöður leikskólakennara. Stöðurnar eru lausar frá og með 1. septem- ber eða eftir nánara samkomulagi. Fyrirhug- að er að ráða leikskólafulltrúa í hlutastarf á vegum bæjarfélagsins. Æskilegt er að þeir, sem ráðnir verða hafi áhuga á að hafa fagleg áhrif á mótun skól- ans ásamt þeim, sem nú starfa við skólann. Hér er tækifærí fyrir samhentan hóp leik- skólakennara að aðstoða við að byggja upp betri leikskóla. Við leikskólann starfa nú 80 börn í blönduðum deildum og 12 fullorðnir auk skólastjóra, í 10 stöðugildum. Stykkis- hólmur er 1300 manna byggðarlag í um 200 km fjarlægð frá Reykjavík. Aðstoðað verður við útvegun húsnæðis. Umsóknarfrestur er til 1.12. 1996. Frekari upplýsingar veita stjórnarmenn leik- skólans, Margrét Thorlacius, og Róbert Jörg- ensen, í síma 438 1128 og bæjarstjóri, Ólaf- ur Hilmar Sverrisson, í síma 438 1136. Meiraprófsbílstjóri Traust þjónustufyrirtæki í Reykjavík óskar eftir meiraprófsbílstjóra, vönum viðgerðum. Góð laun í boði fyrir góðan mann. Umsóknir sendist til afgreiðslu Mbl., merktar: „M - 4088." Hjúkrunardeildar- stjon Óskum að ráða hjúkrunarfræðing sem deild- arstjóra við heilsugæslustóð á Sjúkrahúsi og heilsugæslustöð Vestmannaeyja. Um er að ræða fullt starf og er æskilegt að umsækj- endur geti hafið störf sem fyrst. Heilsu- gæslustöð Vestmannaeyja starfar ítengslum við sjúkrahúsið á staðnum í sama húsnæði en 4 læknar starfa við heilsugæsluna. Um- sóknarfrestur er til 1. desember. Umsóknir sendist til: Heilsugæslustöðvar Vestmannaeyja, Box 400, 902 Vestmanna- eyjar. Allar nánari upplýsingar gefur framkvæmda- stjóri í síma 481 1955. Sjúkrahús og heilsugæslustöð Vestmannaeyja. St. Franciskusspítali, Stykkishólmi Ljósmæður - hjúkrunarfræðingar Ljósmæður - Tvær stöður hjúkrunarf ræðinga með hjúkrunarmenntun Ljósmæður óskast til starfa sem fyrst eða eftir nánara samkomulagi á St. Franciskusspítalann í Stykkishólmi. Bakvaktir skiptast á milli Ijós- mæðra. Hluti af starfinu er mæðravernd á Heilsugæslustöðinni í Stykkishólmi. Hjúkrunarfræðingar Hjúkrunarfræðingar óskast til starfa sem fyrst eða eftir nánara samkomulagi. ***** Vinsamlegast hafið samband og fáið nánari upplýsingar um starfsumhverfi og verkefni spítalans sem og launakjör. Upplýsingar gef- ur hjúkrunarforstjóri, Margrét Thorlacius, í síma 438 1128 (vs.) eða 438 1636 (hs.). Ræstingarstjöri Sjúkrahúsið og Heilsugæslustöðin Húsavík auglýsir laust 70% starf ræstingarstjóra. í starfinu felst: Fagleg og kostnaðarleg ábyrgð á daglegum ræstingum, yfirumsjón með hreingerningum á öllu húsnæði á vegum stofnananna, vinna við ræstingar og hrein- gerningar, mannaráðningar og skipulagning á vinnutíma starfsfólks við ræstingar. Sveigjanlegur vinnutími. Nánari upplýsingar gefa Erna Þorvaldsdóttir, ræstingarstjóri, eða Aldís Friðriksdóttir, hjúkrunarforstjóri, í síma 464 0500 milli kl. 08.00-15.00 virka daga. Umsóknarfrestur er til 30. nóvember nk. og skal umsóknum skilað skriflega til hjúkrunar- forstjóra. Laun samkvæmt kjarasamningi Verkalýðs- félags Húsavíkur og fjármálaráðherra. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Sjúkrahúsið og Heilsugæslustöðin Húsavík. Hárgreiðsla Við óskum eftir íslenskum fagmanni til starfa við stofu okkar í Ósló, Noregi, Salong Tutta A/S. Hringið eða skrifið eftir frekari upplýsingum, sími 0047 66847918 á daginn 0047 22592764 á kvöldin. Rafteiknistofan hf Skrifstofustarf Rafteiknistofan óskar eftir að ráða starfs- mann í 50-70% starf á skrifstofu fyrir- tækisins. Viðkomandi þarf að hafa reynslu af almenn- um skrifstofustörfum, bókfærslu og tölvu- kunnáttu í Word og Excel. Æskilegt er að umsækjandi hafi þekkingu á Opus Alt. Starfið er fólgið í almennum skrifstofustörf- um, bókfærslu, reikningaútskrift, sendiferð- um og símavörslu. Umsóknum, er tilgreini menntun, fyrri störf, skal skilað á afgreiðslu Mbl., merktar: „R - 1532", fyrir 18. nóvember nk. Skattstjórinn í Reykjavík í atvinnurekstrarskrifstofu í Reykjavík eru laus störf til umsóknar. Um er að ræða störf er varða skattskil rekstraraðila. Umsækjendur þurfa að hafa lokið prófi í við- skiptafræði af reikningahalds- og endurskoðun- arsviði eða hafa sambærilega menntun. í launþegadéild embættisins er laust starf til umsóknar. Um er að ræða starf við endurskoð- un skattframtala einstaklinga utan atvinnu- rekstrar. Umsóknir, ásamt upplýsingum um menntun, fyrri störf, meðmælendur og annað, sem umsækjandi vill taka fram, þurfa að berast embættinu fyrir 22. nóvember 1996. Laun eru samkvæmt kjarasamningum opin- berra starfsmanna. Sveinbjörn Strandberg, starfsmannastjóri, veitir nánari upplýsingar og tekur við um- sóknum. Skattstjórinn íReykjavík, Tryggvagötu 19, 150 Reykjavík, sími 560 3600. Hitaveita Suðurnesja Gæða- og starfsmannastjóri Hitaveita Suðurnesja óskar eftir að ráða gæða- og starfsmannastjóra til starfa hjá fyrirtækinu. Starfssvið: Að sjá um gæðastarf (AGS - Altæka Gæða Stjórnun o.fl.) innan fyrirtækis- ins og annast starfsmannamál, fræðslu, þjálfun, o.s.frv. undir yfirumsjón forstjóra. Umsækjendur þurfa að hafa haldgóða menntun, til dæmis á sviði viðskipta, gæða- stjórnunar o.fl. Góða tungumálakunnátta, og þá sérstaklega í ensku, er nauðsynleg. Starfið krefst mikilla samskipta við fólk, bæði innan og utan fyrirtækisins, og gerir miklar kröfur til hæfni og lipurðar í mannleg- um samskiptum. Umsóknareyðublöð og nánari upplýsingar fást á skrifstofu Hitaveitu Suðurnesja, Brekkustíg 36, Njarðvík, og skulu umsóknir berast þangað eigi síðar en 15. nóvember 1996. Hitaveita Suðurnesja.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.