Alþýðublaðið - 10.12.1920, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 10.12.1920, Blaðsíða 2
s Aígraidsla blaðsins er í Aiþýðuhúsinu við tngólfsstræti og Hverfisgötu. Sími 988. Aaglýsingum sé skilað þangað eða í Gutenberg í síðasta Iagi kl. 10 árdegis, þann dag, sem þær eiga að koma í blaðið. Áskriftargjald ein kr. á mánuði. Auglýsingaverð kr. 1,50 cm. eindálkuð. Utsölumenn beðnir að gera skil til afgreiðslunnar, að minsta kosti ársfjórðungslega. þennan, en verði þeir á hinn bóg- inn dæmdir innan þess iíma, bætist dómur þessi við þann dóm. Þeir, sem sýknaðir voru alveg, voru Geir Pálsson, Niels Petersen og Tómas Tómasson. Vafalaust fer dómur þessi fyrir hæstarétt. pískmarkaðnrinn. Khöfn, 9. des. Fréttaritara vorum hefir borist i hendur úrklippa úr norska blað- inu „Nationen" 2. desembe/. Er þar skýrsla frá ræðismaani Norð- manna um fiskmarkaðinn á Norð- ur-Spáni. Alls var innfluttur salt- fiskur árið 1913 14.6 miljónir kg. Frá Noregi 9,6 milj, kg., frá Eng- landi 4,1 milj. kg. og frá íslandi og Færeyjum 0,7 milj. kg. 1918 er ísland álíka hátt og Noregur. 1919 eru 15,4 milj. kg. fluttar alls inn. 6,9 frá íslandi og Færeyjum, 4,i frá Noregi, 3 7 frá Englandí, 0,6 frá New Foundlandi og 0,14 frá Frakklandi. íslenzkur fiskur er nú víða kominn fyrst í röð þar sem norskur fiskur var áður. Þeg- ar norskur fiskur heldur sér nokk- urnvegin er það því að þakka, að hann er ódýrari en sá fslenzki. Yfir höfuð eru gæði norska fisks- ins þó talin lakari en þess íslenzka, sem er mjög fallega hvítur, þunn- ildaþykkur og ætíð vel þur. Verðið á fslenzkum fiski ákveð- ur nú verðið á öllum öðrum fiski, «n það gerði norskur fiskur áður. ALÞYÐöBLAÐIÐ S'.'O norskur fiskur geti staðist samkepni við íslenzkan fisk og færeyskan (sá færeyski seldur með naíninu „Escocia") og skotskan, verður að vanda miklu betur til hans og þurka hann betur. Fiskur frá Sunnmæri er beztur af norsk- um fiski, enda hafa Sunnmærir lært fiskverkun af íslendingum. Norskir kaupmenn selja líka oft fisk þaðan sem íslenzkan fisk. Om dap 09 vegmn. Kveikja ber á hjólreiða- og bifreiðaljóskerum eigi síðar en kl 3 í kvöld. Bioin: Nýja Biosýnir: „íslenzk- ar myndir" og „Málamyndargift ing“. GamlaBiosýnir: „Æskubrek*. ístaka er þegar byrjuð á Tjörn inni, voru margir menn í vinnu við það f gær, að veiða upp ís- inn og aka honum i togara er láu við Hafnarbakkann. Eaftaugarnar. Búið er nú að koma þeim raftaugum fyrir í göt- unum, sem þar eiga að vera, fyrst um sinn, og staura er búið að reisa í útjöðrum borgarinnar. Þeim mönnum, sem að þessu hafa unnið hefir þvf verið sagt upp vinnu, að sinni, því meira er ekki að gera við taugarnar. Atvinnuleysi talsvert er hér f bænum um þessar mundir, og væri ekki vanþörf á, að það yrði rannsakað, hið alira fyrsta. l’augaveiki. Grunur lék á því, að maður er lá veikur á togaran- um Víði úr Hafnarfirði, væri veik- ur af útbrotataugaveiki, en sem betur fer, mun það vera algerlega rangt. Stefán Jónsson docent hefir rannsakað blóð mannsins, og ekki fundið neinar taugaveikis- bákteríur í þvf. Allrar varúðsr er samt gætt, eins og sjálfsagt er, og er maðurinn einangraður hér á sóttvarnarhúsinu. Kappglíman sem augl. er á öðrum stað hér í blaðinu, verður dæmd með nokkuð öðru móti, en hér hefir tíðkast. Vérður keppend- um '„gefið fyrir" þannig, að sá sem beizt glímir getur feogið fleiri stig, þó hann felii engan, e» miðlungsmaðurinn sem fellir all- marga, Vafalaust verður gaman að glímu þessari og fá senniíega- fæíri aðgöngumiða en vilja. íþróttafélag Reykjavíkur bið- ur yngri deildarstúlkur um aó koma f Ieikfimi kl. 7 í kvöld en ekki kl. 6V4 eins og boðað1 var. Nýjum félögum í þá deild veitt móttaka á sama tíma é fimleikahúsi Barnaskólans. Áttræðisafmæli á á morgurc S’gríður Einarsdóttir, Skólavörðu- stíg 24 A. Farþegar er að, norðan komui nú á Lagarfossi, kvarta sáraœ undan því, að skipið hafi tafist algerlega að óþörfu á Siglufirði vegna drykkjuskapar yfirmanna skipsins. Höfðu verið rr.ikil brögð að þessu meðal yfirmanna, bæði Villimoes og Lagarfoss. Er hörmu- legt til þess að vita að yfirmenn þessara skipa skuli gera sig seks um Iagabrot og gefa hásetunum þarmeð íordæmi, Þingið verður að krefjast þess, að öll vínsala sé.- bönnuð á skipum Eimskipafélag& íslands og stjórn félagsins er sið- ferðislega skyld til þess, að setja ofan í við þessa tnenn, og reka þá tafarlaust úr stöðum þeirra, ef þeir bæta ekki ráð sitt. Að þessu verður vikið síðar, hér í blaðinu.. Skipaferðir. Lagarfoss kom f gær með allmargt farþega. Bv. Leifur heppni fór á veiðar. Skjöldur fór til Borgarness. Bv. Kári Sölmundarson og Jótt Forseti komu frá Englandi í nótt». Fyrsta sigling umhveríis jörðina. í ár er 400 ár liðin frá því a® portúgalsmaðurinn P'erdinand Mag- elhaen lagði af stað í siglingu sína umhverfis jörðina; var hann fyrsti maður sera sögur fara af, sem það þrekvirki hafði unnið. í minningu um förina voru hátíða- höld mikil haldin bæði á Spáni,. í Portúgal og Ameríku.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.