Morgunblaðið - 10.11.1996, Page 19

Morgunblaðið - 10.11.1996, Page 19
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 10. NÓVEMBER 1996 B 19 ATVIN NUAUGIYSINGA R Framtíðartækifæri Hvemig lítur framtíðin út hjá þér? Ertu ánægð/ur með það sem þú ert að gera í dag? Við bjóðum þér tækifæri sem gæti breytt lífi þínu fjárhagslega, ef þú ert tilbú- in/n að leggja á þig það sem til þarf. í þetta starf þarf bíl og 100% einbeitingu. Pantaðu viðtal í síma 555 0350. Teiknari óskast Erum að leita að teiknara til að myndskreyta barnabók fyrir börn á aldrinum 3-7 ára. Þeir, sem hafa áhuga, vinsamlegast sendi inn teikningar til afgreiðslu Mbl., ásamt nafni, heimilisfangi og síma, fyrir 25. nóvember nk., merktar: „B - 1208". Öllum umsóknum verður svarað og teikningar endursendar. Hólmavíkurhreppur Tæknifræðingur Hólmavíkurhreppur auglýsir eftir tæknifræð- ingi til starfa hjá hreppnum. Starfsviðið nær yfir almenn störf bæjartæknifræðings, svo sem stjórnun og eftirlit með verklegum fram- kvæmdum á vegum sveitarfélgsins, hönnun, áætlanagerð, gerð útboðsgagna o.s.frv. Auk þess mun tæknifræðingurinn taka við störfum byggingafulltrúa. Umsóknir þurfa að berast skrifstofu Hólma- víkurhrepps, Hafnarbraut 19, 510 Hólmavík, í síðasta lagi þriðjudaginn 26. nóvember 1996. Nánari upplýsingar veita Stefán Gíslason, sveitarstjóri, og Bjarni S. Einarsson, tækni- fræðingur, í síma 451 3510. Sveitarstjóri Hólamvíkurhrepps. & Kaupfélag Árnesinga Verslunar- stjóri/matvöru Þorlákshöfn KÁ hefur falið mér að leita að starfsmanni til starfa sem verslunarstjóri í verslun fyrir- tækisins í Þorlákshöfn. Starfssvið viðkomandi er m.a. við daglega stjórnun starfsmanna við sölu, afgreiðslu og þjónustu við viðskiptamenn fyrirtækisins, framsetningu vöru og uppstillingu, ásamt þátttöku í skipulagningu og áætlanagerð. Leitað er að einstaklingi sem hefur víðtæka þekkingu og reynslu af svipuðum störfum. í boði er starf sem bæði er spennandi og krefjandi. Allar nánari upplýsingar um starf veiti ég á skrifstofu minni sem opin er frá kl. 13.30- 16.30. Umsóknir er tilgreini allar persónulegar upp- lýsingar, menntun og fyrri störf ásamt mynd af umsækjanda, óskast mér sendar fyrir 19. nóvember nk. Teitur Lárusson, Atvinnumiðlun og ráðgjöf- starfsmannastjórnun, Austurstræti 12-14 (4. hæð) Sími 562 4550 101 Reykjavík. Trésmiðir og menn vanir byggingarvinnu óskast til starfa á Þórshöfn, mikil vinna framundan. Um framtíðarstörf er að ræða. Aðstoðað er við útvegun á húsnæði á staðnum. Upplýsingar veittar í síma 468-1415, Dagbjartur á kvöldin og í síma 474-1304 Sævar á vinnutíma. Þ.H. verktakar, Þórshöfn. Starfsmaður óskast til starfa í verslun okkar. Um er að ræða fullt starf, sem felur í sér almenn verslunar- og gjaldkerastörf. Umsækjendur verða að vera eldri en 22 ára. Reynsla við verslunarstörf æskileg en ekki nauðsynleg. Tekið verður á móti umsækjendum milli kl. 16.00 og 18.00 mánudag og þriðjudag. Leikskólar Reykjavíkurborgar óska að ráða eftirtalið starfsfólk í neðan- greinda leikskóla: Fífuborg/Fífurima Leikskólakennari og annað uppeldismenntað starfsfólk í 100% stöðu. Einnig koma til greina tvær 50% stöður eftir hádegi. Upplýs- ingar gefur leikskólastjóri, Elín Ásgrímsdóttir í síma 587 4515. Funaborg/Funafold Leikskólakennara og annað uppeldismennt- að starfsfólk í 100% stöðu og 50% stöðu eftir hádegi. Upplýsingar gefur leikskóla- stjóri, Sigríður Jónsdóttir, í síma 587 9160. Hagaborg/Fornhaga Leikskólakennara og annað uppeldismennt- að starfsfólk í 100% stöðu. Upplýsingar gef- ur leikskólastjóri, Sigríður Sigurðardóttir, í síma 551 0268. Hálsaborg/Hálsaseli Leikskólakennara til afleysingar á deildar- stjórn. Upplýsingar gefur leikskólastjóri, Ólöf Helga Pálmadóttir, í síma 557 8360. Hlíðarendi/Laugarásveg Leikskólakennara og annað uppeldismennt- að starfsfólk í 100% stöðu. Upplýsingar gef- ur leikskólastjóri, Jónína Þorsteinsdóttir, í síma 553 7911. Laufskálar/Laufrima Leikskólakennarar eða þroskaþjálfar óskast í tvær 50% stöður fyrir hádegi, vegna stuðn- ings við einhverf börn. Upplýsingar gefur leikskólastjóri, Lilja Björk Ólafsdóttir, í síma 587 1140. Njálsborg/Njálsgötu Leikskólakennari og annað uppeldismenntað starfsfólk í 100% stöðu. Upplýsingar gefur leikskólakennari, Hallfríður Hrólfsdóttir, í síma 551 4860. Sólborg/Vesturhlíð Leikskólakennari og annað uppeldismenntað starfsfólk í 100% stöðu frá og með áramót- um. Upplýsingar gefur leikskólastjóri, Jónína Konráðsdóttir, í síma 551 5380. Dagvist barna, Hafnarhúsinu, Tryggvagötu 17, sími 552 7277. |$| Slippstöðin hf Rennismiður Slippstöðin hf. á Akureyri óskar eftir að ráða rennismið til starfa sem fyrst. Upplýsingar veitir yfirverkstjóri Ólafur Sverr- isson í síma 461 2700 frá kl. 8-16. r* r%K Tölfwiinila tg kerfidtönnBi ekf. Þjónustufulltrúi Tölvuvinnsla og kerfishönnun ehf. leitar að þjónustufulltrúa til að starfa í þjónustudeild. Umsækjandi þarf að hafa þekkingu á bók- haldi og tölvum, góða skipulagshæfileika og eiga gott með að umgangast starfsmenn og vðskiptavini. Hann þarf að vera jafnvígur á hópvinnu og sjálfstæði í vinnubrögðum. Um er að ræða fjölbreytt starf á góðum vinnu- stað. Helstu notendaumhverfi eru MS-DOS, Windows 3.X/95, Windows IMT, Novell Net- ware og önnur netkerfi. TOK - Tölvuvinnsla og kerfishönnun ehf. hefur starfað frá 1981 vií hugbúnaðargerð og þjónustu fyrir viðskiptavini sína. Starfsmenn eru nú 16 og viðskiptavinir yfir 2.000. Nánari upplýsingar veitir Magnús Árnason í síma 568 7757. Umsóknir sendist til afgreiðslu Mbl. fyrir 15. nóvember, merktar: „T - 96“. Sjúkrahús og heilsugæslustöð Patreksfirði Læknar Stöður yfirlæknis og læknis við Sjúkrahús og heilsugæslustöð á Patreksfirði eru lausar til umsóknar. Um er að ræða 100% stöður á sjúkrahúsi og heilsugæslustöð. Stöðurnar veitast frá 1. og 15. desember nk. eða eftir samkomulagi. Sérfræðimenntun í heimilislækningum æskileg. Sjúkrahús og heilsugæslustöð á Patreksfirði þjónar íbúum Vesturbyggðar og Tálknafjarð- arhrepps. íbúar eru um 1.700. Laun eru samkvæmt kjarasamningi lausráð- inna sjúkrahúslækna. Fyrir almenna læknis- hjálp veitta á heilsugæslustöð greiðist sam- kvæmt samningi Læknafélags íslands og Tryggingastofnunar ríkisins. Umsóknarfrestur er til 17. nóvember 1996. Umsóknir ásamt upplýsingum um nám og fyrri störf sendist stjórn sjúkrahúss og heilsu- gæslustöðvar Patreksfirði. Nánari upplýs- ingar veitir Jón B.G. Jónsson yfirlæknir í síma 456 1110. Ollum umsóknum um stöðurnarverðursvarað. Sjúkrahús og heilsugæslustöð Patreksfirði - reyklaus vinnustaður. Heilsugæslustöðin Bíldudal Hjúkrunarfræðingur óskast til starfa sem fyrst eða eftir samkomulagi. Um er að ræða stöðu deildarstjóra á H stöð. Vinnuaðstaða er þægileg og íbúð í sama húsi. Á Bíldudal er sérlega gott umhverfi fyrir börn, grunnskóli og leikskóli. Lista- og menn- ingarlíf blómstrar á staðnum og félagslíf er gott og skemmtilegt. góð aðstaða er til úti- veru, 9 holu golfvöllur, skíðalyfta og hinar fegurstu gönguleiðir um fjöllin allt í kring. Stutt er í margar kunnar náttúruperlur, s.s. Látrabjarg. Upplýsingar gefur hjúkrunarforstjóri og fram- kvæmdastjóri í síma: 456 1110.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.