Morgunblaðið - 10.11.1996, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 10.11.1996, Blaðsíða 22
22 B SUNNUDAGUR 10. NÓVEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ Islenskar sjávarafurdir Islendingarnir hafa staðið sig vel, vilt þú slást í hópinn? íslenskar sjávarafuróir eru ört vaxandi þjónustufyrirtæki sem sérhæfir sig í öflun, dreifingu og markaóssetningu sjávarafuróa á heimsmarkaði. íslenskar sjávarafurðir hafa endurnýjað samning við rúss- j neska fyrirtækið UTRF á Kamchatka um að hafa umsjón með veiðum og vinnslu 100-120 þúsund tonna fiskveiði- kvóta fyrirtækisins í Kyrrahafi. Hjá íslenskum sjávarafurðum á Kamchatka starfa 24 íslendingar. Ráðnir verða 4 nýir starfsmenn í landi og 10 á sjó til að stýra áframhaldandi uppbyggingu og framgangi þessa mikla verkefnis. >■ Við hvetjum starfsmenn meó rússneskukunnáttu eða reynslu af störfum erlendis til að sækja um. >■ Einnig hvetjum við sjómenn og fiskverkafólk með góða Baader-véla þekkingu til að sækja um. Við bjóðum góðu starfsfólki góð laun fyrir þessi störf. Kamchatka Kamchatka er eldfjallaskagi áfastur austustu sýslum Rúss- lands og er útvörður þess við Kyrrahaf. Strandlengjan er mjög löng og má líkja loftslaginu við hið íslenska. Umhverfis skagann leika aðeins kaldir hafstraum- ar og hafa áhrif á veóurfarið. Sumrin eru því heitari og vet- ur kaldari en á íslandi. í höfuðborginni Petropavlovsk búa rúmlega 300 þúsund manns, borgin er sunnarlega á skaganum, á svipaðri breidd- argráðu og London. Tímamismunurinn á íslandi og Kamchatka er 12 tímar. Því má fara á hnattlíkani frá íslandi beint yfir Norðurpólinn og lenda því sem næst beint á Kamchatka. Laus störf í landi á Kamchatka Fjármálastjóri Ábyrgð á fjármálastjórn og bókhaldi verkefnis ÍS á Kamchatka. > Geró fjárhags-, rekstrar og greiðsluáætlana. > Fjármálaleg umsýsla. > Uppsetning stjórn og vinnsla bókhalds. • Viðskiptamenntun og reynsla af fjármálastjórn og daglegri umsjá og vinnslu bókhalds nauðsynleg. • Góð enskukunnátta nauðsynleg. • Æskilegt að viðkomandi hafi reynslu af alþjóðaviðskiptum. Ráðningatími t'rá desember 1996 til desember 1998 Framleiðslustjóri Ábyrgó og yfirstjórn framleiðslu allra sjávarafurða skipa- flota og framleiðslueininga ÍS á Kamchatka. > Skipulagning framleiðslu og gerð framleiðsluáætlana > Leiðbeiningar og ráðgjöf við uppsetningu gæðakerfa. > Eftirlit með framkvæmd vinnslureglna. • Menntun og reynsla á sviði sjávarútvegs og vinnslu nauðsynleg. • Góð ensku- og tölvukunnátta nauósynieg. • Stjórnunarreynsla nauðsynleg. Ráðningatími frá desember 1996 til desember 1998 Tæknistjóri Ábyrgð á tæknimálum, undirbúningi og framkvæmd við- halds skipaflota verkefnis ÍS á Kamchatka. > Skipulagning á viðhaldi skipaflota. > Gerð fjárhagsáætlana vegna tæknilegs rekstrar og við- haldsverkefna. > Umsjón með framkvæmd breytinga á skipum og stærri viðhaldsverkefnum. > Gerð útboðsáætlana og úrvinnsla þeirra vegna við- haldsverkefna. • Tæknimenntun nauðsynleg. • Góð enskukunnátta nauðsynleg. • Reynsla af stjórn viðhaldsverkefna í skipasmíðum eða skiparekstri nauðsynleg. Ráðningatími frá desember 1996 til desember 1998 Sölu- og markaðsstjóri Ábyrgð og stjórn markaðsstarfs og sölu á framleiðslu verk- efnis ÍS á Kamchatka. > Gerð markaðsathugana og söluáætlana. > Samskipti við kaupendur og aðrar söluskrifstofur ÍS. > Gerð, frágangur og eftirfylgni sölusamninga. • Reynsla af sölu og markaðssetningu sjávarafurða nauðsynleg. • Góð enskukunnátta nauðsynleg. • Góð þekking á sjávarútvegi og sjávarafurðum nauðsynleg. Ráðningatími frá desember 1996 til desember 1998 Laus störf á sjó við Kamchatka Vélstjóri Starfið er í raun tvískipt, að hluta er starfsmaður úti á sjó og sinnir þar eftirliti, úttektum og ástandskönnun á véla- og skipakosti, í landi vinnur viðkomandi að viðhaldsund- irbúningi og skýrslugerð þar að lútandi. Á sjó > Eftirlit, úttektir og ástandskönnun á véla- og skipakosti. > Lagfæringar á véla- og vinnslubúnaði. > Samskipti og skýrslugerð til tæknistjóra. í landi > Undirbúningur viðhaldsverkefna. > Umsjón með framkvæmd minni viðhaldsverkefna. • Vélstjórnarmenntun nauðsynleg. • Góð enskukunnátta nauðsynleg. • Reynsla sem 1. vélstjóri á frystiskipi æskileg. • Kunnátta í viðhaldi Baadervéla æskileg. • Reynsla úrsmiðju æskileg. • Reynsla af stjórn viðhaldsverkefna æskileg. Ráðningatími frá desember 1996 til desember 1998 Vinnslu- og gæðastjórar á móöurskipum Ráðnir verða fjórir vinnslu- og gæðastjórar um borð í móð- urskipin. Þeir bera ábyrgð á framleiðslugæðum vinnslu sinnar vaktar um borð í móðurskipum er vinna fyrir ÍS á Kamchatka. > Umsjón með vinnslu um borð í móðurskipum. > Ráðgjöf og kennsla um borð í móðurskipum. > Uppsetning gæðakerfa og eftirlit með vinnslureglum. • Reynsla af verkstjórn ífiskvinnslu nauðsynleg. • Nokkuð góð enskukunnátta nauðsynleg. • Reynsla af vinnslu um borð í frystitogara æskileg. • Reynsla af eftirliti Baadervéla kostur. Ráðningatími frá desember 1996 til maí 1997 Vinnslu- og gæðastjórar á frystitogurum Ráðnir verða þrfr vinnslu- og gæðastjórar um borð í frysti- togurum, þeir bera ábyrgð á framleiðslugæðum vinnslu sinnar vaktar um borð í frystitogurum er vinna fyrir ÍS á Kamchatka. > Umsjón með vinnslu um borð í frystitogurum. > Ráðgjöf og kennsla í vinnslu um borð í frystitogurum > Ráðgjöf og kennsla á dekki um borð í frystitogurum. > Uppsetning gæðakerfa og eftirlit með vinnslureglum. • Reynsla af verkstjórn og vinnslu á frystitogara nauðsynleg. • Nokkuð góð enskukunnátta nauðsynleg. • Reynsla af vinnslu á dekki og þekking á flottrollum nauðsynleg. • Reynsla af eftirliti Baadervéla kostur. Ráðningatími frá desember 1996 til september og desember 1997 Skipstjórar á frystitogurum ’■ Ráðnir verða tveir skipstjórar á frystitogarana. Þeir bera ábyrgð á veiðum og vinnslu um borð í frystitogurum er vinna fyrir ÍS á Kamchatka. > Stjórnun á veiöum og vinnslu um borð í frysíitogurum. > Framleiðslustjórn. * > Ráðgjöf og kennsla í vinnslu. > Ráðgjöf og kennsla á veiðarfæri. • Skipstjórnarréttindi og reynsla af skipstjórn nauðsynleg. • Góð enskukunnátta nauðsynleg. • Reynsla af vinnslu á dekki og þekking á flottrollum nauðsynleg. • Reynsla af verkstjórn í vinnslu æskileg. Ráðningatími frá desember 1996 til september 1997 Umsóknir um laus störf Nánari upplýsingar aðeins veittar hjá Ábendi. Farið verður með allar umsóknir og fyrirspurnir sem trúnaðarmál. ■ Vinsamlegast sækið um sem fyrst á sérstökum umsóknareyðublöðum sem liggja frammi á skrifstofu Ábendis. ♦ Umsóknarfrestur rennur út um hádegi mánudaginn 18. nóvember 1996 * A Á B E N D I RÁDCIÖF & RÁÐNINCAR >IL AUGAVEGUR 178 S I M I : 5 68 90 99 FAX: 568 90 96

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.