Morgunblaðið - 10.11.1996, Qupperneq 23

Morgunblaðið - 10.11.1996, Qupperneq 23
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 10. NÓVEMBER 1996 B 23 ATVINMUAUGÍY'5/NGAR Egilsstaðir - kennarar Kennara vantar í afleysingar frá desember til maí. Um fullt starf eða hlutastarf getur verið að ræða. Kennslugreinar: Almenn bekkjarkennsla í 5. bekk og stuðningskennsla. Upplýsingar gefa skólastjóri eða aðstoðar- skólastjóri í síma 471 1146. Starfsmenn íþróttamiðstöðin Ásgarður - þjónustumiðstöð - Garðabær auglýsir laus til umsóknar störf við íþróttamiðstöðina Ásgarð. Um er að ræða tvö 100% störf (karl og kona). Unnið er á dag-, kvöld- og helgarvöktum. Æskilegur aldur er 25-45 ára. Leitað er að starfsmönnum með góða þjónustulund og sem eiga gott með að umgangast jafnt börn sem fullorðna. Umsóknum skal skila á bæjarskrifstofu Garðabæjar, Sveinatungu v/Vífilsstaðaveg, eða til forstöðumanns fræðslu- og menning- arsviðs Garðabæjar fyrir 13. nóvember nk. Nánari upplýsingar veitir forstöðumaður fræðslu- og menningarsviðs í síma 565 8066. Bæjarritarinn íGarðabæ. & Kaupfélag Árnesinga Innkaupamaður á sérvöru KÁ hefur falið mér að leita að starfsmanni til starfa sem innkaupamaður á sérvörum fyrir verslanir fyrirtækisins sem staðsettar eru víðsvegar á Suðurlandi. Starfssvið viðkomandi er m.a. við innkaup og samningagerð á ýmiss konar sérvörum í samráði og samstarfi við samstarfsmenn og yfirmann sinn. Leitað er að (topp) einstaklingi sem hefur víðtæka þekkingu og reynslu af svipuðum störfum, viðkomandi þarf að vera ákveðinn og fylginn sér en um leið eiga mjög gott með að umgangast fólk, hafa frumkvæði og metnað til að ná árangri, ásamt því að hafa vilja, getu og þor til að taka þátt í að berjast með mjög framsæknu fyrirtæki í hörðum heimi samkeppninnar á síbreytilegum mark- aði. í boði er starf sem gefur mikla möguleika fyrir framsækinn aðila, ágæt laun, góð vinnuaðstaða og spennandi og krefjandi viðfangsefni/verkefni. Allar nánari upplýsingar um starf veiti ég á skrifstofu minni sem opin er frá kl. 13.30- 16.30. Umsóknir er tilgreini allar persónulegar upp- lýsingar, menntun og fyrri störf ásamt mynd af umsækjanda, óskast mér sendar fyrir 19. nóvember nk. Teitur Lárusson, Atvinnumiðlun og ráðgjöf- starfsmannastjórnun, Austurstræti 12-14 (4. hæð) Sími 562 4550 101 Reykjavík. Framkvæmdastjóri Bygginga og framleiðslufyrirtæki á suðvesturlandi í örum vexti, óskar eftir framkvæmdastjóra. Lýsing: Umsjón með daglegum rekstri, tilboðsgerð, söiu- og markaðsmálum. Kröfur: Framtíðarstarf fyrir framsækinn, duglegan, og sjálfstæðan starfskraft sem hefur haldgóða menntun og reynslu af sölu- og markaðsmálum. Æskileg menntun og reynsla í byggingariðnaði. Krefjandi og spennandi starf fyrir réttan aðila. Umsóknarblöð og frekari upplýsingar fást hjá Ráðningarþjónustunni. Umsóknarfrestur er til 18. nóvember. jlSl RÁÐNINGARÞJÓNUSTAN jón Baldvlnsson, Háaleltisbraut 58-60 Sími 588 3309. fax 588 3659 Mikil vinna! Járniðnaðarmenn Fiskvinnslufyrirtæki á Austfjörðum vill ráða jámiðnaðarmenn nú þegar. Kröfur: Samviskusemi og stundvísi Mikil vinna, húsnæði á staðnum, möguleiki á að útvega maka vinnu á staðnum. Umsóknarblöð og frekari upplýsingar fást hjá Ráðningarþjónustunni. Umsóknarfrestur er til 18. nóvember. RÁÐNINGARÞJÓNUSTAN Jón Baldvinsson, Háaleitisbraut 58-60 Sími 588 3309, fax 588 3659 Ritari Markaðssvið Öflugt iðnfyrirtæki óskar eftir að ráða ritara til starfa á markaðssviði. Starfið felst í móttöku og símsvörun, skráningu pantana, skjalavörslu, bréfaskriftum o.fl. verkefnum. Menntunar- og hæfniskröfur • Stúdentspróf eða sambærileg menntun. • Reynsla af skrifstofustörfum ásamt tölvukunnáttu æskileg. • Þjónustulund og góð framkoma. Reyklaus vinnustaður. Nánari upplýsingar veitir Auður Bjarnadóttir hjá Ráðgarði hf. frá kl. 9 -12. í síma 533 1800. Vinsamlegast sendið umsóknir til Ráðgarðs merktar: “Ritari“ fyrir 16. nóvember n.k. Umsóknareyðublöð fást á skrifstofunni. RÁÐGARÐUR hf STT|ÚRNIUNARQGREKSIRARRÁE)GfÖF Furugtril 5 101 Ruyklavlk Slml 533 1500 Fax: S33 1808 Natfang: rgmldlunatrnknnt.lt HtlmntlSa: http://www.trnkntt.lt/rtdgtrdur Félagsmálastofnun Reykj avíkurborgar Yfirmaður fjármála- og rekstrardeildar Laus er staða yfirmanns fjármála- og rekstr- ardeildar Félagsmálastofnunar Reykjavíkur- borgar. Deildin er ein af þremur megindeild- um stofnunarinnar ásamt fjölskyldudeild og öldrunarþjónustudeild. Fjármála- og rekstrardeild skiptist í fimm svið eftir viðfangsefnum: Fjármálasvið, skrif- stofustjórn, tölvudeild, húsaleigubótadeild og húsnæðisdeild. Yfirmaður fjármála- og rekstrardeildar ber ábyrgð gagnvart félags- málastjóra á öllum þáttum stofnunarinnar er varða rekstur og fjármál. Helstu verkefni yfirmanns eru fjárhagsáætlunargerð, rekstr- areftirlit, aðstoð og ráðgjöf við forstöðumenn stofnunarinnar, hagræðing í rekstri og stjórn- un fjármála- og rekstrardeildar. Hæfnis- og menntunarkröfur: Viðskipta- eða hagfræðimenntun og reynsla af sambærileg- um störfum auk samstarfs- og stjórnunar- hæfileika. Laun eru samkvæmt kjarasamningi Reykja- víkurborgarog Starfsmannafélags Reykjavík- urborgar. Starfið er laust frá 1. janúar nk. Umsóknarfrestur er til 20. nóvember nk. Umsóknum skal skilað til starfsmannastjóra Félagsmálastofnunar, Síðumúla 39, á eyðu- blöðum sem þar fást. Athygli er vakin á því, að það er stefna borgaryfirvalda að auka hlut kvenna í stjórnunar- og ábyrgðarstöðum á vegum borgarinnar, stofnana hennar og fyrirtækja. Félagsráðgjafi Laus er staða félagsráðgjafa við vistunarsvið fjölskyldudeildar Félagsmálastofnunar Reykjavíkurborgar. Um erað ræða tímabund- ið starf í eitt ár. Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst. Vistunarsvið sér m.a. um skipulag og fram- kvæmd ýmissa stuðningsúrræða fyrir börn og unglinga og fjölskyldur þeirra. Æskilegt er að umsækjandi hafi reynslu af vinnu með börnum og unglingum. Nánari upplýsingar gefur Rúnar Halldórsson, forstöðumaður vistunarsviðs, í síma 588 8500 næstu daga. Umsóknarfrestur er til 25. nóvember nk. og skal umsóknum skilað á skrifstofu Félags- málastofnunar, Síðumúla 39, á umsóknar- eyðublöðum sem þar fást. Tilsjónarmenn/per- sónulegir ráðgjafar Félagsmálastofnun Reykjavíkurborgar óskar eftir að ráða fólk til starfa sem áhuga hefur á mannlegum samskiptum. Um er að ræða hlutastarf sem felur í sér að hafa tilsjón með börnum og unglingum 20-40 tíma í mánuði. Starfið felur í sér stuðn- ingshlutverk við barn eða foreldra (skv. 21. gr. laga nr. 58/1992 um vernd barna og unglinga) og fer vinnan fram bæði utan og innan heimilis barnsins. Við leitum að fólki, sem hefur áhuga á mál- efnum barna og er æskilegur aldur umsækj- enda 25 ára og eldri, lágmarksaldur umsækj- enda er 20 ár. Nánari upplýsingar veitir Harpa Sigfúsdóttir, félagsráðgjafi, í síma 588 8500 milli kl. 13 og 16 nk. mánudag, þriðjudag og miðvikudag.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.