Morgunblaðið - 10.11.1996, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 10.11.1996, Blaðsíða 2
2 C SUNNUDAGUR 10. NÓVEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 10. NÓVEMBER 1996 C 3 FERÐALOG FERÐALOG GOLDEN Gate og allar hinar brýrnar, fangaeyjan Alcatraz úti á flóanum og þreyttir sporvagnar í bröttum brekkum. Gamlir hippar og jarðskjálftar. ímynd San Francisco. Og borgin er allt þetta og svo miklu meira. Þegar maður fer alla leið frá ís- landi til San Francisco í sólskinsrík- inu Kaliforníu, kemur á óvart hvað þar er svalt. Á sumarmorgni er ráð- legt að hafa peysuna með sér í bæjarröltið, því þoka utan af hafi liggur meðfram ströndinni og þrjóskast við að leysast upp. Um hádegi hefur yfirleitt dregið frá sólu og þá er hlýtt. En aldrei kæfandi hiti. Hitinn er reyndar afstæður í þess- ari borg. Á meðan fólk hleypir í herðarnar niðri á bryggju og bölvar köldu sjávarloftinu eru íbúar í öðr- um hverfum borgarinnar í sumar- blíðu. Borgin stendur á hólum og hæðum og sums staðar er alltaf blíða. Til dæmis segja íbúar í Missi- on hverfi, sem flestir eru af suður- amerísku bergi brotnir, að þar sé miklu hlýrra en við ströndina. Og í gamla hippahverfinu Haight- Ashbury er sömu sögu að segja. Það er gott að hefja dvöl sína í San Francisco á því að verða sér úti um gott götukort. Þessi borg er nefnilega hlýlegur smábær, um leið og hún er amerísk stórborg. Það er hægt að ganga hana þvera og endi- langa, en auðvitað verður fólk að sætta sig við brekkurnar. Og þær geta verið brattar. Sums staðar er brattinn svo mikill, að engar gang- stéttir eru við hlið akreinanna. Þess í stað eru tröppur. Samt þreytist maður einhvern veginn síður í þess- ari borg en öðrum. Það er allt of mikið að sjá, húsin of falleg, fólkið of viðmótsþýtt. Almenningssamgöngur En stundum er auðvitað allt í lagi að sleppa gönguferðunum. Þá er ráð að rölta niður tröppur á næsta horni og taka einhvern af neðanjarðar- vögnunum, MUNI, sem þar renna um teina. Kerfið er ótrúlega einfalt. Til dæmis er hægt að ná vagni nið- ur í miðbæ úr hvaða hverfi sem er, á tíu til fimmtán mínútna fresti. Og eftir að niður í miðbæ er komið er hægt að fara einni hæðinni neðar og taka BART, hraðlestir sem flytja fólk um allt stór San Francisco svæðið. Að auki renna venjulegir strætisvagnar um allar götur, bæði á teinum og hjólum. Ferðalangar ættu að verða sér úti um passa í MUNI, því þeir eru fljótir að borga sig og gilda jafnt í neðanjarðarkerf- ið og strætóana. Lestarnar eru hins vegar dýrari, en enginn leggst nú í löng ferðalög með þeim á hvetjum degi, svo kostnaðurinn er ekki óyfir- stíganlegur. Ferð úr miðbæ San Francisco að Berkeley háskóla í Oakland kostar til dæmis aðeins 180 krónur. Eitt fargjald í MUNI og strætó kostar rúmar 60 krónur, en um leið fá ferðalangar skiptimiða í hendur og gildir hann í D/2 tíma. Hægt er að nota skiptimiðann tvisv- ar á þeim tíma. Allar upplýsingar um samgöngur, gistingu og annað er til dæmis hægt að fá á upplýs- ingarmiðstöð ferðamanna, sem er við Powell-neðanjarðarstöðina, skammt frá Union torgi. Best er þó að kynnast borginni gangandi. Miðbærinn sjálfur er á litlu svæði við Union torg. Þar eru stórar og miklar verslunarhallir Macy’s og Saks Fifth Avenue og fjöldi smærri verslana, sem skarta vörum frá þekktustu tískuhúsum heims, auk allra ódýrari merkja. Ætli fólk sér að kaupa ódýran fatn- að í Ameríkuferðinni er San Franc- isco þó ef til vill ekki besti kostur- inn, því borgin þykir fremur dýr á mælikvarða heimamanna. Sé ís- lensk mælistika notuð er verðlagið þó þolanlegt. Fjármálahverfí San Francisco teygir háar bankabyggingar sínar yfir verslunarhallir miðbæjarins. Ferðamönnum skal hins vegar bent á að gæta sín í miðbænum, því ekki þarf að ganga nema skamman veg til að lenda inni í hinu íllræmda Tend- erloin hverfi. í raun er með miklum ólíkindum að eitt versta glæpahverfi SAN Francisco búar státa af hlykkjóttustu götu í heimi, með átta kröpp- um beygjum. Efst í götunni er stórkostlegt útsýni í allar áttir, en fyrst verða menn að leggja á sig að fara upp allar tröppurnar, sem eru í stað gangstéttar í snarbrattri götunni. Þar sem brekkur og brýr skapa sérstaka umgerð Góðir gönguskór, götukort og grunnþekking ó almennings- samgöngukerfinu. Með þetta í farteskinu eru ferðalangar albúnir að takast ó við San Francisco. Hannq Katrín Friöriksen bjó að þessum atriðum og komst vel fró dvölinni I borqinni bröttu ó vesturströnd Bandaríkjanna. borgarinnar eigi landamæri sín að hverfi dýrra verslana, lúxushótela og banka, en svona er það nú samt. Ferðalangar eru varaðir mjög við að fara inn í þetta hverfí á daginn og það þykir óðs manns æði að rölta þar um á kvöldin. Afþreylng af ýmsu tagi Á kvöldin er nóg um að vera í San Francisco. Auk venjulegra knæpa og dansstaða er þar fjöldinn allur af jass- og blúsbúllum og leik- hús eru fjölmörg. Á Geary Street, mitt á milli Union torgs og hins skelfilega Tenderloin hverfis, eru nokkur leikhús. Þar er hægt að mæla með hreint frábærri sýningu á Leikhúsdraugnum (Phantom of the Opera) í gömlu, virðulegu en fremur litlu leikhúsi, Curran Thea- tre. Miðinn á sýninguna kostaði um 3.500 krónur á mann, en verðið er misjafnt eftir því hvar setið er. Lík- ur eru á að sýningin gangi enn um hríð, því nánast hefur verið uppselt í þrjú ár samfleytt. Listunnendur geta einnig valið úr söfnum af ýmsum toga. Hér skal aðeins eitt nefnt til sögunnar, MOMA, eða Museum Of Modern Art. Safnið , sem opnað var árið GAMALL sporvagn erfiðar upp á brekkubrún. í baksýn er Alcatraz eyja. AF norðurenda Golden Gate sést yfir til bæjarins Sausalito, sem er áfangastaður margra sem leggja leið sína yfir brúnna á fæti. Gengið yfir Golden Gate HIPPAHVERFIÐ Haight-Ashbury ber enn svip liðins tíma. ÞEKKTASTA mannvirki San Francisco borgar er án efa Golden Gate brúin. Hún er ekki lengst brúa við San Francisco flóann, en ferða- langar láta sér hinar litlu skipta og flykkjast að ryðrauðri stál- brúnni, sem liggur frá suðri til norðurs út við ströndina. Mikil bílaumferð er yfir Golden Gate, en þar eru gangandi vegfar- endur einnig fjölmennir og margir taka þann kostinn að hjóla. Það er líka þess virði að fara yfir brúna þó maður eigi ekki brýnt erindi. Handan við hana er nefnilega ýniis- legt að sjá og skoða, til dæmis rík- mannlegt, Iitið þorp, sem nefnist Sausalito. Einn dagur í San Francisco var frátekinn fyrir gönguferð yfir Golden Gate til Sausalito og svo átti að taka ferju til baka yfir í Fisherman’s Wharf. Að gefnu til- efni skal göngugörpum bent á að klæða sig vel, áður en lagt er á brúna, því á brúargólfinu er næð- ingur og kuldi, þrátt fyrir að borg- arbúar í skjólsælum úthverfum baði sig í sól og hita. Róleg ganga yfir Golden Gate tekur um hálfa klukkustund, en för þeirra sem stoppa oft til að taka myndir lengist léttilega upp í klukkustund. Á brúnni er að finna upplýsingar um byggingartíma brúarinnar og hverjir stóðu þar að verki. Eftir aldarlangan draum var haf ist handa við bygginguna þann 5. janúar 1933 og brúin var opnuð fyrir umferð 28. maí 1937. Brúnni er haldið mjög vel við, enda segir sagan að um leið og málarar hafi lokið við að mála hana þurfi þeir að byija aftur á verkinu. Undir suðurhluta brúarinnar er virki, sem varðar innsiglinguna að San Francisco flóa. Virki þetta mátti ekki fjarlægja þegar brúin var byggð og var brugðið á það ráð að byggja brúna yfir virkið. Vegfarendur uppi á brúnni sjá því beint ofan á virkið, en áhugasarnir geta einnig komið þar við. Við norðurenda brúarinnar tók breið hraðbraut við, en á litlu bíla- stæði var veitingasala fyrir ferða- menn. Leiðin til Sausalito var ekki merkt sérstaklega, en heimamenn höfðu upplýst, að ganga þyrfti stuttan spotta meðfram hraðbraut- inni og beygja svo niður fyrsta af- leggjara til hægri. Þessum leiðbeiningum var fylgt, en lengi vel bólaði ekkert á skilti, sem gaf til kynna að Sausalito væri framundan. Lítil umferð var um hlykkjóttan veginn, sem var eins gott, þvi engin gangstétt er með- fram honum, aðeins mjó malar- ræma. Áfram var arkað og loks birtist skilti, sem staðfesti að þorpið væri vissulega framundan. Frá Golden Gate að Sausalito er um klukkustundar gangur, en út- sýnið yfir flóann er fagurt, svo tíminn leið hratt. í Sausalito býr greinilega fólk með þokkalegar tekjur. Húsin eru reisuleg og skútur og hraðbátar vagga í höfninni. Það vakti athygli, en ekki mikla hrifn- ingu, að bæjarbúar virtust líta á bæinn sem ítalskan frekar en banda- rískan, alla vega mátti ráða það af nafngiftum. Kaffihús, gistiheimili, fjölbýlishús, jafnvel götur, báru nöfn sem visuðu til þekktra staða á ítölsku Rivíerunni. Óverju margir gestir voru i Sausalito þennan dag, enda stóð listahátíð í bænum sem hæst. Því var nóg um sýningar og ýmsar uppákomur, en að þeim slepptum hefði þó enginn verið svikinn af gönguferðinni í björtu og fallegu veðri. Eftir nokkurra klukkustunda við- dvöl í Sausalito var rölt niður á bryggju. Þaðan fara feijur á hálf- tíma fresti yfir að bryggjunni við enda Market Street, í miðborg San Francisco. Siglingin var góður end- ir á skemmtilegri dagsferð, því borgin blasti við á stjórnborða og Alcatraz eyjan með fangelsinu al- ræmda á bakborða. Fetjumiðinn, sem kostaði 4 dollara, gilti svo sem skiptimiði í strætisvagna, svo ferða- langar komust heim á gistiheimili.H 1935, stærir sig af að eiga verk eftir alla helstu meistara 20. aldar- innar. Nýtt hús var byggt yfír safn- ið á síðasta ári og er það listaverk arkitektsins Mario Botta enn ein fjöður í hatt safnsins. Eins og við er að búast vantar ekki bíóin í Bandaríkjunum. Nýjustu myndirnar eru um alla borg, en hér er vert að nefna sérstaklega tvö sérstök kvikmyndahús. Annað þeirra er Castro-bíóið á samnefndri götu. Bíóið er í raun með kvik- myndahátíð allan ársins hring og skjóta ýmis þemu upp kollinum. Stór salurinn hefur greinilega verið óbreyttur í áratugi. Fyrir sýningu spilar gamall og virðulegur maður á Wurlitzer-orgel og rétt áður en sýning hefst sígur' orgelið rólega niður, á meðan hann spilar gamla slagara af miklum móð. Þessi skemmtilega stemmning er aðeins forsmekkurinn að því sem koma skal, því áhorfendur í Castro-bíói eru vel með á nótunum og klappa og blístra til að sýna velþóknun sína þegar gamlar stjörnur birtast á tjaldinu. Hitt bíóhúsið er í Haight-Ashbury. Það var stofnað af hugsjónafólki, enda skýrt tekið fram við innganginn að það sé ekki rekið með gróðasjón- armið í huga. í þessu húsi eru sýríd- ar ýmsar ofur venjulegar bíómyndir, en hið óvenjulega við bíóið sjálft er að þar sitja gestir í djúpum sófum og njóta myndarinnar. Hlppar í Haight-Ashbury Haight-Ashbury hverfið, sem dregur nafn sitt af tveimur götum sem skerast í miðju hverfinu, var Mekka hippatímabilsins. Um síðustu aldamót var þar virðulegt hverfi reisulegra viktoríanskra húsa, en eftir jarðskjálftann mikla 1906 hrak- aði hverfínu nokkuð. Upp úr 1965 streymdu hipparnir í hverfið, heillað- ir af gömlu timburhúsunum og ekki síður Golden Gate garðinum, sem liggur samsíða hverfinu. Hverfið ber enn skýr merki hippamenningarinn- ar og Bláa einhyrningskaffíð á horni Haight og Ashbury er þar enn. Þar eru líka rosknir hippar á sveimi, sem virðast hafa dagað þarna uppi. Vilji ferðalangar feta í fótspor annarra ferðalanga, þá má benda á að allir virðast fara í Fisherman’s Wharf, sem er áreiðanlega ein fjöl- sóttasta bryggja í heimi á sumrin. Þar er ótalinn fjöldi lítilla veitinga- staða, sem að sjálfsögðu leggja flest- ir áherslu á sjávarrétti. Eitt einkenni á bryggju þessari er urmull sæljóna, sem sóla sig á litlum flotbryggjum. í nágrenninu eru svo alls konar vax- myndasöfn, draugahús og minja- gripaverslanir. Fisherman’s Wharf er svo fjölsóttur staður, að segja má að ferðamenn hafi nánast gert ferðamönnum ómögulegt að njóta hans. Heimamenn halda sig yfirleitt fjarri. Alcatraz Enn eru ótaldir ijölmargir áhuga- verðir staðir. Enginn ætti að sleppa siglingu út í eyjuna Alcatraz. Nafnið eitt nægir til að mörgum verði um og ó, en fangelsi hefur þó ekki verið rekið þar síðan 1963. Fangelsið var alræmt og aðeins allra hættulegustu glæpamenn hlutu þá grimmilegu refsingu að vera dæmdir til vistar á Klettinum. Glæpaaldan á bannárun- um þótti sýna nauðsyn á svo einangr- uðu fangelsi, því þrátt fyrir að stutt sé til San Francisco þá eru straumar í flóanum svo þungir og sjórinn svo kaldur að engum fanga tókst að flýja þaðan. Fangelsisbyggingin er kulda- leg, klefarnir örsmáir og yfirþyrm- andi einangrunin, sem fangar fundu enn meira fyrir þegar ómur af gleði og glaumi borgarbúa barst til þeirra með andvaranum, er áþreifanleg þegar gengið er þar um sali. Það er óhætt að mæla með feijuferð þang- að, og ennfremur með því að fólk leigi vasadiskó með snældu í til þess að fá allar upplýsingar beint í æð um leið og fangelsisbyggingin er skoðuð. Pakkinn kostar um tíu doll- ara, en á háannatíma yfir sumarið þarf að panta slíka ferð með minnst sólarhringsfyrirvara. San Francisco er fjölbreytt borg og allir geta valið sér gistingu við hæfi, hvort sem er í glæsilegum, fimm stjörnu hótelum í miðborginni eða ódýrari gistiheimilum um alla borg. Ódýrasti kosturinn, og sá sem er líklegastur til að færa borgina nær ferðalangnum, er sá að leigja her- bergi í heimahúsi. Það er gott að heimsækja San Francisco og fá lyklavöld í reisulegu timburhúsi við bratta götu. VEITINGASTAÐIR í San Franc- isco eru óteljandi og það er sagt að í engri annarri bandarískri borg sé veitingahúsaflóran jafn lit- rík. Þá er ómögulegt annað en að hrífast af kaffihúsun- um sem eru þarna á hveiju götuhorni, lítil og notaleg, stór og glæsileg og allt þar á milli. Víða eru líka litlir kaffibarir sem heimámenn sækja á leið í eða úr vinnu og þess á milii með fantinn sinn og kaupa kaffí „to go“, eða til þess að taka með sér. Sjálfum sér sam- kvæmir eru Bandaríkja- menn búnir að finna ráð gegn því að kaffið kólni á leiðinni á áfangastað - þeir eru allir með fanta með áskrúfuðu loki og síðan drekka þeir kaffið í gegnum þartil- gerð göt á lokinu. Það er auðvelt að verða sér úti um handbækur með upplýsingum um veitingastaði í hveiju borgar- hverfi fyrir sig, en hér verða nefnd- ir nokkrir staðir sem reyndust vel. Eblsu Þessi japanski veitingastaður er á horninu á 9th Avenue og Irving Street í gamla hippahverfinu rétt hjá Haight Ashbury. Af fólki sem þekkir tii, er Ebisu sagður besti sushi staðurinn I San Francisco og unnendur japanskrar matargerðar- listar ættu ekki að láta hjá líða að borða þar. Þar er þó einn hængur á, staðurinn er mjög eftirsóttur og ekki tíðkast að taka frá borð fýrir gesti. Fyrstur kemur, fyrstur fær. Það eina sem er til ráða er að mæta tímanlega, svona einum til tveimur tfmum áður en áætlað er að setjast að snæðingi, skrifa nafn og fjölda gesta á þar til gerðan lista og bíða. Til biðarinnar er ætluð lít- il forstofa og eins er hægt að hverfa frá eftir að hafa fengið upplýsingar um áætlaðan biðtima hjá þjónum staðarins. Maturinn er fyrirhafnar- innar virði og ódýr miðað við það sem gengur og gerist í borginni. Sushi úrval fyrir tvo með bjór kost- aði um 2.500 til 3.000 krónur. 2223 Market Street Ofarlega á Market Street, einni aðalgötu borgarinnar, liggur þessi veitingastaður sem býður helst Út að borða Morgunblaðið/Hanna Katrín PLANET Hollywood, vinsæll veitingastaður meðal heimafólks jafnt sem ferðalanga. uppá ljúffenga og vel útilátna kjöt- rétti. Staðurinn er mikið sóttur af ungu fólki og ráðlegt að panta borð fyrirfram, sérstaklega fyrir helgar. Verð er frekar hátt, máltíð fyrir tvo; fordrykkur, aðalréttur og gott rauðvín kostaði um 100 doll- ara, eða 6.500 krónur. Café Akimbo Pínulítill franskur veitingastaður á þriðju hæð í mjórri verslunargötu sem liggur út af Union torgi i miðbæ borgarinnar, nánar tiltekið við 116 Maiden Lane. Þetta er reyndar nokkuð sérstök gata fyrir þær sakir að Chanel greiddi offjár fyrir réttinn til þess að láta loka henni fyrir bílaumferð. Við enda götunnar er því forláta hlið og í götunni sjálfri fjöldi lítilla stóla og borða fyrir viðskiptavini fínu búð- anna. Akimbo er afskaplega lítill stað- ur, tekur í mesta lagi þijátíu gesti. Þarna er mikið um að vera í hádeg- inu en aðeins rólegra á kvöldin. Matreiðslan er mjög frönsk og er bæði boðið upp á kjöt- og físk- rétti. Þó maturinn sé góður er ráð- legt að spara sig aðeins fram að eftirréttunum sem eru hættulega gimilegir. Þjónarnir kunna líka sitt fag, um leið og þeir spyija hvort bjóða megi eftirrétt, sveifla þeir bakka með freistandi úrvali af hreinasta sælgæti fyrir framan gestina sem þurfa að vera heldur betur staðfastir til þess að neita. En ein kaka dugar vel fyrir tvo, SUM gömlu viktoríönsku húsin stóðu af sér skjálftann mikla 1906. í baksýn gnæfa háhýsi fjármálahverfisins. Morgunblaðið/Hanna Katrín GOLDEN Gate brúin er oftar en ekki sveipuð þoku. svona bara til þess að smakka. Máltíð fyrir tvo, forréttur, aðalrétt- ur, vín, kaffí - og eftirréttur - kostaði 80-100 dollara, eða um 5.200 til 6.500 krónur. Café Bastille Kræklingar, matreiddir á alla hugsanlega vegu, eru aðalsmerki þessa skemmtilega franska veit- ingastaðar sem er á Beld- : en Place, örlitlu stræti upp af Bush Street, í göngu- færi við Union torg. Á boðstólum eru líka ljúf- fengir fiskréttir. Staður- inn er vinsæll í hádeginu, þá eru borð og stólar úti á götu, innan um kyrr- stæða bíla og ruslatunnur og skondið að sjá fína fólkið hola sér þar niður eins og ekkert sé. Sjálfur staðurinn er skemmtilega mnréttaður í einföldum nútímaleg- um stíl og risastór bar setur sterk- an svip á umhverfið. Planet Hollywood Það er ákveðin upplifun að borða á Planet Hollywood, en staðurinn er í miðbænum, við Stockton Street. Á annatíma getur verið nokkur bið eftir borði, en það er ýmislegt sem gleður augað á meðan á biðinni stendur. Planet Hollywood er dæmi- gerður amerískur skyndibitastaður með fínum formerkjum þó og er sérstakiega hægt að mæla með for- réttum staðarins. Máltíð fyrir tvo, vel útilátnir forréttir, eftirréttir og bjór, kostaði um 70 doilara, eða um 4.500 krónur. Naper’s Deli í miðju þreytandi búðarápi er gott að setjast niður á þægilegum stað þar sem hægt er að fá eitthvað létt og fljótlegt í svanginn. Eðli málsins samkvæmt em því margir slíkir staðir í helsta verslunarhverfi borgarinnar í miðbænum. Einn er Naper’s Deli í Hyatt hóteli við Uni- on torg. Þetta er skemmtilegur sam- loku- og salatbar þar sem hægt er að setjast að borðum bæði inni og úti. íjónustan er fín, enda verðið aðeins hærra en gengur og gerist á svipuðum stöðum. Kjúklingasalat með rauðvínsglasi kostar 20 dollara á mann, eða 1.300 krónur. ©

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.