Morgunblaðið - 10.11.1996, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 10.11.1996, Blaðsíða 1
SJÁLFSTÝRÐ UMFERÐ - GJÖLDUMAFRAFBÍLUM VERÐI AFLÉTT- DUGMIKILL L200íNÝJUMBÚNINGI- MERCEDES-BENZ VITO íREYNSL UAKSTRI PEUGEOT 406 1996 SUNNUDAGUR10. NÓVEMBER BLAÐ I $ TÍMAMÓTABÍLL Komdu og reynsluaktu. Verð frá._ 1.48O.000 PEUGEOT - þekktur fyrir þœglndl Nýbýlavegi 2 Sími 554 2600 Tekjur ríkis- sjóðs of bílum ERÐUR var samanburður milli nda árið 1991 á því hversu stór- í hluta af tekjum ríkissjóðs ætti rekja til bíla. í þessum imanburði trónuðu Islendingar næstefsta sæti á eftir Frakk- ndi en rekja mátti 16,1% af kjum ríkissjóðs á íslandi til bíla. já nágrönnum okkar Svíum var ;tta hlutfall 8,3% en hjá Finnum 1,3%. Hlutfallið var lægst í Jap- í. Þar varð það 3,7%. Banda- kjamenn voru næstlægstir með 4%. Samkvæmt nýrri áætlun 'nhagsskrifstofu fjármálaráðu- íytisins verða tekjur íslenska ksisins af bílum á þessu ári enn erri, eða 17,1%. Tekjurnar ekka úr 18.662 milljónum króna árið 1995 20.655 milljónir króna. T Glæsilegur Coupé ú tæpar 1,5 milljónir MÉGANE Coupé er glæsilega hannaður bíll. RENAULT hefur skapað heila fjölskyldu í kringum nýja Mégane bílinn sem kom fyrst á markað á síðasta ári. Bíllinn kom fyrst á markað í fimm dyra hlaðbaksút- færslu. Nú er hann fáanlegur í 2ja dyra sportútfærslu, Coupé, og einnig sem lítill fjölnotabíll og heitir þá Scénic. Sportbíllinn fæst í tveimur útfærslum, með 1,6 lítra og 2ja lítra vélum og er nú fáan- legur hér á landi. Þetta er glæsilega hannaður bíll með fallegum línum. Umboðs- aðilinn, Bifreiðar og landbúnaðar- vélar, getur reyndar vel við unað því auk þess að bjóða sportút- færsluna af Mégane, hefur fyrir- tækið á boðstólum Hyundai Co- upé, sem hefur verið vel tekið hér á landi. Lágvær vél Vélin er 90 hestöfl og segir þýska bílablaðið Auto, Motor und Sport að hann sé 11,5 sekúndur úr kyrrstöðu í 100 km hraða á klst og hámarkshraðinn sé 187 km á klst. Vélin er ákaflega þýð og hljóðlát, nánast lágvær, og fer vel í bílnum. Fimm gíra handskipt- ing er létt og liðug. Ágætlega fer KÚPT form eru einnig í innanrýminu. um ökumann og farþega sem sitja fremur lágt í velformuðum sætum sem halda vel við líkamann ef beygjurnar verða krappar. Aftur- sætin eru, eins og vænta má í Coupé, lítil og þröng. Það vaknar svolítil Formula 1 tilfmning við að aka Mégane Coupé. Bíllinn kostar 1.468.000 krón- ur. Hann er ágætlega búinn, m.a. með vökvastýri, útvarpi/segul- bandi með fjarstýringu í stýri og sex hátölurum, fjarstýrðum samlæsingum, þjófavörn og tveimur líknarbelgjum. Mégane Coupé með 2ja lítra, 16 ventla vélinni, 150 hestafla, kostar 1.998.000 krónur. Hann er auk þess sem ofan er talið á 18 tommu álfelgum og með vindskeið. Mégane Scénic verður fá- anlegur hjá B&L snemma á næsta ári. ■ Söluæði í Frakklandi 12,2% söluaukning varð á bílum í Vestur-Evrópu í september vegna stóraukinnar eftirspurnar eftir nýjum bifreiðum í Frakk- landi, að sögn sambands evr- ópskra bílaframleiðenda, ACEA. Sambandið segir að söluæði hefði gripið um sig í Frakklandi vegna þess að kaupendur hefðu viljað njóta góðs af áætlun frönsku stjórnarinnar um afslátt af nýjum bilum í stað gamalla, en það tilboð gilti út september- mánuð. Skráning nýrra fólksbíla jókst í 971.600 í september úr 865.600 í sama mánuði í fyrra, en ACEA segir að vegna afslátt- arins fáist ekki rétt mynd af markaðnum. Það sem af er árinu hefur sala aukizt um 6,7% í rúmlega 10 milljónir nýrra bíla í 15 aðild- arlöndum ESB og auk þeirra Noregi, Sviss og Liechtenstein. Skýringin á september aukn- ingunni var aðallega 85,7% sölu- aukning í Frakklandi, en staðan veiktist á öðrum stórum mörk- uðum í Evrópu eins og Bretlandi og Ítalíu. Frönsku afslættirnir, sem eru kenndir við Alain Juppe forsæt- isráðherra og kallaðir Juppettes, voru innleiddir fyrir ári til að styrkja markaðinn, sem stóð höllum fæti vegna þess að fyrri 17 mánaða afsláttaáætlum var lokið. Afsláttakerfíð jók bílasölu í Frakklandi um 13,6% fyrstu níu mánuði þessa árs. ACEA hefur endurskoðað spá sína um vöxt í bílasölu á árinu í rúmlega 4%, sem er minna en aukningin fyrstu níu mánuðina 1996. Á sama tíma og salan jókst í Frakklandi í september minnk- aði salan um 1,4% í Bretlandi og um 8,5% á Ítalíu, en þar eins og í öðrum Evrópulöndum hækka stjórnvöld skatta og draga úr útgjöldum til að full- nægja skilyrðum fyrir sameigin- legum gjaldmiðli Evrópu. ■

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.