Morgunblaðið - 10.11.1996, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 10.11.1996, Blaðsíða 3
2 D SUNNUDAGUR 10. NÓVEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ BÍLAR Activa V-6 CITROEN hefur uppi áform um að bjóða flaggskip sitt, Xantia Activa, með 3ja lítra V-6 vélinni sem PSA sam- steypan smíðar. Vélin skilar 194 hestöflum og 88% af há- markstogi vélarinnar næst, við 2.000 snúninga á mínútu sem skilar 228 km hámarkshraða. Sala á Activa V-6 með bein- skiptingu hefst í þessum mán- uði í Frakklandi. Vehi-Cross á markaó ISUZU hefur sölu á Vehi- Cross jeppanum í apríl á næsta ári. Fyrirtækið ætlar að fram- leiða takmarkaðan fjölda bíla til sölu í Japan. Bíllinn verður á grind af Trooper og með V-6 vél. Heimildir herma að bíllinn verði í litlu frá- brugðinn hinni nýstár- legu frumgerð sem smíð- uð var árið 1993 af hönn- unarmiðstöð Isuzu í Birmingham. Hönnuninni stýrði Simon Cox sem áður starfaði fyrir Lotus. Dugmikill Mitsubishi L200 í nýjum búningi HEKLA hf., sem hefur umboð fyrir bíla frá Mitsubishi, býður nú end- urnýjaðan L 200 pallbílinn sem ver- ið hefur í boði hérlendis í alimörg ár. Hann er fáanlegur sem fyrr með 2,5 lítra dísilvél með forþjöppu og millikæli, er afturdrifinn en með tengjanlegu aldrifi, háu og lágu og býður ýmis þægindi. L 200 er orðinn ávalari í útliti og betur búinn hið innra. Þetta er fyrst og fremst atvinnutæki en þó má segja að með áorðnum endur- bótum sé hann fullfær um að gegna hlutverki fjölskyldubíls, þ.e. þeirra sem vilja dugmikinn ferðabíl og fjöl- hæfan. Eins og áður er getið er L 200 orðinn mun ávalari í útliti og er all- ur„mýkri“ tilsýndar. Hann er örlítið lengri, breiðari og hærri en segja má að grunnurinn hafi ekki breyst: Pallbíll með tvöföldu húsi, fimm manna, pallurinn 1,5 m langur og uppbygging og fyrirkomulag er allt hið sama. Það sem sést eru þessar nýju mjúku línur. Stílhreinn hið innra Yfirbragð L 200 að innan er ósköp stílhreint og venjulegt. Þar er lika búið að „mýkja“ helstu línur en þó hefur ekki verið gengið eins langt í því að innan og utan. Hag- kvæmnin ræður ríkjum í frágangi á mælaborði, allt er skýrt og að- gengilegt, gír- Morgunblaðið/Arni Sæberg L 200 er nú boðinn í breyttri mynd. Vill aö gjöldum verði aflétt af rafbílum GÍSLI Jónsson prófessor í raforku- verkfræði hefur ritað fjárlaganefnd Alþingis bréf og farið fram á að þungaskatti og vörugjaldi verði af- létt af rafbílum. Gísli segir að vand- fundið sé land þar sem notkun raf- bíla sé jafn kjörin og á íslandi. Notkun þeirra sé þó gerð nær ómöguleg vegna ósanngjarnrar skattlagningar og óeðlilegrar verð- lagningar á raforku til rafbíla. Gísli hefur fengið jákvæð viðbrögð frá tryggingafélögum um lægra trygg- ingariðgjald fyrir rafbíla en bensín- og dísilbíla, vegna minni áhættu, en hámarkshraði rafbíla er 100 km á klst og er í mesta lagi ekið 10 þúsund km á ári. Gísli segir að málið sé nú í skoð- un hjá fjárlaganefnd en hann sendi einnig erindið til fjárhagsnefndar Alþingis. „Ég er bjartsýnn um að þetta verði tekið til jákvæðrar umíjöllun- ar því það sjá það allir að það er engin vitglóra í því að greiða þurfí meira vegagjald af rafbílum en bensínbílum. Það þarf að hjálpa rafbílum til þess að slíta bamsskón- um og það hafa allar þjóðir gert með því að létta af þeim sköttum og gjöldum," segir Gísli. Þungaskattur óeðlilegur Gísli segir rafbílar eigi mikla framtíð fyrir sér. Þyngd þeirra sé ekki Iengur vandamál. Þá hafi einn- ig drægi þeirra aukist mikið. „Mikið af daglegri bílanotkun okkar er innan þeirra marka sem rafbíll ræður við. Hægt er að nota rafbíla á æði mörgum sviðum. Þeir sem hafa haft áhuga á því að nota rafbíla hafa gefist upp vegna þess að það hefur kostað of mikið að reka þá,“ segir Gísli. Rafbílum er hægt að aka milli 70-100 km á einni hleðslu. Gísli ók sjálfur um langt skeið rafbíl sem Háskóli íslands átti og skráði niður akstur sinn. Hann ók að jafnaði 30-40 km á dag, þ.e. til og frá vinnu og til þess að sinna brýnustu erind- um. í erindi sínu til fjárlaganefndar segir Gísli að rafbílar séu enn sem komið er aðeins til nota í þéttbýli og því sé ekki eðlilegt að af þeim sé greiddur skattur sem er markað- ur tekjustofn til uppbyggingar vega í dreifbýli, sem þungaskatturinn er. Gísli segir að einnig verði að semja við rafveitur um að eigendur rafbíla fái aðgang að umframorku á næturna á sanngjörnu verði. Þessi orka hefur verið selt samkvæmt næturtaxta sem miðað var við við sölu á orku til rafhitunar sem á sér ekki lengur stað. LítiA ágengt í sam- sklptum við stjórnvöld „Þeir fundu upp á því hjá Raf- veitu Reykjavíkur og Hafnarfjarð- ar að setja fast gjald á ári á þessa orku sem er tómt rugl því umfram- orka ber engan fastan kostnað. Fast gjald er til þess að standa undir kostnaði við viðskiptavininn óháð hans notkun,“ segir Gísli. Hann tekur dæmi af manni sem GÍSLI Jónsson við Kewet rafbíl sem framleiddur er í Danmörku. á einn bensínbíl og einn rafbíl í ýmislegt snatt. Þessi maður notar e.t.v. aðeins 3.000 kílóstundir af raforku á ári en fastagjaldið vegur svo þungt í kostnaðinum að rekst- ur rafbílsins verður óhagkvæmur. Sé hins vegar tekið dæmi af fyrir- tæki sem hefði 10 rafbíla í rekstri vægi fastagjaldið lítil áhrif á með- alverðið. Gísli hefur lengi barist fyrir raf- bílavæðingu í landinu. Honum finnst athyglisvert hve lítið honum hefur orðið ágengt í samskiptum sínum við stjórnvöld. Gísla tókst þó að knýja fram helmings lækkun á þungaskattin- um fyrir nokkrum árum. Því þarf að greiða 47.137 krónur í þunga- skatt í formi fasts gjalds á ári. Gísli segir að þetta sé í raun alveg fráleitt þar sem rafbíl er varla hægt að aka nema 5-10 þúsund km á ári. Kostnaðurinn á hvern kílómetra er því frá 4,71 til 9,43 króna. Kosti menn upp ökumæli geti þeir valið að greiða km-gjald, en það lægsta fyrir rafbíl er 3,55 krónur/km sem er helmingur gjalds fyrir dísilbíl, 4-5 tonna þungan. Sambærilegur skattur á bensínbíl, sem eyðir 8 lítrum á hveija 100 km, er hins vegar að- eins 2,04 kr./km. Vegaskattur er því 74% hærri af litlum rafbíl en sambærilegum bensínbíl. „Eftir því sem ég best veit er ísland eian landið í heiminum þar sem rafbílar þurfa að bera slíkan skatt. Á hinn bóginn hafa við- brögð hins almenna borgara verið óskaplega mikil og hvetjandi. Hvert sem ég kem er ég ávallt spurður út í rafbíla og það er auðheyrt mál að menn hafa mikla trú og áhuga á þeim. Það eru all- ir undrandi á sofandahætti stjórn- valda. Ég sótti líka margar alþjóð- legar ráðstefnur um rafbfla á sín- um tíma og skýrði þá starfsbræð- rum mínum frá því hvernig okkar raforkumálum væri háttað á ís- landi. Þá voru allir undrandi á því að hér væri ekki allt morandi í rafbílum. Við framleiðum raforku án nokkurrar mengunar og höfum næstum óþrjótandi, sjálfendurnýj- anlegar orkulindir og útlendingar skilja ekki að við skulum ekki nota rafbíla,“ sagði Gísli. ■ stöng liggur vel við og gott er að taka á stýri sem laga má að óskum hvers ökumanns og það er að sjálf- sögðu vökvastýri. Framsætin eru ágæt, styðja vel við á alla kanta. Aftursætin eru minna spennandi, rýmið þar tæpast nógu mikið fyrir fullorðið fólk og ekki gaman að sitja þar á langleið- um. Má telja þetta svo til eina galla bílsins. Dyrnar eru þó ágætar og auðvelt að umgangast bílinn. L 200 er boðinn með 2,5 lítra, Ijögurra strokka og 100 hestafla dísilvél með forþjöppu og' millikæli- Hún togar 240 Nm við 2.000 snún- inga. Þessi vél kemur 1,7 tonna þungum bílnum í 142 km há- markshraða. Þetta er sér- staklega hljóðlát vél, hún gefur röskleika- viðbragð og hefur ágæta vinnslu. L 200 er sem fyrr búinn tengjan- legu aldrifi. Þegar tengja skal fram- drifið þarf að stöðva bílinn og læsast þá driflokur. Er þá hægt að tengja og aftengja framdrifið án þess að stöðva. Framdrifslokur aftengjast síðan ekki fyrr en drep- ið er á bílnum næst og framdrifið aftengt. L 200 er 4,93 m langur, 1,77 m Hvað kost- ar rafbíll? RAFVEITA Akureyrar leit- aði til Gísla eftir upplýsing- um um kostnað af rekstri rafbíls. Samkvæmt kostnað- aráætlun reyndist hag- kvæmara, samkvæmt nú- gildandi reglum, að reka bensín- og dísilbíl. Gísli skoðaði hvað lítill, tveggja manna Kewet rafbíll frá Danmörku kostaði. Niður- staðan var 1.851.000 krónur með virðisaukaskatti og vörugjaldi. Þar sem hann er smíðaður sem fólksbíll án vörurýmis fæst virðis- aukaskattur ekki niður- felldur jafnvel þótt fyr- irtæki kaupi bílinn fyrir sinn rekstur. Tveggja manna Kewet ber 30% vörugjald eins og bensínbílar með minni vél en 1600 rúmsentimetra. Fengist virðisaukaskattur- inn niðurfelldur kostaði bíll- inn 1.486.000 krónur. Án virðisaukaskatts og 30% vörugjalds kostaði bíllinn 1.143.000 krónur en án vörugjalds og með virðis- aukaskatti kostaði hann um 1,4 milljónir króna. Fengist þungaskatturinn niðurfelldur og trygg- ingaiðgjöld lækkuð þannig að reksturinn yrði ódýrari gæti verið réttlætanlegt að greiða meira fyrir rafbíl en bensínbil. Orkukostnaður- inn er mun minni en bensin- og dísilbílum og viðhald einnig mun ódýrara. Á móti kemur að rafgeymar endast varla lengur en í fimm ár. 12 rafgeymar í Kewet bílinn kosta 288 þúsund krónur. ■ MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 10. NÓVEMBER 1996 D 3 BÍLAR breiður og 1,80 m hár. Hjólhafið er 2,96 m og hann vegur 1.730 kg. Olíueyðslan er talin á bilinu 10 til 11 lítrar á hveija 100 km. L 200 er merkilega lipur og með- færilegur í akstri. í þéttbýlinu finnst kannski helst fyrir því að hann mætti leggja betur á þegar þarf að snúast með bílinn í þrengslum. Menn sitja hátt í L 200 og sjá vel yfir. Fimm gíra handskiptingin er liðug og rennur vel sína leið, hemlar eru léttir og stýri gott og nákvæmt. Ekki verður sagt að L 200 sé mjúk- ur og finnst það kannski ekki síst í þéttbýlinu - bíllinn hefur ýmsan búnað og þægindi fólísbíls og ætti sem slíkur að vera þýðari en þá er að minnast þess að L 200 er fyrst og fremst atvinnutæki. Rásfastari í aldrlfinu Á þjóðvegi hagar hann sér nokkuð vel. Blaðfjöðrunin að aftan gerir tóman bílinn dálítið lausan en þegar framdrifið er tengt er hann ágætlega rásfastur á hvers konar vegi. Vélin gefur alveg þokkalega góða vinnslu og er ekki í vandræðum með að halda eðlilegum ferðahraða í hala- rófu í þungri umferð og á ekki held- ur erfítt með að skjóta bílnum fram- ar í röðina ef á þarf að halda. Mitsubishi L 200 skúffubíllinn kostar kr. 2.280.000 en sé hann tekinn með brettaköntum, á breið- ari felgum og með gangbretti er verðið orðið 2.450.000 krónur. Af öðrum búnaði má nefna samlæs- ingu, rafstillingu spegla og útvarp og má því segja að L 200 sé búinn því sem nauðsylegt er en engu umfram það. Verðið má telja viðunandi því þetta er öflugur og fjölhæfur bíll, búinn ágætlega röskri dísilvél sem skilar sæmilegri vinnslu en engu ofurviðbragði enda ekki gerðar kröf- ur um það í vinnubíl sem þessum. Jóhannes Tómasson ■ ALLT er með fremur hefðbundnu sniði í frágangi á mæla- borði og framsætin eru góð. SKUFFAN er 1,5 m löng og 1,47 m breið. Hleðsluhæðin er 88 cm. ★1 Stilling varahluraverslun HafnarfjarOar 50 SIMI 555 01 Reykj ku rveg avi varahlutir fyrir japanska bíla varahlutir fyrir evrópska bíla öxulhosur ^ -FAE- kertaþræðir varahlutir fyrir sjálfskiptingar NP YARAHLUTIR hf SMIÐIUVEGi 24C * KÓPAVOGi • SÍMI 587 0240 • FAX 587 0250 lerrarí NYR HERRAILMUR FRA TILBOÐ ÓSKAST Ford Ranger XLT Super Cab árgerð '93 og aðrar bifreiðar, er verða sýndar Grensásvegi 9, þriðjudaginn 12. nóvember kl. 12-15. Tilboðin verða opnuð á sama stað kl. 16. UMSÝSLUSTOFNUN VARNARMÁLA SALA VARNARLIÐSEIGNA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.