Morgunblaðið - 10.11.1996, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 10.11.1996, Blaðsíða 4
4 D SUNNUDAGUR 10. NÓVEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ ! - VEL fer um ökumann og kostur að hafa gírskipt- inguna í mælaborði. Morgunblaðið/Kristinn FARANGURSRYMI aftan sæta er uppgefið 581 lítri. SÆTI eru þægileg og aðgengi að öftustu sætaröð er gott. fi£ FJÖLNOTABÍLLINN Vito S3 frá Mercedes-Benz kom á H" markað nýlega. Vito er mun kassalagaðri bíll en hefð- ðC bundnir fjölnotabílar, t.d. Espace, Voyager og Space Sfi Wagon sem byggja á ein- ■■i rýmishönnun. Vito kemur í tveimur útfærslum, annars vegar sem sendibíll og hins vegar sem fólksflutningabíll. ■g Viano, eða V-línan frá Mercedes-Benz, er svo sami bíll en mun betur búinn að öllu leyti. VW hefur einnig boðið bíl í þess- um stærðarflokki sem kallast Caravelle í fólksbílaútfærslu en Transporter í sendibílaútfærslu. Þessar gerðir fjölnotabíla hafa hentað ágætlega fyrir leigubíla- akstur enda taka þeir allt að tíu manns í sæti (Caravelle) en Vito hefur, eins og sakir standa, sæti fyrir sjö manns. Hérlendis býður Ræsir hf. bílinn með 2,3 lítra bens- ínvél, 143 hestafla en einnig með 2,3 lítra dísilvél með forþjöppu og millikæli, 98 hestafla. Dísilbíllinn, 110 D, var reyndur fyrir skemmstu, búinn sjálfskiptingu. Vito er framleiddur á Spáni og er fyrsti bíllinn sem Mercedes-Benz smíðar utan Þýskalands. Bíllinn er 4,66 sm langur, 1,87 sm breiður og 1.89 sm hár og kemst því auð- veldlega inn í flestar bílageymslur. Caravelle er 13 sentimetrum lengri, þremur sentimetrum mjórri og 4 sm hærri. Þrátt fyrir að taka sjö manns í sæti er Vito lipur og léttur í akstri og er reyndar 15 sm styttri en E-línu langbakurinn. Hrár aðInnan Gluggar í Vito eru stórir, stuð- arar breiðir og afturhlerinn, sem opnast í einu lagi, er stór. Renni- hurð er hægra megin á .bílnum og fáanleg er rennihurð á hann einnig bílstjóramegin. Hliðarspeglar eru stórir og útsýnið úr bílnum er með miklum ágætum. 110 D er fremur hrár að innan. Gólf eru klædd dúk og hjólaskálar og listar meðfram gluggum eru óeinangraðir. Loftið er klætt ein- angrandi efni. Búnaðurinn er hvorki mikill né flókinn, grunn- gerðin er án samlæsinga, rafdri- fínna spegla og glugga, ABS-heml- alæsivarnar, líknarbelgja og meiri búnaðar. Mjög gott er að ganga um bílinn og þrenns konar stillingar á öku- mannssæti bæta að nokkru upp að veltistýri er ekki fáanlegt í bilinn. Engu að síður tapar bíllinn nokkuð þægindum við þetta því stýrið er stórt og liggur nokkuð hátt. Hægt er að fá sem aukabúnað stýri sem hægt er að hækka og lækka. Stýr- ið er hins vegar létt í meðhöndlun og bíllinn leggur mjög vel á. Einn- ig er það kostur að gírskiptingin er í mælaborðinu innan seilingar við hlið stýrisins. Morgunblaðið/Kristinn dregur vitaskuld nokkuð úr aflinu en reyndar býður „power“ stillingin upp á það að bíllinn skiptir sér fyrr niður. Spurning er hve mikill ókostur þetta er. Vissulega kjósa sumir kraftmeiri vél í þetta stóran bíl en á hitt ber að líta að bíllinn skilar ágætu viðbragði í borga- rakstri þótt ekki sé það nein ofur- hröðun. Þrjár mllljónir kr. Að framan er bíliinn með McPherson fjöðrun með jafnvæg- isstöng sem vinnur gegn því að bíllinn leggi sig í beygjum. Að aft- an er gormafjöðrun með höggdeyf- um. Fjöðrunin gefur góða vegartil- finningu. Það er nokkuð langt frá því að bíllinn sé hljóðlátur þegar ekið er utan bundins slitlags. Berar hjólaskálar leyna því ekkert þegar gijót skýst upp í bílinn. Með sjálfskiptingu kostar bíllinn rétt tæpar þijár milljónir króna sem virðist í fljótu bragði sam- keppnisfært verð við aðra fjölnota- bíla. Með því að sleppa sjálfskipt- ingu sparast 192.400 krónur og snerpa bílsins ætti að aukast eitt- hvað en að sama skapi tapast þægindin af skemmtilegri sjálf- skiptingunni. Bensínbíllinn með 2ja lítra vél- inni, 16 ventla, 129 hestafla, hinni sömu og í E bílnum, kostar sjálf- skiptur 2.987.000 kr. og er því á mjög svipuðu verði og dísilbíllinn. Dísilbíllinn er þó mun hagkvæmari í rekstri, ekki síst ef það eru at- vinnubílstjórar sem nota bílinn. Búist er við að tekið verði upp olíu- gjald í stað þungaskatts áramótin 1997-1998 og verða þá dísilbílar hagkvæmari bílar í rekstri fyrir alla því þeir eru almennt neyslu- grannari en bensínbílar. ■ Guðjón Guðmundsson. MERCEDES-BENZ Vito er sjö manna fjölnotabíll. VÉLIN er 2,3 lítra dísil með forþjöppu og millikæli, 98 hestöfl. Mlkló og þægllegt Innanrýml Stærsti kostur Vito er innan- rýmið þrátt fyrir að nokkuð skorti á bíllinn sé með nægilega klæðn- ingu. Stólar eru þægilegir, höf- uðpúðar við þá alla, og bíllinn er rúmgóður. Innangegnt er úr fram- sætum í afturrýmið sem er góður kostur. Reyndar er hægt að panta bílinn með tveimur farþegasætum fram í en þá lokast fyrir aðgengið í afturrýmið. Einnig er nú verið að hanna þriðja stólinn í miðsæta- röðina sem hægt verður að fella fram til þess að komast í öftustu sætaröðina. í bílnum sem prófaður var er aðgengi frá hliðarhurð að öftustu sætaröð því mjög gott því aðeins tveir stólar eru í sætaröð- inni fyrir miðju. Stólarnir eru með hliðarstuðningi þannig að farþeg- ar hreyfast lítið til í beygjum. Þægilegt er að sitja í bílnum í langkeyrslu. í báðum framsætum og þremur sætum í aftari sætaröð- um eru armar til að hvíla hendurn- ar. Þrátt fyrir þijár sætaraðir er ágætt rými fyrir farangur aftast í bílnum og gefur framleiðandinn upp að það sé 581 lítri. Hægt er að fella fram sætisbökin í tveimur öftustu sætaröðunum en ókostur er að ekki er hægt að velta stólun- um sjálfum fram í öftustu sætaröð- inni til þess að auka flutningsrým- ið þegar á þarf að halda. Sjálfskiptingin er fjögurra þrepa með þremur stillimöguleikum, þ.e. venjulegri stillingu, aflstillingu og vetrarstillingu. í vetrarstillingu hleypur skiptingin yfir fyrsta gír og tekur af stað í öðrum sem er ágæt- ur kostur þegar hálka er á vegum og dregur úr eldsneytiseyðslu. Vantar vlnnslu Vélin er fjögurra strokka dísilvél með tveimur ventlum á hvern strokk, forþjöppu og millikæli. Talsvert dísilhljóð er í vélinni á lágum snúningi. Aflið er 98 hest- öfl við 3.800 snúninga á mínútu. Snúningsvægið er hátt, hámarks- tog 230 Nm við 1.600 til 2.400 snúninga á mínútu. Bíllinn er nokk- uð röskur á styttri vegalengdum og innanbæjar enda næst há- markstog á nokkuð breiðum vinnsluhraða. Með fjóra fullorðna og dálítið af farangri, hálfhlaðinn bíl, vantar hins vegar nokkuð upp á í vinnslu þegar taka þarf fram úr á þjóðvegahraða. Sjálfskiptingin MERCEDES-BENZ VITO 110 D í HNOTSKURN Vél: 2.299 rúmsentimetrar, 4 strokkar, forþjappa og milli- kœlir, 98 hestöfl. Snúningsvægi: 230 Nm við 1.600-2.400 snúninga á mín- útu. Gírhlutföll: 1. gír: 3.77, 5. gír: 0,67, bakkgír: 3,57. Hámarkshraði: 152 km/klst. Hemlar: Vökvastýrt hemla- kerfi, diskahemlar á öllum hjólum. Eldsneytistankur: 80 lítrar. Vatnskæld vél. Hjólhaf: 3 metrar. Lengd: 4,66 metrar. Hæð: 1.875 millimetrar. Hleðsluhæð: 505 millirnetrar. Breidd: 1,87 metrar. Eigin þyngd: 1.705 kg. Leyfileg heildarþyngd: 2.600 kg. Beygjuradíus: 12,4 metrar. Framdrifinn — sjö manna. Vökvastýri. Hjólbarðar: 195/70 R 15.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.