Morgunblaðið - 10.11.1996, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 10.11.1996, Blaðsíða 1
VATNAJÖKULL VAKNAR Morgunblaðið/Oddur Sigurðsson ELDURINN varð laus suðaustan við Bárðarbungu sem rís efst t.h. á myndinni. Nær má sjá eldstöðina og svört askan litar jökulinn. ísinn yfir og umhverfis eldstöðina bráðnaði og rann vatnið niður í GrímsvöUi. Greinilega má sjá hvernig yfirborð jökulsins hefur sigið yfir rásinni þar sem hlaupið braust síðan meðfram GrímsfjaUi og niður á Skeiðarársand. Sprett' hlaup r&á HLAUPIÐ í Skeiðará kom ekki á óvart — en það kom hratt. Hlaupið hófst í sama mund og vegurinn yfir Skeiðarársand var opnaður að morgni 5. nóvember síðastlið- inn. Lögreglumaðurinn sem opnaði leiðina mátti hafa sig allan við til að komast aftur heim áður en flóðið lagði sand- inn undir sig og lokaði. Eftir tvo daga var hlaupið hjaðnað og hrikalegt um að lit- ast á Vatnajökli og Skeiðarár- sandi. Jökulhellan yfir Gríms- vötnum sem hafði risið undra- hratt á liðnum vikum var nú fallin saman, margsprungin og gliðnuð. Gríðarlegt ísgljúfur með feiknastórum kötlum komið þar sem flóðið hafði ruðst fram úr vötnunum undir jöklinum. Hið neðra voru ís- jakar um allan sand, horfnar brýr og hálfar, slitur af vegi og kolsvartur aurinn yfir öllu. Munnmælasögur um risahlaup fyrri ára fengu staðfestingu vaskra vísindamanna sem mældu náttúruhamfarirnar og skrásettu í rúmkílómetrum, sekúndulítrum og milljóna- tonnum. Tölur á blaði ná ekki að túlka tilfinningarnar sem öflin í iðrum Vatnajökuls vöktu með sjónarvottum hamfaranna í liðinni viku. GOSIÐ hófst á 6 km langri sprungu undir jöklinum um miðnætti 30. september. Gríðar- miklir sigkatlar mynduð- ust á fyrsta degi og stað- festu að eldgos var hafið líkt og jarðskjálftamælar höfðu gefið til kynna. Morgunblaðið/Þorkell JOKULÞEKJAN yfir eldstöðinni rofnaði rúm- um sóiarhring eftir að gosið hófst. Mikil gjá, um 3,5 km löng og 200-500 metra breið opnaðist í jökulinn. Loks myndaðist lítil eyja og stakk kollin- um úr vatninu. Kolsvart- ar öskusprengingar og eldglæringar í gosmekk- inum minntu sjónarvotta á Surtseyjargosið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.