Morgunblaðið - 12.11.1996, Side 1

Morgunblaðið - 12.11.1996, Side 1
108 SÍÐUR B/C/D/E 259. TBL. 84. ÁRG. ÞRIDJUDAGUR12. NÓVEMBER1996 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Talið að þúsundir flóttamanna deyi á hverri klukkustund í austurhluta Zaire Matvæli send en flóttafólkinu berst ekki hjálp Goma, Addis Ababa. Reuter, The Daily Telegraph. STARFSMENN hjálparstofnana fluttu í gær hjálpargögn til Goma í austurhluta Zaire en ekki var hægt að koma þeim til nauðstaddra flótta- manna í grennd við borgina. Talið er að á hverri klukkustund deyi þús- undir flóttamanna úr þorsta og hungri á svæðinu, að sögn Boutros Boutros-Ghalis, framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna. Bílalest á vegum Sameinuðu þjóð- anna fór frá Rúanda til Goma með að minnsta kosti sjö tonn af orku- ríku kexi sem ætti að duga 2.500 manns í viku. Laurent Kabila, leið- togi uppreisnarmanna í Goma, sagði þetta allt of litlar birgðir. Þetta er í fyrsta sinn sem hjálpar- gögn eru send til Goma frá því er- lendir starfsmenn hjálparstofnana flúðu borgina fyrir tíu dögum. Birgð- irnar voru geymdar í vörubílum sem lagt var á knattspyrnuleikvangi í borginni. Rúm milljón Hútúa frá Rúanda og Búrúndí er í austurhluta Zaire og erfitt verður að koma fólkinu til hjálpar þar sem flóttafólkið er utan yfirráðasvæðis uppreisnarmann- anna. Tugir þúsunda Hútúa eru inn- lyksa á átakasvæðunum og talið er að fólkið hrynji niður vegna hungurs og sjúkdóma. Læknar í Zaire hafa ennfremur skýrt frá því að fyrstu merkin um kólerufaraldur hefðu greinst meðal Zaire-manna, sem hafa flúið heimkynni sín. Allt að þriðjungur íbúa Goma, sem voru 300.000, flúðu borgina þegar átökin blossuðu upp. Mandela býður herlið Einingarsamtök Afríku (OAU) hvöttu til þess að hlutlausar her- sveitir yrðu sendar til Zaire sem fyrst til að greiða fyrir matvæla- flutningum. Samtökin gagnrýndu öryggisráð Sameinuðu þjóðanna fyr- ir að leggja til að Afríkuríkin fjár- mögnuðu sjálf þátttöku sína í hugs- anlegri hernaðaríhlutun í landinu. Þau sögðu að Afríkuríkin gætu tek- ið þátt í aðgerðunum en Sameinuðu þjóðirnar yrðu að standa straum af kostnaðinum. Nelson Mandela, forseti Suður- Afn'ku, kvaðst vera reiðubúinn að senda hermenn til Zaire en þurfa ítarlegri upplýsingar um ástandið áður en hann gæti ákveðið hversu stórt herliðið yrði. Michael Portillo, varnarmálaráð- herra Bretlands, sagði hins vegar ólíklegt að Bretar sendu hermenn til Zaire nema lögð yrði fram raun- hæf áætlun um markmið íhlutunar- innar og brottflutning herliðsins. ■ Hlutverk gæsluliðs/20 Reuter EMBÆTTISMAÐUR telur flóttamenn sem koma frá Zaire til landamærabæjarins Gisenye í Rúanda. Flokkur Landsbergis vinnur mikinn sigur Boðar samsteypu- stj órn hægriflokka Vilnius. Reuter. Reuter Beðið eftir Castro Rússland 3L000 morð á ári Moskvu. Reuter. RÚSSNESKIR embættismenn sögðu í gær, að sérstökum sveitum hefði verið falið að finna þá, sem bera ábyrgð á hryðjuverkinu í kirkjugarði í Moskvu á sunnudag. Týndu 13 manns lífi þegar sprengja sprakk við minningarathöfn í garð- inum. Talið er víst, að hryðjuverkið tengist baráttu milli tveggja fylk- inga uppgjafahermanna en sagt er, að þær séu í nánu sambandi við ýmis glæpasamtök í Rússlandi. Hefur Víktor Tsjernomyrdín for- sætisráðherra krafist þess, að glæpamennirnir verði látnir svara til saka en árangur rússnesku lög- reglunnar hingað til gefur litlar vonir um að til þeirra náist. Mikil óöld ríkir í Rússlandi eins og sést á því, að á síðasta ári voru morð í landinu 31.000 talsins, tvö- falt fleiri en árið á undan. Talið er, að leigumorðingjar hafi verið að verki í 560 skipti og hefur aðeins tekist að upplýsa 60 þessara morða. Var um helmingur þessara 560 manna kaupsýslu- og bankamenn en um 40% frammámenn í glæpa- samtökum. ■ Blóði drifin/21 FIDEL Castro, forseti Kúbu, var í gær staddur í Santiago í Chile í tilefni af sjötta fundi lejðtoga Rómönsku Ameríku og Íberíu- skaga. Stuðningsmenn Kúbuleið- togans efndu til fundar í borg- inni til að lýsa yfir stuðningi við hann, þeirra á meðal þessi kona sem heldur á mynd af Castro og Salvador Allende, sem var steypt af stóli í Chile árið 1973. Castro hafði ekki komið til Chile frá forsetatíð Allendes árið 1971. í lokayfirlýsingu leiðtoganna er skorað á Bandaríkjastjórn að breytalögum semkveðaáum hertar refsiaðgerðir gegn Kúbu. Ennfremur segir þar að lýðræði byggist á þáttum eins og frjálsri starfsemi stjórnmálaflokka og frjálsum kosningum og stjórnar- erindrekar sögðu að með þessari skilgreiningu hefðu leiðtogarnir viljað leggja áherslu á að Kúba gæti ekki talist lýðræðisríki. ■ Castro deilir/19 FOÐURLANDSSAMBANDIÐ, flokkur Vytautas Landsbergis í Litháen, vann mikinn sigur í síðari umferð þingkosninganna á sunnu- dag og skortir aðeins eitt sæti upp á þingmeirihluta. Flokkurinn, sem er hægrisinnaður, hyggst mynda nýja ríkisstjórn með Kristilegum demókrötum. Gert er ráð fyrir að Landsbergis verði kjörinn þingforseti og muni bjóða sig fram til forseta landsins þegar kjörtímabil Algirdas Braz- auskas, sem er fyrrverandi komm- únisti, rennur út 1998. „Höfum engan tíma til fagnaðarláta" Ekki er ljóst hvort niðurstaða kosninganna hefur mikil áhrif á sambúðina við Rússa sem hafa barist hart gegn aðild Eystrasalts- landanna að Atlantshafsbandalag- inu, NATO. Landsbergis og flokkur hans leggja mikla áherslu á málið og vilja einnig að Litháen gangi í Evrópusambandið, ESB. „Við erum að fara að vinna, við höfum engan tíma til fagnaðar- láta,“ sagði Landsbergis og brosti breitt er hann ræddi við blaðamenn eftir að úrslit kosninganna lágu fyrir. Hann var helsti leiðtogi í sjálfstæðisbaráttu Litháa gegn Sovétmönnum og var í reynd for- seti landsins 1991 er takmarkið loks náðist. Kjörsóknin aðeins 40% 141 maður situr á þingi Litháa og var kosið í 65 kjördæmum á Reuter VYTAUTAS Landsbergis svarar spurningum blaða- manna í gær. sunnudag þar sem enginn fékk meirihluta í fyrri umferð. Föður- landssambandið fékk 35 sæti í hvorri umferð og því alls 70 sæti. Kristilegir demókratar hlutu 16 sæti. Samtök fyrrverandi kommún- ista, Hinn lýðræðislegi verka- mannaflokkur Litháens, flokkur Brazauskas, galt afhroð. Hann hreppti 10 sæti í fyrri umferð og tvö í síðari umferð. Kjörsókn var enn minni á sunnudag en í fyrri umferðinni eða um 40%. ■ Efasemdir um stefnuna/19

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.