Morgunblaðið - 12.11.1996, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 12.11.1996, Blaðsíða 6
6 ÞRIÐJUDAGUR 12. NÓVEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Þórarinn V. Þórarinsson, framkvæmdasljórí VSÍ, um fyrirtækjasamninga Samstarfið á vinrmstöð- unum er lykilatriðið ÞORARINN V. Þórarinsson, fram- kvæmdastjóri Vinnuveitendasam- bands íslands, segir að lykilatriðið í hugmyndum um svokallaða fyrir- tækjasamninga sé samstarfíð inni á vinnustöðunum sjálfum og að utan- aðkomandi félög komi ekki og fjalli um það. „Félögin hafa afskaplega miklu hlutverki að gegna við að skapa þennan ramma, að standa að ráð- gjöf, en kjarasamningur er samn- ingur milli félaga. Ekki samningur milli verkalýðsfélags, sem fer þá með einokunarvald gagnvart ein- stökum fyrirtækjum. Um það getur ekki orðið að tefla; þá erum við bara fastir í gamla farinu," segir Þórarinn. Góðar undirtektir I viðtali við Morgunblaðið síðast- liðinn sunnudag sagði Grétar Þor- steinsson, forseti Alþýðusambands íslands, að hann vildi undirstrika það að verkalýðshreyfingin léði ekki máls á því að hluti samninganna færi fram innan fyrirtækjanna öðru- vísi en að hún hefði aðkomu að þeim samningunum. „Að öðrum kosti höf- um við enga trú á því að þetta skili árangri," sagði Grétar. Þórarinn segir að ef forystumenn verkalýðshreyfingarinnar séu ekki reiðubúnir til að opna á það að fé- lagsmenn þeirra geti átt bein sam- skipti á eigin ábyrgð við vinnuveit- endur sína, innan þess ramma sem VSÍ og verkalýðsfélögin semji um, sé ekki verið að ræða um neitt nýtt og verið að hafna nýrri hugmynd. Hann hefði hins vegar ekki trú á að það væri meiningin þar sem VSÍ hefði fengið góðar undirtektir úr röðum margra verkalýðsféiaga og úti í fyrirtækjunum hefði heyrst að mikill áhugi væri á þessu samstarfi. „Það á auðvitað eftir að koma í ljós hvort við náum saman um þetta. Við viljum skapa ramma um sam- starf starfsfólks og stjórnenda úti á vinnustöðunum þannig að það sé hægt að aðlaga samningana þörfum einstakra vinnustaða, og þá þannig að báðir hafi hag þar af. Við viljum með öðrum orðum draga úr miðstýringunni og kalla fleiri aðila, þ.e. starfsfólkið og stjórnendur í einstökum fyrirtækj- um, til starfa til að þróa kjarasamn- inginn að sínum þörfum. Það á alveg eftir að koma í ljós hvort verkalýðs- hreyfingin getur hugsað sér þetta eða hvort stéttarfélögin geti ekki hugsað sér að treysta félagsmönnum sínum til að standa að þessu þró- unarstarfi," sagði Þórarinn. Morgunblaðið/Júlíus BEITA þurfti járnklippum á flak bifreiðar konunnar, til að ná henni úr ökumannssætinu. ÞYRLU Landhelgisgæslunnar var leiðbeint til lendingar með neyðarljósi. Harður árekstur í þoku og glerhálku KONA slasaðist nokkuð þegar bifreið rann framan á hennar bif- reið á Suðurlandsvegi um kl. 15 á sunnudag. í fyrstu var óttast að konan hefði slasast mjög mikið og var þyrla Landhelgisgæslunn- ar fengin til að sækja hana á slys- stað. Meiðsli konunnar reyndust þó minni en óttast var. Slysið varð með þeim hætti, að amerískum fólksbíl var ekið í __ austur eftir Suðurlandsvegi. A móts við Smiðjulaut, rétt ofan við Hveradali, ók bíllinn inn í harðan skafl á veginum. Við það snerist hann í glerhálkunni og rann til vinstri, í veg fyrir japanskan fólksbíl, sem ekið var í vestur. Við áreksturinn lagðist fram- hluti japanska bíisins saman og festist konan sem honum ók í ökumannssætinu. Ökumaður jap- anska bílsins slasaðist lítillega og farþegi hans slapp nánast ómeiddur. Þegar lögregla og sjúkralið kom á vettvang var hafist handa við að losa konuna úr bílnum. í fyrstu var óttast að hún hefði slas- ast á hálsi og baki og var því leit- að aðstoðar Landhelgisgæslunn- ar, svo koma mætti henni á sjúkrahús með þyrlu. Þyrla Gæsl- unnar lenti á veginum og flutti konuna á Sjúkrahús Reykjavíkur. Að sögn lögreglu kom í ljós að meiðsli hennar voru mun minni en óttat hafði verið. Lögreglan segir að aðstæður á slysstað hafi verið afar slæmar, þoka, slydduél og svo mikil hálka að vart var stætt á veginum. Ótt- ast var að ökumenn aðvífandi bíla næðu ekki að stöðva á glerhálum veginum, en björgunarstarfið gekk án áfalla. Forsljóri Samskipa um lífeyrismál starfsmanna Göngum ekki á hags- muni starfsmanna Morgunblaðið/Guðlaugur Wíum Trilla sökk við bryggju Ólafsvík. Morgunblaðiö. TRILLUBATURINN Hlín ÍS-194 sökk við bryggju í Ólafsvík að- faranótt sunnudags. Talið er að báturinn hafi festst undir dekkj- um á bryggjunni á fjöru, síðan hafi fallið að og báturinn fyllst af sjó og sokkið. Stór bílkrani var fenginn til að lyfta bátnum og slökkvilið Snæ- felisbæjar dældi sjó úr honum. ÓLAFUR Ólafsson, forstjóri Sam- skipa, segir að það sé alrangt að starfsmönnum fyrirtækisins sé ein- hliða gert að vera i Samvinnulífeyris- sjóðnum, en í Morgunblaðinu síðast- liðinn sunnudag var haft eftir Hall- dóri Björnssyni, formanni verka- mannafélagsins Dagsbrúnar, að Samskip hafi fært starfsmenn sína einhliða í Samvinnulífeyrissjóðinn þegar þeir komi til starfa hjá fyrir- tækinu. Þetta hafí verið gert þrátt fyrir að þeir hafi verið í Lífeyrissjóði Dagsbrúnar og Framsóknar og síðan lífeyrissjóðnum Framsýn, og sagði Halldór að þetta væri eins og ein- hver gömul arfleifð sem ekki ætti að eiga sér stað. Aldrei komið fram kvörtun „í fyrsta lagi eru hér samningar frá 1969 um hvernig lífeyrissjóðs- greiðslum er háttað, og við fylgjum þeim eftir í einu og öllu og höfum aldrei breytt þeim. Það eru 17 starfs- menn inni í þessum Framsýnarsjóð, sem hafa verið þar og eru það áfram, og við höfum ekki reynt að hreyfa við þeim,“ sagði Ólafur í samtali við Morgunblaðið. Hann sagði að aldrei hefði komið fram kvörtun frá einum einasta starfsmanni Samskipa um lífeyris- sjóðsgreiðslur sínar. „Hagsmunum okkar starfsmanna er betur borgið samkvæmt þeim út- reikningum sem fyrir okkur liggja í þessum sjóði [Samvinnulífeyrissjóðn- um] heidur en að fara yfir í Fram- sýn. Það hvarflar ekki að okkur að ganga á hagsmuni okkar starfs- manna með því að færa þá á milli sjóða,“ sagði Ólafur. Hvað varðar þau ummæli Halldórs Bjömssonar að um gamla arfleifð sé að ræða, sagði Ólafur: „Það er löngu tímabært að þessir ágætu menn vinni að því að breyta núverandi stjórnunaruppbyggingu lífeyrissjóðanna því hún er ekki lýð- ræðisleg. Þetta eru peningar starfs- mannanna, og það eru þeir sem eiga að kjósa fulltrúa til þess að fara með sitt eigið fjármagn. Þannig að það er það gamla kerfi sem hefði fyrir löngu átt að leggja niður.“ Starfsmenn Olíufélagsins alltaf greitt í sjóðinn Haft var eftir Halldóri Björnssyni í frétt Morgunblaðsins síðastliðinn sunnudag að athugasemdir varðandi þetta mál hefðu fyrst og fremst bor- ist frá starfsmönnum Samskipa, en grunur léki einnig á að sami háttur væri viðhafður hjá Olíufélaginu hf. Geir Magnússon, forstjóri Olíufé- lagsins, segir að allflestir starfsmenn fyrirtækisins hafi greitt í Samvinnu- lífeyrissjóðinn, og greitt hafi verið eftir sömu reglum í sjóðinn, sem áður hét lífeyrissjóður SÍS, allt frá stofnun fyrirtækisins árið 1946. „Þetta hefur verið svona í gegnum tíðina hjá okkur og það hefur ekki neinu verið breytt og ekki tilefni til að breyta neinu að okkar mati,“ sagði Geir. „Þetta hefur verið alveg ágrein- ingslaust og við höfum átt hið besta samstarf við Dagsbrún um öll okkar mál.“ AÍTarn „veður“á Stórhöfða EKKI stendur til að leggja niður veðurathugun á Stór- höfða í Vestmannaeyjum eða flytja hana inn í Vestmanna- eyjabæ, eins og kom fram í, blaðinu Fréttum í Vestmanna- eyjum nýlega. Vitavörður er ráðinn af Sigl- ’ ingastofnun og sinnir auk þess veðurathugun fyrir Veður- stofu íslands. Tómas Sigurðs- son, forstöðumaður rekstrar- sviðs Siglingastofnunar, segir að vissulega hafi það verið; rætt þar á bæ á undanförnum árum að fækka vitum með; fastri búsetu og nú séu raunar; aðeins tveir vitar eftir sem búseta er á; Stórhöfði og Reykjanesviti. Tómas segir hinsvegar enga ákvörðun liggja fyrir um breytingar á Stórhöfða og að Veðurstofan leggi mikla áherslu á að þar verði áfram búseta. Gangandi vegfarandi varð fyrir bíl FIMMTUGUR maður varð fyrir bíl á Suðurlandsbraut í gærmorgun. Maðurinn fót- brotnaði og slasaðist á höfði. Slysið varð skömmu fyrir kl. 9 og mun maðurinn hafa verið að ganga norður yfir götuna þegar hann varð fyrir bílnum gegnt húsinu númer 26 við Suðurlandsbraut. Hann hlaut opið beinbrot á fæti auk höfuðáverka og var fluttur á Sjúkrahús Reykjavíkur. Varð fyrir bíl o g rotaðist RÚMLEGA tvítug kona varð fyrir bíl á mótum Hofsvalla- götu og Hringbrautar í gær- morgun. Slysið varð kl. 7.50. Konan féll í götuna og rotaðist. Þegar hún fékk meðvitund að nýju kvartaði hún undan eymslum í hálsi og hné. Hún var flutt á slysadeild til rannsóknar. 16 ára stal bíl frá móður LÖGREGLAN stöðvaði för, ökumanns á Langholtsvegi á sunnudagskvöld, en sá hafði reynt að komast undan lög- reglumönnunum á Reykjanes- braut. Ökumaðurinn reyndist vera 16 ára piltur, sem hafði tekið bifreiðina í leyfisleysi frá móð- ur sinni. Handtekinn eftir árás RÁÐIST var á unga konu á Bergstaðastræti aðfaranótt mánudags. Konan var á gangi þegar maður réðst aftan að hennii og dró hana inn í húsasund. Þar reyndi hann að koma fram vilja sínuni. Konan náði að gera vart við sig og kom fólk af nálægu veitingahúsi henni til aðstoðar. Maðurinn hljón þá brott, en var handtekinrl skömmu síðar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.