Morgunblaðið - 12.11.1996, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 12.11.1996, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. NÓVEMBER 1996 13 FLOKKSÞING ALÞYÐUFLOKKSINS Vilja gjörbreyta kvótakerfinu Morgunblaðið/Ásdís Atkvæði greidd „ÉG MUN kappkosta eins og mér er unnt að vinna fyrir nýjan for- „ALÞÝÐUFLOKKURINN vill gjör- breyta núverandi kvótakerfi, sem er bæði ósanngjarnt og óhag- kvæmt,“ segir í upphafi ályktunar flokksþings Alþýðuflokksins um sjávarútvegsmál. Þingið lýsti yfir stuðningi við veiðileyfagjald. Auð- veldast sé að koma slíku gjaldi á með því að hækka það gjaid sem nú rennur í Þróunarsjóð og láta þann hluta sem er umfram þarfir sjóðsins renna í ríkissjóð. Nokkuð hörð orðaskipti urðu um sjávarútvegsmálaályktunina á flokksþinginu. Jón Karlsson, for- maður verkalýðsfélagsins Fram á Sauðárkróki, gagnrýndi forystu flokksins fyrir að vanda ekki nægi- lega undirbúning ályktunar um sjávarútvegsmál, en í ályktunum sem lagðar voru fyrir þingið var fyrst og fremst fjallað um veiði- leyfagjald en ekki um sjávarútvegs- mál í heild sinni. Við upphaf þings var myndaður starfshópur sem samdi drög að ályktun um sjávarút- vegsmál. Nefndin lagði einnig til að skipaður yrði starfshópur til að vinna að útfærslu á stefnu flokks- ins í sjávarútvegsmálum. í hópnum eiga að sitja ijórir menn úr hvetju kjördæmi og hann á að skila áliti í júní á næsta ári. Jón Karlsson og Pétur Bjarna- son, framkvæmdastjóri frá Akur- eyri, lögðu til að sjávarútvegs- málaályktuninni yrði vísað frá og að starfshópurinn tæki ekki mið af henni við vinnu sína. Jón Gunnarsson og fleiri Suður- nesjamenn gagnrýndu frávísunar- tiliöguna harðlega og sögðu ekki ganga að þetta flokksþing skilaði auðu í sjávarútvegsmálum. Niður- staðan varð sú að frávísunartillaga Jóns og Péturs var felld með mikl- um meirihluta og tillögur sjávarút- vegsnefndar um ályktun og um skipun starfshóps voru samþykktar. Stuðningur við veiðileyfagjald „Það má hvetjum vera ljóst sem af sanngirni skoðar stöðu þessara mála, að sjaldan eða aldrei hefur verið eins mikil gagnrýni og mis- klíð um fiskveiðistefnuna og nú er. Óheft kvótabrask þeirra sem fengu auðlind þjóðarinnar í hendur endur- gjaldslaust, þar með talin þátttaka sjómanna í kvótakaupum, misbýður réttlætiskennd þorra þjóðarinnar. Þeir einu sem mæla þessu kerfi bót eru handhafar afnotaréttarins og hagsmunagæslusamtök þeirra, fagleg eða pólitísk," segir í ályktun- inni. I ályktuninni segir að tími sé kominn til að viðurkenna að afla- markskerfið, eins og það sem nú er við lýði og með óheftu framsali veiðiheimilda, geti aldrei stuðlað að þeirri sátt sem nauðsynleg sé um þennan málaflokk. Endurskoða þurfi lögin um stjórn fiskveiða í heild sinni. Flokksþingið segir að ekki verði komist út úr núverandi fískveiði- kerfi í einu vetfangi. Hægt sé að tengja veiðileyfagjald hvaða fisk- veiðikerfi sem er og engin tengsl séu á milli þess og aflamarkskerfis- ins. „Jafnaðarmenn hafa lagt á það megináherslu að leggja beri á veiði- leyfagjald fyrir afnot af sameigin- legri auðlind. Auðveldast er að breyta nafni núverandi þróunar- gjalds í veiðileyfagjald um leið og það er hækkað, og láta þann hluta þess sem er umfram þarfir Þró- unarsjóðs renna í ríkissjóð." mann ...“ sagði Guðmundur Arni Stefánsson þegar úrslit í for- „SKILGREINA ber samnings- markmið og sækja um aðild að ESB strax að lokinni ríkjaráðstefnu sam- bandsins á næsta ári,“ segir í álykt- un flokksþmgs Alþýðuflokksins um samskipti íslands við Evrópusam- bandið. í ályktuninni eru íslensk stjórnvöld gagnrýnd fyrir stefnu sína í Evrópumálum og fullyrt að andvaraleysi þeirra stefni þjóðar- hagsmunum í voða. I ályktuninni segir að viðræður við næsta hóp væntanlegra aðildar- ríkja ESB heijist að lokinni ríkja- ráðstefnunni á næsta ári. Þá þurfi íslensk aðildarumsókn að liggja fyr- ir. Bent er á að samningar við ESB um sjávarútvegsmál verði erfiðir og ekki sjálfgefið að íslendingar nái viðunandi niðurstöðu, en á það mannskjörinu lágu fyrir. Hann sést hér greiða atkvæði þegar kosningarnar fóru fram síðdegis á laugardag. verði að láta reyna. „Sjávarútvegur hefur hverfandi gildi innan ríkja Evrópusambandsins, þar sem aðeins brotabrot af þjóðarframleiðslu kem- ur frá útgerð og vinnslu. Því er eng- an veginn útilokað að tillit verði tek- ið til sjávarútvegshagsmuna íslend- inga í viðræðum við ESB.“ „Islendingar verða að bregðast við breyttum aðstæðum með skyn- samlegum hætti. Við eigum kost á að taka þátt í samevrópsku lýð- ræðisbandalagi og tryggja þannig hagsmuni okkar, en stjórnvöld hafa ekki unnið heimavinnuna sína. And- varaleysi íslenskra stjórnvalda í Evrópumálum stefnir þjóðarhags- munum okkar í voða,“ segir í álykt- uninni sem samþykkt var sam- hljóða. Skattar taki tillit til fjölskyldu- stærðar FLOKKSÞING Alþýðufiokksins samþykkti ályktun um að taka beri upp fjölskylduskattkort og að tekið verði sérstaklega tillit til fjölskyldu- stærðar við álagningu skatta en á móti verði barnabætur og barna- bótaauki lagður niður. Þá vildi þing- ið að öll málefni fjölskyldunnar verði sameinuð í sérstöku flölskylduráðu- neyti. í lífskjaraályktun flokksþingsins er hugmyndinni um fjölskylduskatt- kort lýst með þeim hætti að fyrir hvert barn undir átján ára aldri sem foreldrar hafa á framfæri sínu fái þeir viðbótarafslátt, þannig að skatt- frelsismörk þeirra hækki sem nemur áætluðum lágmarksframfærslu- kostnaði barnsins. Ónýttur viðbótar- afsláttur verði greiddur út, með tekjutengdri ábót til tekjuiægstu fjölskyldnanna, þannig að aðstoð við þær verði ekki minni en nú er. Þing- ið lýsti stuðningi við lögbindingu lágmarkslauna. Ríkið hætti orkuframleiðslu Flokksþingið samþykkti ályktun um að draga beri úr afskiptum ríkis- valdsins í atvinnustarfsemi t.d. í rekstri fjarskiptaþjónustu og á sviði orkuframleiðslu og orkuviðskipta. Varað var hins vegar við því að rík- iseignir verði afhentar einstakling- um eða félögum án þess að markaðs- verð komi fyrir. Sú byggðastefna sem fylgt hefur verið undanfarin ár er harðlega gagnrýnd í ályktun um byggðamál. Alyktunin var reyndar milduð í nefnd, en mörgum fulltrúum af landsbyggðinni þótti full harkalega að orði komist í drögum sem lögð voru fyrir þingið. ísland sæki um aðild að ESB á næsta ári Hröð atburðarás fyr- ir kjör varaformanns Fulltrúum á flokksþingi Alþýðuflokksins kom á óvart hversu lítill munur var á fylgi Sighvats Björgvinssonar og Guðmundar Áma Stefánssonar í formannskjörinu. Þegar ganga átti til kosningar varaformanns hófst hröð atburðarás vegna þeirrar nýju stöðu sem upp var komin. Omar Friðriksson fylgdist með kosningum á flokksþinginu. ÞAÐ munaði 19 atkvæðum á Sig- hvati Björgvinssyni og Guðmundi 1 Árna Stefánssyni í formannskjörinu 1 á flokksþinginu í Perlunni, sem fram 1 fór síðdegis á laugardag. Þetta kom greinilega mörgum á óvart en flestir ; höfðu spáð því fyrir þingið að Sig- hvatur myndi fara með stærri sigur af hólmi. r Réð útspil Jóns Baldvins úrslitum í formannskjöri? Yfirlýsingar Jóns Baldvins Hanni- balssonar, fráfarandi formanns, um æskilega skipan forystunnar og stuðningur hans við Sighvat, mæltist misjafnlega vel fyrir en einn helsti áhrifamaður i flokknum, sem gjör- j þekkir innviði Alþýðuflokksins, full- i yrðir þó að þetta útspil Jóns Baldvins ; hafi ráðið úrslitum um að Sighvatur 1 náði kjöri. Ella hefði komið til harð- tvítugra kosninga rnilli a.m.k. þriggja i frambjóðenda og úrslitin orðið önnur. Ýmislegt benti til þess er þingið hófst að Guðmundur Árni ætti meiri stuðning vísan en talið hafði verið og að mjótt gæti orðið á munum. Talið er að nokkrir þingfulltrúar hafi þó ekki verið búnir að gera end- anlega upp hug sinn þegar kom að formannskjörinu og að framboðs- ræður formannsefnanna hafi haft nokkur áhrif. Þar hafi Guðmundi Árna tekist að afla sér viðbótarat- kvæða með ræðu sem mæltist vel fyrir meðal þingfulltrúa. Ýmsar skýringar eru sagðar á fylgi Guðmundar Árna. Eru sumir þeirrar skoðunar að flokksmenn hafi viljað sýna honum stuðning vegna þeirra ávirðinga sem á hann voru bornar í ráðherratíð hans. Einnig verður að hafa í huga að harðasti stuðningsmannahópur Guðmundar Árna kom einkum úr Hafnarfirði, víð- ar af Reykjanesi og af Austurlandi, en Reyknesingar áttu hlutfallslega flesta fullti'úa kjördæma á þinginu. Talið er að ýmsir sem hugðust styðja Rannveigu Guðmundsdóttur hafi snú- ist á sveif með Guðmundi Árna eftir að ljóst varð að hún gæfi ekki kost á sér, vegna óánægju með „erfða- skrá“ Jóns Baldvins, en margir eim þeirrar skoðunar að hún hafi minnkað möguleika Rannveigar á að ná kjöri. Skotið á fundi fyrir luktum dyrum Eftir að úrslit í formannskjörinu lágu ljós fyrir var ákveðið að gera 15 mín. hlé áður en gengið yrði til kjörs varafprmanns en fyrir lágu tvö framboð; Ástu B. Þorsteinsdóttur, sem naut óskoraðs stuðnings kvenna, og Gunnars Inga Gunnarssonar heilsugæslulæknis. Hefð er fyrir því innan flokksins að nýkjörinn formað- ur fái að láta í Ijósi óskir sínar um hvern hann vilji sjá í varaformennsku við hlið sér. Hófst nú hröð atburða- rás þar sem forystumenn úr stuðn- ingshópum formannsframbjóðend- anna réðu ráðum sínum í skúmaskot- um og fyrir luktum dyrum í kjallara Perlunnar. Svokölluð nefndanefnd, sem hefur það hlutverk að stilla upp fyrir kjör í embætti, skaut á fundi með Sig- hvati og tók hann þá afdráttarlausu afstöðu að liann ætlaði hvorki að Morgunblaðið/Ásdís ÁSTA B. Þorsteinsdóttir og einarðar stuðningskonur hennar sögð- ust ekki taka í mál að hún drægi framboð sitt til baka þegar Sighvatur kannaði afstöðu þeirra örfáum mínútum áður en vara- formannskosningin hófst. gera tillögu um Guðmund Árna í varaformennsku né reyna að hvetja þá sem voru þegar í framboði til að draga sig til baka. Sighvatur mun þó ekki hafa verið mótfallinn því að Guðmundur Árni gegndi áfram vara- formennsku ef það yrði afdráttarlaus niðurstaða þingsins. Fulltrúar í nefndanefnd snéru sér einnig til Guðmundar Árna til að kanna hvort hann vildi gefa kost á sér í kosningu til varaformanns og neitaði hann því. Guðmundur mun þó hafa verið reiðubúinn að taka við varafor- mennsku ef þingið legði það til og ekki kæmi til kosninga. Nokkrir hörðustu stuðningsmanna Guðmundar Árna, með Eirík Stefáns- son frá Fáskrúðsfirði í broddi fylking- ar, sóttu það fast að nefndanefnd eða nýkjörinn formaður gerðu tillögu til þingsins um kjör Guðmundar Arna. Var þeim skilaboðum komið til Sig- hvats en hann hafnaði því. Á meðan á þessu gekk fóru nokkrir þingfulltrú- ar í ræðustól og hvöttu þingið til að kjósa Guðmund Árna en konur svör- uðu um hæl og skoruðu á Ástu að hvika hvergi frá framboði sínu. Sighvatur ráðfærði sig við Ástu og hóp stuðningskvenna hennar og sögðust þær ekki taka í mál að Ásta drægi framboð sitt til baka til að liðka fyrir mögulegu endurkjöri Guð- mundar Árna sem varaformanns. Var nú gengið til kosninga og sigr- aði Ásta með miklum atkvæðamun. Þrátt fyrir að Guðmundur Árni væri ekki í framboði fékk hann rúmlega fjórðung atkvæða. Það var skoðun flestra viðmælenda að staða Guð- mundar Árna hefði styrkst á þinginu og sumir töldu að það gæti valdið nýkjörnum fonnanni_ erfiðleikum að bæði Guðmundur Árni og Össur Skarphéðinsson, sem hafði sig lítt í frammi á þinginu, stæðu nú báðir „lausbeislaðir“ utan æðstu forystu- sveitar flokksins í þeim viðræðum sem framundan eru um samstarf jafnaðarmanna. Þegar þinginu lauk á sunnudag virtúst flokksmenn ganga sáttir út en nokkuð tvístígandi um hvað framtíðin ber í skauti sér.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.