Morgunblaðið - 12.11.1996, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 12.11.1996, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ LAIMDIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. NÓVEMBER 1996 15 (H) VATNAGARÐAR 24, S: 568 9900 FRÁ formannafundi Landsbjargar á Egilsstöðum. Morgunbiaðið/Anna ingóifsdóttir Þorlákshöfn - Fiskmarkaður Þor- lákshafnar er nú fluttur í nýtt og iglæsilegt húsnæði sem fyrirtækið á ísjálft. Síðan markaðurinn var opnað- 'íur fyrir bráðum fimm árum hefur hann starfað í óhentugu bráðabirgð- 'ar húsnæði. í mars sl. sagði Fiski- stofa að ekki yrði um frekari undan- þágu að ræða. Bjarni Áskelsson, framkvæmda- stjóri Fiskmarkaðs Þorlákshafnar, sagði að lengi hefði staðið til að byggja en ekki hefði fundist heppileg lóð. Flutt var um tíma í húsnæði Hafbergs sem var ágætis húsnæði j>ó aðstaðan væri þröng. Fram- jtvæmdir við bygginguna hófust í júlí og flutt var inn 5. nóvember sl. ^en endanlegum frágangi verður ekki lokið fyrr en í byijun desember. Arkitekt að húsinu var Gunnar Indriðason og aðalverktaki Heimir Guðmundsson byggingameistari. Húsið er alls 800 fm þar af er 250 fm kælir. Boðið er upp á slægingar- þjónustu og frystigeymslu þar sem geymd er beita og fleira. Alls komu á markaðinn rúm 8.000 tonn á síðast- liðnu ári og var veltan 650 millj. króna og hagnaður 4,5 millj. króna. Bjarni sagðist ekki hafa orðið var við neina aukningu vegna lokunar á landleiðinni austur. Við erum tilbúin að taka við miklu meira af fiski ef þörf krefur, hér starfa 5 manns og uppboð tengt uppboðskerfi íslands- markaðs fer fram kl. 8 á morgnana og kl. 13.15 í eftirmiðdaginn. Flateyrar- kirkja 60 ára Formannafundur Landsbjargar á Egilsstöðum Egilsstöðum - Árlegur for- mannafundur Landsbjargar var haldinn í Hótel Valaskjálf á Eg- ilsstöðum. Fundinn sóttur for- menn 28 aðildarsveita Lands- bjargar auk starfsmanna Lands- bjargar. Á fundinum voru rædd innri mál sveitanna og mál einstakra sveita, samstarf við opinbera aðila og eins veltu menn framtíð- inni fyrir sér. Morgunblaðið/Jón H. Sigurmundsson BJARNI Áskelsson fram- kvæmdastjóri stoltur fyrir framan nýtt hús Fiskmarkaðs Þorlákshafnar. Fiskmark- aður Þor- lákshafnar flytur í nýtt húsnæði HALDIÐ var upp á 60 ára af- mæli Flateyrarkirkju 10. nóvem- ber sl. Hún var vígð hinn 26. júlí 1936 af dr. Jóni biskupi Helga- syni, með aðstoð prófastanna sr. Sigtryggs Guðlaugssonar á Núpi í Dýrafirði og sr. Sigurgeirs Sig- urðssonar á Isafirði, síðar biskups, og sóknarprestsins í Holti í Önund- arfirði, sr. Jóns Ólafssonar. Biskup íslands, herra Ólafur Skúlason, predikaði við afmælis- guðsþjónustu í kirkjunni kl. 14 og blessaði safnaðarheimilið í nýrri viðbyggingu kirkjunnar að við- stöddu fjölmenni. Sóknarprestur Flateyringa, sr. Gunnar Björnsson, þjónaði fyrir altari. Fyrsti organisti kirkjunnar, María Jóhannsdóttir, sem lék á orgel við vígsluathöfnina 26. júlí 1936 var viðstödd hátíðarguðs- þjónustuna á sunnudaginn og samsætið í tilefni af 60 ára af- mæli kirkjunnar. Að loknu embætti á sunnudag- inn bauð sóknarnefndin til kaffi- samsætis á veitingastofunni Vagninum. Þar rakti formaður sóknarnefndar, Gunnlaugur Finnsson, bóndi og kirkjuráðsmað- ur á Hvilft, nokkra þætti úr sögu kirkjunnar. Stabalbúnabur Civic VTi: ABS-bremsukerfi, tveir öryggis-loftpúðar, 15" álfelgur, sóllúga, sportinnrétting, 160 hestafla vél sem eyöir aðeins 6,31 í langkeyrslu, rafdrifnar rúður og speglar, fjarstýrðar samlæsingar, hljómflutningstæki, þjófavörn á ræsingu, vindskeið með bremsuljósi, fjórir höfuðpúðar, ryðvörn og skráning. staðgreitt Kynntu þér Honda Civic VTi - hann er engum iíkur !
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.