Morgunblaðið - 12.11.1996, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 12.11.1996, Blaðsíða 16
16 ÞRIÐJUDAGUR 12. NÓVEMBER 1996 VIÐSKIPTI MORGUNBLAÐIÐ * Arnes hf. býður út nýtt 130 milljóna króna hlutafé Aætlað að afkom- an verði íjámum íár ÁRNES hf. í Þorlákshöfn hefur í dag útboð á nýju hlutafé að nafn- virði 130 milljónir króna. Bréfin verða boðin á genginu 1,25 til hlut- hafa á forkaupsréttartímabili sem stendur til 26. nóvember, en þá verða óseld hlutabréf boðin til sölu á almennum markaði á genginu 1,35. Söluandvirði bréfanna verður því a.m.k. 162,5 milljónir króna. Hlutafé félagsins er nú 260 millj- ónir og er því um að ræða 50% aukningu. í byijun október voru hluthafar 111 talsins, en stefnt er að því að fjölga þeim í 200 til að uppfylla skilyrði um skráningu bréf- anna á Verðbréfaþingi íslands. Er fyrirhugað að sækja um slíka skrán- ingu fljótlega eftir útboðið. Tilgangur hlutafjárútboðsins er að styrkja eiginfjárstöðu Árness. Hlutafénu verður einkum varið til að lagfæra veltufjárstöðu félagsins og er ætlað að lækka vaxtagreiðsl- Stefnt að 45 milljóna hagnaði á næsta ári ur, auk þess sem félagið verður betur í stakk búið til að nýta sér þau tækifæri sem kunna að gefast til aukinna umsvifa á næstunni, eins og segir í útboðslýsingu. Árnes var stofnað þann 12. apríl 1991 eftir samejningu sjávarút- vegsfyrirtækja á Árborgarsvæðinu, Hraðfrystihúss Stokkseyrar hf. og Glettings hf. í Þorlákshöfn. Rekst- urinn hófst formlega í byijun árs 1992 . Fyrirtækið hefur sérhæft sig í veiðum og vinnslu á ýmsum flat- fisktegundum. Það gerir út fimm báta og rekur frystihús í Þorláks- höfn og á Dalvík. Árnes sér að mestu sjálft um sölu afurða sinna og rekur í þeim tilgangi dótturfélag- ið Árnes-Europe bv. í Hollandi. Árnes leggur einnig áherslu á veið- ar og vinnslu á humri og fer sú vinnsla fram í frystihúsi félagsins á Stokkseyri. Þá hefur félagið fryst töluvert af loðnu á undanförnum árum. Erfiður rekstur frá upphafi Rekstur félagsins hefur verið erfiður frá því félagið var stofnað og tap verið af starfseminni öll ár- in. Á árinu 1995 varð um 47 millj- óna tap m.a. vegna þess að sjó- mannaverkfallið bitnaði hart á fyr- irtækinu. Fyrstu sex mánuði ársins 1996 varð um 16 milljóna hagnaður af starfseminni, en rekstraráætlun gerir hins vegar ráð fyrir að afkom- an verði í járnum eða að hagnaður ársins verði um 3 milljónir. Áætlan- ir fyrir næsta ár gera ráð fyrir um 45 milljóna hagnaði. Innheijaviðskipti at- hugvð hjá Eurotunnel London. Reuter. RANNSÓKNARDEILD fjársvika í Bretlandi, SFO, hyggst kanna inn- heijaviðskipti fyrir frönsku lögregl- una hjá Eurotunnel Plc, ensk- franska fyrirtækið sem heldur uppi ferðum um járnbrautargöngin undir Ermarsundi. Talsmaður SFO sagði að upplýs- ingar, sem yrði safnað, yrðu afhent- ar frönskum yfirvöldum. Hann kvað SFO ekki hafa ástæðu til að kanna ásakanir um brezk inn- heijaviðskipti. Astæðan væri sú að flestir hlut- hafar Eurotunnel væru Frakkar og megnið af viðskiptum Eurotunnel hefðu farið fram í París, en ekki London. Leit í níu helztu bönkum Blaðið Sunday Times hafði áður skýrt frá því að franska lögregl- an vildi að leit yrði gerð í höfuðstöðv- um níu helztu tanka og fjármála- stofnana Bretlands vegna málsins. Frakkar hafa áhyggjur af ásök- unum um leka á viðkvæmum við- skiptaupplýsingum um fjárhagslega endurskipulagningu Eurotunnels til spákaupmanna að sögn blaðsins. Blaðið segir að rannsóknin nái aftur til ársins 1994 þegar Ermar- sundsgöngin voru opnuð. Hermt er að innheijaviðskiptin hafi farið fram skömmu áður en ensk-franska fyrirtækið greindi frá tilraunum til að skuldbreyta skulda- byrði, sem nú nemur 9.1 milljarði punda, eða rúmlega 900 milljörðum króna. Blaðið segir að eftirlitsdeild kaup- hallarinnar í London, LSE, hafi þeg- ar rannsakað ásakanirnar, en engin sönnunargögn fundið. HI utabréf am ar kað ur á gelgjuskeiði T Stefán Halldórsson Miðvikudaginn 13. nóv. 1996, boðar Félag viðskiptafræðinga og hagfræðinga til morgunverðarfundar frá kl. 8:00-9:30 að Hótel Sögu, Skála 2. hæð. Framsögumenn á fundinum veröa: Stefán Halldórsson framkvæmdastjóri Verðbréfaþings (slands. Hann mun m.a. fjalla um: i Halldór Friðrik Porsteínsson ■ Breytingar á starfsemi verabréfaþings ■ Leiðir til þess að efla traust fjárfesta á markaðnum ■ Áhrif gamaldags viðskiptahátta á markaðinn og hugmyndir um úrbætur í þeim efnum Halldór Friðrik Þorsteinsson viðskipta- fræðingur hjá Kaupþingi. Hann mun fjalla um: ■ Gífurlegar hækkanir og vöxt á ístenska hlutabréfamarkaðarins sl. 2 ár ■ Stöðuna nú og horfur á næstu misserum. Opinn fundur - gestir velkomnir. FÉLAG VIÐSKIPTAFRÆÐINGA OG HAGFRÆÐINGA Fundurinn hefst kl. 8:oo , stendur til 9:30 og er öllum opinn. Fyrirspurn umlífeyr- isgreiðslur TÓMAS Ingi Olrich alþingis- maður hefur beint fyrirspurn til Ijármálaráðherra varðandi greiðsiur í lífeyrissjóði og al- mannatryggingar. Meðal ann- ars er spurt um hvort fylgst sé með að allir launamenn og þeir sem stundi atvinnurekstur eða sjálfstæða starfsemi eigi aðild að lífeyrissjóði eins og skylt sé samkvæmt lögum. Einnig er spurt hvort mis- brestur sé á að lagaskyldan sé virt og hve margir greiði ekki í lífeyrissjóði og hvort það geti ekki valdið miklum árlegum útgjöldum fyrir almannatrygg- ingar á komandi árum og ára- tugum ef menn sinni ekki tryggingaskyldu sinni og hve mikill sá útgjaldaauki geti orð- ið. Þá er spurt hvort greiða beri í lífeyrissjóð af nefndar- og stjórnarlaunum. Loks er spurt hvort það geti reynst hagkvæmara fyrir ein- stakling skattalega séð og með tilliti til ráðstöfunarfjár á eftir- launaaldri að kaupa sér t.d. fremur spariskírteini eða tryggja sig með söfnunar- tryggingu hjá einkatrygging- arfélagi, en að greiða lögbund- ið iðgjald til lífeyrissjóðs. Morgunblaðið/Árni Sæberg KRISTJÁN Theodórsson, framleiðslustjóri Myllunnar, býður þeim Kolbeini Kristinssyni og Páli Kr. Pálssyni að smakka á smákökum bökuðum úr Ljómandi mylludeigi við undirritun samstarfssamn- ings Mýllunnar og Sólar um framleiðslu á deiginu. „Ljómandi myllu- deig“ í verslanir LJÓMANDI mylludeig er ný framleiðsla sem Myllan hf. og Sól hf. standa sameiginlega að. Um tvenns konar tilbúið deig er að ræða, piparköku- og súkku- laðibitakökudeig. Deigið er selt í 600 gramma pakkningum og geymist í allt að sex vikur í kæli. Að sögn Kolbeins Kristins- sonar, framkvæmdasljóra Myll- unnar, er deigið ákaflega þægi- legt i notkun og það eina sem þarf að gera við deigið er að skera það niður og baka. „Við hjá Myllunni framleiðum deigið en Sól sér um markaðssetningu þess og dreifingu. Myllan fram- leiddi áður tilbúnar smákökur en hætti því vegna þess hversu erfitt er að keppa við verð á erlendum smákökum sem eru seldar í íslenskum verslunum. Aftur á móti er Ljómandi myllu- deig á svipuðu verði og tilbúið erlent deig.“ Ársgömul hugmynd Að sögn Páls Kr. Pálssonar, framkvæmdasljóra Sólar, kviknaði hugmyndin að fram- leiðslu á tilbúnu deigi fyrir um ári síðan. „Starfsmenn beggja fyrirtækjanna höfðu velt hug- myndinni fyrir sér en fyrir sex mánuðum hófst undirbúningur að samstarfi Myllunnar og Sólar um framleiðslu á Ljómandi mylludeigi. Síðan þá hefur deig- ið verið í stöðugri þróun með góðri hjálp frá bæði börnum og fullorðnum.“ Byijað verður að dreifa Ljómandi mylludeigi í verslanir í dag og verður það selt fram að jólum til reynslu. Að sögn Páls skera viðtökur neytenda úr um hvort framhald verði á framleiðslunni eftir það. „Ef deigið fær góðar viðtökur eru bæði fyrirtækin tilbúin að halda áfram á sömu braut og starfa frekar saman. I Bandaríkjunum er talið að u.þ.b. helmingur af bakstri heimilanna sé úr tilbúnu deigi enda fylgir því mikill tíma- sparnaður. Við gerum okkur vonir um að ná um 20% mark- aðshlutdeild í smákökubakstri heimilanna fyrir þessi jól.“ Kolbeinn segir að þetta sé raunhæft mat sé miðað við fengna reynslu af sölu á tilbúnu laufabrauðsdeigi. „Allt frá því að sala á tilbúnu laufabrauðs- deigi og fullgerðumlaufa- brauðs farið stigvaxandi og um síðustu jól var hlutdeildin í markaðnum orðin um 80%. Þar skiptir miklu að nýir neytendur bættust í hópinn, fólk sem ekki hafði áður gert laufabrauð. Ég hef trú á því að svipaða sögu verði hægt að segja af smákökudeiginu og fleiri muni baka fyrir þessi jól en áður.“ Lífeyrissjóðirnir Sjö milljarðar íhlutabréfum BÓKFÆRÐ hlutabréfaeign lífeyr- issjóða nam tæpum 7 milljörðum króna um síðustu áramót eða 2,65% af heildareignum þeirra, sem voru um síðustu áramót um 263 milljarð- ar króna, að því er fram kemur í SAL fréttum, fréttabréfi Sambands almennra lífeyrissjóða. Samsvar- andi hlutfall af heildareignum var 2,34% í árslok 1994. Lífeyrissjóður verslunarmanna, stærsti lífeyrissjóður landsins með eignir sem námu tæplega fjörutíu milljörðum, átti mest lífeyrisjóð- anna í hlutabréfum eða sem nam 1.577 milljónum króna, sem er um 4% af heildareignum. Lífeyrissjóður Austurlands á mest hlutfallslega í innlendum hlutabréfum eða sem nemur rúm- um 10% af heildareignum. Sam- vinnulífeyrissjóðurinn á hlutfalls- lega litlu minna í hlutabréfum eða sem nemur um 10%. Þar á eftir koma Lífeyrissjóður Vesturlands, Lífeyrissjóður Tæknifræðingafé- lags Islands og Lífeyrissjóður lækna, sem eru með um 6% af heildareignum hver um sig í inn- lendum hlutabréfum. Tekið er fram að rétt sé að skoða þessar upplýsingar með tilliti til þess að misræmis geti gætt eftir því hvort hlutabréfin séu færð á markaðsverði eða framreiknuðu kostnaðarverði í bókhaldi sjóð- anna, en færa bera hlutabréfin á því verði sem lægra sé.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.