Morgunblaðið - 12.11.1996, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 12.11.1996, Blaðsíða 17
MÓRGUNBLADlí) ÞRIÐJUDAGUR12. NÓVEMBER 1996 17 Afallímáli VW gegn Opel-GM Frankfurt. Reuter. DÓMARI í Frankfurt hefur vísað frá máli Volkswagen AG gegn Adam Opel AG og þar með hefur VW orð- ið fyrir öðru áfalli í baráttu sinni gegn meintum ærumeiðingum keppi- nauta sinna. VW hefur ákveðið að vísa málinu til æðri dómstóla og ekki er enn séð fyrir endann á hörðum málaferlum í Þýzkalandi og Bandaríkjunum vegna ásakana um að nokkrir hátt- settir starfsmenn GM hafí haft með sér leynileg skjöl þegar þeir hættu hjá fyrirtækinu og hófu störf hjá VW. Kröfðust 10 millj. marka VW hafði farið fram á 10 milljóna marka skaðabætur vegna yfirlýsinga Opels og General Motors á blaða- mannafundi í marz þegar skýrt var frá ákvörðun um lögsókn gegn VW vegna meintra iðnnjósna. Bílaframleiðendurnir hafa elt grátt silfur saman í Bandaríkjunum og Bretlandi síðan José Ignacio Lopez de Arriortua hætti störfum hjá GM og fór til Volkswagen þar sem hann varð framleiðslu- og inn- kaupastjóri 1993. GM heldur því fram í máli sínu í Bandaríkjunum að Lopez og nokkrir aðrir fyrrverandi yfirmenn GM, sem hófu störf hjá VW um leið og hann, hafí stolið iðnaðarleyndarmálum. VW hefur harðlega neitað því. VW sagði í málinu í Frankfurt að GM og Opel hefðu reynt að móta almenningsálitið á blaðamannafundi með því að lýsa VW sem glæpasam- tökum. Starfsmenn Opels og GM sökuðu VW og æðstu menn þess fyrirtækis, þar á meðal Ferdinand Piech for- stjóra, um samsæri, stuld á viðskipta- leyndarmálum og fjárkúgun. Giinther Kinnel dómari í Frank- furt sagði í úrskurði sínum að yfirlýs- ingar GM og Opels hefðu verið leyfí- legar samkvæmt málfrelsislögum og yfírmenn Opels hefðu aðeins lýst skoðun sinni á málshöfðun sinni í Bandaríkjunum gegn VW. VW varð fyrir öðru áfalli í þessum mánuði þegar bandarískur alríkis- dómstóll leyfði General Motors að halda áfram máli sínu gegn VW í Detroit, höfuðborg bílaiðnaðarins. Næstu vitnaleiðslur í Detroit-mál- inu verða 3. desember og fulltrúi Opels kvaðst búast við að næsta stig málaferlanna muni hefjast um ára- mót. -----♦ ♦ ♦------- Hlutabréfa- markaður á gelgjuskeiði MORGUNVERÐARFUNDUR á veg- um félags viðskiptafræðinga og hag- fræðinga verður haldinn miðviku- -daginn 13. nóvember klukkan 8:00- 9:30 á Hótel Sögu, Skála. Yfirskrift fundarins er hlutabréfa- markaður á gelgjuskeiði. Framsögu- menn á fundinum verða Stefán Hall- dórsson, framkvæmdastjóri Verð- bréfaþingi íslands, sem fjallar m.a. um breytingar á starfsemi verðbréfa- þings og Halldór Friðrik Þorsteins- son, viðskiptafræðingur hjá Kaup- þingi, sem mun m.a. flalla um gífur- legar hækkanir og vöxt á íslenska hlutabréfamarkaðnum sl. 2 ár. DIGITAL Á ÍSLANDI Vatnagaróar 14 - 104 Reykjavík Sími 533-5050 - Fax 533-5060 VIÐSKIPTI Disney íhugar garð á Spáni Madrid. Reuter. WALT DISNEY er eitt nokkurra Disneyland í París er eini Brezka fjölmiðlafyrirtækið Pear- fyrirtækja, sem eiga í viðræðum skemmtigarður Disneys í Evrópu son á meirihluta í Port Aventura, um nýjan skemmtigarð á austur- og framtíðahorfur hans eru enn í sem hefur gengið betur en búizt strönd Spánar að sögn yfírvalda. óvissu, þótt búizt sé við hagnaði hafði verið við. Fylkisstjóm Valencia ræðir við 1996, annað árið í röð. í fyrra komu rúmlega 45 millj- Disney, Paramount og Universal Nýr skemmtigarður í Valencia ónir skemmtiferðamanna til Spán- kvikmyndaverið um nýjan skemmti- yrði keppinautur nálægs 500 millj- ar, sem er annað vinsælasta ferða- garð nálægt Costa Blanca í hérað- óna dollara skemmtigarðs, Port mannaland Evrópu, næst á eftir inu Alicante. Aventura, suður af Barcelonaa. Frakklandi. ARNES HF. Almennt hlutafjárútboð Útgefandi: Sölutímabil: Forkaupsréttur: Ames hf., Hafnargötu 9, Stokkseyri. 12. nóvember 1996 - 27. janúar 1997. Forkaupsrétt hafa þeir hluthafar sem skráðir voru hjá hluthafaskrá Ámess hf. þann 8. nóvember 1996. Forkaupsréttartímabil stendur yfir frá 12.-26. nóvember. Nafnverð hlutabréfanna: 130.000.000 kr. að nafnverði. Sölugengi: Skilmálar: Söluaðilar: Réttindi: Umsjónaraðili útboðs: Útboðsgengi til forkaupsréttarhafa er 1,25. Gengi hlutabréfanna verður 1,35 í almennri sölu í byrjun en getur breyst á sölutímabilinu. Kaup á forkaupsréttartímabili skulu greiðast eigi síðar en 4. desember 1996. Hlutabréf í almennri sölu skulu staðgreidd við kaupin. Lágmarksfjárhæð í almennri sölu er 26.000 að nafnverði. Kaupþing hf., Kaupþing Norðurlands hf. og afgreiðslur sparisjóðanna um land allt. Öll hlutabréf í félaginu em jafn rétthá. Engar hömlur eru lagðar á meðferð hlutabréfa í félaginu. Kaupþing hf. Útboðslýsing liggur frammi hjá söluaðilum og útgefanda. KAUPÞING HF löggilt verðbréfafyrirtœki Arrnúla 13A, 108 Reykjavík - Sími 515-1500, fox 515-1509 Oracle • Sun • Netscape • Legato • Skýrr • Þróun • Intranet • deCode • Unisys •
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.