Morgunblaðið - 12.11.1996, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 12.11.1996, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ ERLEIMT ÞRIÐJUDAGUR 12. NÓVEMBER 1996 19 Reuter FIDEL Castro (t.v.) ræðir við Ernesto Samper, forseta Kólumbíu. Fundur ríkja Rómönsku Ameríku Castro deilir hart á Bandaríkin Santiago. Reuter. Flokkur Landsbergis sigrar í kosningum í Litháen Efasemdir um stefn- una í efnahagsmálum Vilnius. Reuter. LEIÐTOGAR 19 ríkja rómönsku Ameríku auk Portúgals og Spánar komu saman í Santiago í Chile á sunnudag til að ræða eflingu lýðræð- is en undir niðri örlaði á ágreiningi um Kúbu. Refsiaðgerðir Bandaríkja- manna gegn þeim sem stunda við- skipti við Kúbu voru þó harðlega gagnrýndar. Fidel Castro, forseti Kúbu, var eini leiðtoginn á fundinum, sem ekki er lýðræðislega kjörinn, ef undan er skilinn Jóhann Karl Spánarkonung- ur. Castro var mjög harðorður í garð Bandaríkjamanna og sagði þá „hvað eftir annað ráðast inn í lönd á svæðinu" og „sundur- lima . v. menningu okkar“. „Menning okkar er sundurlimuð af einokun íjölmiðla frá hinu einráða stórveldi á meðan þetta sama stór- veldi.. . beitir glæpsamlegum þvingunum og skiptir sér statt og stöðugt af hlutum, sem eru alfarið innanríkismál ríkja okkar," sagði Castro í ræðu. Undir yfirskrift lýðræðis Fundurinn snerist opinberlega um leiðir til að stjórna í virku lýðræði og kom fram að menn voru hvorki á eitt sáttir um það í hveiju lýðræði væri fólgið né hvernig ætti að taka á málefnum Kúbu. „Við Mexíkanar erum alfarið þeirrar hyggju að lýðræði sé ekki hægt að flytja frá einum stað til annars, frá einu þjóðfélagi til ann- ars, hvorki með þrýstingi, afskipt- um, né erlendum þrýstingi," sagði Ernesto Zedillo, forseti Mexíkó. Aðrir leiðtogar, þar á meðal gest- gjafinn, Eduardo Frei, forseti Chile, virtust gagnrýna skort á frelsi á Kúbu. „Það er ekki hægt að tala um tvenns konar lýðræði," sagði Frei. „Það er aðeins ein lögmæt [gerð lýðræðis],-sem virðir mannréttindi og tekur ákvarðanir í samræmi við vilja meirihlutans í einlægum kosn- ingum.“ Jorge Fernando Branco de Sampaio, forseti Portúgals, skoraði á ríki að gera sér grein fyrir „alþjóð- legum tilhneigingum, sem örva póli- tískar breytingar" í lýðræðisátt. Castro snæddi hádegisverð með Jose Maria Aznar, forsætisráðherra Spánar, og sögðu spænskir embætt- ismenn að leiðtogi Kúbu hefði þar þvertekið fyrir umbætur á stjórn- kerfinu á Kúbu. Aznar hefði boðist til að telja Evrópusambandið á að koma Kúbu til hjálpar í efnahags- málum ef hann „opnaði land sitt fyrir lýðræði", en Castro hefði sagt þvert nei. STJÓRNMÁLASKÝRENDUR sögðu í gær að erfitt kynni að reyn- ast fyrir Föðurlandssambandið, sem bar sigur úr býtum í þingkosn- ingunum í Litháen um helgina, að sannfæra erlenda fjárfesta um að hann myndi framfylgja trúverðugri stefnu í efnahagsmálum. „Setja verður spurningarmerki við efnahagsstefnu flokksins," sagði erlendur stjórnarerindreki í Vilnius. Föðurlandsambandið, flokkur Vytautas Landsbergis, hefur ákveðið að Gediminas Vagnorius verði næsti forsætisráðherra en hann hefur áður gegnt því emb- ætti. Erlendir ijárfestar hafa nokkrar áhyggjur af ýmsum yfir- lýsingum Föðuriandssambandsins m.a. þess efnis að hætta beri að binda gengi gjaldmiðilsins, litas, við dollarann. Vagnorius reyndi að slá á þennan ótta í gær á blaða- COLIN Powell, fyrrverandi yfir- maður bandaríska herráðsins, hleypti af stað miklu um- tali í Washington um heigina þegar hann gaf til kynna að hann mundi taka að sér emb- ætti í stjóm Bills Cintons Bandaríkjaforseta ef hon- um byðist það. Powell, sem er repúblikani, til- kynnti fyrir ári að hann hygðist ekki bjóða sig fram til forseta og hefur síðan látið að því liggja að honum líkaði vel að vera að hálfu mannafundi. „Það kemur ekki til greina að hægja á umbótaferlinu,“ sagði hann. Kommúnistar á útleið „Við emm að fara að vinna, við höfum engan tíma til fagnaðar- láta,“ sagði Landsbergis og brosti breitt er hann ræddi við blaða- menn. Hann var helsti leiðtogi í sjálfstæðisbaráttu Litháa gegn Sovétmönnum og var í reynd for- seti landsins 1991 er takmarkið loks náðist. Kjósendur voru hins vegar lang- þreyttir á efnahagserfiðleikum og veittu fyrrverandi kommúnistum brautargengi í þingkosningunum 1992 enda var bandalag Lands- bergis, Sajudis, þjakað af innbyrð- is deilum og klofningi. Hefur verið bent á að þá hafi verið lagður grundvöllur að nýju valdaskeiði gömlu valdhafanna víða í fyrrver- leyti sestur í helgan stein. Nú virð- ist athafnaþráin hins vegar hafa gert vart við sig á ný. „Maður á alltaf að hlusta á for- seta sinn,“ sagði Powell. „Ég mundi- íhuga það,“ sagði herforinginn þegar hann var spurður hvort hann myndi þiggja boð um öflugt embætti í stjóminni. Bæði William Perry vam- armálaráðherra og Warren Chri- stopher utanríkisráðherra hafa lýst yfír því að þeir láti embætti, þannig að báðir stólar verða brátt lausir. Clinton sagði á sunnudag að hann hefði í hyggju að skipa repú- blikana í stjórnina og bætti við: „Colin Powell er í miklum metum hjá mér.“ andi kommúnistaríkjum en þó með því formerki að þeir beittu lýð- ræðislegum aðferðum til að endur- heimta völdin og oftast vom nýir menn í forsvari. Frelsis- og sjálfstæðishetjur ný- fijálsu ríkjanna reyndust í sumum tilvikum lélegir stjórnendur en fyrst og fremst var það örvænting kjósenda vegna fátæktar og upp- lausnar sem olli umskiptunum. Því má heldur ekki gleyma að komm- únistar vom oft eina stjórnmálaflið sem var vel skipulagt og hafði reynda menn innanborðs. Þeir boð- uðu markaðsumbætur og tengsl við ESB og NATO en sögðust geta komið á umbótum án þeirra miklu þjáninga sem reyndin hafði orðið. Fyrrverandi kommúnistar biðu síð- an ósigur í Búlgaríu og Rúmeníu á dögunum og nú í Litháen, enn virðist nýtt tímabil hafið í stjórn- málasögu landanna. Haft er fyrir satt að innan stjórn- arinnar sé andstaða við Powell. Óttast sumir að hann myndi skyggja á aðra ráðherra og að hann myndi hafa það styrka stöðu sem vinsælasti svarti stjórnmálamaður- inn í Bandaríkjunum að engin leið yrði að hemja hann ef hann tæki upp á því að fara eigin leiðir. Sagt er að A1 Gore varaforseti sé einn helsti andstæðingur þess að Powell taki sæti í stjórninni. Hann er sagður telja að Powell mundi nota starfíð til að styrkja eigin stöðu. Síðan mundi hann láta sig hverfa úr stjórn í tæka tíð til að bjóða sig fram til forseta undir merkjum repúblikana. Powell segist myndu taka við ráðherrastól Washington. The Daily Telegraph. Colin Powell „í&lendingar eru gáfjaða&ta ficlk í heimi" - þeAó vegna kaupa útlendingar líka afi ckkur hugbúnað íilemkt husvit er orðin verðmœt útblutningðvara efitinótt um allan heim. íilemkur iðnaður þolir vel alþjóðlegan iamanburð. Berðu alltat iaman verð og gœði. Ióletukur iðnaður á heim&mœlikvarða <§) SAMTÖK Tm IÐNAÐARINS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.