Morgunblaðið - 12.11.1996, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 12.11.1996, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR ÞRIÐJUDAGUR 12. NÓVEMBER 1996 23 Picasso svikinn í ástum Ný ævisaga málarans dregur fram nýja hlið á kvensemi hans PABLO Picasso, sem hefur verið sakaður um kvenhatur og kvensemi, fær uppreisn æru í nýjustu ævisögu þessa mikla meistara málaralistar- innar. Þar er fullyrt að að minnsta kosti tvær konur hafi svikið Picasso í ástum, en hann hefur verið sakaður um að hafa dregið fjölda kvenna á tálar en hafnað þeim síðar. Höfundur ævisögunnar er John Richardson og kallast hún „A Life of Picasso". Þessar fullyrðingar koma fram í öðru bindi bókar- innar, sem fjallar aðal- lega um ár heimsstyij- aldarinnar síðari. í henni segir að of langt hafi verið gengið í ásökunum á hendur Picasso um karlrembu og að mörg- um mun verri hafi verið hlíft, svo sem Rembrandt og Matisse. Richardson segir að því verði ekki neitað að Picasso hafi farið illa með margar konur, en hann hafi einnig verið skilningsríkur og blíður. Segir í bókinni að á styij- aldarárunum hafi Pic- asso í tvígang orðið yfir sig ástfanginn af konum, sem báðar hafi hætt við giftingaráform sín og málarans. Hafi Picasso tekið hafnanir beggja kvennanna ákaflega nærri sér. Gaby Lespinasse vakti ást Picassos árið 1915. „Hún var afar ljúf stúlka, sem talið er að hafí dans- að í kabarett á Montp- arnasse," segir Richard- son í samtali við The Independent. Ástmaður hennar og síðar eigin- maður var Henri Les- pinasse, sem var einn af þeim sem lögðu grunninn að St. Tropez. Þar átti hann hús sem Gaby og Picasso héldu oft til þegar þau vildu flýja skarkala Parísarborgar og var húsið ástar- hreiður þeirra. Segir Richardson að margar vatnslitamyndir séu til af herbergjum hússins, og séu myndirn- ar einstakar á meðal verka Picassos. Með myndunum er einnig að finna ástarbréf Picassos til Gaby og lýsing á svefnherbergi þeirra. „Picasso gaf Gaby myndirnar og bréfin en þau komu ekki fram í dagsljósið fyrr en fyrir nokkrum árum. Þau eru mjög áhrifamikil, á sumum þeirra eru nöfn þeirra fléttuð saman í mörgum litum, þau sameinast í eitt. í einu bréfanna skrifar Picasso „ég elska þig“ í öllum mögulegum litum. Þarna birtist ljúf og viðkvæm hlið á Picasso." Picasso kynntist Gaby á sama tíma og ástkona hans, Eva, var að deyja úr krabbameini. Ekki er vitað hvern- ig hann útskýrði fyrir henni tíðar ferðir sínar til St. Tropez en þegar hún lést, gerði Picasso ráð fyrir að kvænast Gaby. Hún ákvað hins veg- ar að giftast Herbert, þar sem hún taldi að líf með auðkýfingnum yrði mun þægiiegra en sambúð með mál- aranum, sem þótti erfiður í um- gengni og stjórnsamur í meira lagi. Nam ástkonuna á brott Picasso var niðurbrotinn maður en þegar hann tók að jafna sig, vor- ið 1916, féll hann fyrir Irene Lag- out. Picasso og vinur hans, ljóðskáld- ið Guillaume Apollinaire, námu Lagout á brott og héldu með hana í hús fyrir utan París. Þaðan flýði hún, en sneri aftur viku seinna að eigin frumkvæði. „Samband þeirra var skrykkjótt fram undir árslok árið 1916 en þá ákváðu þau að giftast. Þegar Irene átti að hitta fjölskyldu Picassos í Barcelona fyrir giftinguna, hætti hún við og hélt til Parísar í arma fyrri elskhuga síns. Hún var lesbísk og sveifiaðist á milli karla og kvenna. Hún lifði mjög óvenjulegu lífi, til dæmis hélt rússneskur hertogi henni uppi í Moskvu um tíma.“ Irene hóf raunar ástarsamband við Picasso að nýju árið 1923 og Richardson segir að eitt þekktasta verk Picassos frá þessum tíma, „Elskendurnir", sé af málaranum sjálfum og Irene. „Hún lést fyrir skömmu í hárri elli, 101 árs. Eins og svo margar konur með skraut- lega fortíð neitaði hún öllum þessum sögum en ég var svo heppinn að rekast á bréf hennar í skjalasafni í Flórens," segir Richardson. Gyðjur og dyramottur Hann fullyrðir að af- leiðingin af höfnun Irene hafi orðið sú að Picasso hafi farið enn einu sinni á stúfana að leita sér að konu. Vorið 1917 kynnt- ist hann rússnesku ball- erínunni Olgu Khokhlovu og giftist henni ári síðar, þá 37 ára gamall. Hann varð þó fljótt þreyttur á smáborgaralegum lífsstíl hennar og tók sér flöl- margar ástkonur á næstu árum. Ein þeirra var Francoise Gilot, sem sagði um Picasso að hann umgengist konur í fyrstu eins og gyðjur en síðar eins og dyramottur. Hún hefði ekkert á móti því fyrrnefnda en að hún drægi mörkin við að láta koma fram við sig eins og dyramottu. Richardson segir að til- fmningar Picassos í garð kvenna hafi verið ákaf- lega heitar og að hann hafi ekki getað án konu verið. „Dora Maar, sem var ástkona málarans á árunum 1936-1944, sagði mér að þegar ný kona hefði komið inn í líf Pic- assos hefði allt tekið breytingum; liststefna hans, vinahópur, ljóðskáldið (en Pic- asso vann mikið með skáldum), hús- ið og hundurinn. Þetta er fullmikið sagt en þó er mikið til í þessari fullyrðingu og sam- bönd hans við konur endurspegluðust í verkum hans. Þegar hann var blíð- ur við þær, eru verkin full við- kvæmni. Þegar þær voru veikar, eins og t.d. Jacqueline, önnur eiginkona hans, sem var oft veik, sést það í myndum hans af þeim. Og þegar hann fann sér nýja konu, átti hann til að mála myndir af báðum konun- um, og sú sem fyrir var sá að önnur var komin í hennar stað. Þá hef ég komist að því að eftir 1910 málaði Picasso ekki alltaf ástkonur sínar í mannsmynd, hann átti það til að sýna þær til dæmis í líki hljóðfæris sem hægt var að leika á.“ „ELSKENDURNIR" sýnir Picasso með ástkonu sinni, Irene Lagout, sem hætti við að giftast honum á síðustu stundu. HARPA, Ágústa Sigrún og Kristinn Örn. Lög úr söngleikjum flutt í Ámessýslu HAFIN er síðari tónleikasyrpan á haustönn handa nemendum í Árnessýslu á vegum verkefnisins Tónlist fyrir alla. Að þessu sinni fá nemendur í Árnessýslu að kynnast söngleikjatónlist.Söng- konurnar Ágústa Sigrún Ágústs- dóttir og Harpa Harðardóttir ásamt píanóleikaranum Kristni Erni Kristinssyni flytja þeim nokkur vinsæl lög og önnur minna þekkt. Eins og venja er efnir tónlistarfólkið til opinberra kvöldtónleika fyrir almenning í tengslum við kynningarnar í skól- um. Þar flytja þau dúetta og ein- söngslög eftir Irving Berlin, Je- rome Kern, Cole Porter, George Gershwin, Leonard Bernstein og fleiri. í vikunni verða haldnir 17 skólatónleikar en almennir tón- leikar Ágústu, Hörpu og Kristins verða í Hveragerðiskirkju í dag, þriðjudaginn 12. nóvember, kl. 20.30 og Fjölbrautaskóla Suður- lands föstudaginn 15. nóvember kl. 20.30. Ágústa Sigrún Ágústsdóttir stundaði söngnám við Söngskól- ann í Reykjavík og lauk þaðan burtfararprófi árið 1992 og kenn- araprófi vorið 1994. Hún hefur sungið með Mótettukór Hall- grímskirkju og Óperusmiðjunni og er félagi í Kór Islensku óper- unnar og hefur starfað með Leik- félagi Kópavogs og Leikfélagi Akureyrar. Jafnhliða námi sínu hefur Ágústa sótt einkatíma hjá Evgeníu Ratti, Anthony Hose, Peter Locke og Ellen Lang Harþa Harðardóttir lauk söng- kennaraprófi 1994. Harpa hefur sungið með Kór Langholtskirkju, er félagi í Kammerkór Lang- holtskirkju og hefur starfað í Kór Islensku óperunnar. Kristinn Örn Kristinsson píanóleikari stundaði nám við Tónlistarskólann á Akureyri og Tónlistarskólann í Reykjavík. Hann fór síðan í framhaldsnám til Bandaríkjanna og lauk BM- prófi frá Southern Illinois Uni- versity, Edwardsville. Hann var auk þess í tvö ár við Tónlistarhá- skólann í St. Louis. Kristinn er skólastjóri Tónlist- arskóla Islenska Suzuki-sam- bandsins og kennir við Tónlistar- skólann í Reylgavík. Safnfræðsla í AUSTURFORSAL Kjarvalsstaða stendur nú yfir sýning til kynningar á starfsemi safnsins er lýtur að fræðslu og miðlun, safnfræðslu. Markmiðið með þessu starfi er að kynna fyrir íslenskum skólanemum verk og lífsýn innlendra og erlendra myndlistarmanna, áður fyrr og nú á tímum og vekja þannig áhuga á list og menningu ásamt því að efla vitund um menningararfleifð og menningarsögu. í tengslum við sýn- ingar byggingarlistardeildar safns- ins hafa skólanemar hlotið fræðslu um íslenska byggingarlist og mann- gert umhverfi. í tengslum við kynninguna á safn- fræðslu stendur yfir sýning á verkum nemenda frá tveimur skólum á höf- uðborgarsvæðinu. Þetta er úrval verka sem nemendur unnu undir handleiðslu myndmenntakennara sinna eftir að þeir höfðu skoðað sýn- ingu á verkum Errós sem haldin var á Kjarvalsstöðum í nóvember og desember 1994 og fengið fræðslu um list hans og vinnuaðferðir. í Austurforsal liggur frammi lítið verkefni „Hvað manstu?“ sem teng- ist sýningunni á verkum Listasafns Reykjavíkur, aðföngum 1991-1996. Börn, unglingar og fjölskyldur þeirra geta unnið það saman eftir að hafa skoðað sýninguna. Almenn leiðsögn um sýningu safnsins er alla sunnudaga kl. 16. AXUlXf H v e rs d a gs l e gi r hlutir eiga að vera fallegir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.