Morgunblaðið - 12.11.1996, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 12.11.1996, Blaðsíða 26
26 ÞRIÐJUDAGUR 12. NÓVEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Hljóð, fálát og fögur TÖNLIST I) ó ni k i r k j a n BAROKKTÓNLEIKAR Flutt voru verk eftir Thomas Morl- ey, Matthew Locke, Willam Byrd, John Banister, Georg Philipp Tele- mann og Johann Jakob Froberger. Flytjendur voru Ragnheiður Har- aldsdóttir og Camilla Söderberg, er léku á blokkflautur, Amia Margrét Magnúsdóttir á sembal og Ólöf Sess- elja Óskarsdóttir á viola da gamba og selló. Laugardagurinn 9 október, 1996. TÓNLEIKARNIR hófust með samleik á tvær blokkflautur í verki eftir Thomas Morley, en þessi sam- tímamaður Shakespeares samdi sér- lega fallega tónlist og eru sumir madrigalar hans frábærar tónsmíð- ar. 1595 gaf hann út safn af „kansó- nettum“ fyrir tvær raddir og er lík- legt að II lamento, sem Camilla og Ragnheiður léku, sé tekin úr því hefti. Flutningur þeirra var mjög fallega mótaður. Ekki man undirrit- aður til þess að hafa heyrt á tónleik- um hérlendis leikið verk eftir Matt- hew Locke (1621-1722), sem var samtímamaður Purcell. Svíta nr. 2 fyrir tvær blokkflautur og viola da gamba er hæglát hugleiðslutónlist, vel samin og var sérlega fallega flutt. Tónlist frá snemm-barokk- tímanum er allt annarrar náttúru en hávaðasöm tónlist síðari tíma. Hún er ekki aðeins lágvær, heldur og inhverf og hlustandinn verður að leita eftir henni, hún tekur hann ekki. Það er engin fyrirskipun um viðbrögð en tónmálið á sér efni til inhverfrar íhugunar. Hún hljóð og fálát en umfram allt fögur. William Byrd átti næsta verk, sem er fyrir sembal. í efnisskrá er verkið kallað Pavana Lachrymaæ. Byrd samdi marga pavan-dansa og nokkrir þeirra eru raddsetningar á verkum eftir aðra. Samkvæmt The Fitzwilliam Virginal Book, 2. hefti, er þetta verk sagt vera eftir John Dowland, en útsett af Byrd. Anna Margrét lék verkið mjög vel og lagði áherslu á þær skreytingar, sem bar- okkmenn kiydduði leik sinn með. Eftir Matthew Locke léku Camilla og Ragnheiður svítu nr. 3, fyrir tvær blokkflautur og viola da gamba, og á eftir léku þær stöllur blokk- flautudúett eftir John Banister yngri er var fiðluleikari og lék í og stjóm- aði hljómsveitinni í Drury Lane-leik- húsinu. Faðir hans, John eldri, var einn af frumkvöðlum um tónleika- haldi fyrir almenning í Englandi. Georg Philipp Telemann var sér- lega afkastamikið tónskáld og eftir hann lék Ragnheiður Haraldsdóttir sónötu í d-moll, fyrir blokkflautu og fylgirödd. Ragnheiður sýnd það að hún er frábær blokkflautuleikari og býr yfir næmi, sem nýttist henni vel í hægu köflunum og góða tækni, er blómstraði svo að hvergi féll á fölvi í hröðu þáttununum. Anna Margrét lék Lamentation eftir Johann Jakob Froberger, er hann samdi vegna láts Ferdinands III., 1657. Það er svo, að erfitt er að gera sér grein fyrir túlkunar- máli barokkmanna, sérstaklega í túlkun tilfinninga. Bæði blæbrigði gömlu hljóðfæranna og tónmálið er ólikt því, sem nútímamaðurinn setur t.d.í samband við sorg. Þrátt fyrir ágætan leik Önnu Margrétar var sorgin ekki nærri, heldur hljómfal- legur og glitrandi tónn sembalsins. Tónleikunum lauk með tríósónötu eftir Georg Philipp Telemann, sem er ekta rókokkó-tónverk.létt og leik- ræn túlkun á skapgerðum nokkurra kvenna, sem frægar eru. Tónverkið endaði á lýsingu á Dido, drottningu af Karþagó, er þurfti að þola svik Eneasar. Yfirskrift kaflans er Triste - Disperato og áttu hægu atriðin að túlka sorg hennar en þau hröðu örvæntingu. í þessu verki lék Tele- mann sér með tónmálið á mjög skemmtilegan máta. Verk Telemanns voru bragð- mestu verkin og þar naut sín best leiktækni flytjenda, sérlega þó Ragnheiðar í sónötunni og samleik- ur hennar og Camiliu í tríósónöt- unni, sem var frábærlega vel flutt, og átti leikur Ólafar Sesselju á gamba og selló, svo leikur Onnu Margrétar, bæði í continuo og ein- leik hennar, mikinn þátt í þessum ánægjulegu tónleikum. _ Jón Asgeirsson Verk eftir Beethoven og Poulenc á Háskólatónleikum Á HÁSKÓLATÓNLEIKUM í Nor- ræna húsinu miðvikudaginn 13. nóvember munu þeir Jón Aðalsteinn Þorgeirsson klarinettleikari og Bijánn Ingason fagottleikari spila lög eftir Beethoven og Poulenc. Tónleikarnir eru um hálftími að lengd og heQast kl. 12.30. Á efnisskránni er Sónata fyrir klarinett og fagott, I. Allegro, II Romance og III Final eftir Francis Poulenc. Dúó nr. 3 í B-dúr fyrir klarinett og fagott, I. Allegro sost- enuto og II. Aria con Variazioni eftir L.v. Beethoven. Jón Aðalsteinn tók burtfararpróf frá Tónskóla Sigursveins D. Krist- inssonar árið 1978. Síðan stundaði hann nám við einleikaradeild Tón- listarháskóla Vínarborgar og lauk Jón Aðalsteinn Brjánn Þorgeirsson Ingason þaðan einleikaraprófi 1985. Aðal- kennarar hans voru Egill Jónsson, Sigurður I. Snorrason, pr. Horst Hajek og pr. Alfred Prinz. Jón Aðalsteinn hefur komið fram á fjölda tónleika hér á landi sem og erlendis, bæði sem einleikari í hljómsveit og með kammersveitum. Hann hefur Ieikið einleik með Wien- er Hochschulorchester, Sinfóníu- hljómsveit íslands, Sinfóníuhljóm- sveit Æskunnar og Sinfóníuhljóm- sveit áhugamanna. Bijánn Ingason hóf fagottnám hjá Hafsteini Guðmundssyni við Tónmenntaskólann í Reykjavík og Tónlistarskóla FÍH. Framhaldsnám stundaði hann við Norges Musik- högskole í Ósló og Sweelinck Con- servatorium í Amsterdam hjá Tor- leiv Nedberg og John Moustard. Bijánn hefur starfað í Sinfóníu- hljómsveit íslands frá 1991 og er einnig félagi í Caput-hópnum. Handhöfum stúdentaskírteina er boðinn ókeypis aðgangur, en að- gangseyrir fyrir aðra er 400 kr. Saga í tónum TÓNLIST R á ð h ú s i ð, Dómkirkjan FYRIRLESTUR, KÓRSÖNGUR OG ORGAN- SLÁTTUR Jón Þóraiinsson tónskáld flutti fyrir- lestur um störf Páls Isólfssonar. Flutt voru tónverk eftir orgelleikara við Dómkirkjuna og verk samin fyrir vígslu og aðrar athafnir kirkjunnar. Flytjendur: Dómkórinn í Reykjavik og Anna Guðný Guðmundsdóttir, undir stjóm Marteins H. Friðriksson- ar. Sunnudagurinn 10. nóvember, 1996. HALDIÐ er upp á tvö hundruð ára afmæli Dómkirkjunnar með margvíslegum hætti og á sviði tónlistar eru haldnir margir tón- leikar og sl. sunnudag hélt Jón Þórarinsson tónskáld fyrirlestur um Pál ísólfsson. Það er engum vafa undirorpið, að framlag Páls ísólfssonar til íslenskrar tónlistar var mikið og merkilegt. Páll var afburða orgelleikari og kennari, og sem skólastjóri fyrsta tónlistar- skólans á Islandi, átti hann, ásamt þeim góðu tónlistarmönnum er fylktu sér undir merki hans, þátt í að byggja upp grunninn að því blómstrandi tónlistarlífi, sem við búum nú að. Þá má ekki gleyma tónsmíðum hans, en á meðal þeirra eru sönglögin hans hreinar perlur og af stærri verkum má nefna Alþingishátíðar kantötuna og hin frábæru orgelverk hans. Fyrirlest- ur Jóns Þórarinssonar tónskálds var hinn fróðlegasti, enda munu fáir hafa þekkt Pál betur, bæði sem samstarfsmaður og vinur. Tónleikarnir, sem á eftir fylgdu, hófust á sálminum 'Játi það allur heimurinn, sem er tekinn úr Grall- aranum frá 1763 og var sunginn einraddaður og mjög blátt áfram, í anda hins „slétta“ sálmasöngs. Líklegt má telja að sungið hafi verið úr grallaranum á fyrstu árum Dómkirkjunnar. Grallarinn var fyrst gefinn út 1594 á Hólum en síðasta útgáfa hans, sú 19., 1779. Breytingar á messusöng hófust með embættistöku Magn- úsar Stephensen um aldamótin 1800 en um 1840 verða þáttaskil í sögu Dómkirkjunnar, er Pétur Guðjohnsen tekur við embætti org- anista. Næsta viðfangsefni kórsins var sálmalagið Lofið Guð, eftir Pétur, og var það vel sungið. Á sýningu í Tjarnarsal Ráðhússins getur að líta, meðal annarra merkra muna, leifar af orgeli hans í næsta hrörlegu ásigkomulagi. Pétur hefur verið nefndur faðir íslenskrar tónlistar og er það að því leyti til rétt, að með honum heldur tónlistarnútíminn innreið sína, en frá 1107, þegar Rikini kom til íslands, hafði ekkert nýtt gerst í tónlistarmálum, þartil Magnús Stephensen tók að gagn- rýna kirkjusöng á íslandi. Það er sem sé staðreynd að íslensk tónlist hafði sáralítið breyst frá 1107 til 1800 eða í nærri 700 ár, enda hafa fræðimenn bent á, að í ís- lenskri tónlistargeymd sé að finna elstu menjar í iðkuðum alþýðusöng í heiminum. Annar dómorganisti, sem flutti til landsins margar nýjungar og reyndi að stofna til flutnings stærri kórverka og hljómsveitar- leiks, var Sigfús Einarsson. Eftir hann flutti kórinn, við undirleik Önnu Guðnýjar Guðmundsdóttur, Lofsöng. Þetta ágæta verk var mjög vel flutt og mátti vel heyra að Dómkórinn er í góðu formi. Önnur tjmamót urðu við kirkjuna er Páll ísólfsson tók við embætti dómorganista 1939, en kunnátta hans var á heims vísu og auk þess að vera fyrsti skólastjóri Tónlistar- skólans í Reykjavík, átti hann drjúgan þátt í að leggja grunninn að núverandi blómstrandi tónlist- arlífi, sem jafnvel „útlendingum“ þykir mikið til um. Eftir Pál flutti Marteinn H. Friðriksson, dómorganisti, Chac- onne um stef úr Þorlákstíðum og lék hann verkið af öryggi með mjög greinilegri raddskipan. Á einstaka stað var undirritaður ekki sáttur við skilin á milli tilbrigð- anna, þar hefði mátt dvelja ögn við tónmálið, sérstaklega þar sem leiktæknilegar breytingar eiga sér stað. Dómkórinn söng útfærslu Páls á sálmalagir.u Víst ertu Jesús kóngur klár, sem kórinn söng mjög vel og það síðasta, sem Dómkórinn söng eftir Pál, var söngperlan Máríá, mild og há, sem sungin var mjög fallega af kvenröddunum, við undirleik Önnu Guðnýjar. Þijú næstu verk eru samin vegna hátíðarstunda í Dómkirkj- unni, fyrst ágætur kórall, eftir Ragnar Björnsson, María í skógin- um, við texta eftir Sigríði I. Þor- geirsdóttur. Faðir vor, eftir Jónas Tómasson, sem samið var vegna 150 ára afmælis skírnarfontsins og lauk með Tokkötu eftir Jón Nordal er hann samdi fyrir vígslu orgelsins árið 1985. Dómkórinn er vel hljómandi og er gott jafnvægi á milli raddanna og söng kórinn af þokka, og kon- urnar sérstaklega vel Máríuvers Páls. Faðir vor, eftir Jónas Tómas- son, og María í skóginum, eftir Ragnar Björnsson, voru vel sung- in, svo og sálmarnir. Leikur Mar- teins í Tokkötu Jóns Nordal var yfírvegaður og skýrt mótaður, bæði í Ieik og raddskipan. Jón Ásgeirsson 1 „ Til Akureyrar? Alvea sjálfsaat, petta verður afhent um hádegi á morgun Bilar Landflutninga-Samskipa leggja af stað til Akureyrar kl. 17:00 hvern virkan dag. Til að tryggt sé að vörur komist með bílunum og nái til viðskiptavina á Akureyri fyrir hádegi næsta dag, þurfa þær að berast afgreiðslu Landílutninga ekki síðar en klukkustund fyrir brottför. Land\ dfíutningar JJ SÁMSKÍP Skútuvogi 8, Reykjavík. Sími: 569-8400. Fax: 569-8657. Afgreiáslutími: Mánudaga-fimmtudaga 8-17,föstudaga 8-16
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.