Morgunblaðið - 12.11.1996, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 12.11.1996, Blaðsíða 36
36 ÞRIÐJUDAGUR 12. NÓVEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ FLUGÞING 1996 Rekstrarumhverfi flugsins gjörbreytist Framtíð íslenskra flugmála í Evrópu var yfirskrift Flugþings ’96. Þar var fjallað um breytingar á evrópsku flugmálaumhverfi sem íslenskir flugrekendur væru að ganga ------>-----7--------------------------- inn í. Agúst Asgeirsson fylgdist með þing- inu, en þar sagði Hilmar Baldursson, for- maður Flugráðs, að breytingarnar væru þvílíkar, að þær snertu alla sem að flug- rekstri eða ferðaþjónustu störfuðu. HILMAR Baldursson sagði, að í flugöryggismálum væri umhverfíð að breyt- ast með aðild íslendinga að Flugöryggissamtökum Evrópu (JAA), sem 27 ríki eiga aðild að. Með aðild að Evrópska efnahags- svæðinu (EES) hefðum við tekið upp flugsamgöngustefnu Evrópusam- bandsins (ESB). Það hefði leitt til þess, að frelsi í flugi tæki að fuilu gildi 1. júlí á næsta ári. Frelsið væri tvíþætt, það gilti bæði heima og heiman. Innanlands hefðu flug- málayfirvöld undirbúið sig undir frelsið með því að skoða þá umgjörð sem flugstarfsemi væri búin og í því efni væri gengið út frá því, að við gildistöku flugfrelsisins sætu allir við sama borð. Athyglisvert væri, að sögn Hilmars, að íslenskir flug- rekendur væru ekki síður að velta fyrir sér samvinnu en samkeppni þegar frelsið væri komið á. Ef rétt væri, undirstrikaði það smæð ís- lenska markaðsins. Hilmars sagði, að með aukinni samkeppni mætti gera ráð fyrir, að efla þyrfti eftirlit og aðhald loft- ferðaeftirlitsins með flugrekendum og væru þau mál í skoðun hér á landi. íslensk flugmál hefðu verið tiltölulega fátæk af reglugerðum. Iðulega hefðu komið upp álitaefni þar sem þörf hefði verið á, að leita JCii annarra landa að ákvæðum um samskonar efni, til að fella úr- skurði, og hefur þá ýmist verið leit- að austur eða vestur um haf. Með aðildinni að JAA yrði ekki bara um að ræða samræmdar reglugerðir, heldur miðaði hún að því að sam- ræma störf og starfsreglur allra aðildarlandanna, sem væri mikið framfaraskref. Þorgeir Pálsson, flugmálastjóri, sagði evrópusamstarfið í flugmálum einkum snúast um fjórar stofnanir; Samband evrópskra flugmálayfir- valda (ECAC), dóttursam- taka þeirra, Flugöryggis- samtök Evrópu (JAA), Evrópusambandið (ESB) Flugstjórnarstofnun Evrópu (Eurocontroi). ECAC sagði hann móta Ætla að verða stærstir í flugi frá Noregi sameig- inlega stefnu evrópskra flugmálayf- irvalda, t.d. á sviði flugréttar, flugör- yggis, flugumferðarstjórnunar og leiðsögu, í málefnum flugvalla og réttinda flugfarþega. Þorgeir sagði markmið JAA, að tryggja flugöryggi í Evrópu með samræmdum reglum og starfsað- ferðum, en fram kom á flugþinginu, að samþykktir stofnunarinnar og reglur fela í sér umtalsverðar breyt- ingar á rekstrarumhverfi íslenskra 'Ciugrekenda. framfara og nýrra réttinda í íslensk- um flugmálum um áratuga skeið. Nytu Ísiendingar meira frelsis í sam- skiptum við önnur ríki en ríki ESB, m.a. vegna samninga okkar við Bandaríkjamenn um frelsi í flugi. Veitti EES-samningurinn okkur að- ild að evrópska flugsamgöngunetinu með öllum þeim réttindum og skyld- um sem því fylgdu. Með hlutgengi að markaðnum fylgdu reglur um m.a. flugbókunarkerfi, samkeppnis- reglur, flugslysarannsóknir, tak- mörkun á hávaða, samræmdar tæknikröfur, úthlutun afgreiðslu- tíma á flugvöllum, sem væri að verða stórmál. Væri það kvótamál flugsins og hefði marga hina sömu eiginleika og sömu vandamál og fiskikvótamál. Þorgeir sagði þátttöku íslendinga í JAA gífurlega mikilvæga. Þar ætt- um við fulla aðild að stjóm og reglu- gerðasmíð. JAA-reglulgerðirnar væru gerðar að íslenskum reglu- gerðum og væri það gæðastimpill fyrir íslenskan flugrekstur. Alan Winn, ritstjóri Flight Inter- national, fjallaði um nýja strauma og stefnur í evrópskum flugmálum og kom víða við. Sagði hann skil- virkni aukast í rekstri evrópskra flugfélaga, starfsmönnum þeirra hefði fækkað um 10% á sex árum en umsvif þeirra vaxið um 50% á sama tíma. í heildina flyttu evrópsk flugfélög meira en helming farþega á Norður-Atlantshafinu þó meiri- hluti þeirrá væri Bandaríkjamenn. Hrakspár og dauðadómar yfir evr- ópskum flugfélögum með útbreiðslu ofurskjótra farþegalesta í álfunni hefðu ekki ræst. Winn ræddi um einkavæðingu evrópskra ríkisflugfélaga, stöðu og áhrif flugfélaga sem sprottið hefðu upp undanfarin ár og væru rekin með litlum tilkostnaði, harða sam- keppni stórra félaga um þau minni til þess að tryggja sér afgreiðslutíma --------- á fiugvöllum. Efaðist hann um gagnsemi þess, að ESB tæki yfir umsjón og viðræður varðandi tví- hliða samninga einstakra ......." aðildarríkja um loftferðir, t.d. loftferðasamninga Breta og Bandaríkjamanna. Þar rækjust stundum á miklir hagsmunir ein- Miklar breytingar EES-samningurinn áhrifamesta skrefið Flugmálastjóri sagði samninginn um Evrópska efnahagssvæðið (EES) gera íslendingum kleift, að nýta sér löggjöf ESB um flugréttarmál. Væri samningurinn líklega áhrifamesta skrefíð, sem stigið hefði verið, til Morgunblaðið/Jón Svavarsson FJÖLDI sótti flugþingið á Hótel Loftleiðum. Hér ávarpar Þor- geir Pálsson flugmálastjóri þingið. landaflugsteknanna orðið til á hon- um. Evrópumarkaðurinn væri því gríðarlega mikilvægur fyrir félagið. Þar sem Flugleiðir eru meðal minnstu áætlunarflugfélaga í Evr- ópu, fyrirtæki á borð við KLM, Swissair og SAS er 20 sinnum stærri og Lufthansa og British Airways 50 sinnum stærri, sagði Sigurður nauð- synlegt fyrir félagið að tryggja fram- tíðarhagsmuni sína með öllum tiltæk- um ráðum. Hluti af þeirri tryggingu væri aðgangur að mörkuðum í Evr- ópu til jafns við önnur flugfélög sem þar störfuðu. Hins vegar þýddi það, að öll evrópsku flugfélögin hefðu fullan og opinn aðgang að íslenska markaðinum. Sigurður sagði helstu einkenni flugsamgangna í Evrópu þau, að þar væru að myndast nokkur stór banda- lög risaflugfélaga og minni félaga. Mynduðust þannig nokkrir heildar- markaðir þar sem tvö til þrjú félög réðu málum í hveiju bandalagi og hin minni þjónuðu þeim. Vexti þeirra og markaðsaðgengi væri stýrt af þeim stóru. „Við höfum séð pláss fyrir fyrir- tæki eins og Flugleiðir, sem nokkurs konar kimafyrirtæki, sem athafnar sig milli þessara stóru bandalaga. Við teljum, að framtíð fyrirtækisins byggist á að viðhalda og auka þá sérstöðu sem það hefur haft með þjónustu við ísland og með þjónustu yfir norðanvert Atlantshaf með við- komu á íslandi. Nýtt hlutverk Flugleiða stakra flugfélaga. Aukinn aðgangur bandarískra flugfélaga að Heathrow yrði að mestu leyti að verða á kostn- að flugfélaga sem þar væru fyrir, aukningin næðist ekki nema að litlu leyti með auknum afköstum flug- hafnanna. Sigurður Helgason, forstjóri Flug- leiða, sagði rekstur félagsins hafa tekið miklum breytingum á röskum áratug. Árið 1984 hefðu rúmlega 50% af öllum millilandatekjum Flug- leiða myndast við sölu á Bandaríkja- markaði en ekki nema um 30% á markaði milli Evrópu og Islands. Vægi Evrópumarkaðarins hefði hins vegar aukist jafnt og þétt þann veg, að 1994 hefðu rúmlega 60% milli- í þessu sambandi sagði Sigurður, að Flugleiðir hefðu ákveðið að bijót- ast út úr þeim ramma sem það starf- aði í og hasla sér í vaxandi mæli völl á alþjóða ferðamarkaði í víðari skiln- ingi, með aukinni þátttöku í mark- aðsstarfi erlendis og aukinni þátt- töku í uppbyggingu ferðaþjónustu hér heima. Flugleiðir skilgreindu sig í dag sem ferðaþjónustufyrirtæki en ekki sem flugfélag þó svo að flugfé- lagið væri og yrði áfram kjarni í starfseminni. Ein megin breytingin, sem orðið hefði af frelsinu f Evrópu, sagði Sig- urður vera tilkomu svonefndra tengi- flugvalla. Þeir væru afleiðing stóru markaðsbandalaganna. Á þeim ykist hlutfall farþega sem væru að fara í gegnum flutninganet einstakra flug- félaga eða markaðsbandalaga. Þann- ig væri þriðjungur farþega, sem færu um Heathrow, á leið eitthvað annað en til Bretlands eða frá því. Svipað hlutfall ætti við um Kastrup-fiugvöll- inn og Frankfurt. Keflavíkurflugvöll- ur þjónaði svipuðu hlutverki í flugi Flugleiða, þriðjungur farþega félags- ins, sem um völlinn færu, notuðu hann einungis sem tengingu á leið sinni yfir hafíð. Lýsti Sigurður hvemig Flugleiðir hefðu á undanförnum árum samein- að leiðakerfí sitt með Keflavík sem safnflugvöll. Með leiðakerfinu hefði tekist, þrátt fyrir árstíðasveiflur í ferðamarkaðinum til og frá íslandi, tekist að halda uppi mjög góðri ferða- tíðni allan ársins hring. Megin markmiðið væri að hafa daglegar ferðir á sem flesta staði. Þannig væri fljótlega ætlunin að fljúga dag- lega til Boston í beinu flugi, einnig á staði eins og Ósló og Stokkhólm, Amsterdam, Frankfurt og Parísar. Sigurður sagði Flugleiðir sömu- leiðis ráðgera að fjölga daglegum ferðum til London, m.a. til að standa betur að vígi þegar nýjar reglur um afgreiðslutíma á flugvöllum tækju gildi. Markmiðið hefði verið sett, að fljúga þangað tvisvar á dag. Megin vandinn í því sambandi væri að fá afgreiðslutíma. Sagðist hann búast við að þeir gengju kaupum og sölum eftir 1-2 ár og gat þess, að banda- rísk flugfélög hefðu boðist til að kaupa núverandi afgreiðslutíma Flugleiða á Heathrow. Sigurður sagðist gera ráð fyrir því, að með meiri einkavæðingu flugstöðva í Evr- ópu, sem er hafin í Bretlandi, myndu flugstöðvar stækka. Víða væri af- kastageta þeirra meiri vandi en af- kastageta flugbrauta. Flugleiðir gera í vetur tilraun með með flug til Glasgow í tengslum við Bandaríkjaflugið, og sagðist Sigurð- ur Helgason telja félagið geta orðið næst stærst í flutningum milli Skot- iands og Bandaríkjanna. Sömuleiðis væri það markmið Flugleiða, að verða stærsta flugfélagið sem byði upp á flug frá Noregi til Bandaríkj- anna þar sem skipta þyrfti um flug- vél á leiðinni. Um 80% farþega í Noregi á leið vestur í dag þyrftu að skipta um flugvél. Sigurður sagði það einn megin þáttinn í stefnu Flugleiða, --------- veija stöðu sína á litlum heimamarkaði og nýta tryagja safnflugvöllinn í Keflavík f|Ugöryggi völd verða að fylgjast grannt með þeirri þróun sem væri að eiga sér stað. Rakti hann breytingar á um- hverfí leiguflugsfélaga undanfarna áratugi, sem hann sagðist lengi hafa einkennst af því, að samgönguráðu- neytin hefðu litið á það sem hlutverk sitt að vernda áætlunarfélögin, en ekki gæta hagsmuna neytenda. „Þess vegna voru fargjöld há og kæruleysi gætti hjá félögum gagn- vart kostnaðarliðum," sagði Arn- grímur en minnti á, að frá sínum bæjardyrum séð væri einhver falleg- asti kafli í íslenskri flugsögu þáttur Loftleiða á Norður-Atlantshafínu þar sem þeir hefðu rutt brautina fyrir ódýran ferðamáta. Ragnhildur Hjaltadóttur, skrif- stofustjóri í samgönguráðuneytinu, sagði á flugþingi, að stjórnvöld bæru ábyrgð á, að samgöngum við d.reifð- ari byggir landsins yrði haldið uppi og ekki liði langur tími þar til ákveð- ið yrði hvar á landinu opinberri þjón- ustuskyldu yrði komið á. Ragnhildur sagði, að breytt um- hverfí á næsta ári og breyttar reglur myndu væntanlega leiða til enn frek- ari breytinga á flugsamgöngum inn- anlands og jafnvel verða til þess, að flug legðist af til ákveðinna staða eða verða þjónað með öðrum hætti. Þar sem hvorki fullnægjandi vega- samgöngur né flugsamgöngur væru taldar arðbærar, væri fyrirhuguð opinber þjónustuskylda. Yrði þá leyfí til flugs á þeirri leið boðið út og sá er það hlyti sæti einn að flugi til viðkomandi staðar. Slík skylda væri á um 100 flugleiðum í Evrópu. Reglurnar hafa áhrif á islensku flugfélögin Jens Bjarnason, flugrekstrarstjóri Flugleiða og fyrrverandi fram- kvæmdastjóri loftferðaeftirlitsins, sagði nýjar reglur um flugflutninga og flugmannaskírteini, sem kæmu að fullu til framkvæmda 1. apríl 1998, myndu hafa talsverð áhrif á rekstur Flugleiða, Íslandsflugs og Atlanta. Rekstrarumhverfi þeirra myndi gjör- breytast. í þeirri fyrri væru gerðar ákveðnar kröfur um rekstrarum- hverfí, aðbúnað, gerð flug- og rekstr- arhandbóka og notkun þeirra, og all- ar starfsaðferðir við reksturinn. Skír- teinareglugerðin tæki til réttinda flugmanna, þjálfunar þeirra, heil- brigðiskrafna og aldursmarka. Jens sagði þær grundvallarbreyt- ingar verða, að ábyrgð flugrekand- ans yrði ekki lengur eingöngu fag- leg, heldur einnig fjármála- og stjómunarleg. Ennfremur yrði öllum flugrekendum gert að innleiða gæða- stjómunarkerfi í sinn rekstur, en hann sagðist telja sig mæla fyrir munn allra flugrekenda er hann sagði það hafa verið gæfuspor, er gæðastjórnun og gæðakerfí voru tek- in í notkun í viðhaidsstöðvunum. Nýjar og auknar kröfur Keflavík til að styrkja stöðu félags- ins. Tryggja þyrfti arð- bærari rekstur en félagið Jafnframt yrðu gerðar auknar kröfur til þjálfunar- og eftirlitsflug- manna, um þjálfun svonefndra mannlegra þátta, kröfur væru gerð- ar um aðskilnað þjálfunar flug- manna og prófun þeirra, þ.e. að sami eftirlitsflugmaður og þjálfaði flug- mann á nýja flugvélartegund mætti ekki prófa hann, þar yrði annar að --------- koma við sögu. Loks væru Markmið JAA ííel'^ar auknar kröfur um, að nýir flugmenn flygju lengur undir eftirliti. Mörgu af þessu sagði hann, að Flugleiðir hefðu sýndi í dag, áfram þyrfti að halda stöðugu kostnaðaraðhaldi og viðleitni til þess að stækka tekjugrunninn. Fallegasti kaflinn Arngrímur Jóhannsson flugstjóri og forstjóri Atlanta, gerði grein fyrir vexti félagsins, sem stofnað var 10. febrúar 1986 og því nýlega orðið 10 ára. Hefur það haslað sér völl á svo- kölluðum blautleigumarkaði, þar sem leigðar eru flugvélar með áhöfn til verkefna víða um heim. Sagði hann flugfrelsið hafa verið nýtt félaginu til framdráttar og hefði starfsemi Atlanta því fyrst og fremst snúist um útflutning á íslenskri verkþekk- ingu. Sagði hann félög af þessu tagi oft brúa bil í rekstri margra félaga og nefndi flug Atlanta fyrir Finnair í íjögur ár í því sambandi. Arn- grímur sagði bæði flugfélög og yfír- þegar hrint í framkvæmd. Einnig sagði Jens, að nýju flug- rekstrarreglurnar kvæðu á um ná- kvæma og ítarlega forskrift um gerð flugrekstrarhandbókar. Einhver bið yrði hins vegar á að reglur um há- marks vakt- og flugtíma flugmanna og flugfreyja kæmust í framkvæmd þótt löngu tímabærar væru. Reglur um aldursmörk flugmanna myndu hafa nokkur áhrif því samkvæmt þeim yrði flugmönnum kleift að starfa til 65 ára aldurs en í dag væri hámarkið hér á landi 63 ár. Loks myndu reglur um breytta með- alþyngd farþega hafa mikil áhrif á arðhleðslu og þar með tekjumögu- leika flugfélaga. Að lokum sagði Jens, að í hans fyrirtæki væri ekki litið á nýju regl- urnar sem kvöð, heldur miklu frem- ur sem tækifæri til að gera betur í sínum flugrekstri. i i i enn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.