Morgunblaðið - 12.11.1996, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 12.11.1996, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. NÓVEMBER 1996 39 MINIMINGAR EINAR SIGURJÓNSSON + Einar Sigurjónsson fæddist í Hafnarfirði 2. apríl 1930. Hann lést 27. október síðastlið- inn og fór útför hans fram frá Hafnarfjarðarkirkju 8. nóvem- ber. Æskuvinur minn er látinn langt um aldur fram. Það var stutt á milli heimila okkar Einars Sigur- jónssonar og undirritaðs á Austur- götu í Hafnarfirði fyrir rúmum 50 árum. Hann var yngstur fimm systkina þeirra þekktu hjóna Sigur- jóns Einarssonar skipstjóra og Rannveigar Vigfúsdóttur. Við Einar urðum því snemma góðir vinir og leikfélagar. Margar ferðirnar fórum við saman um bæinn og nágrennið, bæði gangandi og hjólandi, til skoð- unarferða og leikja, því oft var ver- ið í fótbolta þá eins og nú. Eftir barnaskólanám lá leiðin í Flens- borgarskóla og sátum við Einar saman þar í þrjá vetur, eða til gagn- fræðaprófs vorið 1947. Það fór alltaf vel á með okkur Einari þessi ár. Hann var kraftmik- ill og lífsglaður drengur. Hann gat líka verið uppátektasamur ef því var að skipta og á ég margar minn- ingar geymdar frá þessum árum okkar saman. Einar fór snemma til sjós með föður sínum, fyrst á togaranum Garðari frá Hafnarfirði. Hann fór svo í Stýrimannaskólann og tók þaðan próf 1951. Var hann síðan á togurum stýrimaður og skipstjóri í nokkur ár. Þegar álverið í Straumsvík hóf starfsemi sína 1969 gerðist Einar starfsmaður þar og vann þar þangað til um síðastliðin áramót að hann hætti allri vinnu. Konu sinni, Jóhönnu Brynjólfs- dóttur, kynntist Einar í Flensborg- arskóla. Hún var bekkjarsystir okk- ar og hafa þau verið mjög samhent öll þessi ár. Þau eignuðust eina dóttur, Brynju, og tóku sér kjörson, Siguijón. Einar og Hanna hafa unnið mikið af slysavarnamálum á liðnum árum og var Einar forseti Slysavarnafélags íslands síðustu fjögur árin sem hann lifði. Nú kveð ég Einar vin minn og þakka fýrir langa vináttu. Hönnu og börnum þeirra votta ég innilega samúð. Jón Emilsson. Það var veturinn 90-91 sem hóp- ur manna tók sig saman og fór í sleðaferð uppfrá Lyngdalsheiðinni í áttina að Langjökli, með ferða- áætlun yfir jökul og á Hveravelli. Leiðsögn var í öruggum höndum reynds skipstjóra Einars Siguijóns- sonar. Ferðalangarnir voru ýmist þrautreyndir sleðamenn eða algerir viðvaningar. Eftir nokkum akstur og mörg stoppin þar sem mönnum var miðlað af þekkingu fararstjór- ans á því sem fyrir augu bar var stoppað undir felli hvar stóð lítið hús og spunnust upp umræður um að gaman væri að eiga lítið og gott skjól á fjöllum. Eftir velheppn- aða ferð yfir Langjökul, fyrir Hrút- fell og Hvítárvatn, með Jarlhettum um Mosaskarð og heim, komu menn að bílunum örþreyttir, ánægðir og margs vísari um þær slóðir er þræddar höfðu verið. Það var svo nokkrum vikum síðar að hluti hópsins hittist við aðrar aðstæður í bænum að umræðan um fjallahúsið var tekin upp aftur. Við þessi tækifæri myndaðist sá góði hópur er kallar sig Karlaríkisfélaga. Hafist var handa við húsbygg- ingu strax þá um sumarið og fyrir haustið stóð tilbúið hús á bygginga- stað hér í bænum. Á þessum tíma kom best í ljós hvernig Einar gat hrifið með sér menn til næstum hins ómögulega, því fyrir fyrstu snjóa um haustið stóð húsið ferð- búið á vörubílspalli. Það var einhverntímann á bygg- ingatímanum að Hanna hans Einars kom með honum að vitja um gang verksins og sá húsbyggjendurna að í hennar kolli kviknaði nafnið KARLARÍKI, sennilega í fyrstu til að stríða okkur, en strax festist nafnið á húsið. Eftir að húsinu var komið fyrir á sinum stað við Lamba- hlíðar var strax farið að nota það á þeim vetri og komandi vetrum voru farnar margar eftirminnilegar férðir um nágrennið, bæði stuttar og langar, oftast undir leiðsögn Karlsins, en eftir nafngiftina á hús- inu hét Einar aldrei annað en Karl- inn í okkar hópi. Þrátt fyrir nafngift hússins kom fyrir að okkar betri helmingum var boðið með til fjalla, en þá var fastur liður að Karlinn fór með þær rúnt á sleðum um nágrennið. í einhverri ferðinni heimsótti hann alla fjalla- skála á svæðinu og birtist þar með föngulegan hóp kvenna. Vakti það að vonum öfund og umtal skálabúa hvað Karlinn væri aleinn að flækjast með slíkan hóp á fjöllum. Við karl- amir sem skildir vorum eftir fengum að heyra eftir þá túra að allar hefðu skemmt sér konunglega, og varla voru þær komnar heim þegar var farið að rukka um næstu ferð. Það er af mörgu að taka þegar minnast á ferða um fjöllin undir öruggri leiðsögn Karlsins, en ofar- lega em í huga ferð i Tjaldafell yfir Sprengisand, en efst trónir Drangajökulsferð sem farin var vorið ’95 og þá ekið víða um og meðal annars heimsótt Hornbjarg. Við fráfall Einars er höggvið stórt skarð í okkar hóp og félagi nr. 1 (Ríkisstjórinn) kvaddur. Það má segja að fjöllin séu fátækari því einn af þeirra dyggustu sonum er fallinn. Við Karlaríkisfélagar vottum Hönnu, börnum þeirra og öðrum aðstandendum dýpstu samúð okk- ar. Megi minningin um góðan dreng lifa. Kar lar íkisfélagar. Kveðja frá félögxim í Landsbjörg Fallinn er í valinn mikill hug- sjónamaður, Einar Siguijónsson, skipstjóri og síðar forseti Slysa-"' varnafélags íslands. Við sem störfum að björgunar- málum og þekktum Einar bárum mikla virðingu fyrir störfum hans. Hann var hugmyndaríkur og hafði góða hæfíleika til að koma hug- myndum sínum í framkvæmd. Slysavarna- og björgunarstarfið átti hug Einars allan og ber upp- bygging björgunarmála í heimabæ hans, Hafnarfírði, vitni um aðdáun- arverðan dugnað hans. Innan Slysavamafélags íslands komst Einar til æðstu metorða, sat lengi í stjórn samtakanna og var kjörinn forseti þeirra árið 1992. Því starfi gegndi hann fram á þetta ár. Á þessu tímabili efldust samskipti og samvinna Slysavarnafélagsins og Landsbjargar að miklum mun. Meðal annars tóku samtökin hönd- um saman um rekstur björgunar- skóla og var það áreiðanlega eitt mesta gæfuspor sem stigið hefur verið í íslenskum björgunarmálum fram til þessa. Mörg önnur mál mætti nefna, stór og smá. Nú, þegar komið er að kveðju- stund, er okkur efst í huga þakk- læti fyrir samfylgdina. Einar skilur eftir sig skarð sem erfitt verður að fylla. Við sendum eftirlifandi eigin-- konu Einars, Jóhönnu Brynjólfs- dóttur, bömum hans og öðrum ætt- ingjum innilegar samúðarkveðjur. Félagar í Landsbjörg. GUÐMUNDUR GUNNARSSON + Guðmundur Gunnarsson Guðmundsson fæddist í Reykjavík 30. ágúst 1951. Hann lést í Middle- borogh í Massachu- setts 13. október síðastliðinn. For- eldrar hans voru hjónin Gerða Lúð- víksdóttir húsmóð- ir, f. 14.5. 1931 á Fáskrúðsfirði, og Gunnar Guðmunds- son skipstjóri, f. 3.10. 1929 í Reykja- vík. Albróðir Guðmundar er Lúðvik kírópraktor, f. 24.2. 1954. Hálfbróðir, samfeðra, er Gunnar skipstjóri, f. 8.12. 1948. Guðmundur kvæntist 30. september 1979 Diane fædd Rashid, Guðmundsson, f.14.4. 1952 í Kewanee, 111- inois. Synir þeirra eru Gunnar Guð- mundur, f. 31.10. 1980, og Thomas Andreas, f. 18.12. 1981. Uppeldisdótt- ir þeirra er Ronda Guðmundsson, f. 8.10. 1990. Guðmundur flutti með foreldrum sín- um og bróður til Bandaríkjanna árið 1964. Hann útskrif- aðist sem kíró- praktor frá Palmer College of Chiropractic í Da- venport, Iowa. Eftir námið sneri hann aftur til Massachu- setts og rak þar læknastofu til dauðadags. Útför Guðmundar fór fram í Massachusetts 18. október. Það var mikill sorgardagur hjá fjölskyldu okkar sunnudaginn 13. október sl. Þá snemma um morgun- inn var hringt til okkar frá Banda- ríkjunum og okkur tilkynnt að hann Gummi frændi minn og vinur okkar væri dáinn. Við skiljum ekki enn af hveiju þessi góði maður er kall- aður i burt frá konu sinni, þremur börnum og okkur öllum hinum sem dáðum hann svo mikið. Við ólumst upp saman að Grenimel 3 þar sem foreldrar mínir bjuggu á efri hæð- inni. Gerða og Gunnar bróðir minn byijuðu sinn búskap í kjallaranum. Það voru tæp sjö ár á milli okkar Gumma og samgangur mikill á milli hæða. Það kom fljótlega í ljós að Gummi var sérlega blíður dreng- ur, hann var mjög hugmyndaríkur og athafnasamur með afbrigðum. Ég man að hann eyddi mörgum stundum með körlunum sem voru að byggja Búnaðarfélagshúsið (Hótel Sögu) eða Búnó eins og hann kallaði það alltaf. Hann var eitt sumar í sveit á Völlum í Ölfusi og seinna rifjaði hann oft upp dvöl sína þar. Gummi gekk í Melaskóla til 12 ára aldurs en sumarið eftir barna- skólann skildu leiðir því Gerða og Gunnar fluttu til Bandaríkjanna með strákana Lúðvík og Guðmund og settust að rétt utan við New Bedford sem er sunnan við Boston í Massachusetts. Gunnar keypti bát og fór að gera út frá New Bedford. Þau byggðu hús í Lakeville. Strák- arnir undu sér vel og þeim fór strax að ganga vel í skóla. Eftir nokkur ár komu þau öll í heimsókn hingað heim. Næst þegar ég hitti Gumma var þegar við Garðar systursonur minn fórum í fímm vikna frí og dvöldum hjá þeim í góðu yfirlæti. Þau sýndu okkur Massachusetts og fylkin í kring. Þennan tíma var margt skrafað og við frændur átt- um ógleymanlegar stundir. Það er skemmst frá því að segja að ég heillaðist af þessu öllu saman og eftir að við Margrét giftum okkur 1975 töluðum við oft um að gaman væri að flytja út. Það fór svo að við fluttum til New Bedford árið 1978 og bjuggum þar í ellefu ár. Nú kynntumst við Gumma enn bet- ur og það kom enn frekar í ljós hvern mann hann hafði að geyma. Þegar við komum út hafði Gummi lokið sex ára námi frá há- skóla í Davenport Iowa og var nú orðinn kírópraktor. Fljótlega setti hann upp sína eigin læknastofu. Hann varð fljótlega mjög eftirsóttur læknir sem sást best á því hve mörgum sjúklingum hann sinnti daglega. Fyrir hann skipti ekki máli hvaða dagur var þegar leitað var til hans, hann var alltaf rokinn af stað ef einhver þurfti á hjálp að halda. Mig langar að minnast á eitt atvik sem gerðist eftir að hann var sjálfur giftur maður. Þetta var um jólin og Diane og Gummi höfðu boðið mömmu hans og pabba í mat. Þegar þau komu var þar fyrir gömul kona á níræðisaldri sem þau könnuðust ekkert við en fóru að forvitnast. Þetta var þá einstæðing- ur sem hafði verið sjúklingur hjá honum, hann hafði sótt gömlu kon- una heim til að gefa henni að borða og gleðileg jól. Svona var hann Gummi eða Goody eins og hann var kallaður þar úti. Eitt var það sem einkenndi hann, þegar hann kvaddi sagði hann alltaf: Guð geymi þig og farðu varlega. Eftir að við fluttum heim komu þau með strákana til íslands og dvöldu hjá okkur um tíma. Við nutum þess að vera aftur saman og krakkarnir okkar ekki síður. Minningarnar um góðan dreng hrannast upp { huganum og ég þakka fyrir að hafa átt Gumma fyrir vin. Við öll hér heima vottum Diane, Gunnari, Thomasi og litlu fósturdótturinni Rondu, Gerðu og Gunnari, Lúðvík og hans fjölskyldu dýpstu samúð og biðjum góðan guð að styrkja ykkur í sorginni. Þorgeir Guðmundsson. Birting afmælis- og minningargreina MORGUNBLAÐIÐ tekur afmælis- og minningargreinar til birtingar endurgjaldslaust. Greinunum er veitt viðtaka á ritstjórn blaðsins í Kringlunni 1, Reykjavík, og á skrifstofu blaðsins í Kaupvangsstræti 1, Akureyri. Þá er enn fremur unnt að senda greinarnar i símbréfi (5691115) og í tölvupósti (MBL@CENTRUM.IS). Við biitingu afmælisgreina gildir sú regla, að aðeins eru birtar greinar um fólk sem er 70 ára og eldra. Hins vegar eru birtar afmæl- isfréttir ásamt mynd í Dagbók um fólk sem er 50 ára eða eldra. JÓN SVEINSSON + Jón Sveinsson fæddist i Reykjavík 20.2. 1937 og bjó þar alla ævi. Hann lést á heimili sínu, Hraunbæ 4, Reykja- vík, 3. nóvember síðastliðinn. For- eldrar Jóns voru Sveinn Jónsson, f. 1885, d. 1957, og Hanna Kristín Guð- laugsd., f. 1911, vistmaður á Kumb- aravogi. Systkini Jóns eru Stella Ragnheiður, f. 27.12. 1935, Hallgrímur Sveinsson, f. 28.6. 1940, Dóra Björg Sveins- dóttir, f. 3.4. 1943, og Pálmi Sveinsson, f. 19.8. 1947. Jón var ókvæntur og barn- laus. Hann fór fljótlega eftir fermingu að vinna fyrir sér, Elsku bróðir, nú er komið að leið- arlokum, heldur fljótar en flestir áttu von á. Eftir sitjum við með minningar um góðan dreng og vin vina sinna sem öllum vildi gott gera. Það duldist engum að þetta ár var þér erfítt heilsufarslega þó að þú bærir það með karlmennsku, eins og annað í þessu lífi. Við fjölskyldan öll þökkum þér allt sem þú gerðir fyrir okkur og hvað þú varst okkur góður, stund- um dálítið hijúfur en maður vissi alltaf að það risti ekki djúpt, og þú fyrst hjá Grænmet- isverslun rikisins. Síðan stundaði hann sjómennsku í nærri 30 ár. Á flutningaskipinu Brúarfossi varð hann fyrir alvar- legu slysi sem hann átti nokkuð lengi í, en hélt áfram sjó- mennsku eftir það á nótaskipunum ísafold og Geysi, síðan á rannsóknar- skipinu Bjarna Sæ- mundssyni. Um 1984 sneri Jón sér að leigubíla- akstri, og öðlaðist full réttindi til að reka leigubifreið. Hann stundaði leigubílaakstur til dauðadags. Útför Jóns fer fram frá Foss- vogskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 15. varst orðinn sami ljúfi drengurinn með það sama. Enn vér skulum skilja skaparans að vilja, hver fer heim til sin. Lát oss aftur langa lífsins Herra að ganga hingað heim til þín Og þótt vér ei Wttumst hér gef oss fund á gleðistundu . Guð í riki þínu. (V. Briem) Pálmi Sveinsson. Islenskur efniviður íslenskar steintegundir henta margar afar vel í legsteina og hverskonar minnismerki. Eigum jafnan til fyrir- liggjandi margskonar íslenskt efni: Grástein, Blágrýti, Líparít og Gabbró. Áralöng reynsla. Leitið SKS. HELGAS0N HF upplýsinga. || STEINSMIÐJA SKEMMUVEGI 48 * SlMI 557 6677
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.