Morgunblaðið - 12.11.1996, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 12.11.1996, Blaðsíða 42
42 ÞRIÐJUDAGUR 12. NÓVEMBER 1996 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ OLAFUR JENSSON + Ólafur Jensson var fæddur í Reykjavík 16. júní 1924. Hann lést á heimili sínu 31. október síðastliðinn og fór útför hans fram frá Dómkirkj- unni í Reykjavík 7. nóvember. Fyrir rúmum tveim áratugum þegar heim- urinn virtist mér svart- ur og hvítur, gekk ég þvengmjór, hárprúður og alvitur inn á heimili þeirra Ólafs og Erlu. Þau sýndu þá sem oftar það umburð- arlyndi sem prýðir hina víðsýnu. Ólafur tengdafaðir minn var barátt- unnar maður, hvort heldur sem bar- ist var um brauðið eða í þekkingar- leit vísindanna. Markmiðin voru þau sömu skapandi og háleit. Þau voru oft fjarlæg, og kröfðust þess að unnið væri af bjartsýni þess sem langt stefnir. Þannig var hann í pólitík, vísindum og einnig í listum, alltaf í leit að hinu jákvæða sem fegrað og auðgað gat mannlega til- v veru. Hann var hláturmildur og hlýr maður sem alltaf sá það uppbyggi- lega í hverri stöðu, og studdi sitt fólk í sigri sem ósigri. Sannur húm- oristi með innsæi í hin komisku at- vik eigin tilveru, og eins og flestir tilkomumiklir menn hógvær. Einnig ákaflega viðræðugóður og gat slett á mörgum tungum á myndrænni og fágaðri hátt en flestir menn. Á sönn- um gleðistundum söng hann aríur úr óperum eða gamla skæruliða- , söngva af innlifun á ógleymanlegan ” hátt. Ólafur var einlægur maður og áreiðanlegur og með hann í liði var ljóst að þar yrði ekki áræðisbrestur. Þrátt fyrir allt sem hann áorkaði fannst mér hann alltaf fyrst og fremst vera strákur úr Skeijafirðin- um. Þaðan voru helstu persónur og sögur sprottnar, þar höfðu hin mark- tæku strik tilverunnar verið dregin, prakkarastrik og skýrar linur. Einn- ig órjúfanleg bönd bundin, og þar höfðu allir draumar fæðst. Nú þegar ég kveð hann eftir ald- arfjórðungs kynni finnst mér æ oftar að heimurinn sé eingöngu grár, en það er ljóst að það er minningin um menn eins og Ólaf Jensson sem leggur þar hvítu tónana til. Þórður Sverrisson. Ólafur Jensson, fyrr- verandi prófessor og yfirlæknir, er látinn í Reykjavík 72 ára að aldri. Við Ólafur hittumst fyrst í Menntaskólanum í Reykjavík fyrir rúm- um 50 árum og urðum stúdentar saman þaðan 1946. Báðir innrituðust í læknadeild um haustið og Ólafur lauk kandídats- prófi 1954. Ólafur fékk ungur áhuga á rann- sóknarstarfsemi sem á þeim árum var hornreka í læknisfræði. Þegar hann hafði lokið kandídatsprófi leit- aði hann fljótlega til Bretlands þar sem hann stundaði rannsóknarstörf og lauk sérnámi í þeim fræðum og hlaut sérfræðiréttindi hér á landi 1959 í blóðmeina- og frumurann- sóknum. Á þessum árum voru engin tengsl milli okkar Ólafs en er hann hugðist opna eigin rannsóknarstofu sem þjónustustofu við starfandi heimilis- lækna og sérfræðinga varð það úr að við ásamt Þórarni Guðnasyni og Guðjóni Guðnasyni tókum saman á leigu hæð í nýju húsi Péturs Guð- jónssonar á Hverfisgötu 50. Þar sett- um við upp lækningastofur og Ólaf- ur rannsóknarstofu sína. Á þessum árum vann Ólafur hjá Krabbameins- félagi Reykjavíkur og síðar um 10 ára skeið hjá Krabbameinsfélagi Is- lands en rak eigin rannsóknarstofu sem smám saman fékk meiri verk- efni og fiuttist þá í Domus Medica. Ólafur varð forstöðumaður Blóð- bankans 1972. Fram til þess tíma hafði stjórn Blóðbankans verið látin fylgja öðrum störfum við Landspít- ala en Ólafur fékk tækifæri til þess að byggja Blóðbankann upp sem sjálfstæða stofnun og á 22 ára ferli sínum þar tókst honum að hefja Blóðbankann upp á stig Blóðbanka nágrannalandanna og koma starf- seminni í nýtískulegt horf. t Elskuleg móðir okkar, fósturmóðir, tengdamóðir, amma, langamma og frænka, ÓLÍNA EYBJÖRG PÁLSDÓTTIR frá Borgargerði, fyrrum húsfreyja, Hámundarstöðum, Hrísey, lést á dvalarheimilinu Hlíð sunnudaginn 10. nóvember sl. Jarðarförin fer fram frá Akureyrarkirkju mánudaginn 18. nóvem- ber nk. kl. 13.30. Snjólaug Þorsteinsdótir, Jón Helgason, Þorsteinn G. Þorsteinsson, Sesselja Stefánsdóttir, Þorsteinn J. Jónsson, Áshildur Emilsdóttir, barnabörn, barnabarnabörn og frændfólk. t Innilegar þakkir sendum við öllum þeim, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærrar eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður og ömmu, MAGNEU ÞÓRARINSDÓTTUR, Heinabergi 22, Þorlákshöfn. Sérstakar þakkir sendum við starfsfólki á deild 11G, Landspítala og Sjúkrahúsi Suðurlands. Guðmundur Friðriksson, Friðrik Guðmundsson, Gitte Jakobsen, Erna Marlen og barnabörn. Hann hóf einnig rannsóknastarf- semi í erfðafræði með samstarfs- mönnum sínum þannig að eftir hefur verið tekið og á þeim grunni ritaði hann doktorsritgerð sína sem hann varði við Háskóla íslands 1978. Við Ólafur vorum skipaðir fulltrú- ar heilbrigðisráðherra í yfirstjóm mannvirkjagerðar á Landspítalalóð - Y-mál - í árslok 1973. Stjórnin var þannig skipuð að heilbrigðisráð- herra og menntamálaráðherra skip- uðu tvo menn hvor og komu sér síð- an saman um formann. Við sátum saman í þessari stjóm í 10 ár og Ólafur var þar sem fulltrúi Landspít- ala og sat í nefndinni til 1989. Þessi byggingarstjórn tók við umsjón bygginga á Landspítalalóð og fyrstu verkefnin vom bygging geðdeildar og síðar byggingar rannsóknarstofa. Byggingarstjórnin hélt yfirleitt fundi vikulega og stjórnarmenn þurftu að vinna milli funda við undirbúning. Ólafur var góður samstarfsmaður hengdi sig aldrei í smáatriði og vildi koma málum áfram. Á þessum ámm var hafin bygging Tanngarðs í Vatnsmýri, móttöku- byggingar austan við Landspítala og undirbúin og hafin bygging K-bygg- ingar sem byggð hefur verið að hluta. Ólafur sat í yfirstjóminni meðan öll þessi verkefni vom hönnuð og byggð og eyddi miklum tíma í vinnu við nefndarstörf og undirbúning. Sem ráðuneytisstjóri hafði ég samband við alla forstöðumenn Rík- isspítala. Mér kom ávallt á óvart bjartsýni Ólafs í starfi sínu. Hann mundi hvað áunnist hafði og leysti verkefni Blóðbankans innan þess fjárhagsramma sem fjárlög gerðu ráð fyrir og hann lét ekki ástand á fjárhagssviði ergja sig eða gleyma því hve mikið hafði áunnist í tímans rás. Ráðuneytið beindi til Ólafs öllum málum er snertu blóðgjafír og hann sinnti samstarfi við Blóðbanka á Norðurlöndum og í Evrópu með miklum sóma. Fyrir áratug kom upp að nauðsyn- legt yrði að endurskoða skimun blóðs sem tekið væri til gjafar. Niðurstað- an varð sú að eðlilegast væri að skimunin færi fram í Blóðbamka á ábyrgð forstöðumanns og sú ákvörð- un hefur reynst vel. Vissulega kom það fram þegar endurskoðað var að í hópi blóðgjafa voru örfáir sýktir einstaklingar sem útiloka varð úr blóðgjafasveitinni en síðasta rúman áratug hefur tekist að halda gjafablóði hreinu og aldrei hafa sýktir blóðhlutar verið fluttir til landsins. Þegar Ólafur hætti störfum á ár- inu 1994 fékk hann aðstöðu í Blóð- banka til þess að sinna rannsóknar- verkefnum og ýmsu því sem hann hafði ekki fulllokið er hann lauk störfum fyrir aldurs sakir. Við hittumst síðast á hálfrar aldar stúdentsafmæli okkar í júní í sumar. Þá var ljóst að Ólafur gekk ekki heill til skógar. Raunar hafði hann skýrt mér frá sjúkdómi sínum þegar hann greindist. Ég þakka Ólafi samstarfið sem verið hefur á mörgum sviðum yfir ævina en með honum er genginn mikill hæfileikamaður og dugnaðar- forkur sem kunni að stjórna með bjartsýni og víðsýni. Við Guðrún sendum Erlu og fjöl- skyldunni samúðarkveðjur og biðjum Guð að styrkja þau í sorginni. Páll Sigurðsson. Lífið er hverfult. Fyrir nokkrum dögum var undirritaður á ársfundi ameríska mannerfðafræðifélagsins sem þaldinn var í San Fransisco. Við íslendingarnir á ráðstefnunni höfðum mælt okkur mót í Kínahverf- inu. Sól skein í heiði og fjölskrúðugt mannlíf San Fransisco-borgar gerði sitt til að auka á stemmninguna. Hópurinn var óþreyjufullur að ræða nýjar upplýsingar frá fundinum sem og frekari möguleika til erfðarann- sókna á íslandi. Þá kom þrumuskýið þegar ísleifur færði okkur fréttir af andláti föður síns. Á hópinn sló þögn. Allir viðstaddir höfðu hver á sinn hátt orðið fyrir miklum áhrifum af prófessor Ólafi. Undirritaður minnt- ist m.a. líflegrar kennslu hans í læknadeild og metnaðar fyrir hönd íslenskra vísinda. Síðar meir, eftir að ég fluttist utan, voru sjaldnar tækifæri til að hitta Ólaf. Hann var við þau tækifæri sem áður alltaf óþreytandi að spyija frétta um „hvað væri að gerast í vísindunum". Brenn- andi áhugi hans verkaði mjög hvetj- andi fyrir ungan lækni í framhalds- námi. Jafnframt benti hann alltaf á hveiju hægt væri að fá áorkað sem vísindamaður á íslandi ef vilji væri fyrir hendi. Augljóst var að þar fór bráðskemmtilegur eldhugi með kraft til að fylgja hugsjónum sínum eftir með verkum ágætum. Ólafur var læknir með sérmennt- un í blóðmeinafræði og frumurann- sóknum. Ekki veit ég hvenær fyrst vaknaði hjá honum áhugi á erfða- fræði. Hann lét hins vegar að sér kveða svo um munaði sem vísinda- maður á því sviði með greinum um arfgenga blóðsjúkdóma á íslandi. Þar lýsti Ólafur á skýrari hátt en áður hafði verið gert hvernig sjúk- dómsmynd getur verið breytileg meðal ættingja með sama blóðerfða- sjúkdóm. Þessi vinna vakti mikla athygli og var grundvöllur doktors- ritgerðar sem ðlafur varði við Há- skóla íslands 1978. Seinna færði hann út kvíarnar og rannsakaði marga aðra erfðagalla meðal íslend- inga og varð Blóðbankinn undir hans forystu miðstöð rannsókna á því sviði. Vitneskja sem þar fékkst nýtur alþjóðlegrar viðurkenningar og hef- ur hjálpað mörgum íslenskum fjöl- skyldum með arfgenga sjúkdóma. Marga mun þurfa til að halda á lofti merki því sem Ólafur reisti í mann- erfðafræði á íslandi. Jón Jóhannes Jónsson, New Haven, Connecticut. Þú sem eldinn átt í hjarta, óhikandi og djarfur gengur út í myrkrið ógna svarta eins og hetja og góður drengur. - Allt af leggur bjarmann bjarta af brautryðjandans helgu glóð. Orð þín loga, allt þitt blóð; á undan ferðu og treður slóð. Þeir þurfa ekki um kulda að kvarta, sem kunna öll þín sólarljóð. Einn þú klifrar upp í móti, er aðrir hrapa í gljúfrin niður; flýrð ei, þó að Ijendur hóti, en fram til marksins braut þér ryður. Þó beint sé að þér banaspjóti, bliknarðu ei né iítur við; biður engan pð um grið; geislinn sigrar náttmyrkrið. Lífsins illu öndum móti einn þú berst - og semur frið. Þú ert kóngur lista og ljóða, lífsins svanur ódauðlegi, syngur um hið göfga og góða, gerir nótt að björtum degi, hefir grátnum gleði að bjóða, gull þeim sem að snauður er, léttir af þeim, sem byrði ber, bendir þeim, sem villtur fer. Óskasteina allra þjóða áttu falda í bijósti þér. - Þú sem eldinn átt í hjarta, yljar, lýsir, þó þú deyir. Vald þitt eykst og vonir skarta, verk þín tala, þótt þú þegir. Menn sjá allt af bjarmann bjarta blika gegnum húmsins tjöld. Eldurinn hefir æðstu vöíd; uppskera hans er þúsundföld. Mannssálin og myrkrið svarta mundu án hans dauðaköld. (Davíð Stefánsson frá Fagraskógi.) Barnabörn. Okkur langar að minnast föður- bróður okkar Ólafs Jenssonar eða Óla frænda eins og hann var yfir- leitt kallaður á okkar heimili. Það er margs að minnast enda var Óli frændi mjög eftirminnilegur per- sónuleiki, mjög frændrækinn og fylgdist vel með öllum í fjölskyld- unni. Við munum vel eftir þeim bræðrum, þ.e. pabba, Óla og Katli þegar þeir hittust gjarnan á sunnu- dagsmorgnum heima hjá afa og ömmu í Vogi. Þá þótti ekki verra að til væri köld grásleppa þótt við yngri gestirnir kynnum ekki alls- kostar að meta þær veitingar. Þarna var rætt um pólitík, læknisfræði, sjósókn og auðvitað óperusöng sem hefur verið eitt aðaláhugamál fjöl- skyldunnar. Síðan var haldið heim í hádegismat til eiginkonunnar enda var þetta fyrir tíma kaloríunnar. Ógleymanlegt er einnig þegar Óli frændi kom í heimsókn í Kópavoginn og fór að kenna okkur bræðrunum íslenska málfræði og voru fornöfnin hans uppáhald en við vorum ekkert sérstaklega áhugasamir en Óla tókst að koma efninu á framfæri á ótrú- lega lifandi hátt svo áhugi okkar var að nokkru leyti vakinn. Eftir að við bræðumir byijuðum að leggja inn í blóðbankann, fórum við gjaman inn á kontór hjá banka- stjóranum, til að fá fréttir af fjöl- skyldunni og gefa skýrslu. Oft var spurt út í vísindastörfin þó ekki gætum við fullkomlega skilið allt sem hann hafði þar fram að færa. í gegnum vísindalega þætti ætt- fræðirannsókna hans, átti Óli frændi margar sögur af forfeðrum okkar sem gátu verið krydd í þessum heim- sóknum og við önnur tækifæri þegar fjölskyldumeðlimir hittust. Við kveðjum þig með söknuði, elsku frændi, og geymum vandlega minninguna um þig í framtíðinni. Okkur langar að senda Erlu og frændsystkinum okkar innilegar samúðarkveðjur á þessari erfiðu stund og biðjum Guð að styrkja þau í sorg sinni. Daði og Jens. Með nokkrum orðum skulu þökk- uð ánægjuleg og sérlega þroskandi kynni nú þegar Olafur Jensson hefur kvatt þennan heim. Aðrir og mér hæfari munu vafalítið gera grein fyrir glæstum starfsferli hans og vísindastörfum, sem nutu viðurkenn- ingar erlendis sem hérlendis. En auk þess að vera framúrskarandi vís- indamaður, var Ólafur maður hjarta- hlýr og ljúfur, svo víðlesinn og bráð- skemmtilegur að það mega heita forréttindi að hafa fengið að kynn- ast honum og njóta þess sem hann hafði fram að færa. Ólafur Jensson var maður fjöl- menntaður. Síkvikur hugur hans var ávallt leitandi og það virtist sama hvar niður var borið, ávallt hafði hann eitthvað skemmtilegt og athygl- isvert fram að færa. Á einu kvöldi gátu samræðumar hvarflað frá verk- um tiltekins tónskálds eða sögulegum bakgrunni aðfluttra Rússa í austur- hluta Úkraínu til vangaveltna um grunnþætti í heimspeki horfinna fomþjóða eða heillandi spurninga á sviði orðsiíjafræði. Þótt Ólafur byggi yfir svo viðamikilli þekkingu á svo mörgum sviðum gætti aldrei hroka eða yfirlætis í framsetningu hans og fasi. Hann var menntamaður í besta skilningi þess orðs. Ólafur var ávallt léttur í skapi og dillandi hláturinn var aldrei langt undan þegar talið barst að einhveiju óvenjulegu eða „absúrd". Og hann hafði unun af að segja frá enda hafði hann upplifað margt bráðfyndið og sérstakt á ferð- um sínum um heiminn. Ólafur hafði mikinn áhuga á sögu og þjóðfræðum öllum. Hann bjó yfir yfirburðaþekkingu á sögu Austur- Evrópu og Rússlands/Sovétríkjanna og þekkti gjörla stjórnmálaþróunina í ríkjum þessum og sögu þeirra manna sem þar ríktu. Hann hafði einstaka sögulega yfirsýn og minnist ég margra samræðustunda okkar á heimili Arnfríðar dóttur hans og Þórðar bróður míns. Fór ég jafnan fróðari af þeim fundum. í Ólafi runnu saman á sérlega heillandi hátt sterkustu grunnþætt- irnir í fræðilegri hugsun; hin djúp- stæða, vísindalega þörf fyrir að sundurgreina með nákvæmum hætti og hin heimspekilega innsýn eða „upphafning". Viðfangsefni hans var fyrst og fremst maðurinn í heim- inum og hann bjó yfír djúpum sál- fræðilegum og heimspekilegum skilningi á hinu mannlega hlutskipti enda svo nátengt sérfræðisviði hans. Með Ólafi Jenssyni er genginn einstakur sómamaður, maður mikilla hæfileika greindar og gáfna. Vinum mínum Erlu, Fríðu, Isleifi og Siggu sendi ég kveðjur mínar sem og ætt- mennum Ólafs öðrum. Missir þeirra er mikill en finna má huggun harmi gegn í því sem Ólafur gaf og aðrir búa nú að, ríkari af auði andans og betri menn í Jífinu. Ásgeir Sverrisson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.