Morgunblaðið - 12.11.1996, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 12.11.1996, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. NÓVEMBER 1996 45 I J ) ) ) I I í 3 í J I I J J » ) » MINIMINGAR SIGRÚN KRISTÍN JÓNSDÓTTIR -I- Gerður Árný ' Georgsdóttir fæddist í Reykjavík 6. janúar 1936. Hún lést á heimili sínu í Reykjavík 30. október síðastlið- inn og fór útför hennar fram frá Fossvogskirkju 5. nóvember. Ég vil byrja kveðju- orð mín til vinkonu mi'nnar með þessu litla ljóði, sem mér finnst eiga svo vel við á þess- ari stundu: Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífs- ins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf sem gleym- ist eigi, og gæfa var það öllum, er fengu að fengu aðkynnastþér. (Ingibj. Sig.) Við Gerður sáumst í fyrsta sinn á efri gangi á Grensásdeild Borgar- spítalans 3. janúar 1977, svo það er orðin tæpra 20 ára vinátta sem varð til innan þessara veggja. Báð- ar vorum við að koma í endurþjálf- un vegna veikinda okkar. Mér fannst ég þurfa að kynnast þess- ari konu og fór til hennar og kynnti mig. Við spjölluðum örlítið saman. Síðan sátum við við sama matar- borðið meðan við dvöldum þarna í sex vikur og þá kynntumst við betur. Við vorum sex konur við þetta borð og það var mikið hlegið og gert að gamni sínu og fengum við á þessu borði nafnið „gárung- arnir“. Gerður átti mikinn þátt í sprellinu og því sem okkur datt í hug og var hún líka svo hláturmild að hún fékk aðra til að hlæja með sér í matsalnum. Líf Gerðar vinkonu minnar var ekki neinn dans á rósum. Hún átti misheppnað hjónaband sem lauk með skilnaði. Hún eignaðist þrjú börn, en missti eitt við fæðingu, hin tvö börnin lifa móður sína, þau Georg og Halla, og voru þetta augasteinar og perlur hennar sem hún elskaði og helgáði líf sitt allt til hinsta dags, enda hafa þau búið öll saman og haldið vel hvert utan um annað, ekki síst í öllum þeim erfiðleikum sem þau hafa gengið í gegnum um langt tímabil. En í gegnum allt og allt gat elsku Gerð- ur mín séð í gegnum allt með glaðværð sinni og séð spaugi- legu hliðarnar á lífinu og tilverunni. Gerður var mikil trúkona og fór hún alltaf á fimmtudags- kvöldum ásamt Höllu dóttur sinni á bæna- samkomur í Grensás- kirkju hjá séra Hall- dóri Gröndal og átti hún þar trúnað hjá þeim presti og fyrir- bænir þegar veikindi hennar byrjuðu og einnig þegar Georg sonur hennar slasaðist lífshættulega fyrir nokkr- um árum og var vart hugað líf. Þá áttu trúin hennar og bænin mikinn þátt í því að hún komst út úr þessu erfiða tímabili. En hún var ekki ein, því Halla dóttir henn- ar stóð við hlið móður sinnar eins og hún hefur ávallt gert í gegnum öll árin síðan fór að halla undan fæti hjá Gerði minni. Ég held að árin séu orðin tíu sem hún er búin að eiga við erfið veikindi að stríða. En með þrautseigju og ákveðni náði hún sér alltaf upp með hjálp barna sinna. Gerður hafði gott hjarta og sýndi hún mér það í gegnum mín veikindi, hringdi til að vita hvernig ég hefði það og við gátum alltaf spjallað mikið og hlegið og gert gott úr öllu. Gerður var þakklát fyrir það sem gert var fyrir hana og gjafmild, það sýna best þeir hlutir sem hún færði okkur hjónunum fyrir það sem við gátum gert fyrir hana, glatt og gefið henni ánægjustundir á heimili okkar. Þessir hlutir eru allir svo sérstakir, því þeir eru unnir sérstaklega fyrir hana af kunningjafólki sem er svona list- fengt í höndunum og því ennþá meiri gersemar. Við hjónin höfum síðan við Gerð- ur kynntumst og vináttan þróaðist á milli okkar haft þann sið að bjóða henni til okkar á þorrablót sem við vorum með á heimili okkar og hlakkaði Gerður alltaf til þessara stunda með okkur hjónum ásamt öðrum kunningjum. Þá var mikið hlegið og gert að gamni sínu. Síð- asta gleðistund okkar Gerðar var á 60 ára afmæli hennar síðastliðinn vetur og var yndislegt hvað Halla dóttir hennar gerði mikið til þess að gera þennan dag ánægjulegan í alla staði. Þær mæðgur áttu báð- ar sama afmælisdag 6. janúar, þegar jólahátíðin er að kveðja og jólaljósin að slokkna. Nú er eitt jólaljós slokknað og hefur brunnið út allt of fljótt, en vegir Guðs eru órannsakanlegir. Síðast heyrði ég í vinkonu minni rétt eftir afmælis- daginn minn og aldrei þessu vant hafði hún gleymt honum, sem var svo ólíkt henni. Þá sagði hún mér að hún kæmist varla um íbúðina, hún væri svo slæm í fótunum og þreklaus, hún var líka leið og ein- mana því Halla var búin að vera fjórar vikur hjá móðurbróður sín- um sem býr í Bandaríkunum. Þar býr einnig yngsta systir Gerðar og fór Halla í sumarfríinu sínu til að heilsa upp á frændfólkið. Það var mikil tilhlökkun í Gerði því von var á Höllu heim næsta dag. Mér fannst eins og Gerður mætti svo illa við því ef Halla var frá henni. Þær voru svo samrýndar og treystu svo hvor á aðra. Börnin voru henni allt í þessu lífi og skal þeim þakk- að allt sem þau gerðu fyrir hana, ekki síst eftir að hún var orðin svona mikið veik. Ég fer nú að enda þessi kveðju- orð mín til vinkonu minnar. Við hjónin þökkum Gerði minni allar ánægju- og gleðistundirnar sem við áttum og 20 ára kynni. Bið ég svo góðan Guð að blessa hana og að hún fái góða heimkomu. Ég veit að foreldrar hennar hafa tekið vel á móti henni og umfaðmað hana og einnig lítil barnshönd sem hún fékk ekki að hlúa að í þessu lífí. Elsku Gerður mín, hafðu þökk fyrir allt og allt. Kæru börn hennar, Halla mín og Georg. Guð gefi ykkur styrk í sorginni og munið ávallt hvað þið áttuð góða móður. Vil ég svo enda þessi orð mín og kveðju með þessum ljóðlínum: Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin strið. (V. Briem.) Þínir vinir, Inga og Þórir, Hafnarfirði. + Sigrún Kristín Jónsdóttir fæddist á Heggsstöðum í Andakílshreppi 3. ágúst 1917. Hún lést á Sjúkrahúsi Reykja- víkur í Fossvogi 29. október síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Blönduóskirkju 4. nóv- ember. Mér þótti vænt um hana Stínu frænku frá því ég var barn, löngu áður en ég sá hana eða kynntist. Ástæða þess var einkum sú að móður minni, Guðmundínu, varð tíðrætt um Sólrúnu systur sína, móður Stínu. Hún var einstæð móð- ir sem vann hörðum höndum fyrir sér og tvíburum sínum, Kristinu og Magnúsi. Þá var ekki hjálp að hafa frá samfélaginu í neinni mynd til þeirra er lítið höfðu á milli handa. Sólrún, eða Rúna eins og hún var kölluð, var dugnaðarforkur svo sög- ur fóiu af. Hún vann myrkranna á milli af mikilli eljusemi. Börnin hennar tóku snemma til hendi við erfiðisvinnu, sem engin börn þekkja nú á tímum. Systkinin frá Stakkadal voru sjö; Sólrún, Guðmundína, Ólafur, Krist- ján, Sigurvin, Guðbjört og Magnús Einarsbörn. Sólrún fór ung að heim- an og lærði karlmannafatasaum, sem þótti aldeilis góð menntun fyr- ir unga stúlku í þá daga. Hún kom síðan vestur aftur og tók móður mína í læri. „Blessuð Rúna mín, ég gat aldrei fullþakkað henni fyrir,“ sagði mamma svo oft. „Það var Rúnu að þakka að ég gat saumað á allan barnahópinn minn og gift- ingar- fötin á pabba ykkar.“ Sólrún dó aðeins 49 ára en börnin hennar voru hraust og dugleg og komust vel til manns. Magnús tvíburabróðir Stínu dó ungur í bílslysi og lét eft- ir sig einn son. Mamma harmaði það oft að geta ekki verið í nánara sambandi við Rúnu og börnin hennar, hún fyrir vestan en Rúna norður í Húna- vatnssýslu. Hún gældi þvi oftar við mynd af þeim mæðgum, Rúnu og Stínu. Kannski var það ástæða þess að ég þóttist þekkja Stínu frænku þótt kynnin hafi verið lítil lengi framan af. Fyrir um tveimur ára- tugum afréð ég að heimsækja Stínu þegar ég átti leið norður. Stína bjó myndarbúi á Söndum. Ég var föðm- uð og kysst. Borðin svignuðu undan kræsingum, þar á meðal hinum rómaða Miðfjarðarlaxi. Það voru konunglegar móttökur. Næstu árin sáumst við Stína sjaldan, þá helst við kveðjustundir móðursystkina^ okkar. Þetta breyttist skömmu eftir að hún flutti suður. Þá bar svo við að fyrir dyrum stóð ættarmót niðja afa okkar og ömmu, Einars Sig- urðssonar og Elínar Ólafsdóttur. Ég hafði við hana samband í því skyni að ræða mótið. „Ég bíð ekk- ert eftir því að þú komir til mín, þú kemur bara strax.“ Svona var Stína, hress og kát. Síðan höfum við verið bestu vinkonur og frænk- ur. Við náðum svo vel saman, rétt eins og við hefðum alltaf þekkst. Við þurftum svo mikið að tala sam^ an, nálguðumst fortíð okkar í gegn- um mæður okkar. Stína sagði mér frá móður sinni og bróður, frá lífi þeirra, frá búskaparárum sínum, börnunum, tengdabörnunum og barnabömunum — öllum hópnum sem hún elskaði svo heitt. Hún geislaði af gleði rétt eins og unga- mamma sem breiðir vængi sína yfir ungahópinn sinn. Hún var þakklát fyrir allt sem lífið gaf henni. Síðustu árin voru Stínu oft erfið vegna veikinda. Síðla sumars fékk hún staðfestingu á hinu óumflýjan- lega. Hún tók þeim fréttum með æðruleysi og ræddi hiklaust um það sem í vændum var, alls ókvíðin. Það getur enginn nema sá sem hefur - öðlast trúarvissuna. Hún var yndis- leg kona, trúuð og góð. Ég mun mikið sakna hennar og þakka guði fyrir þann tíma sem við áttum sam- an. Friður veri með þér, elsku Stína mín. Guð blessi allan hópinn þinn. Elsa H. Þórarinsdóttir. Þá vissi ég fyrst, hvað tregi er og tár, sem tungu heftir, - bijósti veitir sár er flutt mér var sú feigðarsaga hörð, að framar ei þig sæi’ eg hér á jörð; er flutt mér var hin sára sorgarfregn, - er sálu mína og hjarta nísti’ í gegn að þú hefðir háð þitt hinzta stríð svo harla fjarri þeim sem þú varst blíð. Þér þakka’ ég, móðir, fyrir trú og tryggð; á traustum grunni var þín hugsun byggð. Þú stríddir vel, unz striðið endað var, og starf þitt vott um mannkærleika bar. Hvíl þig, móðir, hvíl þig, þú varst þreytt; þinni hvíld ei raskar framar neitt. A þína gröf um mörg ókomin ár, ótal munu falla þakkartár. (Jóhann M. Bjamason) Sólrún Kristín Þorvarðardóttir. GERÐUR ARNY GEORGSDÓTTIR Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprentuninni. Auðveld- ust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa, öðru nafni DOS-textaskrár. Ritvinnslu- kerfin Word og Wordperfect eru einnig auðveld í úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins í bréfasíma 5691115, eða á netfang þess þess Mbl@centrum.is en nánari upp- lýsingar þar um má lesa á heimasíðum. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við meðallínu- bil og hæfilega línuleng — eða 2.200 slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. ÆtN silfurbúðin N—l-/ Kringlunni 8-12 • Sími 568 9066 - Þar fœröu gjöfina - Tilboð á hreinlætistækjum Verö frá 9.364 Verð frá Handlaugar, 17 geröir á vegg og borö RAÐCREMSLUR L »■ jgESBEauai VATNS VIRKINN HR Ármúla 21, símar 533 2020 og 533 2021 Grænt númer 800 4020 Verslið þar sem úrvalið er mest! Stálvaskar í eldhús yfir 30 gerðir Verð frá Verö frá ----— Blöndunartæki í miklu úrvali Baökör upp í 190 cm Verö frá WC meö stút í vegg eöa gólf meö setu. Hitastillitæki Verð frá Mikiö úrval af sturtuklefum, sturtuhornum og huröum. Athugaðu verðið!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.