Morgunblaðið - 12.11.1996, Side 1

Morgunblaðið - 12.11.1996, Side 1
Ilm þjóóarhelgidóm — Dómkirkjusaga Þóris Stephensen/2 í kring um landió með Ijóðin í kollinum/3 H|qrlasár 4 Piderot og forlagasinninn/5 Ævisagg Mandela/6 Nýjar íslenskar skóldsögur/7 Blómleg fræðibókaútgófa/8 MENNING LISTIR ÞJÓÐFRÆÐI BÆKIJR C PRENTSMIÐJA MORG UNBLAÐSINS ÞRIÐJUDAGUR 12. NOVEMBER 1996 BLAÐ Nýjar bækur • ARIEL og önnur ljóð er heiti á bók eftir bandaríska ljóðskáldið Sylviu Plath í þýðingu Hallbergs Hallmundssonar. Bókin hefur að geyma fjörutíu ljóð, þar á meðal flest þau sem heist hafa haldið nafni hennar á lofti: „Pabbi“, „Lafði Lasarus“, „Ariel“, „Kólossus", „Keppinauturinn" og „Þröm“ að ógleymdum flokknum um býin. Sylvia Plath var vaxandi skáld þeg- ar hún stytti sér aldur árið 1963 aðeins þrítug að aldri. Hún var gift Ted Hughes, núverandi lárviðar- skáldi Breta og átti hún með honum tvö börn en hafði skilið við hann er hún fyrirfór sér. Flest þeirra ljóða sem borið hafa uppi skáldhróður hennar orti hún síðustu mánuði ævinnar og voru þau ekki birt að henni lifandi. Hún er kunn hér á landi bæði fyrir leikljóðið „Þrjár kon- ur“ (birt í heild í bókinni), sem flutt var í Ríkisútvarpinu fyrir tæpum áratug og af sviðsverki sem samið var um hana upp úr eftirlátnum bréf- um og Þjóðleikhúsið sýndi fyrir nokkrum árum. Þýðandi ljóðanna, Hallberg Hall- mundsson, er sjálfur höfundur sjö frumsaminna ljóðabóka en hefur auk þess áður gefið út þýðingar á öðrum bandarískum ljóðum. Ariel og önnur ljóð er 110 bls. að lengd og hefur að geyma ítarleg- an inngang eftir þýðandann um ævi ogendalok Sylviu Plath. Bókin er gefin út með styrk úr Þýðingarsjóði og kostar 1.790 kr. með virðisauka- skatti. Útgefandi er Brú en StensiII hf. sá um prentun. Dreifingu annast íslensk bókadreifing hf., Síðumúla 21, 108 Reykjavík. • ÓHUGGANDIerskáldsagaeft- ir Kazuo Ishiguro Booker-verð- launahafa og höfund sögunnar Dreggjar dagsins. „Ishiguro tekst í hæglæti sínu og . yfirvegun að skrifa skáldsögu sem er bæði farsi og martröð. í sög- unni fjallar hann um hve grátt fjöl- skyldur geta leikið meðlimi sína og hvernig samfélög- um tekst óafvitað að kúga þegna sína. Sagan gerist í borg í Evrópu, sennilega í einhverri nútímalegri þýskri borg, öngstræta og spor- vag_na“, segir í fréttatilkynningu. Útgefandi er Bjartur. Bókin er 455 Öls. ogkostar 2.980 kr. Kazuo Ishiguro sæla Upphefð íslenskra rithöfunda á erlend- um vettvangi fer vaxandi. Er eitthvað sem getur talist sameiginlegt einkenni á bókum þeirra? spyr Jóhann Hjálmarsson og veltir meðal annars fyrir sér hvemig kynningu íslenskra bókmennta sé háttað. NORSKUR gagnrýnandi og dálkahöfundur heimsblaða á borð við Die Zeit, Le Figaro og New York Times lét þau orð falla í mín eyru á Bókastefnunni í Frank- furt í október að hann undraðist ekki upphefð íslenskra rithöfunda á erlendum vettvangi. íslenskir rit- höfundar væru víðförlir og skrifuðu bækur sem höfðuðu til umheimsins með áhrifaríkum hætti. Þetta hefðu þeir lengi gert. Er eitthvað sem getur talist sam- éiginlegt einkenni á bókum þeirra? „Einhvers konar vitfirring," var svarið sem ég fékk. í framhaldi af því nefndi gagn- rýnandinn skáldsögur Einars Más Guðmundssonar, einkum Engla al- heimsins. Hann minnti líka á Fyrir- gefningu syndanna eftir Ólaf Jó- hann Olafsson. _________ Æði skáldskaparins Að þessu hef ég vikið áður, en leyft mér að íhuga orðin síðan. Mér hefur lengi verið ljóst að í skáldskapnum þarf að vera „æði“ og hef að minnsta kosti öðru hverju tilhneigingu til að trúa Frakkanum Arthur Rim- ——— baud og kenningu hans um sjáand- ann, hvernig markvisst eigi að rugla skijningai-vitin. I Frankfurt voru aftur á móti Irar gleggsta dæmið um vitfirring- una í formi upþlausnar, sundrung- ar, óeirðar og flótta. Bókmenntir íra sem voru í forystu á stefnunni vitna sífellt um ráðleysi og ógn og Stærsta bóka- stefnan er í Frankfurt á haustin, en slíkum stefn- um hefur farið fjölgandi út um allan heim. það að geta ekki verið um kyrrt í heimahögum heldur þurfa að flengj- ast út um allt, koma svo aftur heim til þess eins að láta sér leiðast. Innri og ytri útlegð hefur orðið lausnar- orð írskra rithöfunda. Þráðurinn liggur frá Svigni kon- ungi sem eigraði bijálaður um til heimsborgaranna James Joyce og Samuels Becketts á endalausri göngu. Þaðan beina leið inn í írskar samtímabókmenntir. Var það aftur á móti slík vitfirr- ing sem gagnrýnandinn átti við? Líklega ekki að öllu leyti. Hann hlýtur að hafa átt við þá sælu vit- firringu sem lýsir sér í því að andóf- ið, uppreisnin gegn hinu venju- bundna er sjálfur lífstilgangur- inn, það sem í Englum alheims- ins heitir vit í óvitinu. Líka það að munur daglegs lífs og bijál- ________ æðis verður oft varla greindur, skilvegg- urinn er þunnur og stundum ósýnileg- ur. Ef við liöldum okkur við íslenska skáldsagnagerð er enginn skort- ur á þessu hnossgæti. Tveir höfundar hafa verið nefndir. Bæta , má við nokkrum sem hafa verið í sviðsljósi || undanfarið: Thor Vil- hjálmssyni og Grámos- anum; Guðbergi Bergssyni og Kvöldu ástinni; Einari Kára- syni með eyjafólk sitt og heimska menn; Ólafi Gunnars- syni Tröllakirkjuhöfundi; Steinunni Sigurðardóttur og Tímaþjófi hennar; Vigdísi Grímsdóttur skrásetjara ísbjargar og sögu íbúa að Grandavegi 7; Gyrði Elíassyni og Svefnhjólinu, Fríðu Á. Sig- urðardóttur og í luktum heimi. í ljóðagerðinni er með fáeinum undantekningum meiri ró. Það er eins og búið sé að yrkja allt og ná fullkomnun. Lesendur bíða vonandi eftir fleiri arftökum Arthurs Rim- bauds. Ljóðlistin deyr ef hún vitnar aðeins um snotra hönnun. Út fyrir Iandsteina Vegur íslenskra höfunda hefur aukist erlendis. Stærstu forlögin hafa komið sínum höfundum á framfæri með öflugri kynningu og persónulegum samböndum. Talað hefur verið um að setja á stofn bókmenntaskrifstofu sem sæi um að greiða fyrir og kynna sem flesta íslenska höfunda erlendis, til dæmis á bókastefnum, og leyfa með þeim hætti erlendum bókmenntamönnum og útgefendum að vega og meta að mestu hjálparlaust hvað er að gerast í íslenskum bókmenntum. Slíkar skrifstofur norrænna ná- granna okkar hafa skilað góð- um árangri og eiga eflaust þátt í þeirri norrænu bók- menntabylgju sem mik- ið er talað um, ekki síst í Þýskalandi.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.