Morgunblaðið - 12.11.1996, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 12.11.1996, Blaðsíða 2
2 C ÞRIÐJUDAGUR 12. NÓVEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ Ljóðagerð er ólæknandi árátta SJÖTTA ljóðabók Gylfa Gröndals, Undir hælinn lagt, er komin út í tilefni af sextugsafmæli hans. Það er liðið tuttugu og eitt ár síðan fyrsta Ijóðabók Gylfa birtist en ferill hans sem ljóðskálds er mun lengri: „Eg byijaði að yrkja strax sem bam og í Mennta- skólanum í Reykjavík var ég svokallað skólaskáld og lét mikið á mér bera sem slíkur. Við Olafur Jóns- son, sem síðar varð kunnur gagnrýnandi, unnum okkur það til frægðar, þótti okkur þá, að fá ijóðiti okkar birt í Ljóðum ungra skálda, sem Magnús Ás- geirsson sá um. Við vorum ekki nema sautján ára og heldur betur roggnir yfir þessu. Eg gerðist síðan ungur blaðamaður og ákvað með sjálfum mér að gefa ekki út eða birta ljóðin mín. Ástæðumar fyrir því kunna að vera þær að ég varð snemma ritstjóri og kynntist bókmenntalífinu innan frá. Það er oft áfall fyrir ungt fólk að verða vitni að því veraldlega sem fylgir bókaútgáfu. Öllu braskinu og bröltinu. Ég ákvað bara að taka ekki þátt í því. Hins vegar fór ég snemma að skrifa viðtalsbækur, það var svona partur af mínu starfi, og í framhaldi af þeim ævisög- ur. Fyrsta ljóðabók mín kom út 1975, þá var ég orð- inn þijátíu og níu ára gamall. Það var fyrst og fremst fyrir hvatningu frá konunni minni sem sá að ég var alltaf að. En annað kom líka til. Virt- ur bókmenntamaður hélt fyrir- lestur um ljóðagerð á íslandi og nefndi mig sem dæmi um skáld sem hefði farið vel af stað en hefði síðan hætt að yrkja. Ég móðgaðist því ég hafði aldr- ei hætt að yrkja heldur tekið þá ákvörðun að gefa ekki út. Svona geta nú bókmenntamenn haft áhrif. Bókin kom út og fór hljóðlega eins og oft er um Ijóðabækur. Það æsti mig upp og ég gaf út alls fimm ljóðabæk- ur á einum áratug, fram til ársins 1986. Nýja Ijóðabókin mín inniheldur þess vegna úr- val ljóða frá síðustu tíu árum. Ljóðagerð er árátta sem seint tekst að halda niðri. Þegar ég var ungur maður í menntaskóla geisaði hatramm- asta bókmenntadeila sem háð hefur verið á íslandi, deilan um atómskáldin og módernismann. BÆKUR Gylfi Gröndal Það var erfitt fyrir unga menn að fóta sig á þessum tíma. Þjóðin skiptist í tvennt og andstæðingar atóm- skáldanna voru í miklum meirihluta. Sumir halda því fram að ljóðið hafi ekki borið sitt barr síðan vegna þess að nútí- maljóð hafa ekki orðið almenn- ingseign eins og þau gömlu, ljóðabækur seljist ekki í jafn stór- um upplögum og þær gerðu. En ég held að þetta sé að breytast. Á síðustu árum hafa komið fram svo mörg ný ljóðskáld hvert öðru betra. Mér finnst ég skynja upp- hafið að nýju blómaskeiði ljóða- gerðar í landinu og því má örugg- lega þakka frelsinu. Engin ein stefna er allsráðandi. Þú getur ort rímuð ljóð, sonnetur, frásöguljóð með hversdagslegu orðfæri, inn- hverf ljóð, táknræn ljóð með margslungnum myndhverfingum. Og allt þar á milli. Þetta er mikill kostur. Þótt ljóðabækur seljist enn lítið eru samkomur með ljóðaupplestri algengari en nokkru sinni áður, það er daglegur Ijóðalestur í út- varpinu, ljóðasafnrit eru gefin út. Þessi dæmi sanna að Ijóðið er við hestaheilsu." Kvöldmáltíð Jafnvel undirrós er raunveran tvíeggjuð þyrnikóróna/lárviðarsveigur á hrukkóttu enni ímynduð sannindi ég býð þeim til kvöldverðar hér er kristalsvasi með túnfíflum fegri en ég man heimabakað brauð og náðugur vínandi njótum um stund ínærmynd afdraumi með fjarstæðukennd. Nýjar bækur Ólíkir staðir lifna FLEY og fagrar árár eftir Thor Vilhjálmsson er komin út. „Þetta er hraðvirkur minn- ingaspuni, skrifaður í svipuð- um anda og hin vinsæla bók Thors, Raddir í garðinum (1994). í bókinni kallar eitt atvik á annað, ein mannlýs- ing kveikir aðra og ólíkir staðir lifna fyrir augum le- sandans", segir í kynningu. Öðrum þræði er bókin Thor Vilhjálmsson ferðasaga eins og fleiri bækur Thors Vilhjálmsson- ar. Róm 1968, Vestmanna- eyjar 1973, England 1974 og Japan 1984 eru meðal þeirra staða sem við sögu koma. Útgefandi er Mál og menning. Fley og fagrar árar er 301 bls., unnin í Prentsmiðjunni Odda hf. Kápuna gerði Ingibjörg Ey- þórsdóttir. Verð 3.680 kr. Saga brotamanns SKALDSAGAN Brotahöfuð eftir Þórarin Eldjárn er komin út. Sagan fjallar um Guðmund Andrésson, fræðimann og skáld, sem hefur aldrei getað lært að bera tilhlýðilega virð- ingu fyrir yfirvöldum, verald- legum sem andlegum og það kemur honum í koll. Honum er gefið að sök að hafa samið hneykslanlegt rit gegn Stóra- dómi. í Bláturni, einu ill- ræmdasta fangelsi Danaveldis, bíður kápu. Þórarinn Eldjárn Guðmundur þess sem verða vill. „Brotahöfuð er áhrifamik- il söguleg skáldsaga, giettin og tragísk í senn, borin upp af næmum mannskilningi og aðdáunarverðri stílgáfu," segir í kynningu. Útgefandi er Forlagið. Brotahöfuð er 252 bls. að stærð. Hún er prentuð í Prentsmiðjunni Odda hf. Sigrún Eldjárn hannaði Hún kostar 3.480 kr. Stórviðburðir og misgjörðir ÚT ER komin skáldsagan Blóðakur eftir Ólaf Gunnars- son. í kynningu segir: „Þessi mikla samtímasaga er hlaðin stórviðburðum, full af lifandi persónum og rík af samlíðan höfundar með öllu því fólki sem hann hefur hér skapað, hvort sem það er skuldugt alþýðufólk eða voldugir stjómmálamenn í æðstu stöð- um; allir njóta hér sannmælis án þess að dregin sé fjöður yfir misgjörðir." Tvær fjölskyldur eru í forgrunni. Önnuð er auðug og á kafi í stjómmál- Ólafur Gunnarsson arefjum og innbyrðis átök- um, hin á barmi gjaldþrots og upplausnar. Líf þessara tveggja fjölskyldna skarast síðan. Blóðakur er önnur bók í þríieik Ólafs Gunnarssonar um íslenskan samtíma, tengd Tröllakirkju þótt persónur séu aðrar og sagan algjörlega sjálfstæð. Útgefandi er Forlagið. Bókin er 508 bls. Hún er prentuð í Prentsmiðjunni Odda hf. Finnur Malmquist/Fíton hannaði kápu. Verð 3.880 kr. Þjóðarhelgidómur og saga höfuðstaðar því að prestur skuli vera svo vel að sér á þessu sviði. Kirkjusaga íslands er samþætt sögu lands- ins á hinum ýmsu svið- um verkmenningar, at- vinnuhátta, stjórnarf- ars, menntunar og lista. Þetta kemur hvergi betur fram en í sögu Dómkirkjunnar. í skrúðhúsinu átti slökkvistöð Reykjavík- ur heima í næstum öld og á lofti hennar áttu Stiftsbókasafnið, Forn- gripasafnið, Lands- bókasafnið og síðar Þórir Stephensen Á meðan byltingará- stand herjaði í Evrópu var Dómkirkjan endur- byggð og endurvígð haustið 1848 og þar með eignuðust Reyk- víkingar fyrst fagra kirkju sem líkt var við musteri. Þar vitnar saga Dómkirkjunnar um framfarahug og metnað fyrir hönd kirkju og kristindóms og margir lögðu hönd á plóginn og þeirra er getið að verðleikum í bókinni. Dómkirkjan varð vettvangur endur- bóta og nýjunga sem Reykvíkingar sátu ekki einir að BÆKUR Trú og saga DÓMKIRKJAN I REYKJAVÍK 200 ÁRA eftir Þóri Stephensen. Hið íslenska bókmenntafélag og Dómkirkjan í Reykjavík 1996 — 653 síður í TILEFNI af 200 ára afmæli Dómkirkjunnar í Reykjavík er nú komin út saga hennar skrifuð af séra Þóri Stephensen sem þjónaði söfnuðinum á árunum 1971-1989. Bókin er í tveimur hlutum og heitir sá fyrri Byggingarsaga og hinn síð- ari í iðu þjóðlífs. Þetta er vegleg bók og ekkert til sparað að gera hana sem best úr garði sem vert er því Dómkirkjan er kirkja allra landsmanna og nátengd sögu þjóðar og sögu höfuðstaðar landsins sér- staklega. Þegar íslendingar rýna í kirkju- sögu sína og staldra við aðdraganda þess að dómkirkja var byggð í Reykjavík fer ekki hjá því að það veki blendnar tilfinningar. Biskups- stólarnir fornu voru lagðir niður, skólahald og biskupssetur flutt til Reykjavíkur sem nýlega var orðin kaupstaður. Náttúruhamfarir og gallað stjómarfar kipptu grundvell- inum undan fornu biskupssetrun- um. Dómkirkjan reis í höfuðstaðn- um úr tilhöggnum steini á þeim stað sem hún stendur nú en það var ekki þrautalaust þrátt fyrir það að hún væri minni en sú kirkja sem nú er. Kristnihaldið í kvosinni fyrstu hálfu öldina sem Dómkirkjan nýja var við lýði eykur fremur aðdáun manns á gömlu biskupsstólunum en hitt. Gallarnir í stjórnun og verklegum framkvæmdum hér á landi í lok 18. aldar og upphafi 19. aldar birtast í hnotskurn í sögu kirkjuhússins. En svifaseint skrifræði skildi eftir sig miklar heimildir í skjalasöfnum um áætlanir, framkvæmdir, mannahald og skipulag sem Þórir hefur kynnt sér rækilega og tínt til smátt og stórt. Hér hefði mátt stytta en smáatriðin lífga upp á frásögnina. Við lesum að meðal verkamanna við fyrstu byggingar- framkvæmdirnar var kona sem fékk sömu laun og karlarnir. En svo kemur skýringin. Hún va'r hjú hjá umsjónarmanni verksins, ráðs- mannsins við tugthúsið, og hann hirti að sjálfsögðu kaupið hennar. Fjallað er um aðbúnað dönsku iðn- aðarmannanna sem vantaði sæng- urföt og þurftu að sofa á þurrum þara uppi í tugthúsi. Einn þeirra hafði verið á Grænlandi og sagði aðbúnaðinn og viðurgerninginn í Reykjavík vera þrisvar sinnum lak- ari en þar á Grænlandi. En þegar næsti hópur iðnaðarmanna kom til að endurbyggja kirkjuna árið 1847 fengu þeir sérsaumuð sængurföt, enda varð nú verklagið og mórallinn allur annar. Lýsingar höfundar á byggingarefni sem notað var í ný- byggingar og viðgerðir eru ná- kvæmar og eflaust furðar marga á Bókmenntafélagið athvarf. Orgel kom í kirkjuna fyrst árið 1840 og tónlistarflutningur þar hafði áhrif á allt tónlistarlíf í landinu enda völdust fremstu menn á því sviði til starfa í Dómkirkjunni. Róman- tísk kirkjutónlistarhefð sem brátt mótaði allt helgihald kirkjunnar er nátengd Dómkirkjunni en þar störf- uðu frumkvöðlarnir á þessu sviði og nægir að nefna Pétur Guðjohn- sen, Sigfús Einarsson og Pál ísólfs- son hér til sögunnar. Öll þessi merka saga er geymd í bókinni og hún á eftir að koma að góðum not- um sem heimildarit. heldur var þeim miðlað á ýmsan hátt til annarra kirkna. Vegna stöðu sinnar hlaut Dómkirkjan, útlit hennar, innréttingar, helgigripir og helgihald að hafa áhrif úti um allt landið. Latínuskólapiltar og presta- skólanemar sóttu kirkju reglulega og fyrir þá hefur Dómkirkjan verið fyrirmynd. Þessari áhrifasögu gerir séra Þórir samviskusamlega skil og metnaður hans fyrir hönd kirkjunn- ar er augljós. Það jaðrar við að hann sé afbrýðisamur ef ýjað er að því að áhrif sem henni ber geti verið komin annars staðar frá. Hann rekur sögu þeirra gripa sem kirkjan eignaðist, segir deili á gerð, stíl, notkun og afdrifum. Þær eru ófáar kirkjurnar sem eiga eftirlík- ingu af altaristöflunni af upprisu Krists eftir danska málarann Gustav Theodor Wegener sem kirkjan eignaðist eftir endurbygg- inguna 1848. Umfjöllun Þóris er mikilvægt framlag til kirkju- og kristnisögu íslands og ekki síst til sögu guðs- þjónustunnar og helgihaldsins. Lýs- ingar á helgiathöfnum í kirkjunni við einstök hátíðleg tækifæri svo sem biskupsvígslur og minningar- guðsþjónustur eru í seinni hluta verksins. Máldagar og vísitasíugjörðir verða höfundi dijúgar heimildir. í lok fyrri hluta bókarinnar er sagt frá safnaðarheimili Dómkirkjunnar í gamla Iðnskólanum sem söfnuður- inn tók á leigu 1989. Þar er nú aðstaða fyrir prestana, barna- og unglingastarf og aðra starfsemi sem áður var á ýmsum stöðum í borginni. Það er til marks um mat borgarstjórnar Reykjavíkur á fé- lagslegri starfsemi safnaðarins að hún hefur nú fært honum þetta hús í hjarta borgarinnar til eignar. Inn- anstokksmunir safnaðarheimilisins eru tíundaðir og við fáum að vita að þar er Porkka-kæliskápur og tvær Macintosh-tölvur — víst ekki jafnar að mikilvægi og skírnarfont- ur Thorvaldsens sem listamaðurinn gaf kirkjunni á sínum tíma og stendur í kór hennar. Saga Dómkirkjunnar er nátengd stjórnarfarssögu landsins bæði á táknrænan hátt og lagalega. Dóm- kirkjan er kirkja biskupsins yfir íslandi. Þar predikar hann við

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.