Morgunblaðið - 12.11.1996, Page 3

Morgunblaðið - 12.11.1996, Page 3
MORGU NBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. NÓVEMBER 1996 C 3 BÆKUR Lárus Karl Ingason. * I kringum landið með ljóðin í kollinum „ÉG ÁTTI frumkvæðið að gerð bókarinnar og bar hugmyndina undir stjórnendur Máls og menningar um áramótin 1993-94. Þeir lögðu síðan til ljóðin og ég fór í gang vorið 1994 og keyrði hringinn í kringum land- ið með ljóðin í kollinum. Ég var síðan í um tvö ár, með hléum, að safna mynd- unum saman,“ sagði Lárus Karl Inga- son ljósmyndari sem myndskreytti bók- ina Treasures of Icelandic Verse sem kom út fyrr í haust. Lárus sagðist hafa látið sína upplifun og túlkun á ljóð- unum ráða ferðinni. „Á suma staði fannst mér ég reyndar verða að fara eins og til dæmis í kirkjuna í Möðrud- al á Fjöllum sem Gyrðir Elíasson fjall- ar á svo afgerandi hátt um í ljóði sínu: í Möðrudal á Fjöllum. Lárus notar ýmsa tækni við mynda- tökurnar og áferð og útlit myndanna er ólíkt, allt eftir því hvað ljóðið segir tii um. Móðukennd mynd á við þegar talað er um mistur minninganna og brúnleitur blær lætur myndina líta út fyrir að vera gamla. Ein mynd er jafn- vel háif misheppnuð og hreyfð en hún átti fullkomlega við ljóðið Auglýsingu eftir Ingibjörgu Haraldsdóttur, að mati ljósmyndarans. Lárus sagði bók- ina hafa verið mjög spennandi verk- efni og það sé í raun draumur hvers ljósmyndara að fá frelsi til að mynd- skreyta heila bók. Myndræn landslagsljóð Árni Siguijónsson sá um val ljóðanna í bókina. Hann segist hafa gengið út frá því að velja myndræn Ijóð sem fjalla um íslenskt landslag. „Það var svona leiðar- ljós í vali ljóðanna þó sum ljóðin fjalli ekki um lands- lag,“ sagði hann í samtali við Morgunblaðið. Bókin er bæði á íslensku og ensku og því var Árni dálítið bund- inn af því að nota ljóð sem væru til í enskri þýðingu að hans sögn. „ Það eru nokkrar nýjar þýðingar í bókinni en ég hefði gjarnan viljað láta þýða fleiri ljóð. Ég er nú samt ánægður með niðurstöðuna." Bókin nær yfir langt tímabil í íslenskri ljóðagerð og er ljóðunum raðað eftir fæðingarári höfunda. Hún hefst á kvæði Jónasar Hallgrímssonar Ég bið að heilsa og endar á ljóði eftir Sjón (ég man ekki eitthvað um skýin). „Það var eitt sjónarmið við bókina að ná til gömlu höfund- anna en sérstaða hennar er hvað hún spannar yfir langt tímabil,“ sagði Árni Siguijónsson. Árni Siguijónsson. MYNDSKREYTING við ljóðið Stormur eftir Hannes Hafstein. DOMKIRKJAN í Reykjavík ákveðin tækifæri og sækir guðs- þjónustur. Dómkirkjan er tengd stjórn landsins og kemur það t.d. fram í tengslum hennar við Al- þingi. Setning Alþingis hefst eins • og kunnugt er með guðsþjónustu í Dómkirkjunni og síðan ganga for- seti og biskup fyrir þingmönnum úr kirkju inn í Alþingishúsið. Þetta er á vissan hátt helgun þingsins og tákn sambands ríkis, þjóðar og kirkju — og vitnisburður um það að íslensk menning og réttarfar byggir á kristnum grunni. Kirkjan var í eigu konungs og síðar land- stjórnarinnar. Stjórnvöld voru sein að laga ytra skipulag að þörfum ört vaxandi íbúafjölda í höfuðborg- inni. Stofnun Fríkirkjusafnaðarins og bygging Fríkirkjunnar við Tjörn- ina árið 1899 bætti úr brýnni þörf bæjarbúa, en það raskaði ekki stöðu Dómkirkjunnar sem stendur þétt við Alþingishúsið, staðföst eins og trygglynd húsmóðir í iðandi borgar- lífi 20. aldar. Hún horfir þögul á hamfarir ungu kynslóðarinnar í miðbænum um helgar og mætir hverri nýrri viku með lofsöng til Skaparans. Lokakafli sögunnar fjallar um átök um trúmálastefnur. Þekktustu deilurnar eru um fijálslynda og íhaldssama guðfræði og þær eru jafngamlar öldinni. Saman við þær deilur hefur afstaðan til spíritis- mans blandast. Tími er kominn til að bregða nýju ljósi yfir þessar deilur og setja þær í stærra sam- hengi og hefði dómkirkjusagan gef- ið tilefni til þess, en það er ekki gert. Ekkert er fjallað um guðfræði- sögu 19. aldar sem þó tengist pred- ikunarstólnum í Dómkirkjunni mjög. Benda má á að Sigurður Árni Þórðarson hefur gert athyglis- verða atlögu að þessu viðfangsefni í doktorsritgerð sinni en á hana er ekki minnst í ritinu. Framsetningin er um of bundin við seinni hluta 20. aldarinnar þegar blómaskeið frjálslyndu guðfræðinnar var á enda og nýjar forsendur lágu fyrir. Hér nægir að nefna samkirkjulega starfið sem tengdist nýjum rann- sóknum mótmælenda jafnt sem kaþólskra á guðfræði Lúthers. Segja má að kaþólska kirkjan hafi á kirkjuþinginu í Róm á fyrri hluta sjöunda áratugarins komið saman og tekið risastökk út úr miðöldum og inn í nútímann og samfara því breyttist margt í vestrænni guð- fræði og kirkjupólitík. Játningaritin sem nokkrir róttækir og frjálslyndir vildu helst losna við úr íslensku kirkjunni í upphafi aldarinnar vegna þess að þær heftu hugsana- og samviskufrelsi urðu nú viðmið í einingarviðleitni kirkjudeiIdaTina. Kaþólska kirkjan, sem Andrés Kristjánsson ritstjóri vitnaði til í ádeilu sinni á nýjungar í helgihaldi, var liðin tíð. Sá ágæti maður séra Jón Auðuns dómprófastur lifði enn og hrærðist í aldamótaguðfræðinni og stóru orðin hans gegn hákirkju- legheitum eru ekki á rökum reist. Það er einkennilegt að þessi list- ræni maður sem sýndi hefðum og helgum munum annars mikla rækt- arsemi skyldi ekki laðast að litúrg- ísku hreyfingunni. Þessi hreyfing hefur nú skotið rótum í helgihaldi Dómkirkjunnar í þeim athyglis- verðu nýjungum sem prestarnir þar hafa bryddað upp á í sambandi við páskahátíðina. Þær nýjungar eiga sér rætur langt aftur í aldir — lengra en öndvegissúiur Ingólfs Arnarsonar. Árangurinn af samkirkjulega starfinu á sviði guðfræði og heigi- halds er nú að koma í ljós m.a. með svokölluðu Porvoo-samkomu- lagi sem er grundvöllur kirknasam- bands um vígslur og embætti sem þjóðkirkjan er aðili að ásamt ensku biskupakirkjunni. Fyrir tveimur árum starfaði anglikanskur prestur við Dómkirkjuna í nokkra mánuði. Séra Þórir getur hans ekki í bók sinni, en það hefði verið prýði af mynd af honum þar. í bókinni er aftur á móti mynd af dómkirkju- prestinum í predikunarstóli í Krists- kirkju í Landakoti. Árið 1993 pred- ikaði svo biskup íslands við guðs- þjónustu í Landakotskirkju og ka- þólski biskupinn predikaði við guðs- þjónustu í Dómkirkjunni sama ár. Hvað hafði gerst? Hljóðlát bylting í guðfræði og kirkjumálum hafði átt sér stað, en það er afar sjald- gæft fyrirbæri í kristnisögunni. Vel hefur tekist að sameina tvenns konar hlutverk Dómirkjunn- ar sem þjóðarhelgidóms og sóknar- kirkju. I sóknarnefndina hefur val- ist sómafólk s_em hefur verið vand- anum vaxið. Ótaldir tugir þúsunda hafa leitað til kirkjunnar á helgidög- um og við tímamót í lífi einstakl- inga og þjóðar. Þetta fólk verður ekki svikið af því að lesa bók séra Þóris. Hann hefur sýnt dugnað og nákvæmni við öflun heimilda en hann hefði mátt stytta sumt og jafnvel fella úr. Bókina þrýðir fjöldi mynda sem er haganlega fyrir kom- ið. Nákvæmar skrár eru í bókarlok um sóknarnefndarfólk, presta og annað starfsfólk kirkjunnar. Pétur Pétursson. Nýjar bækur • NOFNIN á útidyrahurðinni er ný bók eftir Braga Olafsson. Bragi hefur áður sent frá sér fjórar ljóðabækur og er Nöfnin á útidyra- hurðinni fyrsta sagnabók hans. „Hann hóf að rita þessa bók snemma á síðasta ári og gekk hún lengi undir heitinu Gæludýrin enda áttu höfuðpersónur bókarinnar að vera bundnar við gæslu á gæludýrum. Sú saga tók nokkrar kúvendingar og þróaðist í óvæntar áttir“, segir í fréttatilkynningu. Útgefandi er Bjartur. Bókin er 150 b[s. og kostar 2.280 kr. • ÞÚ sem ert á himnum - Þú ert hér, eru játningar eftir ísak Harð- arson. í kynningu segir: „I áhrifamikiili játningu lýsir höfundur leit sinni að sálarfriði og til- gangi í lífinu, leit sem er svo árang- urslaus að hann gerir sér loks grein fyrir því að hann veit og getur ekki neitt. Þetta er per- sónuleg frásögn höfundar af leitinni að lífshamingju, borin uppi af einlægni, sjálfsgagn- rýni og glettni.“ ísak Harðarson er fæddur 1956. Hann sendi frá sér fyrstu ljóðabók sína Þriggja orða nafn 1982. Ljóðabækur ísaks eru orðnar átta talsins og auk þeirra sendi hann frá sér smásagnasafnið Snæfellsjökull í garðinurn 1986. Útgefandi erForlagið. Bókin er 210 bls. ogprentuð íPrentsmiðjunni Odda hf. Katla ísaksdóttir gerði kápumynd en Fíton hannaði kápuna. Verð 2.480 kr. • SILFURKROSSINN er ný barna- og unglingabók eftir Illuga Jökulsson. í henni segir frá undarlegum at- burðum sem gerast þegar ung fjöl- skylda flyst í ný- byggt hús í nýju íbúðahverfi. „Systkinin Gunnsi og Magga þurfa ekki aðeins að glíma við hvarf heimiliskattarins heldur sækja að þeim allskyns ógn- ir sem virðast búa í þessu skelfilega húsi,“ segir í fréttatilkynningu. Illugi Jökuisson hefur áður sent frá sér fjölda bóka, jafnt bækur fyr- ir börn og fullorðna. Útgefandi erBjartur. Prentun og bókband var unnið hjá Gutenberg. Bókakápu teiknaði Þórunn S. Þor- grímsdóttir. Verð 1.380 kr. • Bókaútgáfan Skjaldborghefur sent frá sér bókina Stafakarlarnir eftir Bergljótu Arnalds. Bókin er myndskreytt af Jóni Hámundi Mar- inóssyni. I kynningu segir: „Einn síðsumardag gerðist dálítið skrít- ið. Ari og Ösp voru úti á leikvelli með stafabókina þegar vindhviða feykti öllum stöfunum út úr bókinni svo þeir lentu í hrúgu fram- an við sandkass- ann. Hendur og fætur spruttu út úr stöfunum og loks haus. Þetta voru ekki lengur venju- legir stafir heldur litlir stafakarlar sem vildu ólmir fá að leika sér.“ Þessi fyrsta bók Bergljótar Arn- alds er saga ætluð börnum sem vilja læra að þekkja stafina. Aftast í bók- inni má finna léttar spurningar og leiki fyrir börnin. Til dæmis hefur stafurinn „ð“ falið sig á sumum síðum bókarinnar og börnin geta spreytt sig á að finna hann. Hver opna er skreytt litríkum og fjörlegum mynd- um sem eiga að gefa bókinni aukið gildi. Bókin er 48 blaðsíður í stóru broti. Verð er 1.390 kr. Bragi Ólafsson ísak Harðarson Illugi Jökulsson Bergljót Arnalds

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.